Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1992 Skemmtilegt að fara í skíðaferðir - sögðu nemendur í 9. bekk Arbæj- arskóla í skíðaferð Bláfjöllum UM FIMMTIU nemendur úr 9. bekk í Arbæjarskóla eru nú í skíðaferð í Eldborgargili ásamt nokkrum kennurum sínum. Þeir voru mjög ánægðir með ferðina er blaðamaður og ljós- myndari Morgunblaðsins litu til þeirra í gær enda hefur veð- ur verið með besta móti og skíðafæri mjög gott. Þórður Már Sigurðsson var mjög ánægður með ferðina og sagðist skemmta sér hið besta. Hann var sá eini í ferðinni sem var á svokölluðu snjóbretti. „Allir töffararnir eru á snjóbrettum. Þetta er líka miklu skemmtilegra en að skíða á venjulegum skíð- um,“ sagði hann og bætti því við hann væri alveg ágætur á snjó- brettinu enda tók hann sig vel út í brekkunum. Elín Hrund Harðardóttir var á svigskíðum eins og flestir aðrir. Hún sagði það vera skemmtilegt að fara í skíðaferð með krökkun- um úr skólanum. „Það er líka æðislegt að fá frí í skólanum og gott fyrir nemendurna og kennar- ana að slappa aðeins af og fara á skíði saman,“ sagði hún. Rúnar Karl Stefánssön og Þor- valdur Már Steinsson byijuðu báðir að fara á skíði fyrir um fjór- um árum. Þeim finnst mest gam- an að bruna niður brekkurnar. „Það er frábært að fara hratt nið- ur brekkurnar. Bestu skíðasvæðin Morgunbladið/KGA eru hér í Bláíjöllum af því að hér eru svo góðar brunbrautir. Það er rosalegt stuð_ af fara í svona skíðaferðir,“ sögðu þeir. „Ég er ekkert voða góður á skíðum en mér finnst þetta bara svo gam- an,“ bætti Rúnar Karl við. Því næst voru krakkarnir farn- ir upp í lyftunni enda höfðu þeir beðið óþreyjufullir eftir að renna sér niður þrekkurnar eftir hádeg- ismatinn því tíminn var naumur þar sem þeir koma aftur í bæinn í dag. Nokkrir strákanna í ferðinni. Frá vinstri Þórhallur Margeir Lárusson, Þórður Már Sigurðs- son, Birgir Þór Birgisson, Þor- valdur Már Steinarsson, Karl Gústaf Davíðsson og Albert Bjarni Lúðvíksson. Þær Helga Harðardóttir, Elín Hrund Heiðarsdóttir, Henný Guðrún Gylfadóttir, María Björg Sigurðardóttir, Sigrún Pétursdóttir, Ólöf Huld Vöggsdóttir og Anna Freyja Finnbogadóttir skemmtu sér konunglega í skíðaferðinni. VEÐUR IDAGki 12.00 Helmild: Veðurstola Islantfs (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gæt) VEÐURHORFUR I DAG, 2. APRIL YFIRLIT: Skammt fyrir sunnan land er 1016 mb. haeð en laegðardrag á Grænlandssundi. 1002 mb. lægð yfir suðvestanverðu Grænlandshafi þokast norðaustur. SPÁ: Suðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi og rigning með köflum um vestanvert landið en hægari og þurrt austanlands. Lægir dálítið og skúrir vestanlands þegar líður á daginn, ef til vill slydduél með kvöld- inu. Heldur kólnar um vestanvert landið síðdegis. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Vestlæg átt um sunnanvert landið en gengur í norðaustanátt um landið norðanvert. Éljagangur norðantil á Vestfjörð- um og hiti um frostmark en rigning öðru hverju í öðrum landshlutum og 2ja-5 stiga hiti. HORFUR Á SUNNUDAG: Austlæg eða norðlæg átt, víðast þurrt en skýjað. Hiti 2-6 stig a<5 deginum en sums staðar næturfrost. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað r r r r r r r r Rigning * / * * r r * r Slydda -__5 FI;S19 L J Hálfskýjað Skýjað Alskýjað ^ Skúrir Slydduél Él * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjóður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka ^ V FÆRÐA VEGUM: <k>. 17.30^) Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og um Suðurnes. Fært er um Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði. Fært er með suðurströndinni austur á Austfirði. Vegir á Austfjörðum og á Fljótdalshéraði eru yfirleitt vel færir, hálka er á Oddsskarði. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð, um Snæ- fellsnes í Dali og þaðan til Reykhóla. Brattabrekka er fær. Fært er frá Brjánslæk um Kleífaheiði til Patreksfjarðar og þaðan til Bílduríals. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og Drangsness. Ófært er um Stein- grfmsfjarðarheíði en ráðgert er að hún verði mokuð á morgun. Fært er um Botns- og Breiðdalsheiöar. Greiðfært er til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar, þá er einnig fært um Lágheiöi. Fært er frá Akureyri um Þingeyjarsýslur í Mývatnssveit og einnig með ströndinni til Voþnafjarð- ar. Fært er um Mývatns- og Mörðudalsöræfi en þungfært um Vopnafjarð- arheiði. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hltl 7 5 vedur Skýjað urkoma Bergen 6 skýjað Helsinki 1 snjókoma Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 1 súld Nuuk +6 léttskýjað Ósló +1 snjókoma Stokkhólmur 6 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 15 skúr Arasterdam 9 skýjað Barcelona 18 hálfskýjað Berlín 12 léttskýjað Chicago í-4 léttskýjað Feneyjar 12 þokumóða Frankfurt 11 skýjað Glasgow 6 skýjað Hamborg 11 skýjað London 8 skýjað LosAngeles 13 léttskýjað Lúxemborg 6 rigning Madríd 13 skýjað Malaga 16 alskýjað Mallorca 20 léttskýjað Montreal léttskýjað New York 4 léttskýjað Orlando vantar Parls 5 þrumuveður Madeira 17 Súld Róm 11 rigning Vín 13 skýjað Washlngton 3 skýjað Winnipeg *3 léttskýjað Búlandshreppur: Fjármagnar kaup á 50 tonna aflakvóta Búlandshreppur hefur haft milligöngu um að fjármagna kaup á 50 tonna aflakvóta af Búlandstindi hf., stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Djúpavogi. Kvótanum var deilt á milli þriggja smábátaeigenda. Fyrir- tækið seldi 85 tonna kvóta, 35 tonn voru seld úr sveitarfélaginu. Þá hafði Búðarhreppur uppi áform um að aðstoða fyrirtækið Pólarsíld hf. á Fáskrúðsfirði. Af því verður hins vegar að öllum líkindum ekki vegna breyttra aðstæðna. Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri í Búlandshreppi segir það geysilega alvarlegt mál þegar undirstöðufyrir- tæki þurfi að seija kvóta út af staðn- um til þess ^að reyna að bjarga lausafjárstöðu. „Auðvitað er slæmt að missa aflaheimildir, þó að það sé ekki nema tonn, en í þessu tilfelli var um 85 tonn að ræða og 35 tonn fóru út úr sveitarféiaginu," segir Ólafur. Hann segir það markmið sveitar- félagsins að halda utan um þann kvóta sem fyrir sé á staðnum. Eig- endur þriggja smábáta í Djúpavogi, Öðiings SU 19, Gests SU 160 og Möggu SU 107 keyptu kvótann. Þröstur Sigurðsson, sveitarstjóri í Búðarhreppi, segir að rætt hafi verið um að aðstoða fyrirtækið Pólarsíid hf. á Fáskrúðsfirði við að leigja sér kvóta þar sem litið hefði.út fyrir á tímabili að hráefni vántaði til vinnslu. Af því yrði hins vegar að öllum líkind- um ekki þar sem verð á saltfiski hefði lækkað að undanförnu. Reykjavíkurhöfn: Rúmar 35,2 millj- ónir fyrir stálþil BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur um að taka 35.264.111 milljón króna tilboði Daval í Frakklandi, í stálþil og festingar fyrir Reykjavíkurhöfn. Umboðsaðili er Albert Guðmunds- son heildverslun. I greinargerð Reykjavíkurhafnar kemur fram að 18 tilboð bárust í stálþilið frá 12 aðilum. Nokkur til- boðanna voru samhljóða, þar sem sami framleiðandi átti tólf tilboð í gegnum sex mismunandi aðila. 5 til- boð bárust í stög og festingar. Þá segir, að lítill verðumunur sé á þeim tilboðum í stálþil, sem upp- fylla öli skilyrði útboðsgagna um styrk og að hagræði sé í að taka allt efnið frá einum og sama aðila. „Þar sem enginn tilboðsaðila var með fullkomlega rétt magn stanga og festinga var ákveðið, í samræmi við ákvæði í útboðsgögnum, að gera frekari samanburð á verði og gæðum efnis í tilboðum sem náðu bæði til stálþils og festinga." Þau tilboð í stálþil og festingar sem uppfylltu kröfur um lágmarks- styrk stálþils voru frá Thyssen Rheinsthal Technik GmbH., Þýska- landi, umboðsaðili Adolf Bjarnason, sem bauð 37.582.068 milljónir. Daval, Frakklandi, umboðsaðili Albert Guð- mundsson heildverslun, sem bauð 35.264.111 milljónir og Export Steel Seivices, umboðsapili Sindri hf., sem bauð 35.618.345 milljónir. -----» ♦ 4----- Kunsthallen: Rúmlega 260 þús. fyrir mál- málverk eftir Jón Stefánsson BLÓMAMYND eftir Jón Stefáns- son seldist fyrir 260.218 ÍSK, eða 28.000 danskar krónur, á mál- verkauppboði hjá Kunsthallen í Kaupmannahöfn í gær. Olíumynd- in er 54x46 cm og var metin á 371.740 ÍSK, eða 40.000 danskar kr. Stytta í bronsi, „Móðir og barn“, eftir Tove Olafsson seldist fyrir 139.400 ÍSK, eða 15.000 danskar kr., sem er matsverð styttunar. Meðal annarra verka íslenskra list- amanna á uppboðinu var málverk frá Þingvöllum eftir Jóhannes Kjaival og vatnslitamynd frá Borðeyri eftir Þoivald Skúlason en þær seldust ekki. I 1 : l l i i i k i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.