Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Lúxusskólí útí á landi eftir Pétur Bjarnason í Pressunni 27. febrúar sl. birtist grein um Háskólann á Akureyri. Greinin er svæsin árás á skólann og eru nokkrir spekingar frá Há- skóla íslands kailaðir til í umræð- una. Af ummælum má dæma að kostnaður á nemanda .við Háskól- ann á Akureyri sé miklu meiri við Háskóla Islands. Stofnun Háskól- ans nyrðra hafi verið mistök og nær hefði verið að nota peningana til þess að auka við Háskóla Islands í Reykjavík. Á þann hátt næðist auk- in hagkvæmni vegna yfirstjórnar o.fl. Réttast væri því að skera Há- skólann á Akureyri niður. Mér er sagt að Valdemar K. Jónsson pró- fessor hafi í viðtali við Bylgjuna viðrað sömu skoðanir og hefði jafn- vel efasemdir um gagnsemi þess starfs sem unnið væri við Háskól- ann á Akureyri. Það er í samræmi við fyrri málflutning hans, og hirði ég ekki um að bera mig eftir því hvernig hann hefur „formúlerað“ sig í þetta sinn. Eðli háskóla og staðbundinn kostnaður Háskólar eru í eðli sínu margir skólar. Hver deild háskóla starfar að verulegu .leyti sjálfstætt og tengsl milli deilda eru yfirleitt óveruleg. Ég hef heyrt fyrrum ráð- herra og háskólakennara segja að hvaða deild Háskóla íslands sem er gæti t.d. verið í Grímsey án þess að það kæmi niður á starfi hennar eða yki kostnað. Sérhver deild Há- skóla Íslands er í raun jafn sjálfstæð og Háskólinn á Akureyri og vegna starfa hennar hlýst af stjórnunar- kostnaður sem einnig er sambæri- legur. Launakjör starfsmanna Há- skólans á Akureyri er sambærilegur við launakjör starfsmanna Háskóla íslands, húsnæðiskostnaður ívið lægri, bókakostnaður sá sami og annar kostnaður svipaður. Nám verður því ekki dýrt af því einu að það er stundað á Akureyri en ekki í Reykjavík. Nám er hins vegar mismunandi dýrt. Það sér hver maður að t.d. tungumálanám, sem krefst tiltölu- lega lítillar aðstöðu kostar minna en t.d. læknisfræði eða sjávarút- vegsfræði, sem þarf auk aðstöðu fyrir bóklega hluta námsins aðgang að rannsóknastofum og annarri dýrri aðstöðu. Það sér líka hver maður sem vill sjá að hver skólast- ofnun, sem er að hefja starfsemi, er dýrari fyrstu árin meðan starfið „Ummæli Háskóla- mannanna í Reykjavík hafa því ekkert með hagkvæmni námsins að gera. Þau eru eingöngu til komin vegna baráttu þeirra um peninga og öfund út í að öðrum en þeim er ætlað að kenna og að annars staðar en við Háskóla íslands verði stundaðar rann- sóknir á æðsta mennt- unarstigi.“ er að mótast og meðan stúdentum fjölgar upp í eðlilegan fjölda. Samanburður á kostnaði Af því sem að framan greinir má sjá að það er óraunhæft að bera saman kostnað_ á hvern nem- anda við Háskóla Íslands annars vegar og Háskólann á Akureyri hins vegar. Í fyrrnefndri grein bendir Haraldur Bessason rektor Pétur Bjarnason Háskólans á Akureyri á að slíkur samanburður sé ekki réttlátur fyrr en eftir a.m.k. tíu ár, þegar starf Háskólans á Akureyri hefur mót- ast, og raunverulegur kostnaður á nemanda hefur komið fram. Á Akureyri er boðið upp á dýrt nám. En það nám yrði jafn dýrt þótt það yrði stundað annars staðar af ástæðum sem raktar eru að framan. Ummæli Háskólamann- anna í Reykjavík hafa því ekkert með hagkvæmni námsins að gera. Þau eiu eingöngu til komin vegna baráttu þeirra um peninga og öfund út í að öðrum en þeim er ætlað að kenna og að annars staðar en við Háskóla íslands verði stundaðar rannsóknir á æðsta menntunarstigi. Hvað er mikilvægast? En er rétt að spyija fyrst og fremst að því hve dýrt nám sé? Er ekki réttara að spyija hvernig þeir peningar sem til námsins er varið nýtast þjóðfélaginu? Ég er viss um, að þeir peningar sem notaðir eru til þess að halda uppi starfi við Háskólann á Akureyri skila sér mup betur til þjóðfélagsins en það fé sem Háskóli Islands fær til umráða. Og ég veit að margir eru mér sam- mála. Stofnun sjávarútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri hefur verið fagnað af mörgum frammá- mönnum í sjávarútvegi á íslandi, og annarri starfsemi skólans hefur einnig verið vel tekið. Starfsemi Háskólans á Akureyri hefur því vegna eigin gildis sannað tilveru- rétt sinn á Akureyri hefur því vegna eigin gildis sannað tilverurétt sinn en auk þess stuðlar skólinn og starf- semi hans að festu í atvinnulífi í Eyjafirði og vinnur á móti þeim þjóðflutningum til Reykjavíkur, sem nú er eitt mesta vandamál samfé- lagsins. Háskóli íslands hefur á hinn bóginn aldrei lagt hönd á þann plóg. Háskóli Islands Háskóli íslands er fyrst og fremst embættismannaskóli. Hann hefur þó eytt nokkru púðri í það undan- farin ár að sannfæra alþjóð um mikilvægi síns starfs fyrir atvinnu- vegi landsins. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeirri viðleitni sem Háskóli íslands sýnir í þessu samhengi. Ég held hins vegar að skólinn hafi ekki náð þeim árangri sem að var stefnt. Ég held að starfsmenn skorti (þó ekki án undantekninga) yfirsýn. Sjóndeildarhringurinn er þröngur og markast af hitaveitusvæði höf- uðborgarinnar og/eða verkefnum þeirrar erlendu rannsóknastofu sem viðkomandi starfsmaður dvaldi síð- ast á. _ Mér virðist starfsemi Há- skóla íslands bera þess merki að þar lifi menn í litlum kassa án veru- legra tengsla við það þjóðfélag sem við byggjum, án skilnings á því sem við lifum á og án markmiða um að sinna þörfum þess samfélags sem hýsir skólann. Mér finnst því hjá- rænulegt að sjá starfsmenn Há- skóla íslands leggja lið sitt við jafn svæsna aðför að Háskólanum á Akureyri og lesa mátti í Pressunni þann 27. febrúar sl. Ósk um breytta stefnu Háskóla Islands Háskóli íslands er vissulega mik- ilvæg stofnun. Skólinn þarf hins vegar að komast upp úr því fari sem hann er í. Hann þarf að finna sér merkari þjóðfélagsleg markmið en þau að stuðla að eigin véxti og eink- arétti á vandamálum samtímans. Háskóli íslands ætti að sjá sóma sinn í að styrkja og efla starf Há- skólans á Ákureyri. Á þann hátt getur hann best gert gagn úr því sem komið er og stuðlað að eðli- legri tengingu atvinnulífs við æðri menntun og.rannsóknir. Háskólamenn, — hugleiðið þetta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjöri Félags rækju■ og hörpudiskframleiðenda. Höfóar til -fólksíöllum starfsgreinum? FERMIHGSRFttTí STÓLKUR Stutt pils Víðar blússur Skokkar Hvítir skór kr. 3.190,- kr. 2.990,- kr. 1.990,- kr. 1.800,- kr. 1.700,- Lakkskór ó drengi og stúlkur, margar gerðir Kostaboó v/Hlemm, Laugavegi 116, sími 629030. V________J _________________J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.