Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 107. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þýskaland; Aukin aðstoð viðAlbani Reuter Aðstoð vestrænna ríkja og hjálparstofnana við Albaníu hefur verið að aukast en ástandið í landinu er mjög alvarlegt, frumstætt efnahagslífið hrunið og atvinnuleysi og örbirgð allsráðandi. Þetta fólk, sem býr í þorpi fyrir norðan höfuðborgina Tirana, er með vistir, sem því var útdeilt, mat og fatnað og meðal annars þennan skyrtubol, sem maðurinn hefur brugðið upp. Jafnaðarmenn búa sig undir kosningar Bonn. Reuter. BJORN Engholm, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, spáði því í gær að stjórn Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, myndi falla í sumar og kvað flokk sinn vera að búa sig undir að taka við völdunum. Engholin Engholm sagði sýnt að stjórnin væri ófær um að minnka fjárlaga- hallann eða endurheimta traust kjósenda, sem annaðhvort væru orðnir ginnkeyptir fyrir hægriöfgaflokk- um eða sætu heima í kosning- um. „Stjómin er útbrunninn, bæði hvað mannskapinn varðar og stefnuna," sagði hann. Þýskir jafnaðarmenn hafa til þessa áformað að ganga frá kosninga- stefnuskrá sinni á næsta ári fyrir þingkosningarnar í desember 1994 en Engholm sagði að nú væri stefnt að því að ljúka þeirri vinnu í sumar. „Jafnaðarmenn verða þannig búnir undir stjórnarskipti." Samsteypustjórn Kristilegra dem- ókrata (CDU), Kristilega sósíalsam- bandsins (CSU) og Fijálsra demó- krata (FDP) hefur verið við völd í tíu ár og varð fyrir miklu áfalli er Hans-Dietrich Genscher tilkynnti nýlega að hann hygðist láta af emb- ætti utanríkisráðherra á mánudag. Fijálsir demókratar kröfðust þess að fá að halda embættinu og innan flokksins hófst hörð barátta um embættin sem losna í kjölfar afsagn- arinnar. Stjóminni hefur ekkltekist að draga úr fjárlagahallanum eða leysa mikilvæg deilumál, svo sem metinnflutning útlendinga til lands- ins, og viðbúið er að nýgerðum kjara- samningum við opinbera starfsmenn fylgi vinnudeilur í einkageiranum, sem gætu m.a. leitt tii vaxandi verð- bólgu. Stéttarfélag málmiðnaðar- manna, IG Metall, stærstu verkalýðs- samtök landsins, gaf í gær vinnuveit- endum frest til sunnudags til að hækka tilboð sitt um launahækkanir, ella ættu þeir verkfall yfir höfði sér. Staða stjórnarinnar er orðin svo slæm að jafnvel nokkrir háttsettir ráðherrar hafa sagt að stjórnin kunni að faila í sumar. Jafnaðarmenn hafa samþykkt að efna til neyðarviðræðna við stjórnina um helstu vandamálin 27. maí. -------» ♦ ♦-------- NATO: Njósnari í innstahring Bonn. Reuter. MIKIL leit stendur nú að njósnara meðal æðstu embættismanna Atl- antshafsbandalagsins í Brussel en talið er, að hann hafi veitt Stasi, öryggislögreglunni í áður Austur- Þýskalandi, mikilvægar upplýs- ingar um varnaráætlanir vest- rænna ríkja. Þýska dagblaðið Die Welt, sem hefur góð sambönd innan þýsku leyniþjónustunnar, skýrir frá þessu í dag og segir, að þýskir og banda- rískir leyniþjónustumenn hafi leitað njósnarans í heilt ár en hann hefur dulnefnið „Topas“ og var á snærum Stasi frá 1979. Sagði blaðið í sérstök- um útdrætti um málið, sem birtur var í gær, að upplýsingaflóðið frá njósnaranum hefði stundum numið 3.000 blaðsíðum og meðal annars um langtímaáætlanir NATO. Fyrrverandi yfirmenn Stasi hafa ekki viljað nefna manninn, sem talinn er vera þýskur, á nafn en þýskir leyniþjónustumenn hafa furðað sig nokkuð á því, að leyniþjónusta NATO sjálfs skuli ekki hafa fundið hann. Hefur sá grunur læðst að þeim að skýringin sé sú, að „Topas“ hafi verið gagnnjósnari fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Evrópubandalagið: •• Orlög orkuskatts- ins geta ráðist í dag Strassborg. Rcutcr. SKATTUR á olíu og aðra orkugjafa af lífrænum toga verður aðalum- ræðuefnið á fundi framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, EB, í dag og þá mun það líklega ráðast hvort mælt verður með honum við aðildarríkin. Atvinnulífið og iðnaðurinn innan EB óttast hins vegar afleiðingar orkuskattsins og oliuríkin líta á hann sem tilræði við sig. Embættismenn innan EB segja, að vaxandi skilningur sé á því, að einhvers konar orkuskattur sé nauðsynlegur eigi að standa við það markmið, að koltvísýringsútblástur verði sá sami um aldamótin og hann var 1990. Þykir ljóst, að orku- sparnaðaráætlanir og rannsóknir á nýjum orkugjöfum muni ekki hrökkva til einar og sér og málið snýst því um það eins og einn EB-embættismannanna sagði hvort menn hafi pólitískt þor til að auka skatt á venjulegt eldsneyti. Hugmyndin er að setja orku- skattinn á í áföngum þannig að hann nemi 10 dollurum, tæpum 600 ÍSK., á hvert olíufat árið 2000. Yrði það tæplega þriðjungshækkun frá því olíuverði, sem nú gildir. Hafa talsmenn atvinnulífsins oft varað við afleiðingum siíks skatts fyrir efnahagslífið og atvinnu- ástandið og olíuframleiðsluríkin telja skattinn beinast sérstaklega að hagsmunum sínum. Yfirgangi Serba í Bosníu mótmæit: Sendiherrar heim o g refsiaðgerðir í bígerð London. Reuter. ^ Evrópubandalagsríkin hafa ákveðið að mótmæla hernaðarofbeldi Serba í Bosníu-Herzegovínu með því að kalla sendiherra sína heim frá Belgrad og hafa mörg önnur ríki þegar farið að dæmi þeirra. Þá hefur ROSE, Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, sam- þykkt að útiloka fulltrúa Júgóslavíu frá ákvörðunum um Bosníu til júníloka. Leiðtogar Serba í Bosníu boðuðu í gær einhliða vopnahlé í fimm daga. Á fundi utanríkisráðherra Evrópu- bandalagsins, EB, í Brussel í gær var ákveðið að kalla sendiherra ríkj- anna í Belgrad heim og einnig hvatt til, að Júgóslavía yrði svipt sæti sínu á RÖSE. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Austurríki ákváðu strax að gera það sama og nýr sendiherra Svíþjóð- ar fer ekki til Belgrad að sinni. Svo verður einnig með sendiherra Nor- egs, sem staddur er í Ósló. Talsmaður framkvæmdastjórnar EB í Brussel sagði í gær, að nú þeg- ar yrði farið að huga að öðrum refsi- aðgerðum gegn stjórninni í Belgrad, sem gripið yrði til ef sambandsherinn verður ekki kallaður burt frá Bosníu. Gætu þær falist í banni við lending- um flugvéla júgóslavneska flug- félagsins JAT, olíu- og viðskipta- banni ásamt því, að bankainnstæður Júgóslavíu erlendis verði frystar. Auk þess er rætt um að reka Júgó- slavíu úr ýmsum alþjóðasamtökum auk RÖSE og viðurkenna ríkið ekki. Þá benda sumir á, að hugsanlega geti EB notfært sér löngun Slobod- ans Milosevics Serbíuforseta til að verða viðurkenndur sem forystumað- ur hinnar nýju Júgóslavíu. „Það er margt, sem bendir til, að undirrót óaldarinnar sé að finna í valdasjúkum huga Milosevics,“ sagði einn embætt- ismanna EB. Eftirlitsmenn EB í Sarajevo fóru þaðan í gær enda hefur ekkert tillit verið tekið til nærveru þeirra. Hern- aður sambandshersins í borginni og annars staðar í Bosníu harðnar dag frá degi og einn starfsmaður Samein- uðu þjóðanna sagði í gær, að ástand- ið í landinu væri „hryllilegt". Óformlegt þing Serba í Bosníu lýsti í gær yfir fimm daga vopnahléi frá og með deginum í dag og skor- aði á EB að halda áfram friðarráð- stefnunni um Bosníu. Yrði ekki orðið við því yrði skorað á Serba um allan heim að taka þátt í sjálfstæðisbarátt- unni. Reuter Fyrirhugaður orkuskattur á að vinna gegn loftmengun eins og þeirri, sem nú er í Aþenu. Hér er lögreglukona að snúa við öku- manni en umferð um miðborgina hefur verið bönnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.