Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
fclk f
fréttum
SUMARSTEMMNING
Vordagar í Hvolsskóla
Síðustu tvær vikurnar hafa staðið
yfir svokallaðir vordagar í
Hvolsskóla á Hvolsvelli. Var prófum
lokið fyrir páska og kennslan eftir
páska tileinkuð vorinu og ýmsu
fleiru.
Vordagamir hófust á ferðalagi,
en farið var í Skálholt og Laugarás
í Biskupstungum, þar sem skoðuð
voru gróðurhús, og til Þingvalla.
Næstu daga var síðan unnið úr
þeim fróðleik sem aflaðist í ferð-
inni, myndir teiknaðar, vinnubækur
gerðar og líkan af Þingvöllum. Einn
daginn var farið í ratleik sem vakti
mikla lukku. Nemendur voru þá
látnir leysa ýmsar þrautir sem
tengjast náminu og umhverfinu hér
í kring. Haldin var vorsýning þar
sem sýnd var vinna vetrarins og sá
7. bekkur einnig um kaffisölu til
styrktar ferðasjóði sínum.
Nemendur gróðursettu einn dag-
inn 50 tveggja metra háar aspir við
skólann og um 150 víðiplöntur. Var
rösklega gengið til verksins og tók
gróðursetningin aðeins um 2 tíma.
Vordögunum lauk síðan með
umferðarfræðslu og reiðhjólakeppni
þar sem nemendur glímdu við ýms-
ar þrautir en yngstu nemendurnir
kepptu á hjólaskautum. Þá kom
lögreglan í heimsókn og fram-
kvæmdi reiðhjólaskoðun.
Vordagamir þóttu gefast vel og
kærkomið að tengja námið við þann
árstíma sem kominn er og stuðla
að aukinni útiveru og hreyfingu
nemendanna.
- S.Ó.K.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Nemendur Hvolsskóla gróðursetja við skólann sinn,
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Sigurður Aðalsteinsson formaður ÚÍA afhendir Magnúsi Ver
Magnússyni Brúnásbikarinn til staðfestingar á útnefningu hans
sem íþróttamanni Austurlands 1991.
SÆMDARHEITI
*
Magnús Ver Iþrótta-
maður Austurlands
Magnús Ver Magnússon, sem
ber titilinn Sterkasti maður
heims, var útnefndur íþróttamað-
ur Austurlands 1991 á ársþingi
Ungmenna- og íþróttasambands
Austurlands sem haldið var í Val-
höll á Eskifirði 2. maí síðastliðinn.
Magnús Ver fékk þetta sæmdar-
heiti einnig á síðasta ári og við
athöfnina nú hafði hann á orði
að hann stefndi að því að halda
titlinum við næstu útnefningu.
Ársþingið var haldið i boði ung-
mennafélagsins Austra á Eski-
firði. Gestir þingsins voru Ellert
B. Schram forseti íþróttasam-
bands íslands og Sigurður Magn-
ússon framkvæmdastjóri og Sæ-
mundur Runólfsson framkvæmd-
astjóri Ungmennafélags íslands.
Í stjóm voru kosnir Sigurður
Aðalsteinsson á Vaðbrekku og er
hann formaður, Jóhann P. Hans-
son á Seyðisfirði, Benedikt Jó-
hannsson á Eskifírði, Guðmundur
Magnússon á Fáskrúðsfírði, Þór-
hildur Freysdóttir á Norðfírði.
Framkvæmdastjóri ÚÍA er Jónas
Jóhannsson.
í kvöldverði sem haldinn var í
boði bæjarstjómar Eskifjarðar í
Hótel Öskju eftir ársþingið voru
að venju valdir Kjaftaskur þings-
ins og Mathákur. Þorgrímur Jörg-
ensen á Reyðarfírði fékk titilinn
Kjaftaskur og Jón Steingrímur
Baldursson á Eskifirði varð Mat-
hákur.
Benedikt.
hollusta og heilbrigt líferni verður umfjöllun
í sérblaði sem fylgir Morgunblaðinu 21. maí.
Fjallað verður um ýmsar hliðar á útiveru,
s.s. hestamennsku, golf, veiði, gönguferðir,
sund og aðra almenna heilsu- og líkamsrækt
og hugað að kostnaði, undirbúningi og
öðru tilheyrandi.
Þeir, sem áhuga hafa á að augfýsa i
þessu blaði, hafi samband við
augfýsingadeild i síma 69 11 11.
Siðustu forvöð til að panta augiýsingu í þetta
blað er kl. 11 mánudaginn 18. mai.
JMttyoitiMjtfrife