Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Tákn nýrra tíma. Frá fyrsta leyfilega útifundi stjórnarandstöðu- flokka í Kenýu í 13 ár. Um 100.000 manns sótti fundinn og þar ríkti mikil stemmning og bílarnir voru vel nýttir, þegar fólk kom á útifund FORD. Ljósmyndir/Kjartan Jónsson Orlagatímar í Kenýu eftir Kjartan Jónsson Fólk streymdi að úr öllum áttum þegar snemma um morguninn, flestir fótgangandi. Er líða tók á, varð straumurinn stríðari og bíla- umferðin jókst. Margir sungu, aðr- ir dönsuðu. Troðfullar rútur streymdu að. Öðru hvetju fór kliður um hluta mannhafsins, þegar leið- andi menn bar að. Hrópuð voru slagorð eins og: Frelsi og sannleik- ur! Þegar aðalleiðtogarnir komu undir hádegi brutust út svo mikil fagnaðarlæti, að beita þurfti lagni til að þumlunga bílum þeirra í gegnum mannþröngina. Það ríkti eins konar kjötkveðjuhátíðar- stemmning, svo að erfitt var að hrífast ekki með á þessari sögulegu stund, þegar stjórnarandstöðu- flokkur fékk að halda löglegan úti- fund í fyrsta sinn síðan 1979 hér í Kenýu. Um 100.000 manns mættu á fundinn. Þetta var fundur FORD, (vettvangs til endurreisnar. lýðræði). (Forum For Restauration of Democracy), en ráðamenn þess höfðu barist lengi fyrir því, að fjöl- flokkakerfi yrði innleitt. Lýðræði Um þessar mundir eiga sér stað mjög sögulegir atburðir hér í Kenýu. Ótrúlega miklar breytingar hafa orðið síðustu mánuði á. sviði stjórnmála. Þau undur og stór- merki gerðust í nóvember síðastlið- inn, að sú grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að einsflokks- kerfi skuli ríkja í landinu, var af- numin. Þessi grein var lögfest árið 1982. Flestir stjórnmálaleiðtogar landsins vörðu einflokkskerfið lengi framan af. Síðastliðið eitt og hálft ár hafa þekktir menn, sem hraktir höfðu verið frá valdaembættum, tjáð óánægju sína opinberlega með stjórn landsins og bent á spillingu og óstjóm. Sjálfsagt hefðu þessar raddir ekki mátt sín mikils, ef ekki hefði komið til margvlslegur stuðn- ingur eriendis frá. Þrýstingui1 erlendis frá Þeir, sem fylgst hafa með þróun stjórnmála í Afríku síðustu mánuði hafa orðið vitni að lýðræðisöldu, sem farið hefur um álí'una. Frið- samleg valdaskipti í Zambíu hafa sýnt umheiminum, að hægt er að koma á lýðræði í Afríku með frið- samlegum hætti. Hvernig til tekst um áframhaldið þar skiptir miklu máli um framvindu mála í Afríku. Vestrænir sendiherrar hafa þrýst-mjög á stjórnvöld hér í landi að leyfa starfsemi stjórnarand- stöðuflokka og láta lausa pólitíska fanga. Mæður pólitískra fanga hafa verið I hungurverkfalli undanfarnar vikur. Þær héldu til í almenningsgarði í miðbórg Na- iróbí. Laganna verðir voru sendir þeim til höfuðs og fóru heldur óblíð- um höndum um þær. En þær gáf- ust ekki upp og héldu áfram. Er óeirðalögregla var send á þær gerðu þær sér lítið fyrír og berhátt- uðu sig fyrir framan þá. í menn- ingu margja þjóðflokka er þetta síðasta úrræði kúgaðrar konu, sem á þennan hátt sendir bölvun yfír ofsækjendur sína. Með þessu hefur málstaður þeirra komist í heims- pressuna og þrýstingur á yfuvöld hefur aukist svo að erfítt verður að standast hann. Fulltrúar erlendra ríkja hafa ásakað æðstu embættismenn lands- ins um mjög alvarlega fjármálaspill- ingu. Mikill skriður komst á málið í kjölfar morðs á utanríkisráðherra Kenýu, dr. Robert Ouko, árið 1990. Sérfræðingur frá Scotland Yard í Englandi var fenginn til að rann- saka málið og freista þess að fínna þá seku. Samkvæmt niðurstöðum hans, sem birtar voru í fyirahaust, beindust spjótin mjög að iðnaðar- og orkumálaráðherra landsins, Nicoals Biwot, og öðmm háttsettum embættismönnum. Dr. Ouko er sagður hafa haft sönnunargögn í höndunum, sem sýndu m.a. fram á stórfellda fjármálaspillingu N. Biw- ots. Hann ætlaði að sýna foi-setan- um fram á þessa stöðu mála, en rtáði aldrei markmiði sínu. Dr. Ouko er sagður hafa haft hreinan skjöld í fjármálum. Sem dæmi um spillingu Biwots, þá er hann talinn hafa kraf- ist um 170 milljóna krðna þóknunar fyrir að gefa erlendu fyriiiæki samning um að reisa verksmiðju. Þetta jafngilti um 15% af heildar- kostnaði við byggingu hennar. Nokkru síðar sagði.ríkisútvarp Mwai Kibak, fyrrverandi vara- forseti Kenýu, um margra ára skeið. Hann er nú búinn að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk. „Um þessar mundir gerist það, sem ekki á sér fordæmi hér í landi, að forsetinn er gagnrýndur opinber- lega. Aður fyrr hefði sá, sem vogaði að gera slíkt, orðið að gjalda fyrir með því að fara beint í steininn.“ Englands frá því, að fyrirtæki nokkru, sem falið hafði verið að kanna hvort rekstur tveggja verk- smiðja, sem fyrirhugað var að reisa í Kenýu, myndi teljast hagkvæm- ur, hefði fengið greiddar 60 milljón- ir króna og ætti eftir að fá 80 milljónir til viðbótar. Undir eðlileg- um aðstæðum hefði verkefnið átt að kosta um 10 milljónir króna. Þess var getið að ráðuneyti Biwots hefði haft yfirumsjón með málinu. Fyrir skömmu var ný og glæsileg verslanasamstæða í Nairobi í eigu Daniel arap Moi, forseti Kenýu. Hann hefur verið einvaldur frá árinu 1978. Nú er völdum hans ógnað úr ýmsum áttum. Biwots seld upp í skuldir. Hann er sagður skulda bankakerfínu meir en 2,5 milljarða króna. Erlend ríki hafa á undanförnum mánuðum farið í saumana á því, hvernig fjárhagsaðstoð þeirra hef- ur verið notuð. Danir komust t.d. að því að ýmis þróunaiverkefni, sem þeir fjármögnuðu, voru aðeins til á pappírunum. Ljóst þykir, að hluti af þróunarfénu hafi runnið í vasa ráðamanna. Þetta vakti mikla reiði, sem endaði með því, að Efna- hagsbandalag Evrópu, Norðurlönd og fleiri ríki hafa skrúfað alveg fyrir efnahagsaðstoð til landsins um sex mánaða skeið. Hér er um að ræða tugi milljarða króna, sem landið þarfnast stórlega. Áhrif þessara aðgerða munu finnast um allt land, m.a. í formi minni þjón- ustu ýmissa ríkisstofnana, sem reknar hafa verið að hluta til fyrir erlent fé. Á sama tíma og þetta gerist er gjaldeyrisforði Kenýa l(t- ill. í ræðu til þjóðarinnar í október bað forsetinn auðuga landsmenn um að flytja innistæður sínar í er- lendum bönkum til landsins. Hann lofaði að þeir yrðu ekki spurðir neinna óþægilegra spurninga, ef þeir gerðu það fyrir ákveðinn tíma. Alþjóðabankinn með Bretland (fyrrverandi nýlenduherra Kenýa), Þýskaland og Bandaríkin í broddi fylkingar hefur einnig hótað að hætta aðstoð við landið, ef ekki verði hreinsað til í fjánnálaóreiðu ríkisins. Nýjar aðstæður í alþjóðastjórnmálum Hafa ber í huga, að þetta gerist á breyttum tímum í alþjóðastjórn- málum. Sovétríkin eru ekki lengur til og kapphlaup stórveldanna um yfírráð er ekki lengur fyrir hendi í sama mæli og áður. Sérfræðingar telja, að í nánustu framtíð muni ríki á Vesturlöndum ekki hafa áhuga á að fjárfesta í löndum þriðja heimsins nema þau hafí af því efna- hagslegan ávinning. Ríki Afríku þurfa tilfinnanlega á erlendu fjár- magni að halda til að efla efnahag sinn. Allt þetta hefur þrýst geysilega á forseta Kenýa, Daniel arap Moi. Það var svo í nóvember á síð- asta ári, að forsetinn lét undan þrýstingnum og lýsti því yfír, að héðan í frá yrði starfsemi stjórn- arandstöðuflokka leyfð og lýðræði skyldi ráða ríkjum. Frjálsar kosn- ingar skyldu haldnar á árinu 1992, en tímasetning þeirra væri hans leyndarmál. Þessi yfirlýsing forset- ans vakti mikinn fögnuð um allt land. Margir þingmenn og ráðherr- ar notuðu þá tækifærið og sögðu sig úr flokki forsetans KANU, Þjóðareiningarflokknum, (Kenya African National Unity). Meðal þeirra vora margir fynverandi ráð- herrar og tveir fynverandi varafor- setar. Þetta var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir forsetann og virðist hafa sýnt honum fram á, að staða hans sem forseta er ekki óhagganleg. FORD var fyrsti stjórnmála- flokkurinn, sem leyfður var. Leið- togar hans eru allir þekktir þing- menn og ráðherrar frá fyrri tíð. Fyrir skömmu var annar flokkur leyfður, DP, Lýðræðisflokkurinn, (The Democratic Party) með Muwai Kibaki, fyrrverandi varafor- seta í broddi fylkingar. Hann hefur heitið því að bola foreetanum frá voldum. Stofnun fleiri flokka er fyrirhuguð. Stefna þeirra er enn nokkuð óljós. Þeir næra fylgi sitt enn á óánægju með stjórnvöld. Um þessar mundir gerist það, sem ekki á sér fordæmi hér í landi, að forsetinn er gagnrýndur opin- berlega. Áður fyrr hefði sá, sem vogaði að gera slíkt, orðið að gjalda fyrir með því að fara beint í stein- inn. Forystumenn stjómarandstöð- unnar hafa skorað á Moi forseta að fara frá völdum með reisn, eins og Kaunda gerði í Zambíu. Hann segist hins vegar ekki hafa slíkt í hyggju. Hvað er lýðræði? Stóra spurningin nú er: Hvernig mun lýðræðinu reiða af? Mun það bæta hag landsmanna, eða mun það skapa upplausn og efla þjóð- flokkaríg? Forsetinn sagði í viðtali vð enska ríkisútvarpið, að lýðræð- inu hefði verið neytt upp á Kenýu- menn. Þegar hann var varaforseti árið 1978, lét hann þó svo um mælt, að ekkert væri eins mikil- vægt í stjómmálum og góð og ár- vökul stjórnarandstaða. En hvað er lýðræði? Hvernig er því fram- fylgt? Ljóst er að mikillar upplýs- ingar er þörf. Almenningi fínnst gott að geta tjáð hug sinn og valið sér ríkisstjórn, en óttast blóðsút- hellingar og upplausn. Hvaða gagn er þá að lýðræðinu? Höfundur er trúboði. > Loftskeytastöðin í Eyjum 70 ára Vestmannaeyj uni. Loftskeytastöðin í Vestnianna- eyjum varð 70 ára 25. febrúar síðastliðinn. Stöðin hefur þessi 70 ár verið einn aðal öryggis- hlekkurinn fyrir báta og skip við suðurströndina en allan sólar- hringinn eru starfsmenn þar á vakt sem hiusta eftir kalli og sinna þjónustu við flotann. 1 umburðarbréfí númer 5 frá 25. febrúar 1922 var staðfest opnun loftskeytastöðvar í Eyjum. I bréf- inu, seni undirritað er af O. Fos- berg, segir að 25. febrúar sé opnuð loftskeytastöð í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjar Radio, sem hafi kallmerkið TFC og gæslustöðina í Reykjavík. Sagt er að þjónustutími sé óákveðinn en stöðin sé ætluð til viðskipta við skip í hafi. Vestmannaeyjar Radio hefur frá stofnun gegnt veigamiklu hlutverki í þjónustu við bátaflotann umhverf- is Eyjar og við suðurströndina. Starfsmenn stöðvarinnar hafa verið tengiliðir sjómannanna við land en auk þess hafa þeir verið mikilvægur hlekkur í öryggi sjómanna við suð- urströndina og að sögn starfs- manna stöðvarinnar er öryggisþátt- urinn mikilvægasti liðurinn í þeirra starfi. Grímur Morgunblaðið/Signrgeir Jónasson Starfsmeun loftskeytastöðvarinnar í Vestmannaeyjum ásamt sím- stöðvarstjóranum í Eyjum. Frá vinstri: Sigurður J. Jónsson, símstöðv- arstjóri, Bergþór Atlason, Ásgeir Karlsson, Björgólfur Ingason og Kjartan Bergsteinsson, símritarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.