Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
15
Af ódýrum
lausnum rík-
isvaldsins
eftirllluga Gunnarsson
Það dylst víst engum að nú er rík-
ið að spara. Alls staðar þar sem því
er við komið er dregið úr útgjöldum.
Sennilega eru allir sammála um að
slíkt var löngu tímabært í íslensku
þjóðfélagi. Það var ekki hjá því kom-
ist að draga fram í dagsljósið ýmsar
óþægilegar staðreyndir í efnahag-
skerfinu og takast á við þær. Gjald-
þrota sjóðir og gífurlegur halli á rík-
issjóði eru meðal þeirra staðreynda
sem núverandi ríkisstjóm hefur lýst
yfir að tekist verði á við. Ekkert
verði dregið undan og engum ódýrum
bókhaldsbrellum verði beitt.
Við námsmenn verðum eins og
allir aðrir að taka þátt í að sþara
og vinna á vandanum. Framlög til
Háskóla Islands hafa verið skorin
niður. Fyrirhugað er að leggja vexti
á námslán og stórherða endur-
greiðslu þeirra. Hvað svo sem okkur
námsmönnum kann að finnast um
réttmæti þessara aðgerða verður að
segjast að hér er ríkisstjómin sam-
kvæm sjálfri sér, verið er að spara
og skera niður. Undirrituðum finnst
að vísu í þessu máli margt líkt með
ríkisstjórninni og manninum sem
sparað eyrinn en henti krónunni.
En nýja lánasjóðsfrumvarpið snýst
ekki bara um vexti. í frumvarpinu
er gert ráð fyrir þeirri breytingu að
námslánin verði ekki greidd út fyrr
en vottorð um viðunandi námsárang-
ur liggur fyrir. Þessi regla hefur
hingað til einungis gilt um 1. árs
nema, þar sem mikið er um brottfall
frá námi á fyrsta ári. En hið nýja
frumvarp gerir ráð fyrir að nú verði
allir flokkaðir sem nýnemar allan
sinn námsferil. Rökin fyrir þessari
breytingu er þau að með þessum
hætti er hægt að koma í veg fyrir
að nemendur fái lán, en skili síðan
ekki viðunandi námsárangri. M.ö.o.
það á að refsa öllum þorra náms-
manna fyrir syndir fárra einstakl-
inga. Undirritaður telur svona
„stjórnunaraðferðir" einkar óheppi-
legar og mjög vafasamar, svo ekki
sé fastar að orði kveðið. Hafi það
virkilega verið ástæðan fyrir þessum
aðgerðum að einhveijir skiluðu ekki
viðunandi árangri, hvers vegna þá
ekki að refsa þeim hinu sömu? Það
mætti gera t.d. með því að leggja
refsivexti á lánið, stytta end-
Kjartan Ragn-
arsson formað-
ur Leikfélags
Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Leikfélags
Reykjavíkur var haldinn hinn 4.
maí sl. Kosinn var nýr formaður
félagsins, Kjartan Ragnarsson, en
fráfarandi formaður Sigurður
Karlsson gaf ekki kost á sér
áfram.
Ný stjóm leikfélagsins er því skip-
uð þannig: Kjartan Ragnarsson for-
maður, meðstjórnendur Guðmundur
Ólafsson og Hanna María Karlsdótt-
ir. I varastjórn Sigrún Edda Björns-
dóttir, Jón Þórisson og Ragnheiður
Elfa Arnardóttir.
Aðalfundurinn sendi frá sér eftir-
farandi ályktun: „Aðalfundur Leikfé-
lags Reykjavíkur haldinn 4. maí
fagnar frumkvæði Reykjavíkurborg-
ar til endurbyggingar á húseigninni
Iðnó við Vonarstræti. Þar með er
aflétt því óvissuástandi sem ríkt hef-
ur um framtið hússins. Iðnó var
vagga menningar og félagslífs
Reykjavíkur fram af öldinni. Leikfé-
lagið minnir á að Iðnó var þó fyrst
og fremst heimili félagsins frá stofn-
un þess 1897 þar til það flutti í Borg-
arleikhúsið haustið 1989. Við bjóðum
því fram reynslu okkar og aðra að-
stoð sem að gagni mætti koma við
endurbyggingu hússins.“
Illugi Gunnarsson
„Hafi það virkilega ver-
ið ástæðan fyrir þessum
aðgerðum að einhverjir
skiluðu ekki viðunandi
árangri, hvers vegna
þá ekki að refsa þeim
hinu sömu? Það mætti
gera t.d. með því að
leggja refsivexti á lán-
ið, stytta endur-
greiðslutímann o.s.frv.
Jafn hugmyndaríkum
mönnum og þeim sem
sömdu þetta frumvarp
ætti vart að vera skota-
skuld úr því að finna
heppilegar leiðir.“
urgreiðslutímann o.s.frv. Jafn hug-
myndaríkum mönnum og þeim sem
sömdu þetta frumvarp ætti vart að
vera skotaskuld úr því að finna
heppilegar leiðir.
En hver er þá ástæðan fyrir þess-
ari breytingu? Jú, með þessum hætti
frestar ríkisstjórnin greiðslum úr
sjóðnum fram á næsta ár. Ekki
sparnaður, ekki aðhald, heldur bók-
haldsbrella. Þrátt fyrir að ríkisstjórn-
in hafi lýst því yfir að nú ætti að
breyta vinnubrögðum og hætta að
sýna fegraða mynd af raunveruleik-
anum, er gripið til gömlu aðferð-
anna. Með því að segjast vera að ná
fram fram sparnaði, sem auðveldlega
væri hægt að gera með þeim hætti
er áður var bent á, brýtur ríkisstjórn-
in þá grundvallarreglu að bæta ekki
stöðu ríkisfjármála með bókhalds-
brellum. Það er vonandi að stjórnar-
liðar neiti sér um þessa þægilegu
„lausn“ og reyni að spara í lánasjóðn-
um, sem og annars staðar, án þess
að eyðileggja sjóðinn.
Höfundur er háskólaráðsfulltrúi
Vöku.
Fax ★ Fax
FAXPAPPÍR frá USA
Góður og ódýr!!
(245.- án/vsk. 30 m/rl.)
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavlk
Simar 624631 / 624699
krónur
gjörðu svo vel!
NESTIS-IS:
en bara í dag
Við höfum valið nýjan ís fyrir þig!
Við völdum KJÖRÍS-21 tegundina,
frá Kjörís hf.
Okkur finnst hún lang best
og þú verður að kynnast henni,
strax í dag.
Þess vegna kostar ísinn bara
35 krónur
-en líka af því að NESTl verður 35 ára í ár.
Renndu því rólega uppað.