Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
Að fara yfir lækinn
eftir Rafn Ben.
Rafnsson
I nýlegri könnun meðal danskra
húsgagnaframleiðenda kom fram að
ein meginforsenda fyrir velgengni
þarlendra fyrirtækja væri sú stað-
reynd að þeir byggju við mjög já-
kvæðan en um leið kröfuharðan
heimamarkað. Skilningur og metn-
aður væri til staðar meðal stjórn-
valda á stuðningsaðgerðum fyrir al-
mennan iðnað auk þess, sem þeir
sýndu það í verki með kaupum á
almennum iðnvamingi.
Félag Húsgagna- og innréttinga-
framleiðenda (FHI) hefur staðið fyr-
ir kynningu á þessum sjónarmiðum
á meðal stjórnvalda, sveitarfélaga
og annarra aðila, sem tengjast
ákvörðunum um kaup á húsgögnum
og innréttingum.
Frá og með 1980 hefur íslenskur
húsgagnaiðnaður átt í fullri sam-
keppni við erlenda húsgagnafram-
leiðendur án nokkurrar vemdar. ís-
lenskir framleiðendur hafa aðlagað
sig að þessum aðstæðum og stand-
ast á mörgum sviðum fyllilega sam-
anburð í verði og gæðum við erlenda
framleiðendur.
Það skal tekið fram að markmið
með þessari kynningu er ekki að
óska eftir niðurgreiðslum, millifærsl-
usjóðum, útflutningsbótum eða sér-
tækum aðgerðum til handa íslensk-
um húsgagna- og innréttingaiðnaði
umfram það, sem gerist á meðal
samkeppnisþjóða okkar. Markmið
með þessum viðræðum er að kynna
samkeppnishæfi íslenskra fyrirtækja
og óska eftir að stjómvöld sýni í
verki að þau styðji þau í baráttunni
við erlend fyrirtæki. Umræðurnar
snúast fyrst og fremst um að stjóm-
völd verði jákvæðari gagnvart inn-
lendum iðnaði og myndi sér stefnu
í málefnum hans.
Innflutningsverðmæti húsgagna
og innréttinga eru um tvö þúsund
milljónir á ári hverju. Samkeppnis-
hæfni íslenskra fyrirtækja er að
mati FHI nægjanlegt til þess að
minnka þennan innflutning veru-
lega. Þetta gæti einnig orðið sá
áherslumunur, sem upp á vantar til
þess að íslensk fyrirtæki gætu flutt
út vörur sínar.
Meginhluti framleiðslu íslenskra
fyrirtækja, sem framleiða húsgögn
fyrir fyrirtæki og stofnanir hafa
verið gæðaprófuð hjá Iðntæknistofn-
un íslands. Mikill munur er á hvort
húsgögn uppfylli lágmarks-,
miðlungs-, eða hámarkskröfur um
gæði. Við samanburð á verði er
nauðsynlegt að styðjast við ofan-
greindar prófanir til þess að raun-
hæfur samanburður geti farið fram.
FHI hefur ítrekað óskað eftir því
við opinbera innkaupaaðila að þeir
krefjist ofangreindra prófana þegar
um útboð er að ræða af þeirra hálfu.
Þetta hefur reynst mjög torsótt og
í raun óskiljanlegt hvers vegna þetta
er ekki orðið að reglu við fram-
kvæmd útboða hér á landi.
Landssamband iðnaðarmanna og
Félag Húsagagna- og innréttinga-
framleiðenda hefur óskað eftir fundi
með iðnaðarráðherra og mennta-
málaráðherra til þess að ræða um
framangreind atriði, auk þess að
ræða sérstaklega um kaup á hús-
gögnum fyrir Fjölbrautaskóla
Vesturlands og Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Astæða þess að óskað er eftir því
sérstaklega að ræða mál fram-
angreindra skóla í þessu samhengi
er sú staðreynd að hér er um verk-
menntaskóla að ræða, skóla sem
mennta íslenska æsku til starfa í
íslenskum iðnaði. í báðum tilvikum
hafa nýlega verið keypt erlend hús-
gögn og innréttingar þegar innlend-
ir aðilar hafa boðið fyllilega sam-
keppnishæfa vörúr.
I máli fyrrnefnda skólans var
ákvörðun tekin um kaup á erlendum
stólum, sem voru helmingi dýrari
en stólar, sem boðnir voru frá inn-
lendum aðilum.
Í máli síðamefnds skóla fóm aðil-
ar úr byggingamefnd skólans til
Þýskalands gagngert til að kaupa
þýsk skólahúsgögn.
Að mati FHI er hér verið að fara
yfir lækinn til að sækja vatnið og
það sem verra er, ferðin er kostuð
með opinberu fé.
í grein, sem birtist í Tímanum
29. apríl og í Dagblaðinu-Vísi sama
dag er viðtal við Hjálmar Árnason
skólameistara Fjölbrautaskóla Suð-
umesja. Þar staðhæfir hann að „álit-
legasta tilboð innlends aðila hafi
verið 22% hærra en verð á þýskum
húsgögnum og innréttingum". Einn-
ig telur hann að þýska framleiðslan
hafi verið meiri að gæðum en sú
íslenska. í umræddri grein er haft
eftir Ólafi Arnarsyni, aðstoðarmanni
menntamálaráðherra, að ástæða
þess að erlend framleiðsla hafí verið
valin hljóti að vera sú að mikill
verðmunur sé á henni og þeirri ís-
lensku. Hér er aðstoðarmaður
menntamálaráðherra beinlínis að
taka undir staðhæfingar skólameist-
ara án þess að kynna sér þau tilboð,
sem innlendir aðilar buðu. Þegar ís-
lensk stjórnvöld fjalla um mál ís-
lensks iðnaðar og halda því fram að
hann sé ekki samkeppnishæfur er
það krafa framleiðenda að þeir kynni
sér stöðu iðnaðarins áður en þeir tjá
sig um málefni hans. Einnig að þeir
blaðamenn, sem skrifa um þessi
málefni leiti upplýsinga frá báðum
aðilum þannig að þeir fjalli af hlut-
leysi um þessi mál.
Vegna þessara staðhæfinga var
óskað eftir því við skólameistara að
hann léti í té upplýsingar, sem sýndu
samanburð á tilboðum auk þess að
leggja fram gæðavottun á þýsku
húsgögnunum. -
Ekki gat skólameistari orðið við
þessari ósk þannig að þegar þetta
er ritað liggja ekki fyrir upplýsingar
af hendi skólans til þess að raunhæf-
ur samanburður geti farið fram.
Þess ber að geta að íslensku skóla-
húsgögnin uppfylla hámarkskröfur
um gæði samkvsemt prófunum Iðn-
tæknistofnunar íslands og því virkar
það einkennilegt að þýska fram-
Rafn Ben. Rafnsson
„íslendingar verða að
opna augnn fyrir því
að vandamál okkar
verða ekki leyst af öðr-
um. Við verðum að
standa vörð um sameig-
inlega hagsmuni og
meta það hvort við vilj-
um stuðla að innlendri
verðmætasköpun með
því að efla íslenskan
iðnað og þar með bæta
kjör almennings í land-
inu.“
leiðslan hafí verið meiri að gæðum
en sú íslenska. Innlendir aðilar buðu
fleiri en einn valkost, bæði ódýra
og dýra og er skólameistari væntan-
lega að bera saman dýrasta valkost-
inn, sem innlendir aðilar buðu.
Við vöruþróun á íslenskum skóla-
húsgögnum hafa framleiðendur nýtt
sér niðurstöður rannsóknar, sem
gerð var að frumkvæði Landssam-
bands danskra arkitekta. Markmið
hennar var að veita leiðbeiningar
um útlit og hönnun á skólahúsgögn-
um. Rannsóknin var fjármögnuð af
danska menntamálaráðuneytinu. Að
beiðni menntamálaráðuneytisins var
stofnuð nefnd, sem í voru fulltrúar
frá Kennarasambandi Danmerkur,
sambandi danskra skólalækna,
byggingafulltrúa menntamálaráðun-
eytisins og frá Nytjalistaskólanum.
Þessir fulltrúar ásamt sjúkraþjálfara
og iðjuþjálfa ráðlögðu og aðstoðuðu
við rannsóknina, sem stóð yfir í tvö
ár. Niðurstöður þessara rannsókna
liggja til grundvallar á framleiðslu
á íslenskum skólahúsgögnum, sem
og dönskum. Við samanburð á
dönskum skólahúsgögnum eru ís-
lensk skólahúsgögn fyllilega sam-
keppnishæf í verði og gæðum.
Kjami þessa máls er þekkingar-
leysi og skilningsleysi gagnvart inn-
Iendri verðmætasköpun og í mörgum
tilfellum neikvæð viðhorf í garð ís-
Iensks iðnaðar. Um áraraðir hefur
ríkt veisla á íslandi, sem slævt hefur
vitund manna. Ekkert hefur skort á
veisluborðið og hefur landinn eytt
um árabil töluvert meira fé en hann
hefur aflað. Staða þjóðarbúsins leyf-
ir ekki frekari veisluhöld ef ekki á
að keyra þjóðarskútuna í strand.
Þetta er hinn nýi raunveruleiki sem
við blasir. Breytt viðhorf til innlends
iðnaðar og nýjar áherslur í atvinnu-
málum, sem byggja á almennum
hagsmunum í stað sérhagsmuna
þurfa að koma til. íslendingar verða
að opna augun fyrir því að vanda-
mál okkar verða ekki leyst af öðrum.
Við verðum að standa vörð um sam-
eiginlega hagsmuni og meta það
hvort við viljum stuðla að innlendri
verðmætasköpun með því að efla
íslenskan iðnað og þar með bæta
kjör almennings í landinu. Þetta mun
eflaust þýða það að kræsingum mun
eitthvað fækka á íslensku veislu-
borði en sennilega erum við neyddir
til þess að líta okkur nær ef við vilj-
um minnka viðskiptahalla þjóðarinn-
ar og um leið sporna við þeirri at-
vinnuleysisvofu, sem nú hangir yfir
okkur.
Höfundur er stjómarformaður í
Landssambandi iðnaðarmanna og
formaður Félags húsgagna- og
innréttingaframleiðenda.
Afstaða íslands
eftir Árna Ragnar
Arnason
í skýrslu utanríksiráðherra um
utanríkismál er vikið að málefnum
Mið- og Austurlanda og samskiptum
EFTA og ísraels. Ég átti þess kost,
*
Islenskir frí-
merkjasafn-
arar fá verð-
laun á Spáni
ÍSLENSKIR frímerkjasafnar-
ar hlutu verðlaun á frimerkja-
sýningunni GRANADA '92
sem haldin var á Spáni 17.-26.
apríl.
Halfdán Helgason, formaður
Landssamtaka íslenskra frí-
merkjasafnara, hlaut stórt gyllt
silfur fyrir safn sitt af íslenskum
póstbréfsefnum. Þá fékk Páll
H. Ásgeirsson gyllt silfur fyrir
hluta af póstsögusafni sínu,
þ.e.a.s eldri hluta. Sigurður R.
Pétursson sýndi þarna safn sitt
af tveggja kónga frímerkjum og
hiaut í verðlaun stórt silfur. Loks
sýndi Hjalti Jóhannesson þarna
safn sitt af íslenskum stimplum
eða póstsögusafn sitt og fékk
hann silfur fyrir það.
Þetta er íjórða erlenda frí-
merkjasýningin á u.þ.b. ári þar
sem Islendingar sópa til sín ein-
göngu verðlaunum í silfri og
hærri flokkum.
í lok febrúar sl., að fara í hópi fleiri
þingmanna frá Evrópu til Palestínu,
og kynnast lítillega ástandinu á her-
numdu svæðunum, og vék að því í
umræðum um skýrsluna í Alþingi.
Hörmungar
Palestínumenn eru af hemámsliði
og stjórnvöldum ísraels beittir mis-
rétti og harðræði af ýmsu tagi.
Nefna má:
Stöðuga og ögrandi nærveru ísra-
elskra herflokka (,,öryggissveita“) í
varðstöðvum, á hæðum, vegamótum
og gatnamótum, og víggirðingar í
borgum, bæjum og flóttamannabúð-
um Palestínumanna.
Eignaupptöku húsa og landa Pal-
estínumanna, beinlínis í þeim til-
gangi að gyðingar komist yfir þær.
„Landnám" ísraels nær yfir 'h af
Gaza-ströndinni og % af Vestur-
bakkanum og 95% þess eru jarðir
og ræktarlönd Palestínumanna í
einkaeign. Á Vesturbakkanum er
skipulagt að framkvæmdir umkringi
byggðir Palestínumanna svo þær
verði innilokuð „verndarsvæði“.
Illa meðferð á föngum og á börn-
um, pyntingar og barsmíðar, sem
alþjóðastofnanir hafa ítrekað kært,
en ísrael hundsar þær.
Illa meðferð á flóttamönnum,
þeim haldið föngnum án sakarefna,
vísað úr landi og bannað að komast
aftur til sinna heima.
Aðskilnaður og misrétti þjóða og
trúfélaga. Palestínumenn eru lægst
settir, hafa nánast engan rétt. Mega
ekki flytja út eigin afurðir, ekki eign-
ast ný ökutæki, er gert ókleift að
stunda fiskveiðar, greiða tólffalt
verð fyrir vatn, greiða fyrir menntun
sem aðrir fá ókeypis og fá mjög
niðurlægjandi skilríki („arabi af
óskilgreindu þjóðerni“). Hvergi sjást
nöfn palestínskra byggða á veg- eða
götuskiltum, aðeins ísraelskra.
Bann er við fjölmiðlun og félags-
miðstöðvum Palestínumanna og há-
skólum þeirra lokað, sumum svo
árum skiptir, kennsla í grunnskólum
bönnuð við minnsta tilefni, og út-
göngubann á Gaza frá 8 að kvöldi
til morguns hvern dag um árabil.
Israelskum börnum er innprentað
að Palestínumenn séu flóttamenn frá
Egyptalandi, gyðingar hafí gefið
þeim land í flóttamannabúðum.
ísrael í samfélagi þjóðanna
ísrael virðir ekki samþykktir als-
heijarþings og öryggisráðsins um
málefni ísraels og Palestínú, þó það
hafi sérstaklega við inngöngu í SÞ
heilið að gera svo. ísrael hefur stað-
fest IV. Genfarsáttmálann um her-
numin svæði og rétt íbúa þeirra, og
sérstaklega heitið að virða hann í
einu og öllu, en gerir það ekki.
I skýrslunni kemur fram, að ís-
land beitir sér nú innan EFTA fyrir
gerð fríverslunarsamningsins við
Israel. Við höfum áður gert við-
skiptasamninga við ríki sem hafa
beitt þegna sína misrétti, ekki virt
mannréttindi, haldið löndum heilla
þjóða herteknum, hrakið fólk af
eignum og úr landi með útlegðar-
dómum — Ráðstjórnarríkin. En við
höfum líka tekið þátt í viðskipta-
banni á ríki sem hefur hegðað sér
rétt eins og ísrael — Suðúr-Afríka.
Nú liggur fyrir Alþingi til staðfest-
ingar fríverslunarsamningur EFTA-
ríkjanna við Tyrkland, sem er upp-
Árni Ragnar Árnason
„ísrael hefur staðfest
IV. Genfarsáttmálann
um hernumin svæði og
rétt íbúa þeirra, og sér-
staklega heitið að virða
hann í einu og öllu, en
gerir það ekki.“
víst að ofsóknum á Kúrdum sem þar
búa.
Mér er ekki ljóst hvor er stefna
okkar, og hveijar forsendur hennar
og lái mér hver sem vill. Ég tel
miklu skipta að við förum vel með
áhrif okkar í þessum efnum og stuðl-
um að virðingu við mannréttindi,
umburðarlyndi og lýðræði í þeim
ríkjum sem leita samninga við okkur
eða þau ríkjasamtök sem við eigum
aðild að. Við eigum að setja okkur
mælikvarða í þessu efni og standa
við hann.
Hernámslið í hefndarhug
Um miðjan dag 2. apríl fékk ég
þær fréttir að fyrr þann dag höfðu
orðið alvarlegir atburðir, syðst á
Gaza-strönd í smáborginni Rafah.
Þegar Egyptar og gyðingar sömdu
í Camp David ákváðu þeir ný landa-
mæri ríkjanna — um Rafah — og æ
síðan kallast fjölskyldur þar á yfir
einskismannsland, landamæragirð-
ingar og varðturna, þar sem áður
voru götur, verslanir og íbúðarhús.
í jaðri Rafah eru stórar flóttamanna-
búðir. ísraelskur herflokkur („örygg-
issveit") var þar að elta fjóra unga
Palestínumenn, vegna gruns um
aðild að samtökum sem beitt hafa
hermdarverkum (þ.e. gagnaðgerðir
hertekinna), til yfírheyrslu (hjá hem-
um, ekki lögreglu). Þeim tókst að
flýja inn á markaðstorg, þar hófu
hermennirnir skothríð á mannfjöld-
ann — og fólk stráféll. 5 látnir, yfir
50 alvarlega særðir og meira en 200
slasaðir. Gaza-svæðinu var strax
lokað, útgöngubann sett á og frétta-
menn reknir burt.
Þetta er alvarlegasta atvikið á
Gaza á sl. 3 ámm.
Samanburðarfræðin
Stundum grípa andstæðingar
varnarsamstarfs okkar við Banda-
ríkin til þess örþrifaráðs í umræð-
unni að líkja dvöl vamarliðsins hér
við setu Rauða hersins í fyrrum lepp-
ríkjum Sovétrfkjanna, og hernám
ísraela á Palestínu og Gólanhæðum.
Munurinn er sá, að við getum sagt
upp samningi okkar um varnarsam-
starfið — og þá fer varnarliðið.
Ætla „hernámsandstæðingarnir"
hér, sem líkja þessu tvennu saman,
að benda Palestínumönnum á að
segja upp varnarsamningi við ísrael?
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokks fyrir
Reykjaneskjördæmi.