Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 FERMINGARGJAFIR SEM HITTA BEINT í MARK ★ Skíðapakkar unglinga. Verðfrákr. 16.560 ★ Kneissl og Völkl skfði. ★ Skíðafatnaður, húfur, hanskar, gallaro.fi. ★ Marker, Salomon ogTyrolia bindingar. ★ Lange, Dolomite og Rocesskíðaskór. ★ Scottstafir og skíðagleraugu. Alvöru skíðaverslun - Úrval heimsþekktra merkia FJALLAHJOL A FRABÆRU VERÐI 26“ DIAMOND, 18 gíra SHIMANO SIS. Verð kr. 22.000. Stgr. 20.900. 26“ DIAM0ND, 21 gíra SHIMANO 200 GS. Verð frá kr. 29.900. Stgr. 28.405. 26“ SCOTT HOOGERE BOOGER, 21 gíra SHIMAN0 200 GS. Verð 31.500. Stgr. kr, 29.900. 26“ SCOTT PRO ONLY, 21 gíra SHIMANO DEORE LX. Verð kr. 49.400. Stgr. kr. 46.930. Borðtennisborð og borðtennisvörur Borðtennisborð, verð frá kr. 15.950. Stgr. 15.152. Borðtennisborð á hjólum með neti kr. 31.500. Stgr. 29.925. Einnig mikið úrval af borðtennisspöðum og kúlum. Pílukastvörur Mikið úrvalaf pflum, skífum og skápum. ★ Dartpílur, 3 stk. Verðfrá kr. 195. ★ Dartskífur. Verðfrákr. 488. ★ Bristle skífur. Verð frá kr. 1.950. ★ Dartskápar, Verðfrá kr. 4.220. Billiordboró og billiordvörur Hentug heimilisborð í stofuna, kjallarann eða bílskúrinn. Einnig úrval af kjuðum. Tilboðsverð á billiardborðum. 2 fet verð kr. 3.060. Tilboð kr. 2.600. 3 fet verð kr. 4.455. Tilboð kr. 3.700. 4 fet verð kr. 6.074. Tilboð kr. 4.900. 5 fet verð kr. 17.600. Tilboð kr. 14.700. 6 fet verð kr. 25.400. Tilboð kr. 20.900. Varahlutirog viðgerðir. Vandiðvalið og verslið í Markinu. Sendum í póstkröfu. Geiðslukort og -samningar. Simar 35320 og 688860, Ármúla 40. /kUR Norðurlöndin og and- staðan við EB-aðild eftir Hjörleif Guttormsson Halda mætti af blaðaskrifum og fréttum hérlendis, að afráðið sé að Norðurlöndin fjögur séu svo gott sem komin inn í Evrópubandalagið. Eftir að stjórnvöld hafa tekið stefnu á að sækja um aðild að bandalaginu séu úrslitin ráðin. Þá er horft framhjá -því, að vaxandi andstaða er fyrir hendi á Noðurlöndum gegn aðild að EB-samveldinu (European Uninon), sem taka á við af EB samkyæmt sáttmálanum frá Maastricht. I Sví- þjóð og Finnlandi er meira en þriðj- ungur gegn inngöngu í EB og leggja þarf málið fyrir þjóparatkvæði, áður en úrslit eru ráðin. í Noregi eru mik- il átök, bæði um þátttöku í EES og þó enn frekar um aðidl að EB og eru fylkingar með og móti nánast hnífjafnar. Það gerir myndina síðan enn margbrotnari, að Danir, sem verið hafa í Evrópubandalaginu í tvo áratugi, ganga í vor til þjóðarat- kvæðagreiðslu um afstöðu til Maastricht-sáttmálans um Evrópu- samveldi. Úrslitin í þeirri atkvæða- greiðslu gætu orðið afar tvísýn og eins og stendur benda skoðanakann- anir til að andstæðingar frekari sam- runa geti orðið ofan á. Trúnaðarbrestur við almenning Ákafi núverandi leiðtoga í Skand- inavíu á því að ganga í Evrópusam- veldið og staðan á þjóðþingum land- anna endurspeglar ekki neinn breið- an þjóðarvilja. Það eru í raun aðeins stuðningsmenn hægri flokkanna sem eru samstiga í afstöðu sinni til aðild- ar. í öðrum flokkum er fyrir hendi andstaða, ágreiningur eða mjög blandnar tilfinningar til EB-aðildar. Esko Aho forsætisráðherra Finna þurfti að ganga yfir mjög einbeitta andstöðu í eigin flokki, finnska mið- flokknum, áður en gengið var frá umsókn um EB-aðild. Gro Harlem Brundtland á fullt í fangi með að tryggja sér stuðning eigin flokks við aðild og þau átök geta orðið norska Verkamannaflokknum dýrkeypt í stórþingskosningum eftir rúmt ár. Sá yfirgnæfandi meirihluti sem birtist mönnum á þingi Norðurlanda- ráðs í Helsinki í marsbyijun og studdi samrunastefnuna er langt frá því að endurspegla viðhorf almennings á Norðurlöndum. Trúnaðarbrestur milli stjómmálamanna og kjósenda sem veitt hafa þeim umboð sitt verður æ meira áberandi. Þetta er þeim mun athyglisverðara sem ijölmiðlar hafa með fáum undantekningum verið mjög hallir undir EB-áróðurinn og lagst á Hjörleifur Guttormsson „Sá yfirgnæfandi meirihluti sem birtist mönnum á þingi Norð- urlandaráðs í Helsinki í marsbyrjun og studdi samrunastefnuna er langt frá því að endur- spegla viðhorf almenn- ings á NorðurIöndum.“ sveif með valdahópunum. Við þurfum raunar ekki út fyrir landsteinana til að kynnast hliðstæðum í því efni. Hvað sýna skoðanakannanir? Við skuium líta nánar á hvað skoð- anakannanir segja um stöðuna í ein- stökum löndum. í Finnlandi sýndi skoðanakönnun, sem blaðið Helsinki Saanomat birti þann 4. febrúar sl. að 51% væri fylgj- andi EB-aðild en 38% andvíg. Bilið hafði minnkað verulega milli þessara hópa á nokkrum mánuðum. í könnun meðal finnskra þingmanna um svipað leyti lýstu 64 af 200 sig andvíga EB-aðild, og margir voru óvissir í afstöðu sinni. Samkvæmt finnsku stjórnarskránni þarf stuðning 2A þingmanna til að EB-aðild nái fram að ganga. í Svíþjóð birti Göteborg-posten skoðanakönnun 15. mars sl. Sam- kvæmt henni voru 44% meðmælt aðild að EB, 36% aðspurðra andvíg og 19% óviss í afstöðu sinni. Borið saman við hliðstæða könnun í desem- ber sl. hefur bilið minnkað mikið, því að þá sögðu 48% já við aðild, 24% nei_og 27% voru óviss í afstöðu sinni. I Noregi sýndi skoðanakönnun 26 nemendur keppa um Morgunblaðsskeifuna NEMENDUR Bændaskólans á Hvanneyri halda á sunnudaginn sína árlegu skeifukeppni þar sem keppt verður um Morgunblaðsskeifuna. Keppendur eru að þessu sinni 26 sem er óvenju mikil þátttaka. Dag- skráin hefst fyrir hádegi með gæðingakeppni hestamannafélags- ins Grana þar sem keppt verður í bæði fullorðins- og unglingaflokki. Hestamenn staðarins fylkja síðan liði klukkan 13 við Hvanneyrarkirkju og fara í hópreið að keppnisvellinum. Gert er ráð fyrir að sjálf skeifukeppn- in hefjist kl. 13.30. Að henni lokinni býður Bændaskólinn til kaffisamsæt- is þar sem verðlaun verða aflient. Að sögn Einars Gestssonar, fyrr- verandi formanns Grana, hafa tamn- ingar gengið vel hjá nemendum þrátt fyrir rysjótta tíð undir styrkri stjórn Ingimars Sveinssonar sem hefur haft umsjón með hestamennsku nemenda. Olil Amble í Stangarholti hefur leið- beint nemendum við tamningarnar. Unnið hefur verið að endurbótum á keppnisvellinum á Ilvanneyri og er gert ráð fyrir að hann taki að hluta við hlutverki vallarins á Faxaborg Morgunblaðlð/Valdimar Kristinsson Morgunblaðsskeifan eftirsótta sem keppt verður um á Hvanneyri þar sem er félagssvæði hestamanna- félagsins Faxa í Mýra- og Borgar- fjarðarsýslum. sem gerð var 9.-11. mars sl. á vegum Opinion A/S fyrir Aftenposten hníf- jafnar fylkingar: 41% sagði já við aðild, 41% nei og 18% voru óráðin. Einnig þar voru andstæðingar EB- aðildar í sókn miðað við skoðana- kannanir fyrr í vetur. Könnunin sýndi einnig minnkandi fylgi við aðild hjá kjósendum Verkamannaflokksins. Samkvæmt norsku stjórnarskránni þurfa % þingmanna að samþykkja EB-aðild hliðstætt því sem gildir um EES-samninginn. í ofangreindum þremur löndum hefur verið heitið þjóðaratkvæða- greiðslu um afstöðuna til EB-aðildar, og um form hennat' og tímasetningu eru þegar umræður og deilur, ekki síst í Svíþjóð. í Danmörku verður þjóðarat- kvæðagreiðsla um aðild að Evrópu- samveldinu 2. júní í vor. Tvær skoð- anakannanir nú í marsmánuði vísuðu í sömu átt. Samkvæmt Gallup-könn- un sem unnin var fyrir Raciioavisen og Berlinske Tidende og kunngerð var 13. mars sl. sögðu 31% kjósenda nei, þ.e. 55% þeirra sem afstöðu tóku, aðeins 27% sögðu já og 42% voru enn óákveðin í afstöðu sinni. í ann- arri skoðanakönnun sem birt var 22. mars reyndust andstæðingar vera 56% þeirra sem tóku afstöðu. Evrópusamveldi á leið í ríkisheild Það mun gera róður EB-sinna á Norðurlöndum þyngri á næstunni, að nú blasir við allt annað fyrirbæri en það Evrópubandalag sem t.d. Svíar sóttu um aðild að nær umræðulaust í fyrrasumar. Með sáttmálanum um Evrópusamveldi — European Union — sem leiðtogar EB-ríkja gengu frá í Maastricht þann 10. desember 1991, eru stigin stór skref til meiri samruna og í átt að ríkisheild. Að sama skapi vex miðstýring í öllum stærri málum og vald og vægi ríkisstjórna aðildarlanda og þjóðþinga minnkar að sama skapi til mikilla muna. Þessi breyting skellur ekki á í einu vetfangi, og því gefa menn henni minni gaum, heldur í skilgreindum tímasettum áföngum. Þannig á óháð- ur seðlabanki og einn gjaldmiðill að verða staðreynd ekki síðar en 1. janú- ar 1999 og nú þegar fær EB aukin völd og verkefni á sviði utanríkis- og varnarmála, stofnar eign lögreglu og kemur á sérstökum EB-ríkisborg- ararétti, svo dæmi séu tekin. Það er um þessar breytingar, sem tekist er á í Danmörku í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní næstkomandi og það er inn í þetta landslag sem Svíar og Finnar eru að halda með aðildarumsóknum. Helmut Kohl kanslari, sem var gestur á Norðurlandaráðsþingi á dögunum, dró ekkert undan hvaða skyldur menn gengjust undir sem sæktu um EB-aðild þessi misseri. Ýmsum þótti kaldhæðnislegt að hann skyldi kallaður til, fyrstur utanað- komandi leiðtogi til að ávarpa þennan norræna vettvang, því að það er ægishjálmur Þýskalands sem verður æ meira áberandi í EB-samstarfinu. Fjölgar í andstöðuhreyfingum Á öllum Norðurlöndum eru nú starfandi þverpólitískar andstöðu- hreyfingar, sem vinna gegn aðild að EB-samveldinu og sumpart gegn þátttöku í EES. Fjölgað hefur í þess- um hreyfingum að undanförnu, ekki síst í Noregi og Danmörku. Þar eins og í Samstöðu um óháð Island er á ferðinni fólk úr öllum stjórnmála- flokkum og utanflokka. Þessar hreyfingar leitast við að varpa gagn- rýnu ljósi á samrunaferlið og myndun lokaðs og ólýðræðislegs Evrópustór- veldis. Enn er óljóst, hverju þær fá áorkað, en þær hafa tekið upp merki þjóðlegs sjálfstæðis og samvinnu þjóð- ríkja, sem forysta flestra stjómmála- flokka virðist nú afhuga. Afl þessara hreyfinga fer eftir undirtektum og stuðningi almennings, einnig hér a landi þar sem ærið verk er að vinna. Höfundur er þingmaður Aiþýðubandalagsins i A usturlandskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.