Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 31 Rafiðnaðarsamband mótmæl- ir rangtúlkunum í fjölmiðlum Sambandsstjórnai-fundur Rafiðnaðarsambands íslands, haldinn í Keflavík 8. og 9. maí 1992, mótmælir harðlega þeim rangtúlkunum sem fram hafa komið hjá framkvæmdastjóra VSI og forstjóra ÍSAL í fjölmiðlum undanfarna daga. Þar er í sífellu vitnað til samkomu- lags við Atlantal og það rangtúlkað á allan hugsanlegan hátt, segir í fréttatilkynningu frá Rafiðnaðarsambandi Islands. „Fundurinn vill minna á að í upp- hafi reksturs verksmiðju ÍSAL var gert samkomulag um nokkurra ára frið á vinnusvæðinu, þá búa launþeg- ar hjá ÍSAL við verulega skertan verkfallsrétt, þetta eru m.a. megi- norsakir þess að kjarasamningar þeirra voru í sumum atriðum hag- stæðari en annars staðar. Fundurinn vill minna á að samið var um lágt orkuverð, sem er nú í sumum tilfellum allt að ‘A þess sem þekkist annars staðar, þetta átti að endurgreiðast í atvinnuöryggi og betri kjörum launþega hjá ISAL. Verktakar hafa alla tíð unnið á ÍSAL-svæðinu við uppsetningu á nýjum tækjum og breytingar á eldri búnaði. Á málflutningi forstjóra ÍSAL og framkvæmdastjóra VSÍ má skilja að svo sé ekki. Deilan snýst um það hvort ÍSAL geti sett verktaka inn í rekstur og gert ein- staka launþega að undirverktökum og með því sparað sér útgjöld í að- búnaði, t.d. mötuneyti, baðaðstöðu o.fl. Það þarf engan að úndra þótt verkalýðsfélög og launþegar beijist gegn þessum hugmyndum. Atvinnu- öryggi hverfur hjá fjölda manns, vinnuveitandinn kemst í þá aðstöðu að geta sagt við undirverktakann (launþegann): „Það er ekki meira að gera í dag, hringdu í næstu viku og athugaðu hvort eitthvað sé að gera, en þá verður þú að athuga að launin geta orðið lægri en í dag.“ Það tíðkast hvergi að atvinnu- rendur geti breytt vinnufyrirkomu- lagi án þess að um það sé samið, né að vinnuveitendur hafí undirverk- taka í rekstrarverkefnum. Forstjóri ÍSAL slær því upp að hann ætli að byggja 120 milljóna kr. mötuneyti á næstunni. Það kem- ur ekki fram í málflutningi hans að ÍSAL hefur lofað þessu síðan 1973, mötuneytið hefur starfað á undan- þágum heilbrigðisyfirvalda frá upp- hafi. Það kemur heldur ekki fram samanburður á aðbúnaði launþega hjá ÍSAL og annarra verksmiðja hér á landi. Það er ámælisvert að jafnáhrifa- mikill fjölmiðill og Morgunblaðið skuli einungis íjalla um aðra hlið málsins, sérstaklega þegar málflutn- ingur er jafn rangur og raun ber vitni. Sambandsstjórnarfundur Rafiðn- aðarsambands Islands krefst þess að VSÍ og ÍSAL setjist að samninga- borðinu og semji á eðlilegan hátt við launþega verksmiðjunnar án hótana. Samingurinn verður að tryggja áfram þau réttindi og það atvinnuör- yggi sem starfsmenn hafa haft til þessa,“ segir í fréttatilkynningunni. Aths. ritstj.: Laugardaginn 9. maí síðastliðinn birtist fréttaviðtal við Gylfa Ingvars- son aðaltrúnaðarmann vekamanna hjá ÍSAL, þar sem sjónarmið starfs- mannanna kom fram. Það er því rangt, sem segir í ofangreindri frétt- atilkynningu, að Morgunblaðið hafi einungis fjallað um aðra hlið máls- ins. Viðtalið við Gylfa Ingvarsson birtist daginn eftir að blaðið birti viðtal við forstjóra ÍSAL Kór Akureyrarkirkju ásamt stjórnanda sínum Birni Steinari Sólbergssyni. Kór Akureyrarkirkju í Miðgarði KÓR Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar heldur tónleika í Miðgarði í Skagafirði föstudaginn 15. maí kl. 20.30, Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. maí kl. 17 og félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði mánudaginn 18. maí kl. 20.30. Á efnisskránni er blanda íslenskra og erlendra tónlistar, bæði af kirkju- legum og veraldlegum toga. Sungin verða íslensk kirkjutónlist eftir Ró- bert A. Ottoson, Jakob Tryggvason, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Þá verða sungin ættjarðarlög eftir Emil Thor- oddsen, Þórarinn Guðmundsson og Bjarna Thorsteinsson og íslensk þjóðlög eftir Jón Ásgeirsson, Emil Thoroddsen, Hafliða Hallgrímsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Að lok- um syngur kórinn eitt lag eftir danska kórstjórnandann Ulrik Ras- mussen auk tveggja mótetta eftir A. Bruckner. Þessa efnisskrá mun Kór Akur- eyrarkirkju einnig syngja í tónleika- ferð til Danmerkur dagana 29. maí til 7. júní nk. í kórnum eru um 45 manns. Morgunblaðið/Keli Hilmar Jensson, Kjartan Valdimarsson og Matthías M.D. Hemstock. Eksklúsívur Hilmar __________Jass___________ Guðjón Guðmundsson Kjartan Valdimarsson og bandaríska tónskáldið og pían- istinn Paul Motian voru fyrir- ferðarmestir á efnisskrá tónleika tríós Hilmars Jenssonar í Norræna húsinu á mánudags- kvöld. Tríóið lék tíu lög, þar af þrjú eftir Kjartan og önnur þtjú eftir Motian, á velheppnuðum tónleikum. Tónlistin sem flutt var er með öllu óflokkanleg, ftjáls í formi yfirleitt, stundum einhvers konar tónaljóð, mjög eksklúsív og alls engin pöbbatónlist. Góð dæmi eru verk Kjartans, draumkennd- ur spuni og fremur óræð stef. Verkin á efnisskránni voru öll án titils en fyrsta verk Kjartan var eitt lítið stef með margvísleg- um tilbrigðum, annað verkið hins vegar eins og fjölraddað framúr- stefnuverk. Tríóið lék einnig verk eftir saxófónleikarann breska John Surman og píanó- parturinn minnti undirritaðan helst á verk franska tónskáldsins Ravel og svona mætti tína til, en þó verður að minnast á gífur- lega fallegt verk Jack de Jo- hnettes og hraðan spuna Hilm- ars í lagi Chris Speed, sem lék með Hilmari, Matthíasi, Skúla Sverrisyni og Jim Black í Púlsin- um í síðasta mánuði. Draum- kennd stemning og mjög falleg tónlist. Auk þess fyrsta flokks flutningur sem var tekið afar vel af áheyrendum. Björn Thoroddsen var í Hressó ásamt Þóri Baldurssyni, Þórði Högnasyni og Pétri Grétarssyni. Þar voru innviðir standardanna teknir til skoðunar, Björn og Þórir áttu frábær sóló í All blu- es. En það verður að segjast eins og er að Hressó er ekki besti staðurinn í bænum til tónleika- halds. Þar glymjandinn of mikill og ónæði af sauðdrukknum gest- um sem halda að Rúrek sé ígildi verslunarmannahelgar. Hins vegar skapast einatt ljúf stemn- ing í Djúpinu enda nálægð áheyr- enda og hljómsveitar mikil. Þar léku KGB og Dave Cassidy við hvum sinn fíngur. í dag hitar Sveiflusextettinn upp í Tjarnarsalnum kl. 17 fyrir aðaltónleika kvöldsins sem verða í Súlnasal kl. 21. Þar leikur kvartett Sigurðar Flosasonar og danska gítarleikarans Karsten Houmark, ásamt Kjartani Valdi- marssyni og Torben Wester- gaard. Á eftir þeim leikur finnsk- íslenski kvartettinn, skipaður Agli B. Hreinssyni, Pekka Sar- manto, Jukka Perko og Einari Val Scheving. Þessi sveit leikur einnig á tónleikum í Púlsinum annað kvöld. I.O.O.F. 9 = 1745137</2 = Lf. I.O.O.F. 8 = 1745138V2 = Fl. I.O.O.F. 7 = 1745137 = Lf. Bh. ef. IOGT St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 20.30 í Templ- arahöllinni v/Eiriksgötu. Kosning og innsetning embætt- ismanna. Kosning fulltrúa á um- dæmis- og stórstúkuþing. Dagskrá í umsjá stjórnar Eini- lundar og Birkiiundar. Félagar fjölmennið. Æ.T. Felia- og Hólakirkja Guðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður séra Guðmundur Karl Ágústsson. Fyrirbænir. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bibliulestur j kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Hafliöi Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Fundur á morgun, fimmtudaginn 14. maí, í Góðtemplarahúsinu kl. 20.30. Dagskrá: 1. Minnst verður 25 ára afmæl- is félagsins. 2. Umræöur: Horft til framtiðar. Framsögumaöur Úlfur Ragn- arsson, læknir. 3. Kaffi og meðlæti. Fjölmennum og fyllum húsið. Stjórnin. Kripalujóga Byrjendanámaskeiö hefjast i lok mai. Kenndar verða teygjuæf- ingar, öndun og slökun. Kynning verður í jógastöðinni Heimsljósi, Skeifunni 19,2. hæð, laugardag- inn 23. maí kl. 14.00. Upplýsingar í sima 679181 milli kl. 17.00 og 19.00. ST .'. JÓH .-. O EDDA Skálholtsmessa Vorferð Eddu sunnudaginn 17. maí 1992 Eddu-bræður og systur fara samán í fallega vorferð til Skál- holts, Gullfoss og Geysis sunnudaginn 17. mai nk. Farið frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30, ekið austur yfir Hellis- heiði með stuttri viðdvöl í Eden í Hveragerði. Siðan haldið áfram um Óseyrarbrú til Selfoss og upp Skeið til Skálholts og þang- að komið fyrir kl. 12.00. Á hádegi kl. 12.00 hefst messa í Skálholtskirkju þar sem séra Hreinn Hjartarson predikar. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Bresku miðlarnir Coral Polge (pcycik artist) og Bill Landis, starfa á vegum félagsins dagana 19. maí-29. maí. Þau halda skyggnilýsingafundi miðviku- daginn 20. mai og mánudaginn 25. maí (þar mun Coral Polge teikna og Bill Landis vera með lýsingar). Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu félagsins, Garðastræti 8, 2. hæð, opið frá kl. 13.00- 17.00. Sími 18130. Stjórnin. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 15. maí kl. 20.30 í Garðastræti 8. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um næsta starfsár. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræöum. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLOUGÖTU3 & 11798 19533 Opið hús í Norræna húsinu Síðasta myndakvöld vetrarins Efni: Björn Hróarsson kynnir ár- bók Ferðafélagsins 1992 og ár- bókarferðina (6.-11. ágúst) í máli og myndum. Einnig verða kynntar aðrar sumarleyfisferðir. Eftir hlé: Hornstrandamynd Os- valds Knudsens (33 mín). Merki- leg heimildarmynd (myndband) um liðna tíð á Hornströndum. Sýningin hefst kl. 20.30. Félagsmenn komið og takið gesti með. Gangið í Ferðafélagiö - árgjald kr. 3.000 - árbókin innifalin. Aðgangur kr. 200,- Feröafélag Islands. ifm SAMBAND (SLENZKRA KRISTTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma i kvöld kl. 20.30 i kristniboössalnum, Háaleitis- braut 58. Ræðumenn: Sr. Guðmundur Óli Ólafsson og Halla Bachman. Allir velkomnir. HÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Miðvikud. 13. maíkl. 20.00 Kvöldganga í Viðey. Gengið verður út á Vestureyna. Mæting við Viðeyjarbryggju kl. 20.00. Verð kr. 600/500,-. Fimmtud. 14. maíkl. 20.30 Kynning á ferðum sumarsins og upplýsingar um útbúnað og fleira, sem tengist ferðunum, verður á Hallveigarstíg 1. Farar- stjórar verða til viötals og veita nánari uppiýsingar og hægt veröur að bóka sig í feröir. Kaffi veitt í hléi og hægt veröur að kaupa meðlæti gegn vægu verði. Allir velkomnir. Um næstu helgi: 15.-17. maí BásaráGoðalandi Skipulagðar gönguferðir. 15.-17. maí Eyjafjallajökull Gist veröur í Básum og gengið yfir Eyjafjallajökul á laugardag- inn. Brottför í báðar ferðirnar kl. 20.00 frá BSÍ. Miðasala og nán- ari upplýsingar á skrifstofu Úti- vistar. Sjáumst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.