Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Hanna Guðrún Hall- dórsdóttir, Kumb- aravogi - Minning Fædd 28. september 1931 Dáin 24. mars 1992 Ég þekkt hefi vetrarins hörku og hjarn og haft af eldsglóðura kynni, en þó er ég alltaf sem óharðnað bam andspænis minningu þinni. Sé varzlan ðrugg og skorti ei skjól, er skeiði gróandans nemur, þá geturðu reitt þig á rætumar þar, ' er reynslu frostnóttin kemur. (Indriði á Fjalli) Með þessum örfáu orðum langar okkur til að minnast ástkærrar fóst- urmóður okkar, sem lést að kvöldi 24. síðastliðins mánaðar eftir langa og stranga baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Við fósturbörn hennar, og mannsins hennar Kristjáns Frið- bergssonar, urðum alls 17 talsins og áttum það öll sameiginlegt að koma frá heimilum með erfiðar fjöl- skylduaðstæður. Við vorum ung að árum og lág í lofti þegar við komum að Kumbaravogi. Þar eignuðumst við fósturforeldra sem lögðu alla alúð og metnað sinn í að skapa okkur raunverulegt heimili og eðli- legt fjölskyldulíf, sem er hveiju barni nauðsynlegt veganesti út í líf- ið. Hanna, sem við fórum mjög fljótt að kalla mömmu, var þeim einstaka hæfileika búin að geta gengið í móðurstað stórum hópi ólíkra barna og gat veitt hvetju og einu þeirra þá umhyggju og ástúð sem nauðsyn- legt er öllum sem eru að vaxa úr grasi. Mikla fórnfýsi, kærleika, vinnu og natni þarf til að ala upp svo stóran og ósamstæðan barna- hóp. Það þarf að sjá um að allir hafi hrein föt, vakni tímanlega á morgnana og sinni skólanum, sofni á réttum tíma, fari sér ekki að voða við leiki, fái góðan og hollan mat og jafnframt þarf að greiða úr per- sónulegum vandamálum hvers og eins. A kvöldin gaf hún sér oft tíma til að safna hópnum saman og lesa fyrir hann skemmtilegar og upp- byggilegar sögur. Við fórum nær alltaf í bíltúra og stuttar skemmti- ferðir á laugardagseftirmiðdögum og í lengri ferðalög á sumrin. Á hverjum helgidegi klæddi mamma okkur í sparifötin og öll fjölskyldan fór saman til kirkju eða átti helgi- stund á heimilinu. í uppeldi sínu lagði hún mikla áherslu á kristilegt siðferði og guðstrú. Hún brýndi fyr- ir okkur gildi þess að vera ávallt heiðarleg og lifa heilbrigðu lífi. Hún kenndi okkur, ekki síst með eigin fordæmi, að meta að verðleikum iðni og dugnað. Það þarf stórt hjarta til að rúma öll þau stóru og smáu vandamál sem koma upp hjá svona fjörlegum barnahópi og það eru ekki margir sem geta skilið til fulls alla þá miklu fómfýsi sem liggur að baki lífs- starfi hennar. Eftir að við urðum fullorðin og og fluttumst að heiman, fundum við ávallt fyrir sömu umhyggjunni og alúðinni þegar við komum heim. Síðast þegar við hittumst, um jólin, var sjúkdómur mömmu kominn á lokastig en athygli hennar var samt sem áður óskipt hjá börnunum sín- um og bamabörnum. Sem fyrr hugsaði hún fyrst um aðra. Jafnvel nálægð dauðans breytti henni ekki. Kristindómurinn kennir að lífið ríki ofar dauðanum og að göfugasta líf- ið sé að þjóna öðrum. Sannkristnari kona en Hanna Guðrún Halldórs- dóttir er vandfundin. Eftir því sem við eldumst gemm við okkur sífellt betur grein fyrir því hversu mikil gæfa það var fyrir okkur að eignast Hönnu og Kristján fyrir foreldra og Kumbaravog fyrir heimili. Við munum búa alla ævi að því kristilega uppeldi sem við fengum þar og lagt hefur traustan og varanlegan grunn að lífi okkar. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Landakotsspítala á deild 1-A. Elsku pabbi, við vottum þér okk- ar innilegustu samúð og megi Guð gefa þér styrk í þessum mikla missi. Fósturbörnin. Mig langar að minnast hennnar Hönnu frænku með nokkrum orð- um. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Gísladóttur og Halldórs Magnússon- ar. Hún fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp ásamt þremur systk- inum sínum, þeim Ingu, Engilbert og Elínu. Hanna giftist Kristjáni Friðbergssyni og eignuðust þau tvo syni, Halldór Jón og Guðna Geir. Þau bjuggu í Vestmannaeyjum í nokkur ár og það er frá þeim tíma sem ég á margar minningar sem koma upp í hugann núna þegar ég kveð frænku mína. Það komu upp veikindi í fjölskyldu minni og þá vorum við systurnar hjá Hönnu og Kristjáni og höfðum við það mjög gott hjá þeim hjónum, fundum við það mjög vel hvað Hanna átti mikla hjartahlýju og kærleika. Það.kom ýmislegt uppá hjá litlum stelpum þegar foreldrarnir eru ekki heima, en það var ekkert vandamál því við gátum alltaf farið til Hönnu og hún leysti öll okkar vandamál á sinn kærleiksríka hátt. Mér er efst í huga núna þakk- . læti til þeirra hjóna fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur. Seinna flúttu þau til Stokkseyrar, keyptu sér jörðina á Kumbaravogi og byggðu þar upp. Þar tóku þau börn í fóstur og var stór barnahóp- urinn þeirra. Það var alltaf jafn gaman að koma til þeirra og sjá hvað allt gekk vel og börnunum leið vel, og alltaf var pláss fyrir okkur börnin þegar við vorum á ferð á fastalandinu og alveg sjálfsagt að gista. Hanna og Kristján eru búin að byggja mikið upp á Kumbaravogi — þar eru mörg myndarleg hús — og komið þar elli- og hjúkrunarheimili sem þau hafa rekið með dugnaði og myndarskap. Þegar við komum saman í dag og kveðjum Hönnu, minnumst við sérstakrar konu, hún var kristin og sýndi það í verki og hjartað var fullt af kærleika sem hún lét öllum í té í kringum sig. Ég bið góðan Guð að vera með Kristjáni í hans miklu sorg og sendi innilegar samúðarkveðjur til hans og allra barnanna og fjölskyldna þeirra frá mér og fjölskyldu minni. Hanna Þórðardóttir. Elskuleg tengdamóðir mín, Hanna Guðrún Halldórsdóttir, er látin. Hún lést á Landakotsspítala að kvöldi 24. mars 1992. Síðastliðin tvö ár hefur hún barist við illvígan sjúkdóm sem hún að iokum varð undan að láta. Hún var sterk og sönn hetja í þessari baráttu. Oft var hún þjáð en aldrei lét hún aðra finna eða taka þátt í þjáningu sinni. Útför hennar verður gerð í dag frá Stokks- eyrarkirkju. Hanna fæddist í Vestmannaeyj- um 28. september 1931. Foreldrar hennar voru Jóna Gísladóttir, fædd 2. maí 1905, dáin 24. nóvember 1970, ættuð úr Ölfushreppi í Árnes- sýslu og Halldór Magnússon, fædd- ur 15. apríl 1904, dáinn 16. janúar 1978, frá Grundarbrekku í Vest- mannaeyjum. Hanna á þrjú systkini: Ingibjörgu húsmóður sem búsett er í Vestmannaeyjum en eiginmaður hennar er Þórður Stefánsson fyrr- verandi skipstjóri: Engilbert neta- gerðarmeistara í Vestmannaeyjum, en kona hans er Selma Guðjónsdótt- ir hjúkrunarforstjóri sjúkrahúss Vestmannaeyja: Elínu húsmóður í Keflavík, en eiginmaður hennar er Jón Magnússon niðursuðufræðing- ur. Hanna ólst upp í Vestmannaeyj- um til 16 ára aldurs en seinna sett- ist hún að námi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Kristjáni G. Frið- bergssyni sem hún giftist í desem- ber 1953. Settu þau á stofn heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar um nokkurra ára skeið eða þangað til þau fluttu til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu 1954-59. Á árun- um 1959-61 áttu þau heimili í Hlíðardalsskóla. 1961-63 voru þau búsett í Kaupmannahöfn meðan Kristján sótti námskeið í félags- fræðum. Undir lok dvalarinnar, sem Hanna minntist ávallt sem eins af bestu tímabilum ævi sinnar, var Kristjáni boðið forstjórastaða við framleiðslufyrirtæki á Jótlandi. En heimþráin var rík og 1963 ákváðu þau að koma heim aftur og bjuggu í eitt ár í Reykjavík en fluttu síðan að Kumbaravogi á Stokkkeyri þar sem heimili þeirra var síðan. Að Kumbaravogi settu þau á fót fjöl- skylduheimili fyrir börn sem vegna íjölskylduaðstæðna gátu ekki dvalið hjá eigin foreldrum. Árið 1975 stofnsettu þau dvalar- og hjúkrun- arheimili fyrir aldraða. Úmfang þeirrar starfsemi jókst hratt og um alla uppbyggingu heimilanna var Hanna vakandi. Á heimilin setti hún sinn heimilislegan og vingjarnlegan blæ. Fyrir utan reksturinn á Kumb- aravogi stofnuðu Hanna og Kristján dvalarheimilið Fell í Skipholti 21 í Reykjavík. Þá hafa Hann og Krist- ján rekið frá 1970 innflutnings- og framleiðslufyrirtækið Baldur sf. Synir Kristjáns og Hönnu eru: Guðni, fæddur 5. september 1953, framkvæmdastjóri Kumbaravogs á Stokkseyri, kvæntur Kirsten E. Larsen sjúkraþjálfara og eiga þau fimm börn, Karl Jóhann, Önnu, Sonju, Kristínu, og Hönnu Lilju. Halldór, fæddur 13. janúar 1955, aðstoðarbankastjóri hjá Evrópu- bankanum í London, kvæntur Kar- ólínu F. Söebech stjómmálafræð- ingi, þeirri sem þetta ritar, og eiga þau tvö börn, Hönnu Guðrúnu og Kristján Guðmund. Það ólu Hanna og Kristján upp fósturbörn sem öll hafa bundist þeim sterkum íjöl- skylduböndum og sem þau ávallt Iitu á sem sín eigin börn. Þau eru öll uppkomin og hafa flest stofnað sín heimili. Hanna var yndisleg kona og svo falleg í gegn. í útliti var hún fíngerð með sínu fallegu, háu kinn- bein og svipsterkt andlit. Hugur hennar var svo heill. Sjálfri sér samkvæm var hún og hugsaði fallega til allra. Hún var rausnarleg við alla og gaf mikið af sjálfri sér. Allt frá því ég hitti hana fyrst hefur mér þótt afar vænt um hana. Mér leið alltaf vel í návist hennar og ávallt var ég velkomin til hennar. Hanna var mikil hannyrðakona. Allt sem hún tók sér fyrir hendur í þeim efnum var gert af mikilli natni og þolinmæði sem hún hafði nóg af. Hún bæði saumaði mikið og svo síðustu ár gerði hún mikið af því að mála á alls kyns efni. Ekki alls fyrir löngu færði hún mér fallega silkislæðu sem hún hafði sjálf málað og það voru vönduð vinnubrögð sem lágu að baki. Henni tókst alltaf að gera hlutina svo fal- lega. Hanna unni fallegri tónlist og lék bæði á píanó og orgel. Hún hafði sérstakt dálæti á trúarlegri tónlist. Hún hafði afar gaman að heyra barnabörnin spila á hljóðfæri og var mjög stolt af þeim. Hún hafði sjálf mikla sönghæfileika og hefði hún ræktað tónlistarhæfileika sína hefði hún sjálfsagt náð langt. Það gladdi hana mikið síðustu árin að hafa öll börnin hans Guðna síns svona nálægt sér. Það var svo stutt fyrir þau að hlaupa yfir í heim- sókn til hennar ömmu. Þetta þótti henni afar hlýlegt. Börnin í lífi henn- ar voru mörg og henni mjög kær, synirnir, fósturbörnin og barnabörn- in öll. Hún hafði alveg ótrúlegt lag á börnum og stundum fannst mér sem hún hefði óþijótandi þolinmæði á því sviði eins og öðrum. Hún var svo fljót að vekja áhuga þeirra á einhvetju öðru ef þess þurfti. Börn hændust líka að henni og hún gaf þeim alltaf mikinn tíma og aila sína athygli. Trúin var sterkur þáttur í lífi Hönnu, en hún tilheyrði söfnuði sjö- unda dags aðventista frá æsku og var virk í starfi safnaðarins. Við- horf hennar og mannkærleikur átti sína uppsprettu í trúnni á Guð. Margar ánægjustundir sem ég hef átt með henni koma upp í hug- ann á þessari stundu. Við hjónin fórum ásamt Hönnu og Kristjáni í tvær Evrópuferðir sem ávallt voru okkur kærar. Sú fyrri var farin haustið 1988, og sú seinni vorið eftir. Þetta var svo skemmti- legur tími fyrir okkur öll. Hanna var svo áhugasöm um allt sem fyrir augu bar, hvort sem það voru sögu- legir staðir,byggingar eða fallegir garðar. Nú svo var okkur Hönnu falið það verkefni í einni stórborg- inni að leggja bílnum í einum af þessum stóru en þröngu bílastæða- húsurn, ég keyrandi en Hanna sagði til. Með yfii-veguðu og rólegu fasi sínu tókst Hönnu að vísa veginn inn í bílastæðið. Mikið hlógum við yfir þessu öllu og vorum glaðastar þegar þetta verkefni okkar var búið. Hanna var alltaf svo létt í lundu og ég naut þess að vera með henni. I ágúst síðastliðnum komu þau hjónin til London í heimsókn til okkar fjölskyldunnar. Þetta var yndislegur tími fyrir okkur öll. Þrátt fyrir að hún væri veik var henni svo umhugað að ég gæti hvílt mig þar sem ég var komin á síðasta mánuð meðgöngu minnar með seinna barn okkar hjóna. Hún var svo tillitssöm á allan hátt og mér þótti mikill styrkur í því að hafa þau hjónin hjá okkur. Þrátt fyrir veikindi sín átti hún góðar stundir og henni tókst að gera margt og skoða margt á stuttum tíma, en dýrmætast þótti henni samt að fá að eyða svolitlum tíma með sonardóttur sinni og al- nöfnu henni Hönnu Guðrúnu. Að- dáunin var gagnkvæm. Þótt hún sé ekki nema rúmlega tveggja ára þá á hún svo margar góðar minningar af ömmu sinni. Henni ömmu sem sat með hana stundunum saman og las fyrir hana eða söng fyrir hana. Ég sá Hönnu í síðasta sinn var þegar við ijölskyldan komum í heim- sókn fyrir jólin. í þeirri heimsókn höfðum við aðsetur fyrir austan hjá þeim Hönnu og Kristjáni. Mikið leið okkur vel hjá þeim. Þá komum við í heimsókn til Islands einkum til að sýna fjölskyldunni nýjasta fjölskyld- umeðliminn, son okkar. Hanna var þá sem og alltaf búin að hugsa fyr- ir öllu. Hún undirbjó komu okkar á sinn frábæra hátt. Hún var búin að kaupa barnarúm og bala svo hægt væri að hafa það sem allra þægileg- ast fyrir okkur öll. Tímarnir með Hönnu voru mér dýrmætir. Mikið á ég eftir að sakna tengda- móður minnar. Sorglegt er að barnabörnin fá ekki að njóta sam- vista við hana. Elsku Kristján minn, sárastur er missir þinn þar sem þið Hanna vor- uð sem eitt. Þú ert búinn að vera svo sterkur síðustu mánuði og vikur. og aldrei hefur þú vikið frá Hönnu. Ég veit að ekkert getur komið í hennar stað og orð verða svo van- máttug við slíkar aðstæður. Hún er okkur ekki þó með öllu horfin. Hún á eftir að lifa áfram með okkur öll- um í fallegum endurminningum. Endurminningum sem við leyfum börnunum okkar að taka þátt í. Við skulum minnast með gleði og þakk- læti þeirra ára sem við fengum að vera með henni. Nú hijá hana ekki veikindi því nú hefur hún fengið að loka aftur augunum og hvíla sig. Ég trúi því sem hún trúði, að við munum hittast á ný á betri jörð. Ingvar Ellert Osk- arsson - Minning Fæddur 11. september 1944 Dáinn 24. mars 1992 í dag fer fram útför æskuvinar míns og frænda Ingvars Ellerts Óskarssonar. Ingvar var sonur hjónanna Elmu Jensen Ingvarsson og Óskars Ingvarssonar, sem sein- ast bjuggu í Langagerði 32 hér í borg. Elma frænka mín var ættuð frá Flatey í Breiðafirði en Óskar var frá Neðra-Dal undir Eyjaíjöll- um. Þau hjónin eru bæði látin fyrir allmörgum árum. Ingvar ólst upp í stónim systk- inahópi því börnin voru sjö og Ingv- ar sá fjórði í röðinni. í huga mínum, sem var heimagangur árum saman á því ágæta heimili, lifir minning um glaðværð og rausn. Þar var allt- af eitthvað að gerast enda gest- kvæmt með afbrigðum og húsráð- endur sannkallaðjr höfðingjar heim að sækja. Margs er að minnast frá þessum vordögum lífsins þegar ýmislegt var brallað og heimurinn í hugum okk- ar svo stór og ókannaður. Við Ingv- ar áttum mikið saman að sælda, enda vorum við jafnaldrar, en einn- ig héldum við oft hópinn með bræðr- um hans sem voru á líku reki. Að sumu leyti skar Ingvar sig úr. Hann var sérlega prúður og kurteis, fróð- leiksfús og sökkti sér oft í blaðalest- ur svo okkur hinum þótti stundum nóg um en hafði jafnframt til að bera óvanalega gott skopskyn. Gaman hans var græskulaust og oft fékk hann okkur hina til að veltast um af hlátri yfir einhveiju smálegu sem aðeins hann sá. Þegar hann hafði aldur til lá leið hans til sjós en starfsævi hans var ekki löng. Um tvítugt missti hann heilsuna og upp frá því dvaldi hann löngum á sjúkrastofnunum. Þrátt fyrir að veikindin settu mark sitt á hann þá var hann ætíð sami prúði og kurteisi drengurinn .sem engum lagði illt til og gat ávallt séð eitt- hvað kátlegt í tilverunni. Ingvar naut þess að eiga góða að því systkini hans öll voru honum stoð og stytta í langvarandi og erf- iðum veikindum. Samheldni þeirra og umhyggja er aðdáunai-verð. í hugum okkar sem þekktum Ingvar lifir minning um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Einar Jónsson Situr álútur með spenntar greip- ar, lítur til mín og hlýtt bros færist yfir andlitið: „Þú ert fallegt barn.“ Barnsleg gleði hans, hláturinn, þakklætið, myndirnar sem hann teiknaði fyrir okkur og óbilandi trú hans á okkur. Við eigum góðar minningar um frænda sem kenndi okkur trúna á guð og nú þegar sorgin kveður dyra og óteljandi spurningar koma upp í huga okkar eru svörin hans, svörin sem hann gaf okkur áður, okkar mesta hugg- un. Elsku mamma og pabbi, Gummi, Einar, Dóra, Auður og Dabbi, við vitum að guð tekur glað- ur á móti honum Ingvari okkar. Minning hans lifir. Bjarni og Hrafnhildur. í dag verður til moldar borinn frá Fossvogskn-kju Ingvar Ellert Óskarsson. Hann var fæddur og uppalinn í Reykjavík, sonur hjón- anna Elmu J. Ingvarsson frá Flatey á Breiðafirði, f. 17. september 1917, d. 18. ágúst 1972, og Óskars Ing- varssonar frá Neðradal undir Eyja- fjöllum, f. 12. september 1903, d. 25. mars 1977.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.