Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. APRIL 1992 Evrópufrímerki 6. apríl nk. Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Næstu frímerki Póst- og síma- málastofnunarinnar koma út næst- komandi mánudag, 6. apríl. Verða það tvö frímerki í hinum árlega flokki Evrópufrímerkja svonefndra CEPT-landa. En að auki koma þessi merki út í smáörk, þar sem fram kemur nokkru meira af því landabréfi, sem sést á sjálfum merkjunum. Hið sameiginlega myndefni Evr- ópumerkjanna að þessu sinni er helgað því, að seint á þessu ári eru 500 ár liðin síðan Kólumbus og menn hans stigu fæti sínum á vesturheimska jörð. Sjálfsagt var, að íslenzka póststjórnin notaði þetta tækifæri til þess að minna umheiminn á, að það var íslenzkur maður, Leifur Eiríksson hinn heppni, sem steig reyndar á land í Vesturheimi tæpum fimm hundr- uð árum fyrr. Þetta er gert á þann skemmtilega hátt að láta annað frímerkið sýna víkingaskip á sigl- ingu um Norður-Atlantshaf og stefna á Vínland. Hitt frímerkið sýnir svo skip Kólumbusar sigla þöndum seglum í átt að Karíba- hafi. Þá notfærir færeyska póst- stjórnin sér þetta sama myndefni á frímerki sín, enda þótt ekki verði beint séð, hver tengsl frænda vorra í Færeyjum voru við Leif heppna. En hvað um það, Það er einungis ágætt, að þeir komi hér til liðs við okkur, því að allir vita, hversu'dug- legir Norðmenn eru í því að eigna sér Leif heppna. í tilkynningu póststjórnarinnar er greint allrækilega frá þessum tveimur sæförum. Kólumbus var ítalskur að uppruna, en fluttist til Portúgals. Hugur hans stóð til landkönnunar. Studdi Spánarkon- ungur hann til ferðar í vesturveg til þess að finna sjóleiðina til Ind- lands. Heimildir segja, að Kólubus hafí komið til Islands 15 árufh áður en hann sté á land í Vesturheimi. ítalska póststjórnin gaf út 1990 smáörk, þar sem siglingar Kólum- busar um N-Atlantshaf og viðkoma hans á íslandi eru markaðar. Þá eru og uppi sagnir um, að hann hafi haft hér vetursetu á stað, þar sem sjá mátti í góðu skyggni fjallstinda á Grænlandi. E.t.v. hefur hann þá heyrt einhverjar sögur um fund Grænlands og Vínlands, enda lifðu þá eins og alltaf sagnir um þessa landafundi meðal íslendinga. Landafundir Kólumbusar mörkuðu þáttaskil í mannkynssögunni og skópu nýja heimsmynd, enda þótt hann fyndi ekki Indland. Er því ekki nema eðlilegt, að Evrópu- merkin séu helguð þessum merka atburði. Um Vínlandsferðirnar eru svo alllangur kafli í tilkynningunni. Segir þar fyrst frá landnámi föður Leifs, Eiríks rauða og stofnun blómlegs ríkis syðst á vesturströnd Grænlands. Er sú saga rakin í stuttu máli eftir Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu allt frá upp- hafi og þar til hún rofnaði í upp- hafi 14. aldar. Þröstur Magnússon hefur hann- að þessi frímerki og smáörkina, og það eitt táknar góð og skemmtileg vinnubrögð. Er vonandi, að ís- lenzka póststjórnin kunni að meta og notfæra sér kunnáttu þessa listamanns um mörg ókomin ár. Ég segi vonandi, því að mér hefur nú í seinni tíð fundizt hún hafa sniðgengið hann um of. Ég hygg, að margir séu mér samdóma um það. Merkin eru offset-prentuð í Hollandi hjá Joh. Enschéde en Zon- en, en sú prentsmiðja hefur oft prentað mörg og faíleg frímerki bEIFlift EIKIKSSONIJM 1000 * * KfUSTÓf ER KÖLUMBUS • 1492 EUROPA .•>>»??»••»»•««••*»?*> i »*»»»» • fyrir okkur. Eg held, að hér ætti ísl. póststjórnin einnig að halla sér ' oftar að en hún gerir. Vefðgildi þessara frímerkja er 55 krónur, og eru 50 frímerki í örk, en aftur tvö í smáörkinni. Það er vel til fundið hjá póststjórninni að velja þetta verðgildi, því að það hentar einmitt undir almennt bréf til Vesturheims. Þannig minna þau Vesturheimsbúa alveg sérstaklega á Leif heppna og fund Vínlands. Er því vonandi, að ekki þurfi að breyta þessu burðargjaldi í náinni framtíð, svo að tilgangi með útgáfu þeirra verði sem bezt náð. Þeir, sem senda almenn bréf til Ameríku, ættu þess vegna einkum að nota sem oftast á póst sinn.það frímerk- ið, sem sýnir siglingu Leifs heppna og félaga haris á leið til N-Ameríku. FRÍMEX 92 Á þessu ári eru 35 ár, síðanV. Félag frímerkjasafnara var stofnað hér í Reykjavík. Síðan hefur það starfað með miklum blóma og er langstærstu samtök safnara hér- lendis. Stjórn FF ákvað á liðnu hausti að minnast þessa afmælis meðfrímerkjasýningu. Verður hún haldin í húsakynnum Alþýðusam- bands Íslands að Grensásvegi 26a dagana 24.-26. þ.m. Þetta verður svonefnd landssýning og undir vernd Landssambands íslenzkra. frímerkjasafnara. Formaður sýningarnefndar er Rúnar Þór Stefánsson, en aðrir í nefndinni eru Guðni F. Gunnarsson og Þorvaldur Jóhannesson. Vel mun hafa gengið að afla sýningarefnis, en það kem- ur frá innlendum söfnurum og eins frá öðrum Norðurlöndum. Um 160 rammar verða þarna og er um helmingurinn unglingasöfn frá öll- um Norðurlöndunum og að auki tvö söfn frá Eistlandi. Tíu íslenzkir unglingar eiga þarna margvíslegt efni í 30 römmum. Nokkrir þekktir íslenzkir safn- arar eiga þarna margs konar efni, þótt Jpað verði ekki rakið nánar hér. Eg vil einungis minnast á það, að á FRÍMEX982 verður í fyrsta skipti sýnt nær einstætt safn af fyrstu útgáfum íslenzkra frímerkja og flest þeirra á bréfum. Á ég von á, að margur muni hafa gaman af að skoða þetta safn. Tekið skal fram, að aðgangseyrir er enginn að FRÍMEX 92. Svo sem venja er, verður pósthús á' sýningarstað og notaður sér- stimpill. Sú er von sýningarnefnd- ar, að sem flestir sjái ástæðu til að sækja þessa sýningu heim og kynna sér það efni, sem þar má skoða. Meðan FRÍMEX 92 stendur verður landsþing LÍF haldið í húsa- kynnum Landssambandsins í Síðu- múla 17. og í boði Félags frímerkja- safnara. Frímerkjauppboð Þau skemmtilegu tíðindi gerast f sambandi við FRÍMEX 92, að sérstakt frímerkjauppboð verður haldið í sal LÍF í Síðumúla 17. Slík uppboð hafi því miður legið niðri hérlendis um mörg ár. Uppboðið verður haldið sunnudaginn 26. apríl og hefst kl. 14. Þar verða 295 númer og efnið af margvíslegum toga. Langmest er það íslenzkt, en einnig nokkuð frá öðrum Norður- löndum, og örfá númer frá Græn- landi og Dönsku Vestur-Indíum. Efnið verður til sýnis uppboðsdag- inn í Síðumúla 17 milli kl. 12 og 14. Annars er skrá yfír efnið í nýútkomnu hefti af Grúskinu, en það fá allir þeir, sem eru í samtók- um innan LIF. Vafalaust geta svo aðrir áhugamenn fengið keypt ein- tak í frímerkjaverzlunum borgar- innar eða hjá LÍF í Síðumúla. Skrif- leg boð má senda og merkja þau: LIF-Uppboð, Pósthólf 8753, 128 Reykjavík. Er skilafrestur þeirra til 21. apríl. I tilhugalífinu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Frankie og Johnny. Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjóri: Garry Marshall. Handrit: Terence McNally. Kvikmyndataka: Dante Spinotti. AðaJhJutverk: Al Pacino, Michelle Pfeiffer, Hector Eliz- ondo, Kate Nelligan og Nathan Lane. Stórkostleg stúlka eftir Garry Marshall náði ógnarvinsældum á sykurhúðuðu nútíma Öskubusku- ævintýri um mellu sem fann Paradís hjá milljónamæringi. Það var vond mynd því hún snerist mikið til um lágkúrulega ást á skrumi. í Frankie og Johnny segir Marshall aftur ástar- sögu en hefur fótfestu á jörðinni í þetta skiptið, hallærislega prinsessu- ævintýrið ura tískubúðarápið hefur vikið fyrir raunsæislegri stíl, hér er saga um almúgafólk. Kom því ekki á óvart að myndin kolféll í Bandaríkj- unum. Hollywood hefur löngum átt í erfiðleikum með að lýsa lífi hins óbreytta verkamanns (nýleg dæmi: Stanley og íris, Stella) en Marshall tekst það ágætlega með brakandi ekta umhverfi og persónum á almúg- ans veitingastað í New York. Reynd- ar er fullmikil tilfinningasemi yfir einstaka samskiptum, sérstaklega er lengi dvaiið við það þegar öldruð gengilbeina á staðnum mætir örlög- um sínum, en það er allt hluti af hugþekkri lýsingu á því litla samfé- lagi á veitingastaðnum sem myndin snýst öðrum þræði um. Eina rétta lífið í þessari mynd er sambúð í einhverju formi. Við fáum að sjá það á nágrónnum Michelle Pfeiffer, sem leikur aðra gengilbein- una á veitingastaðnum, við fáum að sjá það á kæru heimilislífi veitinga- hússeigandans, við fáum að sjá það alstaðar í samskiptum fólks. Við fáum líka að sjá inn í framtíð Pfeif- fer, ef hún ætlar að halda áfram að pipra, í einmanalegum dauðdaga samstárfskonunnar og í gamalli pip- armey sem vinnur á staðnum og verður að teljast skrýtin. Þau einu sem brjóta upp sambúð- ardrauminn eru Al Pacino og Pfeiff- er. Hún er staðráðin að lifa einlífi, hefur áður brennt sig á hjónabandi. Hann hefur setið í fangeísi og misst tengslin við sína fjölskyldu þegar hann fær vinnu sem kokkur á veitingastaðnum. Þau eiga sameigin- lega einmanalega og slæma fortíð og tækifærið til að byrja upp á nýtt en það gengur ekki andskotakust að ná saman. Öll myndin snýst um baráttu Pacinos við þverhausinn Pfeiffer og hvernig hann fær hana smám saman til að brjótast úr sjálf- skapaðri einangrun. Þau fara ágætlega með hlutverkin sín, Pacino og Pfeiffer. Hann er kím- inn og skemmtilega hungraður og Ástin unnin; Pacino og Pfeiffer í þrjóskur, enda gagntekinn af ást, á meðan hún neytir allra bragða til að losna við hann, síst tilbúin að leyfa honum að trqða sér inn í líf sitt. Efnasambandið á milli þeirra er gott. Marshall fer um ástarsöguna mjúk- um höndum og fær það besta úr Frankie og Johnny. leikurunum sínum; sérstaklega er gaman að bresku leikkonunni Kate Nelligan með þykkan Brooklyn- hreim. Þótt hér sé ekki meiri skáld- skapur á ferðinni en í venjulegri sjón- varpsmynd kemst myndin ansi langt á sjarmanum. Þrennir tónleikar í Kópavogi Tónlistarskóli Kópavogs heldur þrenna vortónleika í byrjun apríl: Laugardaginn 4. apríl kl. 11.00, mánudaginn 6. apríl kl. 20.30 og miðvikudaginn 8. apríl kl. 19.00. A tónleikunum 6. apríl munu ein- göngu söngnemendur koma fram. Allir tónleikarnir verða haldnir í húsnæði skólans, Hamraborg JLl'. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ? ? ? Hvinnskan og herra Johnson Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Herra Johnson - „Mister Johnson" Leikstjóri . Bruce Beresford. Handrit Beresford, byggt á skáld- sögu Joyce Cary. Tónlist George Delerue. Aðalleikendur Pierce Brosnan, Edward Woodward, Maynard Eziashi, Beatie Edney. Bandaríkin 1991. Sögusviðið er nýlenda Breta' í Vestur- Afríku á þriðja áratugnum, nánar til tekið afskekkt héraðsmið- stöð þar sem Brosnan er fulltrúi heimsveldisins. Honum til fulltingis er eini, menntaði heimamaðurinn, herra Johnson (Eziashi). Hann reyn- ir að semja sig að háttum herraþjóð- arinnar og er veikari fyrir kostum þess en gerist og gengur. Dáir völd, skartklæði og peninga og verða þeir honum að falli. Því Johnson er þjóf- óttur, en þar fyrir utan hugmynda- ríkur og útsjónarsamur og hefði spjarað sig vel ef Iitarhátturinn hefði verið ljósari. En þess í stað er hann sífellt að reka sig á múr kynþátta- bilsins og hvinnskan verður honum fjötur um fót þrátt fyrir að lands- stjórinn og þorpskaupmaðurinn (Wo- odward) beri til hans •hlýhug. Draumórafullir Afríkubúar voru tímaskekkja á öndverðri öldinni, hafa reyndar verið það til skamms tíma og gæðablóðið Johnson fær að finna fyrir því. Þó hann vilji öllum gott gera passar hann ekki inní umhverfið þrátt fyrir sína ensku skó og hálstau. Hinsvegar er hann hinn þægilegasti blórabðggull og þegar honum hefur nánast verið úthýst af samfélaginu er stolt hans svo sært að hann grípur til örþrifaráða. Ezias- hi leikur þessa sérstæðu persónu af innsæi og tilþrifum og Brosnan og Woodward eru báðir traustir sem útverðir hagsmuna Breta þarna í órafjarlægð frá siðmenningunni sem þó skal ráða. Beresford ermanna lagnastur við að gera lágstemmdar myndir og Herra Johnson er á köfl- um bæði áleitin og átakanleg. Tón- list Delerue skapar rétta tóninn, umhverfið, fólkið og venjur þess framandi og gefa trúverðuga sýn af sögusviðinu en það er einsog vanti meira kjöt á beinin. Og persónurnar eru, þrátt fyrir allt heldur grunnar, ekki síst titilpersónan. Þær hafði Beresford til staðar ásamt matar- meiri söguþræði í sínum bestu mynd- um, Ekið með Daisy, Breakev Morant og Tender Mereies. Höggmynda- sýning á Kjar- valsstöðum HELGI Gíslason opnar högg- myndasýningu í vestursal Kjar- valsstaða laugardaginn 4. apríl kl. 16.00. Á sýningunni eru 17 höggmyndir unnar á tveimur síð- astliðnum árum. Verkin á sýriingunni eru flest steypt í brons, sum þeirra hafa einn- ig að geyma gler og tin. Helgi hefur gert ýmis útiverk á síðustu árum, má þar nefna verk í Fossvogskirkju, Hallargarðinum, Stykkishólmi og á Höfn í Hornafirði. Helgi hlaut bjartsýnisverðlaun Bröstes 1991. Sýningin er opin dag- lega til 20. apríl frá kl. 10-18. Þ.ÞORGR.MSSON&CO mm RUTLAND ÞÉTTIEFNI ÁÞOK-VEGGI-GÓLF ÁRMÚLA29, SÍMI 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.