Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
ísland og Evrópa
— Tíminn flýgnr
eftirÞorvald
Gylfason
I. Vegamót
Nú hafa Pinnar afráðið að sækja
um inngöngu í Evrópubandalagið
eins og Svíar og Austurríkismenn.
Miklar líkur eru á því, að Norð-
menn fylgi dæmi þeirra innan
skamms og trúlega Svisslendingar
líka. Þá er sú staða komin upp,
eins og vænta mátti, að við Islend-
ingar verðum að gera það upp við
okkur, hvort við ætlum okkur að
standa einir Vestur-Evrópuþjóða
utan Evrópubandalagsins á næstu
öld eða ekki. Við stöndum við vega-
mót.
Afstaða okkar í þessu mikilvæga
máli varðar ekki aðeins efnahags-
og menningarmál. Hún varðar
einnig utanríkis- og varnarmál:
hún varðar stöðu okkar og sjálfs-
vitund í samfélagi þjóðanna. Ef við
íslendingar ákveðum að vera einir
fyrir utan, þá hættum við á að
verða smám saman utangátta í því
alþjóðasamstarfi, sem hefur verið
homsteinn utanríkisstefnu okkar
allan lýðveldistímann. Hér á ég við
aðild okkar að Atlantshafsbanda-
laginu annars vegar og norræna
samvinnu hins vegar, meðal annars
innan vébanda EFTA. Þetta út-
heimtir umhugsun.
Við skulum hafa það hugfast,
að náin tengsl okkar og vinfengi
við hinar Norðurlandaþjóðimar
opnuðu okkur leið inn í EFTA
1970 við mun hagstæðari kjömm
en við hefðum trúlega átt kost á
ella. Sama á við um Evrópubanda-
lagið nú, eins og utanríkisráðherra
Dana hefur reyndar lagt ríka
áherzlu á. Styðji Norðurlandaþjóð-
irnar hver aðra inn í bandalagið,
geta þær náð hagstæðari samning-
um en ella. Þar að auki mun nor-
rænt samstarf, sem við höfum
notið mjög góðs af að mörgu leyti
á liðnum áram, flytjast smám sam-
an yfir á sameiginlegan vettvang
Norðurlandaþjóðanna í Evrópu-
bandalaginu, eins og forsætisráð-
herrar Dana og Svía hafa minnt
okkur á oftar en einu sinni að
undanförnu. Utan bandalagsins
getum við íslendingar ekki vænzt
jafnmikils af slíku samstarfi og
áður. Einir á báti getum við yfir-
höfuð engin áhrif haft á ákvarðan-
ir, lög og leikreglur bandalagsins,
en við verðum þó að laga okkur
að þeim vegna mikilla viðskipta
við bandalagsþjóðimar.
Hitt er líka umhugsunarvert, að
vamarsamstarf Evrópuþjóðanna
mun að miklum líkindum flytjast
yfir á vettvang Evrópubandalags-
ins í auknum mæli á næstu árum.
Bandaríkjamenn hyggjast draga
úr framlagi sínu til landvarna í
Evrópu, eins og eðlilegt er. Sam-
einuð Evrópa þarf ekki á hervernd
Bandaríkjanna að halda. Atlants-
hafsbandalagið mun þá væntan-
lega draga saman seglin. Við ís-
lendingar getum þá þurft að leita
nýrra leiða til að gæta öryggis-
hagsmuna okkar á öðram vett-
vangi, ef við ætlum okkur að
standa utan Evrópubandalagsins.
II. 82 gegn 18
Allt þetta er ærið umhugsunar-
efni. Þrátt fyrir það hefur lítil
umræða átt sér stað enn sem kom-
ið er á vettvangi stjómmálaflokk-
anna hér heima um hugsanlega
aðild íslands að Evrópubandalag-
inu.
Almenningur brennur þó af
áhuga, svo mikið er víst. I vand-
aðri skoðanakönnun Félagsvísind-
astofnunar Háskóla íslands fyrir
rösku ári var spurt um margar
hliðar málsins samtímis til að kom-
ast fyrir innbyrðis ósamræmi í
svörum og til að gefa sem gleggsta
mynd af viðhorfum fólks. I þessari
könnun kemur það fram meðal
annars, að 82% þeirra, sem tóku
afstöðu, töldu rétt að sækja um
inngöngu í Evrópubandalagið, ef
önnur Norðurlönd ganga inn.
Þessu fylgir að sjálfsögðu sá fyrir-
vari, að við íslendingar höldum
fullum yfirráðum yfir fiskimiðun-
um umhverfis landið eins og öðram
auðlindum okkar, enda hefur eng-
um dottið annað í hug.
Stjórnmálamenn okkar virðast
þó flestir kæra sig kollótta. Þeir
hafa hamrað á því, að aðild okkar
að Evrópubandalaginu stangist á
við hagsmuni sjávarútvegsins, þótt
veigamikil rök hafi verið færð að
hinu gagnstæða, til dæmis í bók
dr. Gunnars Helga Kristinssonar,
Evrópustefnan: Aðlögun íslands
að þróun Evrópubandalagsins (Ör-
yggismálanefnd, Reykjavík, 1990);
í bók minni, Hagfræði, stjórnmál
og menning (Hið íslenzka bók-
menntafélag, Reykjavík, 1991); og
í riti Ketils Sigutjónssonar, Hin
sameiginlega sjávarútvegsstefna
Evrópubandalagsins (Alþjóðamál-
astofnun Háskóla íslands, Háskó-
laútgáfan, Reykjavík, 1991). Rök-
semdir virðast þó ekki bíta að svo
búnu: það er enginn sýnilegur
ágreiningur um þetta mál á milli
stjórnmálaflokkanna.
III. Hvorki augljóst né útilokað
Stöðu íslands í nýrri Evrópu
verður að ræða til hlítar. Ég tel
það hvorki augljóst né útilokað að
svo stöddu, að við íslendingar
göngum í Evrópubandalagið eins
og hinar Norðurlandaþjóðirnar.
Hitt ætti að blasa við hveijum
heilvita manni, að við verðum að
ræða og rannsaka kosti þess og
galla að ganga í bandalagið.
Dýrmætur tími hefur því miður
farið til spillis. Hefðum við notað
tímann vel, eins og hinar Norður-
landaþjóðirnar hafa gert, hefðum
við trúlega nú þegar allar þær
upplýsingar, sem við þurfum til
að taka skynsamlega ákvörðun.
Þá hefði málið þegar verið rætt til
þrautar á vettvangi stjómmála-
flokkanna og í fjölmiðlum. Það
hefur ekki verið gert. Til þess virð-
ast mér liggja tvær höfuðástæður.
Stjórnvöld landsins taka enn sem
fyrr ærið tillit til sjónarmiða hags-
munasamtaka í sjávarútvegi og
Þorvaldur Gylfason
landbúnaði á kostnað annarra at-
vinnuvega og almennings. Hags-
munasamtökin hafa ekki ljáð máls
á hugsanlegri inngöngu okkar í
Evrópubandalagið, og þar við sit-
ur. Sjónarmið annarra atvinnuvega
og almennings eru látin sitja á
hakanum.
Við þetta bætist það, að stjórn-
völd hafa verið svo upptekin við
að leysa heimatilbúin vandamál frá
degi til dags, að þau virðast hvorki
hafa haft tíma né þrek til þess enn
sem komið er að takast á við hugs-
anlega aðild okkar að Evrópuband-
alaginu, þótt hér sé ef til vill um
eitt brýnasta hagsmunamál þjóðar-
innar á þessari öld að ræða. Hver
hefði dómur sögunnar um stjórn-
málamenn okkar á fimmta áratug
aldarinnar orðið, hefðu þeir heykzt
á því að taka skynsamlega rök-
studda afstöðu til aðildar íslands
að Atlantshafsbandalaginu á sín-
um tíma?
Verði niðurstaða okkar sú, að
hagsmunum okkar sé betur borgið
innan Evrópubandalagsins en utan
þess, þá eram við líklega nú þegar
búin að missa af tækifærinu til að
komast inn í bandalagið við þeim
kjörum, sem samflot með hinum
Norðurlandaþjóðunum hefði getað
tryggt okkur að miklum líkindum.
Ef við ákveðum að sækja um inn-
göngu, þegar allt kemur til alls,
verður umsókn okkar væntanlega
afgreidd með umsóknum Eystra-
saltsríkjanna og annarra fyrrver-
andi kommúnistaríkja á sínum
tíma. Við höfum þá skipað okkur
á bekk með miklu fátækari þjóðum
Austur-Evrópu í næstu umferð -
þjóðum, sem hafa engan sérstakan
áhuga eða skilning á sérstöðu okk-
ar, óskum og þörfum. Sá félags-
skapur mun ekki geta veitt okkur
sama stuðning og frændur okkar
og vinir á Norðurlöndum. Hags-
munamál okkar í samningaviðræð-
um við bandalagið munu þá líklega
virðast smávægileg í augum við-
semjenda okkar í samanburði við
risavaxin vandamál Austur-Evr-
ópuþjóðanna.
Þetta kemur að visu út á eitt,
ef við ákveðum að vera utan band-
alagsins, þegar upp er staðið. En
þetta getur skaðað okkur, ef við
ætlum inn að athuguðu máli. Við-
varandi ófremdarástand í efna-
hagsmálum er þjóðinni ákaflega
dýrt: það bitnar ekki aðeins á af-
komu fólks og fyrirtækja, það
dregur líka úr þrótti stjórnvalda
til að bregðast skjótt og hyggilega
við skyndilegum breytingum í
efnahagsmálum umheimsins.
En þó er það hugsanlegt, þótt
ekkl virðist mér það líklegt, úr því
sem komið er, að ríkisstjórn lands-
ins og stjórnarandstaða taki á sig
rögg á næstu vikum og einsetji sér
í sameiningu að sækja um aðild
að Evrópubandalaginu fyrir lok
þessa árs að vandlega athuguðu
máli til að missa ekki af Norður-
landalestinni inn í bandalagið.
Finnar höfðu snör handtök, þegar
þeir sneru við blaðinu fyrir
skömmu. Við gætum gert það líka,
ef við vildum.
Höfundur er prófessor við
Háskóla íslands.
-----♦ ♦ ♦----
Atvinnumiðl-
un iðnnema
komið á fót
IÐNNEMASAMBAND íslands er
að hleypa af stokkunum Atvinnu-
miðlun iðnnema annað árið í röð.
Atvinnumiðlun iðnnema hefur
milligöngu um að útvega náms-
mönnum sumarvinnu, hluta- og
helgarstörf, og einnig starfsþjálfun-
ar- og meistarasamninga. Starfs-
þjálfunin og meistarasamningar eru
hluti af iðnnáminu. Starfsþjálfunar-
samningar eru fyrir þá nema sem
lokið hafa námi í verknámsdeildum
skóla.
Starfsemi Atvinnumiðlunar iðn-
nema er til húsa í húsnæði Iðnnema-
sambands íslands á Skólavörðustíg
19.
Helgi Hálfdanarson:
Til Páls Bergþórssonar
Kæri Páll.
Beztu þakkir fyrir gott bréf í
Morgunblaðinu 9. þ.m., þar sem
þú víkur að nöldri mínu út af
lagi því, sem sungið hefur verið
við skólavísur Guðjóns Guðjóns-
sonar, Það er leikur að læra.
Ég er þér alveg sammála um
það, hve æskilegt er að hrynjandi
ljóðs og sönglags fari saman í
öllum atriðum. Og á það bendir
þú réttilega, að til þess að sætta
þetta tvennt þarf oft ekki annað
en að hnika áherzlu í laginu til
samræmis við samsvarandi brag-
lið ljóðsins.
Hitt lízt mér öllu verr á, að
ljóði sé breytt til þess að fella
það að tilteknu sönglagi, þó ekki
sé annað en að orðaröð sé vikið
við, enda muqum við einnig sam-
mála um það. Auðvitað er ævin-
lega fráleitt að breyta kveðskap
annars manns, nema þá að sá
sem breytir gangist við hinu
breytta ljóði sem sínu eigin verki,
og sæti því að kallast meira eða
minna frumlegur eftir atvikum.
Þá væri kannski nær að yrkja
hreinlega nýtt verk frá eigin
brjósti, þó að yrkisefnið yrði hið
sama, svo að hver fengi að hokra
að sínu.
Nú er ég ekki viss um að lítils
háttar frávik lags frá hrynjandi
ljóðs komi sér alltaf jafn-illa.
Þarna blöskraði mér það einkum,
að lagið breytir sjálfum bragar-
hætti vísnanna gjörsamlega, snýr
réttum bragliðum í öfuga, og
fækkar þeim í hverri línu úr
þremur í tvo. Um leið gengur það
þvert á þær hefðbundnu íslenzku
stuðlareglur, sem Guðjón fylgir
mjög nákvæmlega í báðum erind-
unum, og er fyrir bragðið óþyrmi-
leg árás á lítt þroskað og ráð-
laust brageyra ungra íslendinga.
Þar væri ekki nóg að hliðra til
áherzlum; þeim yrði að ijölga,
þegar gera þarf ráð fyrir fleiri
bragliðum vegna stöðu stuði-
anna. Sú aðgerð hefði í for með
sér jafn-róttæka breytingu á lag-
inu og varð á vísum Guðjóns.
í athugasemd minni greip ég
af handahófi lag Glucks, sem
löngum hefur verið sungið við
ljóð Jónasar, Efst á Arnaivatns-
hæðum, og kallaði litlu muna að
það félli réttilega að vísum Guð-
jóns. Þar þyrfti þó að hnika til
áherzlum lagsins á sama hátt og
með vísum Jónasar. Þetta lag er
oftast sungið með ljóði Eichen-
dorffs, Das zerbrochene Ringlein,
þar sem allar Ijóðlínur allra er-
inda hefjast á öfugum tvílið. Þó
koma þar fyrir línur þar sem
skáldið lætur það af listrænum
ástæðum liggja milli hluta, hvort
þær teljast bytja á jamba eða
tróka (eða kóijamba). Þetta er
til mikillar prýði á ljóðinu, og
rakið mál að láta lagið fylgja
þeim tilbrigðum eftir, líkt og í
ljóði Jónasar, fyrst lagið sjálft
er þeim kostum búið, sem leyfa
það. Þá er reyndar komið að at-
riði sem miklu skiptir í öllu list-
rænu ljóðformi, en vandi er með
að fara, og kann stundum að
flækja málið fyrir tónskáldum.
Þar hafa kannski engir náð jafn-
góðum tökum og enskumælandi
skáld, og veldur þar eflaust
nokkra sjálf gerð tungumálsins.
Ef til vill era þar 'öðrum fremri
þeir William Shakespeare og
John Keats. Um þann leik að
bragformi, sem þar er iðkaður,
ptjónaði undirritaður nokkrar lín-
ur í rit íslenskrar málnefndar,
Málfregnir, árið 1989.
Það skal játað, að oft hlusta
ég á söng einungis vegna þess
að mér þykir lagið fallegt sem
sungið er, og hirði þá ekkert um
textann, sem kannski er einhver
hetjans leirburður sem bezt væri
að heyrðist sem minnst. Þú ræð-
ir um sálma og sálmalög. Þar
gegnir vitaskuld öðru máli, því
oftar en ekki munu trúarljóð ein-
mitt sungin fremur vegna texta
en lags, og þegar bezt lætur,
lyftir þetta tvennt hvað öðru. Og
auðvitað á það við um allan ljóða-
söng, þegar vel tekst til.
Þú minnist á síra Helga Hálf-
danarson, skólastjóra Prestaskól-
ans, og starf hans að útgáfu ís-
lenzkra sálma ásamt öðrum for-
vígismönnum kirkjunnar á þeirri
tíð. Þess er að geta, að síra Helgi
var miklu betra skáld en hann
sjálfur vildi vera láta. En útgáfa
nýrrar sálmabókar, sem talin var
afar brýn, hvíldi mjög á hans
herðum. Öllum var ljóst, að mið-
að við tilefni og þarfír kirkjuárs-
ins var íslenzkt sálmaval æði
gloppótt. Og síra Helgi brá þá
einatt á það ráð að yrkja sjálfur
í eyðurnar eða þýða erlenda
sálma sem við áttu og honum
voru hugstæðir. Allir vita að ekki
var hann þar einn um hituna.
En margt í þessum sálmum hans
er prýðisgóður skáldskapur.
Má ég svo geta þess hér í leið-
inni, að mér þykir lag Inga T.
Lárassonar við ljóð Jónasar, Ég
bið að heilsa, ljómandi fallegt.
Þó get ég aldrei unað því vel, að
það sé sungið við þessa dýrlegu
sonnettu. Ég vildi helzt heyra það
flutt án orða. Sjálfur bragur Jón-
asar á þessu ljóði er út af fyrir
sig fágætt snilldarverk. Og mér
er nær að halda, að hvaða söng-
lag sem væri, hlyti að vinna spjöll
á formi ljóðsins, eða öllu heldur
spilla sambúð efnis og forms.
Satt að segja vil ég helzt ekki
heyra þetta ljóð lesið upphátt.
Kæri Páll, nú mættir þú ætla
að ég vildi aldrei heyra ljóð sung-
in, því að til þess séu þau ýmist
of vond eða of góð. En þó að
sérvizkan ríði ekki við einteyming
úr mínum garði, mátt þú sízt
halda að ég kunni ekki að hrífast
af yndislegu lagi Jóns Nordals
við Ijóð Jónasar, sem þú nefndir.
Og þá er ég víst kominn allvel
út fyrir efnið og bezt að stinga
við fótum. Ég ítreka þakkir mín-
ar fyrir bréfið. Lifðu heill.