Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
Karvel H. Stein-
dórsson - Minning
Fæddur 9. ágúst 1918
Dáinn 5. maí 1992
Ég varð glaður, er menn sögðu við mig.
„Göngum í hús Drottins."
(Sálm. 122.)
Þessi orð úr Davíðssálmi eiga svo
sannarlega við á kveðjustund um
bróður minn, Karvel H. Steindórs-
son. Hann fæddist á Hjöllum í
Skötufriði við ísafjarðardjúp. For-
eldrar okkar voru hjónin Sigþrúður
Halldórsdóttir og Steindór I. Kar-
velsson. Mér segir svo hugur að á
þeim árum sem Karvel fæddist hafi
víða verið erfitt hjá alþýðufólki að
framfleyta fjölskyldu, húsakostur
víða bágborinn, enda var þetta
frostaveturinn 1918, og mikið um
farsóttir og lífsafkoma öll þannig,
að treysta varð á Guð og lukkuna,
ef svo má að orði komast, en jafn-
framt reyndi mikið á að fjölskyldan
bæri hvers annars byrðar, og veit
ég að svo var um foreldra okkar.
Til Bolungarvíkur flytjast þau í
kringum 1924. Þar ólst Karvel upp
til fullorðinsára. Árið 1934 lést fað-
ir okkar, sem var okkur öllum kær,
mikið prúðmenni og góður heimilis-
faðir, og mun Karvel hafa líkst
honum í útliti og manngerð. Mikið
áfall hefur það verið móður okkar,
sem nú stóð ein uppi með 5 börn,
það elsta 17 ára og yngsta 3 ára.
Karvel var þá 16 ára og mjög heils-
utæpur. Alls vorum við systkinin
7, 2 létust í frumbernsku, en 5
komust til fullorðinsára. Látin eru
Sigríður, 1984, og Steindór, 1989.
Eftir lifa Baldvin og Petrína, sem
þetta ritar. Nokkrum árum seinna
kvæntist móðir okkar aftur, Krist-
jáni Árna Stefánssyni frá Hóli í
Bolungarvík, mætum og einlægum
trúmanni. Þetta varð okkur öllum
til gæfu og reyndist hann okkur sem
besti faðir.
Urðu þarna straumhvörf í lífi
Karvels á vegum trúarinnar, sem
mörkuðu allt hans líf og lífsviðhorf.
Árið 1953 fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Þar stundaði Karvel
ýmsi störf, meðan heilsan leyfði,
en eins og áður var sagt var hann
alltaf tæpur til heilsu. Móður okkar
og stjúpföður var hann stoð og
stytta alla tíð. Son minn, Árna
Andersen ól hann upp með móður
okkar og stjúpa, og eftir lát þeirra
bjó hann hjá fjölskyldu Árna. Þar
leið honum vel, Erna kona Árna
annaðist hann af mikilli alúð, oft í
miklum veikindum, og greiddi götu
hans á allan hátt. Vil ég sérstak-
lega þakka henni allt það sem hún
var honum. Börnin þeirra 3, Karvel
Halldór, Margrét og Eyþór, voru
hans gleðigjafar og var þessi fjöl-
skylda honum kærust af öllum.
Systkinabörnum sínum og frændliði
var hann hlýr og góð fyrirmynd,
enda hændust þau að honum og
öll þekktu þau „Kalla frænda".
Karvel var afskaplega söngelskur
maður og hafði mjög góða söng-
rödd. Kirkjan var hans annað heim-
ili og þar naut hann sín best, að
syngja Guði lof og dýrð. Hann var
vel liðinn á þeim vinnustöðum sem
hann var á og hann fyrirvarð sig
ekki fyrir trú sína, hvort sem það
var á vinnustað eða annars staðar
og er ég viss um að þetta hafði
áhrif á samferðafólk hans, því til
góðs. Með lífi sínu og framkomu
var hann alltaf sannur boðberi
Krists. Fyrir réttum 4 árum fluttist
Karvel á Hrafnistu í Reykjavík. Þar
undi hann sér vel, en það tók hann
tíma að venjast breytingunni, og
þar sýndi tengdadóttir mín mikinn
skilning, með því að láta hann koma
oft heim meðan hann var að venj-
ast aðstæðum. Hann var þakklátur
öllu starfsfólki á Hrafnistu, sem
annaðist hann, og við fjölskylda
hans sendum hlýjar kveðjur og
þakkir til forstöðukonu og starfs-
fólks og biðjum Guð að blessa alla
á Hrafnistuheimilinu.
Hin seinni ár Karvels þurfti hann
oft að dvelja í sjúkrahúsi. Hann
lést í Landspítalaunum að morgni
5. maí, sáttur við allt og alla. Nú
er komið að leiðarlokum. Fjölskylda
sonar míns þakkar honum allt sem
hann var þeim. Góður bróðir, mág-
ur og frændi er hér kært kvaddur.
Sigurhátíð páskanna er nýliðin
Móðir okkar,
KRISTÍN LILJA ÞORGEIRSDÓTTIR,
lést að morgni 12. maí á elliheimilinu Grund.
Fyrir hönd annarra aettingja,
Ágúst Kr. Magnússon,
Guðni Þ. Ágústsson.
t
Eiginkona mín,
GUÐRÍÐUR KRISTJÁIMSDÓTTIR,
Miðleiti S,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. maí sl.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Pétur Sigurðsson.
t
Elskulegur faðir okkar,
ÚLFUÓTUR G. JÓNSSON,
Æsufelli 6,
er látinn.
Jón S. Úlfljótsson,
Fanney Úlfljótsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN GUÐNASON
byggingameistari,
Hólavegi 22,
Sauðárkróki,
lést að kvöldi 11. maí í Sjúkrahúsi Skagfirðinga.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Margrét Guðvinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir og systir,
INGA SVEA GRUBE, fædd HEIDE,
andaðist 8. þ.m. í Dianalund, Danmörku.
Palle Grube,
Thomas Grube,
Margrét Heidi Grube Einarsdóttir,
Stefán Einarsson,
Ib John Heide,
Paul E. Heide.
Sigurður Steins-
son - Minning
Fæddur 5. september 1926
Dáinn 5. maí 1992
Um nokkurt skeið hafði Sigurð-
ur Steinsson húsvörður við Fj'öl-
brautaskóla Suðumesja kennt sér
meins. Ekkert var honum fjær
skapi en ræða þau mál, taldi sig
hafa annað og þarfara við tímann
að gera. Fyrir skömmu hringdi
hann í skólann og kvaðst varla
treysta sér til að koma þann dag-
inn. Þá varð okkur, samstarfsfólki
hans, ljóst að nú væri aivara á
ferðum, fyrst Siggi sæti heima.
Daginn eftir kom hann til starfa,
á kvöldvakt. Sólarhring síðar var
hann allur.
Okkur er brugðið. Á hugann
leita minningar. Ekki eru nema
rúm þrjú ár síðan hann kom í
hópinn til okkar. Við hið skyndi-
lega fráfall hans skynjum við
hversu giftusamlega honum tókst
að miðla til okkar hinna með nær-
veru sinni og störfum. Sigurður
var hæglátur og dagfarsprúður og
óþarfa framhleypni var honum
ekki að skapi.' En. hann gat líka
verið hijúfur á yfirborðinu, einum
t
Minningarathöfn um
JÓN KARLSSON
hjúkrunarfræðing,
verður haldin í Langholtskirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 10.30.
Rauði kross íslands,
Kór Langholtskirkju.
t
Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLVEIG KRISTMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 14. maí
kl. 15.00.
Kristmundur Sigurðsson,
Jónína Sigurðardóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Jóhannes Sigurðsson,
Sigurjón Sigurðsson
Edda Ottadóttir,
Halldór J. Ólafsson,
Ámundi Sveinsson,
Björg Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐBJARTUR BERGÞÓR
JÓHANNSSON,
vistmaður á Sólvangi,
til heimilis á Garðavegi 11,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði fimmtudaginn 14. maí kl.
13.30.
Ragnhildur Bjarnadóttir,
Jóhann Guðbjartsson, Jóhanna Þorgeirsdóttir
og barnabörn.
og sumarið er komið. Karvel upp-
lifði nú sigur upprisunnar og hefur
flust þangað sem er eilíft sumar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Petrína Kristín Steindórsdóttir.
Vorið er komið víst á ný, að við
héldum. Snjókomin ákváðu samt
að staldra við um stund. Kær frændi
okkar er látinn. Þegar hugurinn
reikar til baka er okkur ofarlega í
minni hversu Karvel frændi stóð
sem klettur að baki ömmu og afa
meðan þeirra naut við. Hann bjó
með þeim í mörg ár og lagði sitt í
heimilið, bæði fyrir okkur sem önn-
ur frændsystkin. Með góðmennsku
sinni og rólegheitum hjálpaði hann
okkur að jafna málin sem komu upp
hveiju sinni. Áma frænda var hann
virkilega sem faðir alla tíð. Ámi
og Ema kona hans launuðu honum
vel fyrir og var hann heimilisfastur
hjá þeim í mörg ár. Karvel frændi
átti sína heitu trú á Guð, sem hann
ræktaði ávallt. Við þökkum honum
alla aðstoðina á veikinda- og erfið-
leikatímabilum.
Guð blessi hann og varðveiti.
Sigþrúður og Guðrún.
þegar honum fannst fólk sýna
óbilgimi og yfirgang. Sigurður var
þeirrar kynslóðar sem mætt hefur
lífsbaráttunni með iðni og elju-
semi. Þess vegna lýsti hann á
stundum áhyggjum af vaxandi
kynslóð hveija hann taldi á köflum
nokkuð þurftarfreka og tilætl-
unarsama. Þegar honum þótti úr
hófi keyrt leyfði hann sér að mis-
líka. Af því megum við vissulega
draga nokkurn lærdóm.
Skólinn naut ríkulega af handa-
verkum Sigga enda fylgdist hann
grannt með að salir væru bjartir
og heilir. Yrði okkur á að hrósa
honum fyrir eyddi hann jafnan
umræðunni. Segja má að hann
hafi tileiknað sér lífsstefnu þá er
nóbelsskáldið kynnir svo rækilega
í Brekkukotsannál, að ekki skipti
máli hvert verkið er heldur hvem-
ig það er unnið. Gripir hans ýmsir
eru óræk dæmi þess.
I hæfílega stóram hópi birtist
þenkjandi félagsvera sem hafði
ákveðnar skoðanir á heimsmálum
en einatt var stutt í leiftrandi hú-
mor. Sögur ýmsar úr eigin lífi eða
bókum kunni Sigurður og gat skil-
að á vekjandi og kitlandi hátt. En
aldrei á annarra kostnað.
Fjölbrautaskóli Suðumesja sér
nú á eftir mætum og gegnum
starfsmanni. Á skömmum tíma
náði Sigurður Steinsson að skila
heppilegum áhrifum á samfélag
skólans. Fjölskyldu Sigurðar send:
um við okkar dýpstu hluttekningu.
Megi blessun hvíla yfir minningu
hans.
Fyrir hönd starfsfólks Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja,
Hjálmar Árnason.