Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Tólf fara til Ríó RÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóð- anna um umhverfi og þróun, UNCED, fer fram í Ríó de Jan- Rajmsóknarlögreglan; Um 450 kær- ur vegna fals- aðra ávísana í apríl og mars RANN SÓKNARLÖGREGLU rík- isins bárust kærur vegna um 450 falsaðra ávísana á tveimur síðustu mánuðum, þar af 183 kærur í mars og 262 kærur í apríl. Sam- kvæmt upplýsingum frá Helga Daníelssyni yfirlögregluþjóni hjá RLR námu upphæðir ávísananna i mars 1,3 milijónum króna eða að meðaltali 7.200 krónur á ávísun en í april var heildarupphæðin 1,5 milljónir króna eða að meðaltali 5.800 krónur á ávísun. „Langmest af þessum ávísunum er leyst út í sjoppum og verslunum og það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til að sýna gætni í þessum mál- um og láta ekki blekkjast af fölsuðum ávísunum," segir Helgi. „Það hefur verið reynsla okkar að lítið sem ekk- ert fæst til baka úr þessum kærum. Af þessum sökum teljum við að RLR berist ekki öll mál af þessu tagi.“ --------» ...— Bókagerð- armenn samþykkja FÉLAGSMENN í Félagi bóka- gerðarmanna hafa samþykkt kjarasamning félagsins við Félag íslenska prentiðnaðarins. 61% þeirra sem þátt tóku í atkvæða- greiðslu samþykktu samninginn, 25% voru á móti. Samningurinn var kynntur á fé- lagsfundum í Félagi bókagerðar- manna og voru greidd atkvæði. Atkvæðin voru talin í fyrrakvöld. 88 tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og er það um tíundi hluti starfandi félagsmanna, að sögn Þóris Guð- jónssonar, formanns félagsins. Já sögðu 54 eða 61%, nei sögðu 22 eða 25% en 12 seðlar voru auðir. -■» ♦ ♦ eiró í Brasilíu dagana 3.-14. júní næstkomandi. Sendinefnd íslands á ráðstefn- una verður sem hér segir: Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Björnsson, sendiherra, for- setaritari, Eiður Guðnason, um- hverfisráðherra, formaður sendi- nefndarinnar, Guðmundur Eiríks- son, þjóðréttarfræðingur, varafor- maður, Magnús Jóhannesson, að- stoðarmaður umhverfísráðherra, Dr. Jón Gunnar Ottósson, náttúru- fræðingur, Dr. Gunnar G. Schram, prófessor, Tómas Á. Tómasson, sendiherra og Tom Mario Ring- seth, vararæðismaður íslands í Rio de Janeiro. Fulltrúar Alþingis og þing- flokka: Árni M. Mathiesen, alþing- ismaður, Kristín Einarsdóttir, al- þingismaður og Hjörleifur Gutt- ormsson, alþingismaður. Þyrlusveitin í æfingarflugi Morgunblaðið/KGA Allar þyrlur þyrlusveitar varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, alls fjórar að tölu, voru í æfingaflugi yfir Reykjavík í gærmorgun. Að sögn Dale A. Kissing- ers, yfírmanns sveitarinnar, er það óvenjulegt að þyrlurnar fjórar séu samtímis í flughæfu ástandi og því var ákveðið að fara í þetta æfingaflug og æfa aðflug að Reykjavíkurflugvelli. „í leiðinni ákváð- um við að gefa borgarbúum kost á að sjá allar þyrl- umar saman á flugi og það er óhætt að segja að við höfðum gaman af þessu,“ sagði Kissinger. Borgarráð: Samið um sópun gatna og gangstétta BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, að ganga til samninga við Hreinsitækni sf. um sópun gatna og gangstétta. Áætl- aðu samningsupphæð er um 15 milljónir króna. í bréfi Sigurðar Skarphéðinsson- ar gatnamálastjóra, til Innkaupa- stofnunar segir, að áætlaður kostn- aður vegna götusópunar sé um 6 millj. og fyrir hreinsun gangstétta um 9 millj. Gert er ráð fyrir að leigu- tími árið 1992 í klukkustundum tal- ið sé ámóta og árið 1991 hjá fyrir- tækjunúm Hreinsitækni sf. og E.H. Þórhallssyni en fyrirtækin hafa ver- ið sameinuð undir nafni Hreinsi- tækni. Fyrir alla vinnu er veittur 10% afsláttur frá vélatöxtum ársins 1991 og 12,5% afsláttur ef vinna á viku nær samtals 30 klst. Fram kemur að skilyrði fyrirtækisins fyrir lækk- un taxta frá því sem var 1991 er að vinnustundafjöldinn minnki ekki frá því sem þá var. Gert er ráð fyr- ir að taxti vélamanna sé í samræmi við taxta fyrir sambærilega vinnu og háður samþykki Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Starfsábyrgöartrygging arkitekta, byggingarfræöinga, tæknifræðinga og verkfræðinga Lítils háttar reikningsskekkjur eða yfirsjónir arkitekta, byggingarfræðinga, tæknifræðinga og verkfræðinga sem vinna við ráðgjöf, hönnun og eftirlit geta haft alvarlegar afleiðingar og leitt til hárra skaðabótagreiðslna. Þá kemur starfsábyrgðartrygging SJÓVÁ-ALMENNRA til skjalanna. Hún er vátrygging gegn kröfu á hendur vátryggingartaka í slíku tilviki. Þessi starfsábyrgðartrygging SJÓVÁ-ALMENNRA er ný tegund vátrygginga á íslandi. Vátrygging sem enginn í starfsgreinunum ætti að vera án. Markaðsdeild SJÓVÁ-ALMENNRA veitir allar nánari upplýsingar um starfsábyrgðartryggingar. Þú tryggir ekki eftir á! SJOVAuÍdALMENNAR Kringlunni 5, sími 91-692500 Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.