Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
29
Þriðju umræðu um LÍN frestað:
Stjómarandstæðingar vilja
heldur ræða um sjávarútveg
ÞRIÐJU umræðu um frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra náins-
manna, LÍN, var frestað í gær vegna tilmæla stjórnarandstæðinga.
Stjórnarandstæðingar töldu nauðsynlegt að athuga ýmis atriði betur
í nefnd. Hins vegar mætti nota tímann til að ræða skýrslur sem al-
þýðubandalagsmenn hefðu farið fram á. Frumvarpið um LÍN verður
til þriðju og síðustu umræðu í dag.
í upphafi 141. þingfundar síð-
degis í gær kvaddi.Ólafur Ragnar
Grímsson (Ab-Rn) sér hljóðs um
þingsköp. Olafur vildi fá að vita
hvenær skýrslur, sem alþýðubanda-
lagsmenn hefðu beðið um varðandi
málefni aldraðra og um stöðu ís-
lensks iðnaðar, kæmu til umræðu.
Einnig gagnrýndi þingmaðurinn að
umræðu um skýrslu Þorsteins Páls-
sonar sjávarútvegsráðherra um
rekstrarvanda sj ávarútvegsfyri r-
tækja væri ekki framhaldið, helst á
þessum þingfundi, enn hefðu full-
trúar Samtaka um kvennalista ekki
haft tækifæri til að lýsa sínum sjón-
armiðum. Kristín Astgeirsdóttir
(SK-Rv) tók undir ræðu Ólafs
Ragnars.
Hjörleifur Guttormsson
(Ab-Al) hins vegar þótti einu máli
ofaukið á dagskránni en það var
3. umræða um frumvarp til laga
um Lánasjóð íslenskra námsmanna,
LÍN. Hjörleifur greindi frá því að
hann hefði farið fram á það á fundi
menntamálanefndar þá um morg-
uninn að nokkur atriði yrðu skoðuð
betur. Þingmaðurinn kvaðst hafa
meðal annarra gagna hafa lagt
fram lista með 9 atriðum sem þyrfti
að athuga. Formaður nefndarinnar,
Sigríður A. Þórðardóttir (S-Rn),
hefði hafnað þessari beiðni. Ræðu-
maður bað forseta að hlutast til um
það, að þetta mál yrði ekki tekið
til 3. umræðu fyrr en það hefði
fengið eðlilega og efnislega meðferð
í þingnefndinni. Þingmenn ræddu
þessi óútræddu mál í tæplega þrjá
stundarfjórðunga í tengslum við
gæslu þingskapa.
Forseti Alþingis, Salome Þor-
kelsdóttir, greindi frá því að for-
menn þingflokka stjómarandstöðu
hefðu gert athugasemdir skömmu
fyrir upphaf þingfundar og það
væri ráðgerður fundur skömmu síð-
ar til að ræða það hvernig af-
greiðslu þessara mála yrði hagað
og hvenær þau kæmust á dagskrá.
Olafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra benti á það að einhverjir
ijölmiðlar hefðu haldið því til haga
og tíundað að umræður um þetta
mál hefðu staðið yfir í vel yfir þijá-
tíu klukkustundir. Menntamálaráð-
herra var næst að halda að tekið
hefði verið á flestum þáttum þessa
máls í þeim umræðum. En ef menn
ættu mikið eftir ósagt þá væri kom-
inn tími til að taka málið til um-
ræðu.
Salome Þorkelsdóttir þingforseti
frestaði fundi í rúmlega hálfa
klukkustundi til að ráða málum með
formönnum þingflokka og þeim
ráðherrum sem hlut áttu að máli.
Að fundarhléi loknu greindi hún frá
því að samkomulag hefði tekist um
það að frumvarpið um LÍN yrði
ekki rætt á þessum þriðjudegi held-
ur yrðu önnur mál tekin fyrir. Og
þegar/ef þau yrðu afgreidd yrði
boðað til nýs fundar og kæmi
skýrsla sjávarútvegsráðherra þá til
umræðu. Umræða um þá skýrslu
myndi heíjast í síðasta lagi kl.
20.30. á kvöldfundi.
Frumvarpið um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna verður til 3.
umræðu í dag.
Háskólanemar hlýða á fyrirlestur.
Vinnubrögð eru til vansæmdar
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í almennum útvarpsumræð-
um í fyrrakvöld að vinnubrögðin á Alþingi væru til vansæmdar.
Forsætisráðherra taldi óhjákvæmilegt að endurskoða reglur um þing-
sköp Alþingis og tryggja að eftir þeim væri farið. Þjóðin vildi mega
gera slíkar kröfur.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hafði framsögu fyrir Sjálfstæðis-
mönnum í fyrri umferð almennra
stjórnmálaumræðna, svonefndum
eldhúsdagsumræðum, sem útvarp-
að og sjónvarpað var í fyrrakvöld.
Forsætisráðherra dró enga dul á
það að honum hefði komið vinnu-
brögð á Alþingi mjög á óvart þetta
eina ár sem hann hefði setið á þingi.
Forsætisráðherra kvaðst hafa borið
sig saman við starfsbræður á Norð-
löndum og annars staðar í Evrópu.
Þeir, sem hann hefði talað við, hefðu
aldrei heyrt um vinnubrögð af því
tagi sem tíðkuð væru hér hjá okkur.
Á þessari samkomu væru áll-
margir þingmenn sem töluðu marg-
ar klukkustundir um framlögð mál
við fyrstu umræðu. Við aðra um-
ræðu töluðu þessir sömu menn enn
í nokkrar klukkustundir um sama
mál. Og reyndar gerðist slíkt stund-
um við hina þriðju umræðu sama
Umdeildur lagatexti um kynferðisbrot
Þau, karl og kona, maður
ORÐALAG lagagreinar í frumvarpi um breytingar á almennum
hegningarlögum reyndist mjög umdeilanlegt við 3. umræðu málsins.
Lagatexti verður að vera skýr og á réttri íslensku. Um það eru all-
ir þingmenn sammála en fram eru komnar tvær breytingartillögur
við fyrri málsgrein 7. greinar.
Frumvarpið um breytingu á al-
mennum hegningarlögum var lagt
fram í haust og varðar þann laga-
bálk sem fjallar um kynferðisbrot.
Fnimvarpið hefur tekið nokkrum
breytingum í meðförum allsheijar-
nefndar. Allir þingflokkar styðja
frumvarpið í meginatriðum en þing-
menn hafa fyrirvara og sérskoðanir
um ýmis atriði. Fyrir 2. umræðu
skilaði fulltrúi Kvennalistans í Alls-
heijarnefnd, Anna Ólafsdóttir
Björnson (SK-Rn), séráliti og breyt-
ingartillögum minnihluta. Eftir 2.
umræðu voru breytingartillögur
meirihluta samþykktar en minni-
hlutans felldar.
Við þriðju umræðu um frumvarp-
ið í gær gerðu þingmenn enn nokkr-
ar athugasemdir. Ingibjörg Sórún
Gísladóttir mælti fyrir breytingatil-
lögu varðandi vændi. Þingmenn
gagnrýndu einnig nokkuð lagatext-
ann og orðalag, einkum í 7. grein:
„Hver sem hefur samræði eða önn-
ur kynferðismök við mann vegna
þess að hann heldur ranglega að
þau hafi samræði eða önnur kyn-
ferðismök í hjónabandi eða óvígðri
sambúð eða hann er í þeirri villu
að hann heldur sig hafa samræði
eða önnur kynferðismök við ein-
hvern annan skal sæta fangelsi allt
að 6 árum.“
Þingmenn ræddu lagatæknileg
atriði og málfar. Að lokum varð það
að samkomulagi að fresta umræðu
en síðar á þingfundinum var tveim-
ur breytingartilögum dreift sem
varða orðalag 7. greinar. Sú fyrri
var frá allsheijamefnd en hin síð-
ari frá Guðrúnu Helgadóttur (Ab-
Rv). Allsheijamefnd gerir tillögu
um: „Hver sem hefur samræði eða
önnur kynferðismök við mann
vegna þess að sá heldur sig rang-
lega hafa samræði eða önnur kyn-
ferðismök í hjónabandi eða óvígðri
sambúð eða hann er í þeirri villu
að hann heldur sig hafa samræði
eða önnur kynferðismök við ein-
hvem annan, skal sæta fangelsi
allt að 6 árum.“
Guðrún Helgadóttir vill orða
lagagreinina svohljóðandi: „Hver
sem hefur samræði eða önnur kyn-
ferðismök við karl eða konu sem
heldur ranglega að fram fari í
hjónabandi eða óvígðri sambúð eða
er í þeirri villu að um annan aðila
sé að ræða, skal sæta fangelsi allt
að 6 árum.“
máls. Slíkt málæði kæmi mælsku
ekkert við. Enn síður væri það til
• merkis um íhygli eða vit. Öðm
nær. Hins vegar væri farið illa með
tíma þingsins og spillt fyrir eðlileg-
um störfum þess.
Forsætisráðherra nefndi umræð-
ur um frumvarp til laga um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna, LÍN,
sem nýjasta dæmið um málafylgju
af fyrrgreindu tagi. LIN væri afar
þýðingarmikið mál og eðlilega deil-
umál. Sjálfsagt væri að hver þing-
flokkur lýsti sinni afstöðu skýrt og
skorinort, jafnvel með fleiri en ein-
um talsmanni. Og við hveija um-
ræðu um málið. Hér væri hins veg-
ar sú aðferð notuð að hver þingmað-
urinn af öðrum „flytti langhund"
um málið, og æti hver upp eftir
öðrum.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
benti á að aliir vissu að hversu
mjög sem talað yrði, myndi ríkis-
stjórnarmeirihlutinn koma málinu í
gegn, enda væru Ijárlög ríkisins á
því byggð. Það málæði sem hann
hefði gert að umtalsefni, hefði ekki
annan ávinning en að koma í veg
fyrir að önnur frumvörp fengju
framgang. Mál sem þorri þing-
manna væri kannski sammála um
að fengju afgreiðslu.
Vinnubrögð af þessu tagi og
einnig „svokallaðar þingskaparum-
ræður" væru þinginu til vansæmd-
ar. Það væri óhjákvæmilegt að
þingflokkamir íhuguðu vel sitt ráð
í þessum efnum. Við hlytum að
taka reglumar um fundarsköp Al-
þingis til endurskoðunar. Og
tryggja að eftir þeim væri farið.
Þjóðin vildi mega gera slíkar kröfur
til Alþingis. Og þingmenn yrðu að
geta risið undir slíkum kröfum.
Húsavík:
Skólastefna til um-
ræðu á ráðstefnu
Husavík.
RÁÐSTEFNA um framhaldsskóla í Þingeyjarsýslu var nýlega
haldin á Húsavík og voru þar flutt 18 framsöguerindi, svo marg-
ar hugmyndir komu fram um framtíðarhorfur og stefnur. Mennta-
málaráðherra, Olafur G. Einarsson ávarpaði ráðstefnuna og það
gerði einnig Halldór Blöndal ráðherra, og þingmenn kjördæmis-
ins, þeir Guðmundur Bjarnason og Steingrímur Sigfússon.
Skólameistaramir, þeir Guð-
mundur Birkir Þorkelsson á Húsa-
vík og Hannes Hilmarsson á
Laugum, fluttu fróðleg erindi um
starfsemi skólanna á Laugum og
Húsavík. Síðan lýstu framsögu-
menn skoðunum sínum á verka-
skiptingu og samstarfi skólanna
annars vegar og hins vegar á því
hvemig best væri fyrir komið
samstarfí sveitafélaga í Þingeyj-
arsýslu um framhaldsskólana.
I lok ráðstefnunnar var sam-
þykkt tillaga um skipan sjö manna
nefndar, sem skuli gera tillögur
um verkaskiptinguna og náms-
framboð skólanna og hvort og þá
með hvaða hætti sveitarfélögin
sameinist um framhaldsskólana
og Laugum og Húsavík.
Aðspurður kvaðst Guðmundur
Birkir Þorkelsson, skólameistari á
Húsavík vera mjög ánægður með
ráðstefnuna og telja hana hafa
verið afar gagnlega, sem stutt
skref í langri þróun. Skólunum
væri það mikilvægt að heima-
menn sýndu þeim áhuga og rækt-
arsemi og sagði meðai annars:
„íbúar héraðsins þurfa líka að
Morgunblaðið/SUIi.
Fundarstjórarnir Katrín Eymundsson, séra Kristján Valur Ingólfsson og skólameistararnir Guð-
mundur Birkir Þorkelsson Húsavik og Hannes Hilmarsson Laugum.
gera sér grein fyrir því að ef þeir
ekki styðja af alhug og nýta sér
sjálfir þá þjónustu sem boðin er
af skólunum, er yfirvöldum í lófa
lagið að skerða möguleika skól-
anna svo að til vandræða horfi
og þá aukast líkur á fólksflótta
úr héraðinu svo um munar. Skóla-
stéfnu sem tekur mið af þörfum
héraðsins og eðlilegum fjárútlát-
um er nauðsynlegt að móta, sem
fyrst og þar verða allir að leggja
hönd á plóg af heilum hug.
Þetta er fimmta skólaárið sem
Framhaldsskólinn á Húsavik
starfar og fjórða starfsár Fram-
haldsskólans á Laugum. Tillögur
skólanefnda skólanna ganga út á
að á Laugum verði námið ein-
skorðað við fjögurra ára nám á
ferðamálabraut og íþróttabraut,
en á Húsavík verði íjögurra ára
bóknám, iðnnám og annað starfs-
menntanám eins og rúmast innan
þess ramma, sem nemendaflöldi
og fjárlög mynda. Gert er ráð
fyrir að í framtíðinni verði
100-120 nemendur á Laugum og
250-270 nemendur á Húsavík.
- Fréttaritari.