Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. APRIL 1992 3 T • ■ ■ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skuldirnar við umheiminn T-kjóðin er betur vopnum búin Jt-' í lífsbaráttunni en nokkru sinni fyrr. Þetta á fyrst og fremst við um almenna. og sérhæfða menntun landsmanna og tækni- væðingu atvinnuveganna. Þetta gildir einnig um flesta aðra þjóð- lífsþætti. Samt sem áður eru blikur á lofti. Þær eiga annars vegar rætur að rekja til nokkurr- ar óvissu um viðskiptastöðu okk- ar gagnvart umheiminum næstu ár og áratugi. Á hinn bóginn stafar vandi okkar af samdrætti í landsframleiðslu, meðal annars vegna aflasamdráttar, og viðvar- andi þjóðareyðslu umfram þjóð- artekjur. Þoi’valdur Gylfason, prófessor, heldur því fram í grein hér í blaðinu í gær,^ð „efnahags- vandanum hafi verið leynt á bak við gegndarlausar lántökur í út- löndum langt aftur í tímann“. Árið 1980 voru þjóðartekjur á mann hér á landi 1,3 m.kr., en erlendar skuldir á mann tæplega 400 þúsund krónur, eða 30% af þjóðartekjum. Á 11 árum, sem síðan eru liðin, hafa þjóðartekjur aðeins aukizt um 8%, eða 0,7% á ári að jafnaði, sem er sáralítill hagvöxtur borið saman við ná- læg lönd. Erlendar skuldir hafa á hinn bóginn vaxið um 100%, í rúmar 800 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu, úr 30% í 60% af þjóðartekjum, að sögn prófessorsins. í marzhefti Hagtalna mánað- arins kemur fram, að hallinn á viðskiptum okkar við útlönd óx úr 2,2% af vergri landsfram- leiðslu 1990 í 4,9% af VLF 1991, eða úr 7 milljörðum og 800 m.kr. í 18 milljarða og 700 m.kr. Ástæðan er fyrst og fremst auk- inn innflutningur. Útflutnings- verðmæti stóðu nánast í stað, jukust raunar um 0,7% frá fyrra ári. Vöruskiptajöfnuðurinn varð óhagstæður um 3,1 milljarð króna árið 1991, en hann var hagstæður um 7,5 milljarða 1989 og 4,8 milljarða 1990. Halli á þjónustujöfnuði nam 15,6 millj- örðum króna árið 1991, sem var 3 milljörðum króna verri útkorpa en árið áður og munar þar mestu um lakari jöfnuð í ferðaþjónustu. „Ferða- og dvalarkostnaður ís- lendinga jókst um 2,5 milljarða króna, eða 16,8%“, segir í Hag- tölum mánaðarins, „ogvarmesta aukningin á fjórða ársfjórðungi 1991, sem má rekja til verzlunar- ferða íslendinga til útlanda11.' Gjaldeyrisstaðan rýrnaði mik- ið á fyrstu mánuðum liðins árs vegna vaxandi viðskiptahalla og fjármagnsútstreymis. Hún hækkaði á hinn bóginn um 8,5 milljarða króna á fjórða ársfjórð- ungnum „vegna mikils fjár- magnsinnstreymis, einkum er- lendrar Iántöku ríkissjóðs, kaupa Norræna fjárfestingarbankans á innlendum skuldabréfum og inn- streymis skammtímafjármagns", segir í Hagtölum mánaðarins. Hrein gjaldeyrisstaða Seðla- bankans nam 24,1 milljarði króna í árslok 1991 samanborið við 23,5 milljarða króna í árslok 1990. Erlend lán til lengri tíma hækkuðu um 14,4 milljarða króna frá upphafi til loka árs 1991 og voru 190,7 milljarðar króna við síðustu áramót. Greiðslubyrði afborgana og vaxta af erlendum lánum hækk- aði úr 20% af útflutningstekjum 1990 í 23,1% 1991, þrátt fyrir nokkra vaxtalækkun á erlendum lánamörkuðum. Það er hægt að misskilja tölur á margan veg. Það vakti t.d. verulega athygli fyrir nokkrum vikum, þegar tímaritið Vísbend- ing birti grein, þar sem því var haldið fram, að viðskiptahallinn væri ofmetinn. Aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans staðfesti svo þau sjónarmið, sem fram höfðu komið hjá Vísbendingu, í samtali við Morgunblaðið. Niðurstaða þessara aðila var sú, að þegar verðbólga hefði verið tekin inn í dæmið væri viðskiptahallinn ekki svo mikill, að ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af hon- um. Evrópubandalagsríkin stefna nú að efnahagslegri og peninga- legri sameiningu fyrir aldamót. Þau hafa sett ákveðin skilyrði fyrir því, að aðildarríkin geti tek- ið þátt í því samstarfi. Eitt þeirra er, að skuldir hins opinbera mega ekki nema meiru en 60% af þjóð- arframleiðslu en Italir skulda nú um 100% miðað við þjóðarfram- leiðslu. Hér skal ekkert fullyrt um það, hvort sú 60% skulda- tala, sem Þorvaldur Gylfason nefnir í grein sinni, er á einhvern hátt sambærileg við skilgrein- ingu Evrópubandalagsins, en óneitanlega væri fróðlegt að sjá hver staða okkar er gagnvart. þeim skilmálum. Fyrir nokkru birtust upplýsingar frá OECD, sem bentu til þess, að ríkissjóðs- halli hér væri í meðallagi í hópi aðildarríkja. Hváð sem slíkum vangaveltum líður fer tæpast á milli mála, að það er rétt hjá Þorvaldi Gylfa- syni, að við höfum fjármagnað lifnaðarhætti langt um efni fram með erlendum lántökum á mörg- um undanförnum árum og að sá lífsmáti getur ekki gengið öllu lengur. Súpa seyðið af ofveiðinni við Nýfundnaland: Þorskgildra við Nýfundnaland Allt frosið fast. Heimaslóðarbát- arnir hefja ekki róðra fyrr en með vorinu og þá kemur í ljós hvort fiskur er á grunnslóðinni. “Fiskurinn er okkur allt“. Rán- yrkju EB-flotans mótmælt í St. John’s. Eignm sjálf sökina á því hvemig komið er Ábyrgðarleysi að kenna öðrum um ófarir okkar, segir Cabot Martin, formaður samtaka fiskimanna á heimaslóð Nýfundnalands „MEÐ ÞVÍ að leggja of mikla áherzlu á rányrkju EB-skipa og fiskát selsins, horfumst við ekki í augu við þá staðreynd að við sjálf eigum mesta sökina á því hvernig komið er fyrir Norðurslóðarþorskinum. Við verðum að taka ábyrgð á eigin aðgerðum og hafa stjórn á eigin málum. Við megum ekki láta forsjá alríkisstjórnarinnar og fjárstraum- inn þaðan slæva vitund okkar og dug. Tækist okkur að byggja þorsk- stofninn upp í það, sem hann var stærstur á sínum tíma þýddi það tekjuaukningu fyrir Nýfundanland upp á 450 milljónir dollara, 22,5 milljarða króna. Það munar um minna, en það þarf hugrekki og þekk- ingu til að gera svo. Við liöfum lengi látið okkur dreyma um aðferðir til að verða rík, en engin þeirra felur í sér jafnmikla möguleika og uppbygging þorskstofnins," segir Cabot Martin, formaður samtaka sjómanna og fiskverkenda á heimaslóð Nýfundnalands. Veiðin á heimaslóðinni við Ný- fundnaland byggist fyrst og fremst á þorski, en þorskstofnarnir eru fjór- ir. Einn heldur sig í St. Lawrence- flóa og er veiddur á sumrin í net og gildrur, en í troll á veturna. Ann- ar stofn heldur sig á St. Pierre- Banka og honum deila Nýfundlend- ingar með íbúum frönsku eyjunnar St. Pierre. Hann er að mestu veidd- ur í gildrur yfir sumarið. Þá er stofn, sem heldur sig á svæðum 3N-0, einkum á Halanum og er kenndur við hann. Úr þeim stofni var mest veitt á línu og handfæri af smærri bátum, sem hafa lagt upp í móður- skip þar úti, en veiði í net og troll hefur aukizt með tilkomu stærri báta. Síðast en ekki sízt er það Norðurslóðarþorskurinn, sem er stærsti og mikilvægasti stofninn. Hann heldur sig út af Labrador og svo niður með Nýfundnalandi. Þorskurinn hrygnir yzt á landgrunn- inu yfir veturinn, en'kemur síðan inn á grunnið á vorin og sumrin og er þar að mestu tekinn í gildrur. Það eru árlega um 4.000 þorskgildrur í notkun og eru um 1.500 gengi, sem gera gildrurnar út, en í hveiju gengi eru þrír til fjórir menn. Með aukinni tækni geta menn nú ráðið við fleiri gildrur en áður. Gildran er sett upp nálægt landi, mest um 100 faðma út. Nú er að minnsta kosti helming- ur afla á grunnslóð tekinn í gildrur, en fyrir nokkru var nánast allur afl- inn tekinn með þeim hætti, hitt á króka, línu eða handfæri. Þegar stofninn var sem stærstur tóku þeir allt að 250.000 tonn í gildrurnar, enda er afar auðvelt að veiða þor- skinn á sumrin, þegar hann fylgir loðninni inn á grunnið. Loðnan hrygnir í fjörunni svo þegar mest er, eru fjörurnar gular af hrognum. Neyðast til að sækja lengra út „Því er það afar alvarlegt, reynist loðnustofninn í lægð eða hafi leitað annað,“ segir Cabot Martin. „Þá kernur þorskurinn ekki lengur upp á grunnið. Þannig hefur raunin ver- ið undanfarin misseri, loðnan í lág- marki og þorskstofninn lélegur. Því hafa þeir, sem byggt hafa afkomu sína á heimaslóðinni neyðst til að byggja sér stærri báta til að geta sótt lengra út. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að á heimaslóðar- veiðinni er bara heildarkvóti, en á úthafinu eru kvótar, sem fyrirtækin ráða yfir og yfirfæra á skipin. Bátar undir 65 fetum að lengd hafa leyfi til að stunda heimaslóðina, stærri bátar verða að vera utar og eru háður kvótunum. Bátar á bilinu 55 til 65 fet að lengd eru líklega um 100, 35 til 55 fet að lengd gætu verið 600 til 700 bátar og um 1.500 bátar minni en það. Loðnan líka tekin í gildrur Þetta á bara við þorskinn. Þar til í ár voru stundaðar hér takmarkaðar laxveiðar í net, en þær eru nú bann- aðar. Krabbi er önnur afar mikilvæg tegund fyrir heimaslóðina, en næst þorskinum kemur sennilega loðnu- veiðin, þó síðasta ár hafi verið slæmt og þetta ár verði það líka. Loðnan var einnig veidd í gildrur með smáum möskva og í nót af smáurn bátum. Loðnukvótinn í heildina er miðaður við markaðinn í Japan og síðan er heildinni skipt niður eftir landsvæð- um, flóum og víkum. Hængurinn er skilinn frá hrygnunni við veiðarnar, en hún er heilfryst. Tilraunir hafa verið gerðar með hrognavinnslu, sem ekki gengu og í fyrra var í fyrsta sinn reynt að framleiða neytenda- pakkningar fyrir Japan. Loðnan var þá fyrst strax og hún veiddist urn vorið eða snemma sumars. Síðan var hún þídd upp um haustið, léttsöltuð og þurrkuð og pakkað. Þessi tilraun tókst nokkuð vei og þar er möguleg- ur vaxtarbroddur. Flatfiskurinn skiptir einnig tölu- verðu máli og humar er okkur einn- ig mikilvæg tegund. Þá er dálítið um rækjuveiðar á St. Lawrenceflóa, sem hafa verið stundaðar um árabil á smáum bátum og síðan eru stærri skip að byija að reyna fyrir sér á djúpsævinu, en sú rækja skilar afar lítilli vinnu í landi. Magnið ræður ferðinni í fiskvinnslunni Til þessa hafa flest fiskvinnsluhús verið byggð upp til að taka við um- talsverðu magni og keyra það hratt í gegn, oft á kostnað gæðanna. Það sjónarmið víkur nú smám saman fyrir þeirri vissu að aukin fullvinnsla er nauðsynleg með minnkandi fiskafla. Við leggjum mesta áherzlu á þorskinn og skynsamlega nýtingu hans. Þorskveiðin er undirstaða sjáv- arútvegs á Nýfundnalandi og norð- urslóðarþorskurinn undirstaða þorskveiðanna. Verð á þorski úr gild- rum er um 50 sent, 25 krónur, á kíló óslægður. Fiskurinn, sem veidd- ur er í gildrur, hefur farið smækk- andi, einkum eftir að menn fóru að nota japanskar gildrur, en möskvinn í þeim er mun smærri en í þeirri gerð, sem hér hefur verið notuð um áratugaskeið. I fyrra var allt of stór hluti þorsksins aðeins um 40 sentí- metra langur. Varað við hættunni 1986 Innan samtaka okkar eru bæði fiskimenn og framleiðendur, enda er markmið okkar að vernda þorsk- stofninn og nýta þá auðlind með skynsömum hætti. Nú hafa verið teknar ákvarðanir um niðui’skurð á kvóta og reynt eftir alþjóðlegum og löglegum leiðum að stöðva eða draga úr rányrkju útlendinga á Nefinu og Halanum. Veiðar á heim- aslóðinni eiga ekki sök á því, hvern- ig komið er. Það, sem við erum að reyna að gera, er að kynna almenn- ingi stöðu mála og nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Við vöruðum fyrst við þessu árið 1986, með skýrslu, sem við unnum um ástand þorskstofnsins. Okkur tókst því mið- ur ekki ætlunarverk okkar, því það var ekki fyrr en stofninn var að hruni kominn að loks gripið til niður- skurðar á kvótanum. Vandinn er ljós, markmiðin þarf að skýra Nú þarf ekki lengur að sannfæra fólk um að okkur sé vandi á hönd- um, heldur þurfum við vinna að því að finna lausn og það verður ákaf- lega erfitt verkefni. Það mun taka mjög langan tíma og mikla varkárni að byggja stofninn upp á ný. Við þurfum að vera sannfærð um, að sé rétt að farið, að við getum byggt upp stóran og gjöfulan stofn, í stað þess að leggja árar í bát. Vandi okkar er sá, að meirihluti íbúanna er ekki háður sjávarútvegi eins og íslendingar. Það ríkir mikil vanþekk- ing meðal almennings á sjávarútvegi og því, sem þar er að gerast. Þá er sú hætta yfirvofandi, að um leið og einhver batamerki fara að sjást, að menn æði af stað og ætli sér að taka einhver ósköp af þorski til að bæta sér upp mögru árin. Það er nákvæmlega það, sem ekki má ger- ast. Við verðum að byggja það upp sem sameiginlegt pólitískt átak allra Nýfundlendinga, að vernda þorsk- stofnana og nýta þá síðan af skyn- semi. Við stöndum frammi fyrri hörðum kostum og ég held að við höfum hvergi bitið úr nálinni enn sem komið er. Áhrif ofveiðinnar eiga enn eftir að koma fram og með enn meiri þunga en nú er. Mjög mörg frystihús og útgerðir hafa lent í erfiðleikum, einkum þau, sem byggja á úthafsveiðinni. Við eigum eftir að sjá enn meiri erfiðleika og vandinn á heimslóðinni kemur ekki í ljós fyrr en í sumar, þegar veiðar þar heíjast almennt. Líklega er ekki þörf á skipulagðri úreldingn fiskvinnslu- stöðva og fiskiskipa. Vinnslustöðv- um um allt land hefur verið lokað og óvíst hvort vinnsla þar hefjist á ný. Innan rúmlega 100 kílóm'etra hrings um St. John’s eru að minnsta kosti 17 fiskverkunarhús, sem hefur verið lokað eða verður lokað. Við sum þeirra hafa starfað allt að 500 manns. Vandinn er ekki farinn að síast inn í fólkið, einkum vegna þess að atvinnuleysi yfir veturinn er hefð- bundið. Ég held að það taki almenn- ing 5 til 10 ár að skilja um hvað þetta snýst allt saman. Kennum öðrum um en okkur sjálfum Selir og rányrkja EB eru hluti vandans, en að mínu mati alls ekki 500 tonn í gildruna BRÆÐURNIR Caleb og Wally og faðir þeirra Eli Tucker gerðu það gott í gildruveiðinni í sumar sem leið. Þeir fengu alls 500 tonn af þorski að andvirði 12,5 milljóna króna. Þeir voru með 9 gildrur alls og í gengi þeirra voru 8 manns. Útgerðin getur varla verið einfaldari, efn- iskostnaður í gildrurnar 4,5 milljónir og fjárfesting í bátum 2,5 milljónir. Af allri veiði á heimaslóðinni, 60.000 tonnum, voru um 40.000 tekin í gildrur, en þar eins og á öðrum veiðum hefur orðið mikill sam- dráttur. Fyrir um fjórum áratugum voru um 250.000 tonn tekin í gildrurnar. Caleb Tucker er ómyrkur í máli, þegar hann er spurð- ur um ástæðu samdráttar- ins. „Eg hef séð sökudólg- inn, hann er Nýfundlend- ingur. Það eruin við sjálfir, sem erum að ganga af norð- urslóðarþorskinum dauð- um,“ segir hann. aðalorsökin. 1989 veiddu Kanada- menn 250.000 tonn af norðurslóð- arþorski. EB-skipin veiddu að öllurn líkindum um 25Í000 t eða 10%. Veiði þeirra réði ekki úrslitum, en hún færist nær því eftir því þorskstofninn verður minni og nú er hlutur þeirra mun meiri. Það er í raun ekki vitað mikið tengsl sels, loðnu og þprsks, en þau eru auðvitað einhver. Ég teí varhugavert að fara út í umtalsverða selveiði, að minnsta kosti ekki án þess að tryggja markað fyrir afurð- irnar. Mér finnst of margir hér um slóðir of fljótir til að kenna öðrum en okkur sjálfum um ófararnir. Þær eru að mestu okkar eign sök og okkar hlutverk er að leiðrétta mis- tökin. Hætt er við því að alríkis- stjórnin viðurkenni ekki sekt sína í þessu máli. Þar skorti þrek til að fara að skera kvótann niður nógu snemma. Við þurfum að gera margt í einu. Við þurfum að rannsaka raun- veruleg áhrif selsins á fiskistofnana og við þurfum að koma í veg fyrir rányrkjuna á Nefínu og Halanum. Án þess að stöðva þá rányrkju verð- ur afar erfitt að sannfæra fólk um nauðsyn þess að taka á sig miklar þrengingar til að byggja upp fiski- stofnana, verði ávinningurinn af því allur hirtur af útlendingum á mörk- um landhelgi okkar. Þá er það eitt af vandamálum okkar á Nýfundna- landi hve vanir við erum að vera á framfæri hins opinbera og hve lengi við höfum falið öðrum að fara með málefni okkar,“ segir Cabot Martin. Grein og myndir: Hjörtur Gíslason Fiilltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga á Selfossi: Áhersla lögð á efl- ingn og stækkun s veitar félaganna í samþykktum 48. fulltrúaráðsfundar Sambands íslenskra sveitar- félaga er lögð áhersla á að sveitarfélögin þurfi að geta treyst því að ríkisvaldið standi við samninga sem það hefur gert og að það eigi jafnt við um verkaskipti og tekjustofna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son formaður sambandsins sagði meðal annars í setningarávarpi sínu á fundinum að eftir samtal hans við Davíð Oddsson forsætisráð- herra um margnefndan lögregluskatt liti hann svo á og treysti því að þessi skattur yrði ekki framlengdur. I einni af ályktunum fundar- ins er lögð áhersla á það að nýjar álögur á sveitarfélögin þurfi að falla brott til að skapa forsendu fyrir nýjum tillögum um verka- skiptingu og tekjustofna sveitarfélaga. Á fundinum var stuðningi lýst við nýja stefnumótun Lánasjóðs sveitar- félaga sem felst í því að sjóðurinn lánar nú í fyrsta skipti til sameigin- legra verkefna sveitarfélaga. Fyrsta lánveitingin í þeim efnum verður til sveitarfélaganna á Suðurlandi vegna byggingar síðari áfanga Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Áhersla á gagnkvæmt traust í áliti fundarins um samskipti rík- is og sveitarfélaga er mótmælt stór- auknum álögum á sveitarfélögin og sérstaklega aðdraganda lagasetn- ingarinnar þar sem samstarf við sveiarfélögin var sniðgengið. Þess er krafist að ríkisvaldið standi við yfirlýsingar, samstarfssáttmála og ákvæði sveitarstjórnarlaga um sam- ráð ríkis og sveitarfélaga. Fulltrúaráðið telur eðlileg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga byggjast á því að sveitarfélögin eigi jafnan aðild að nefndum og starfshópum er fjalla úm málefni er þau varða og að engin mál, er sveitarfélögin varða, verði til lykta leidd án þess að umfjöllun og álit heildarsamtaka þeirra liggi fyrir. Treyst er á að skattlagning á sveitarfélögin sem fylgdi ráðstöfun- um í ríkisfjármálum verði ekki end- urtekin. Þá er bent á þjóðhagslega nauðsyn þess að samskipti ríkis og sveitarfélaga byggist á góðu sam- starfi og gagnkvæmu trausti. Atvinnulífið er forsenda byggðar í áliti atvinnumálanefndar um sveitarfélögin, atvinnulífið og einka- væðinguna er talið æskilegast að sveitarfélögin taki ekki beinan þátt í atvinnulífinu heldur stuðli að at- vinnuþróun og stofnun nýrra fyrir- tækja með því að veita þeim góða starfsaðstöðu og ytri skilyrði, jafn- framt þátttöku í atvinnuþróunarfé- lögum. Áhersla er lögð á samstarf full- trúa atvinnulífsins og sveitarfélag- anna til þess að auka skilning á misjöfnum aðstæðum sveitarfélaga. Hvatt er til þess að samráð fulltrúa atvinnulifs og sveitarfélaga verði aukið. Þar verði tekið til umfjöllunar atvinnuástand, þátttaka sveitarfé- laga í atvinnurekstri, nýjar leiðir í atvinnumálum byggðarlaga og ráð- stöfun fjármagns í því sambandi. Bent er á þann möguleika að nýta betur þá umframorku sem fyrir hendi er á hagstæðum kjörum til eflingar atvinnulífs í landinu. Fjallað er um einkavæðingu ein- stakra verkefna sveitarfélaganna og bent á að aðstæður til slíks eru mis- jafnar en mestar á höfuðborgar- svæðinu. Skortur á samkeppni liafi í för með sér ákveðna annmarka í þessu efni. Lögð er áhersla á að einkavæðing sé ekki takmark heldu leið til að bæta þjónustu og gera hana ódýrari og skilvirkari. Fulltrúaráðið gerir kröfu til þess að fulltrúar sveitarfélaganna verði hafðir með í ráðum í öllum undirbún- ingi að breyttri fiskveiðistjórnun. Vakin er athygli á því að stækkun og efling sveitarfélaga leiðir jafn- framt til stærri og öflugri atvinnu- svæða sem gefi aukna möguleika til að örva frumkvæði að nýrri at- vinnuuppbyggingu í byggðarlögun- um. Minni miðstýring ríkisvaldsins leiði af sér fjölbreyttara atvinnulíf. Einnig er vakin athygli á því að fjölgun starfa næstu árin mun fyrst og fremst verða í þjónustugreinum. Auknir möguleikar til menntunar og fjölgunar starfa langskólageng ins fólks utan höfuðborgarsvæðisin: séu mikilvægir fyrir jafnvægi byggð landsins. Brýnt sé að koma á menntun kennara og fóstra utan Reykjavíkur. Skilgreina þurfí hvar verkefni opinberri stjórnsýslu verði best stað- sett. Vinna þurfi markvisst að þv að stöðva atgervisflótta frá lands- byggðinni með því að flytja ýmsa starfsemi ríkisins og þjónustugreina til þéttbýlisstaða á landsbyggðinni. Unnið verði að breyttri verkaskiptingu Fulltrúaráðið lýsir sig samþykkt því að nefnd sem gera á tillögur um skiptingu landsins í sveitarfélög skuli jafnframt ætlað að vinna að tillögum um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga. Stækkun sveitarfélaganna sé ein mikilvægasta forsenda þess að þau taki við verkefnum frá ríkinu enda séu þeim tryggðir tekjustofnar til þess. Fulltrúaráðið telur að efla eigi sveitarfélögin með því að færa til þeirra aukin verkefni frá ríkinu_ Þannig nýtist best frumkvæði og ábyrgð þeirra sem best þekkja til aðstæðna á hveijum stað. Það leiði til ódýrari og betri þjónustu en mið- stýring ríkisvaldsins veitir. Bent er á mikilvægi þess að allui undirbúningur verkefnatilfærslu sé sem vandaðastur og í nánu sam- starfí við alla sem málið varðar, ekki síst sveitarfélögin. Slík tilfærsla sé flókin og varði þjónustu við stóra hópa fólks, kjör og áunnin réttindi fjölda starfsmanna. Þá er varað eindregið við því að bág staða ríkissjóðs leiði til ótíma- bærrar og illa undirbúinnar verkefn- atilfærslu. Lög um verkaskiptingu og tekjustofna frá 1990 séu grund- völlur að nýjum samningum. Álögur á sveitarfélögin, er lögbundnar voru í upphafi ársins án alls samráðs við sveitarfélögin og samtök þeirra, verða að falla niður í lok ársins. Það sé forsenda þess að sveitarfélögin sjái sér fært að vinna með ríkinu að tillögum um breytta verkaskipt- ingu. I lok ályktunar um verkaskipting- una er lagt til að mótuð verði hið fyrsta opinber byggðastefna og lýsir fulltrúaráðið sig reiðubúið til að taka fullan þátt í mótun hennar. Þá er því beint til stjórnar sam- bandsins að hún taki upp viðræður við félagsmálaráðherra um kostnað- arskipti; þannig að ríkið eigi og reki á sinn kostnað unglingaheimili ríkis- ins og meðferðarheimili fyrir vega- laus börn en sveitarfélögin taki á sig kostnað við akstur fatlaðra. - Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.