Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Karlakór Reykjavíkur. Vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur: Sungið oftar og víðar en áður ÁRLEGIR vortónleikar Karlakórs Reykjavíkur verða haldnir nú í byrjun apríl. Að þessu sinni verður sungið oftar og víðar en áður, bæði vegna þess að aðsókn á tónleika kórsins hefur farið vaxandi á undanförnum árum og svo vegna „árs söngsins“ sem nú er. Að auki er fyrirhugað að fara í söngferð til Vestmannaeyja í lok apríl. Tónleikarnir í vor eru jafnframt mánudagur 6. apríl kl. 20.30 Selja- styrktarfélagstónleikar.en styrktar- félagar kórsins eru nú nær 1.500 og halda að talsverðu leyti uppi starfsemi kórsins. Miðað við reynslu fyrri ára má reikna með fullu húsi á öllum tónleikunum. Tónleikaröðin er þessi: Laugardagur 4. apríl kl. 17 Víðistaðakirkja í Hafnarfirði, kirkja í Reykjavík, miðvikudagur 8. apríl kl. 20.30 Langholtskirkja i Reykjavík, fimmtudagur 9. apríl ki. 20.3Ö Langholtskirkja í Reykjavík, laugardagur 11. apríl kl. 17 Lang- holtskirkja í Reykjavík og laugar- dagur 25. apríl kl. 17 Samkomuhús- ið í Vestmannaeyjum. Stjórnandi Karlakórs Reykjavík- ur er Friðrik S. Kristinsson. Ein- söngvarar á þessum tónleikum verða Katrín Sigurðardóttir sópran og Hjálmar Kjartansson bassi. Und- irleikari er Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Stjórn Karlakórs Reykjavíkur skipa nú Böðvar Valtýsson, formað- ur, Ómar Valdimarsson, varafor- maður, Ómar Örn Ingólfsson, rit- ari, Margeir P. Jóhannsson, gjald- keri, og Erlingur Snær Guðmunds- son, meðstjórnandi. Árnesingakórinn í Reykjavík. Tónleikar tveggja kóra ÁRNESINGAKÓRINN I Reykja- vík og Samkór Selfoss halda sína árlegu tónleika í Seljakirkju, Hagaseli 40, laugardaginn 4. apríl kl. 17.00. Þessir kórar hafa átt gott sam- starf á undanförnum árum og m.a. haldið sameiginlega tónleika á Sel- fossi, í Árnesi, Aratungu og Reykja- vík. Á efnisskrá eru bæði innlend og erlend lög. Kórarnir syngja fyrst hvor í sínu lagi og síðan sameigin- lega. Stjórnandi Árnesingakórsins í Reykjavík er Sigurður Bragason. Undirleikari er Bjarni Jónatansson. Stjórnandi Samkórs Selfoss er Jón Kristinn Cortes. Aðalfundur Aðaifundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í dag, föstudag- inn 3. apríl 1992, kl. 16.00 í Ársal Hótels Sögu. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1991. 2. Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1991. 3. Kosning stjórnar. 4. Kosning skoðunarmanna. 5. Tillaga um ársarð og ráðstöfun tekjuafgangs. 6. Tillaga um þóknun stjórnar og skoðunarmanna. 7. Önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun. Áríðandi er að sem flestir stofnfjáreigendur mæti á aðalfundinn, svo hann verði sem fjölmennastur. SparÉsjóðsstjórnin. Dagskrá um skáldkon- una Edith Södergran DAGSKRÁ í Norræna húsinu um finnlands-sænsku skáld- konuna Edith Södergran verður laugardaginn 4. apríl kl. 16.00. Helena Sölstrand- Pipping, lektor í sænsku við háskólann í Helsinki, heldur fyrirlestur um ævi og störf skáldkonunnar og Njörður P. Njarðvík rithöfundur les Ijóð eftir Edith Södergran í eigin þýðingu. Fjórða apríl eru liðin hundrað ár frá fæðingu skáldkonunnar og er þess minnst víða um heim. Af þessu tilefni hefur bókaútgáf- an Urta gefið út bókina Landið sem ekki er til, sem hefur að geyma 59 Ijóð eftir skáldkonuna í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Brynja Guttormsdóttir píanóleik- ari leikur nokkur lög milli atriða. Dagskránni lýkur með sýningu á mynd sem finnska sjónvarpið gerði 1977 og heitir „Landet som icke ár“ og fjallar um ævi Edith Södegran. Sýningartíminn er tvær og hálf k.lukkustund. Mynd- in er með finnsku og sænsku tali. Edith Södergran fæddist í Sankti Pétursborg 4. apríl 1892, en þriggja mánaða gömul fluttist hún með fjölskyldu sinni til þorpsins Raviola á Kirjáleiði í Finnlandi og þar bjó hún allt þar til hún lést 1923, aðeins 31 árs að aldri. Edith Södergran átti við heilsuleysi að stríða, var berkla- veik og bjó við fátækt mestan hluta ævinnar og hlaut litla viður- kenningu fyrir verk sín í lifanda lífi. En ijóð hennar lifðu áfram og nú er Edith Södergran talin Helena Sölstrand-Pipping vera einn helsti frumkvöðull mód- ernisma í ljóðagerð á Norðurlönd- um og hefur haft mikil áhrif á þróun norrænnar ljóðlistar. Fyrirlesarinn Helena Sol- strand-Pipping er fædd 1943. Hún hefur verið lektor við háskól- ann í Helsinki frá 1989. Áður starfaði hún hjá finnlands- sænsku málanefndinni og var í ritstjórn orðabókar um mállýskur í finnlands-sænsku. (Ordbok över Finnlands svenska folkmál). Frá 1990 hefur hún setið í stjórn Sænska bókmenntafélagsins í Finnlandi. Hún hefur ritað grein- ar m.a. um J.L. Runeberg og Edith Södergran. Allir eru velkomnir á dag- skrána og aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.