Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
Keuter
Lestaslys á Ítalíu
Þrír menn biðu bana og 75 slösuðust í árekstri tveggja lesta á Ítalíu í gær. Slysið varð skammt frá þorp-
inu Badia A1 Pino og önnur lestin var full af farþegum til Arezzo í Tuscanny, en hin því sem næst tóm.
Á myndinni má sjá björgunarmenn og slökkvilið við lestarnar.
Evrópuþingið:
Ræða Bretadrottn-
ingar veldur deilum
Strassborg. Reuter.
RÆÐA sem Elísabet Bretadrottning hélt í Evrópuþinginu í Strass-
borg í gær, þar sem hún var talin endurspegla stefnu John Majors
forsætisráðherra landsins, hefur vakið upp hörð andsvör frá nokkr-
um breskum stjórnmálamönnum. Þeir segja ekki við hæfi að drottn-
ingin taki þátt í deilum um nánari samvinnu aðildarríkja Evrópuband-
alagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Elísabet drottning heldur ræðu
i Evrópuþinginu.
í ræðu sinni lagði drottning
áherslu á nauðsyn þess að viðhalda
ólíkum stjórnmálalegum og menn-
ingarlegum hefðum meðal aðildar-
ríkjanna og að gagnkvæmur stuðn-
ingur og virðing ríkti milli þjóðanna
í þeim efnum. „Við reynum öll að
viðhalda sérkennum hvers Evrópu-
lands því ef sérkennin hverfa drög-
um við úr áhrifum Evrópu en eflum
þau ekki,“ sagði Bretadrottning.
Hún sagði að mismunandi að-
ferðir og stefnumið þjóðþinga aðild-
arríkjanna væru léttvæg í saman-
burði við heildarmarkmið Evr-
ópubúa um samlyndi og lýðræði.
Ollu þessi ummæli hennar uppnámi
Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins:
Danir hóta að beita neitun-
arvaldi gegn Jaques Delors
meðal nokkurra
hægrisinnaðra
þingmanna í
Ihaldsflokknum.
Drottning sagði þó
______________ jafnframt að hlut-
f v 1 ! ver^ þjóðþinganna
L vær> mikilvægara
I en Evrópuþíngsins.
Sir Teddy Tayl-
*' ReSeT 9r> þingmaður
Ihaldsflokksins,
sagði að það væri afar óréttlátt að
láta Bretadrottningu taka þátt í
umræðum um slík deilumál. Taylor
hefur barist hatramlega gegn því
að dregið verði úr áhrifum breska
þingsins vegna sameiningar Evr-
ópu. í dagblaðinu Financial Times
sagði að Bretadrottning, sem sam-
kvæmt hefð forðaðist afskipti af
stjórnmálum, væri orðin flækt í inn-
byrðis þrætur þingmanna íhalds-
flokksins.
I ræðu sinni hvatti drottning til
þess að Evrópubandalagið veitti
nýjum ríkjum aðild að bandalaginu,
einkum nýfrjálsum lýðræðisríkjum
Mið- og Áustur-Evrópu.
--------»----------
Tadzhíkístan:
Bretar boða óbreytt landamæraeftirlit
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði við
blaðamenn í Brussel á mánudag að bæri Jaques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópubandalagsins (EB), ekki nú þegar til baka
sögusagnir þess efnis að smærri aðildarríki bandalagsins yrðu horn-
rekur við fjölgun í bandalaginu, væri honum ráðlegast að leita að
annarri vinnu um næstu áramót. Danir myndu beita neitunarvaldi
á leiðtogafundi EB í Lissabon í júni til að koma í veg fyrir endur-
ráðningu Delors í forsetaembættið en kjörtímabil framkvæmdastjórn-
arinnar rennur út 31. desember á þessu ári.
Douglas Hurd, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði á ráðherrafundin-
um á mánudag að Bretar hefðu
ekki í hyggju að gera neinar breyt-
ingar á landamæraeftirliti um
næstu áramót en þá á innri markað-
ur EB að taka gildi. Samkvæmt
samkomulagi um innri markaðinn
ber aðildarríkjunum að leggja niður
eftirlit á öllum innri landamærum.
Öll aðildarríkin hafa lýst áhyggjum
vegna þrákelkni Breta í að fram-
fylgja sameiginlegum ákvörðunum
um að leggja niður landamæraeftir-
lit. Margir utanríkisráðherranna
sögðu eftir fundinn að Bretar yrðu
að virða gerða samninga um þessi
efni. Bretar sjálfir vísa hins vegar
til þess að Bretland sé eyríki og
um þau hljóti að gilda aðrar reglur
en samföst meginlönd. Auk þess
hafa þeir lagt áherslu á að ekki
verði haft virkt eftirlit með ólögleg-
um innflytjendum á annan hátt en
með landamæraeftirliti.
Fréttum í dönskum og breskum
blöðum ber saman um að tillögur
framkvæmdastjórnar EB um nauð-
synlegar ráðstafanir vegna fjölgun-
ar aðildarríkja bandalagsins feli
m.a. í sér breytta stöðu smærri
aðildarríkja EB. Rætt sé um að
smáu aðildarríkin sameinist um
framkvæmdastjóra eða sætti sig
jafnvel við einhvers konar aðstoðar-
framkvæmdastjóra og að sama
skapi verði þau ekki hlutgeng í for-
sæti í ráðherraráði EB. Samkvæmt
núverandi fyrirkomulagi skiptast
aðildarríkin á að gegna forsæti í
ráði þessu, sex mánuði í'senn.
Framkvæmdastjóm EB hélt í
gær ráðstefnu í Strasborg til að
ijalla um tillögur um fjölgun banda-
lagsríkjanna sem leggja á fyrir leið-
togafund EB í Lissabon. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er ekki gert sérstaklega ráð fyrir
því í tillögunum að skerða völd eða
áhrif aðildarríkjanna eftir stærð
þeirra heldur er lagt til að þau af-
sali sér völdum til samkundu sem
sett yrði ofar ráðherraráði og fram-
kvæmdastjórn. Slík samkunda gæti
tekið bindandi ákvarðanir fyrir
hönd aðildarríkjanna með einföld-
um meirihluta á þeim sviðum sem
bandalagið er myndugt. Ljóst þykir
að fréttir i dönskum blöðum um
minni áhrif smáríkja hafí aukið
andstöðu danskra kjósenda við nið-
urstöður leiðtogafundar EB í Ma-
astrich en greiða á þjóðaratkvæði
um þær í byrjun júní í Danmörku.
Afsagnar for-
setans krafist
Dushanbe, Kiev. Reuter.
ÞÚSUNDIR múslima og stuðn-
ingsmanna lýðræðisaflanna í
samveldisríkinu Tadzhíkistan
efndu til mótmæla á aðaltorgi
höfuðborgarinnar, Dushanbe, i
gær og kröfðust afsagnar Rak-
hmons Nabyevs forseta.
Þeir mótmæltu samkomulagi
sem gert var i fyrradag um myndun
samsteypustjómar í landinu og
sögðu tilslakanir af hálfu Nabíjevs
við myndun hennar óverulegar.
Upplausnarástand hefur ríkt í
Tadzhíkístan í sjö vikur og hermt
er að á annað hundrað manns hafi
beðið bana í óeirðum.
Námskeið
fyrir sumarið
SUMARJAKKARNIR
Síðasta saumanámskeið vorsins.
Leiðbeinandi: Ásdís Ósk Jóelsdóttir
VILTU TÍNA GRÖS?
Á námskeiðinu „Villtar jurtir og grasasöfnun" kynnistu
nytjajurtum í náttúrunni og hvernig má nota þær.
Leiðbeinandi: Einar Logi Einarsson.
HRAÐNÁMSKEIÐ í TUNGUMÁLUM í MAÍ
Nánari upplýsingar um námskeiðin, staðsetningu,
tíma og verð á skrifstofu Tómstundaskólans,
Grensásvegi 16A, sími 67 72 22.
TÓMSTUNDA
SKOUNN
Grensásvegi16 a
Sími 67 72 22
Happakaup iistunnanda?
Lundúnum. Reuter.
ÞAÐ hljóp heldur betur á
snærið hjá enska kaupsýslu-
manninum og listáhugamann-
inum Lester Winward á dög-
unum, þegar í ljós kom að
málverk sem hann keypti á
360 sterlingspund, 36.000 ÍSK,
á uppboði 1981 er talið vera
eftir ítalska endurreisnarmál-
arann Raphael. Sérfræðingar
segja að reynist myndin vera
eftir Raphael sé verðmæti
hennar að minnsta kosti einn
niilljarður ÍSK.
Málverkið, Guðsmóðir og
barn, var til sýnis í London í gær
áður en hún verður boðin til sölu.
Þá munu sérfræðingar kveða
upp úrskurð sinn um hvort hér
sé í raun og veru um að ræða
málverk eftir Raphael.
Winward keypti málverkið á
uppboði á dánarbúi Violet
Wynne-Eyton á sveitaheimili
hennar í Wales. Hún var afkom-
andi féhirðis Henríettu-Maríu
Englandsdrottningar, kaþólskrar
eiginkonu Karls I Englands-
konungs.
Rannsóknir sérfræðinga í há-
skólanum í Liverpool benda til
þess að málverkið hafi borist til
Englands 1636 og hafi verið gjöf
frá Páfagarði til drottningar, eða
þá að konungur hafi keypt það.
Reuter
Öryggisvörður stendur við málverkið af Guðsmóðurinni og barn-
inu sem hugsanlega er eftir endurreisnarmálarann Raphael.