Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Grænlandsflutningarnir: Erum þeir einu sem höfum reynslu - segir framkvæmdastjóri Samskipa OMAR Jóhannsson framkvæmdastjóri Samskipa segir að þeir komi enn til greina hvað varðar samstarf við grænlensku heimastjómina um stofnun skipafélags til að annast flutninga til og frá landinu. Samskip keppir um verkið við Eimskip og danskt skipafélag. „Við teljum okkur standa vel að vígi þar sem við erum þeir einu af þessum aðilum sem höfum reynsiu á þessum markaði," segir Omar. „Við höfum stundað flutninga til og frá landinu um 15 mánaða skeið.“ Ómar segir að Samskip eigi enn í viðræðum við fulltrúa græn- lensku heimastjómarinnar um þetta verkefni. Samskip tók yfír rekstur græn- lensks/dansks skipafélags á liðnu ári og hefur verið með éitt til fjög- ur skip í reglulegum siglingum milli Grænlands og Danmerkur frá þeim tíma. Ómar segir að aðallega sé um frosnar sjávarafurðir að ræða og annast Samskip nú 25-30% af út- flutningi Grænlendinga á þessu sviði. Ólafsvík: Frá opnun nýrrar fríhafnar á Reykjavíkurflugvelli. Frá vinstri Pétur Ómar Ágústsson, deildar- stjóri þjónustudeildar Flugleiða, Sigurður Helgason, í'orstjóri og Sigurður Thorarensen, rekstrar- stjóri fríhafnarinnar. Rækjuvinnsla hafin í Hraðfrystihúsinu Reykjavíkurflugvöllur: Ný fríhafnarverslun opnuð Ólafsvík VINNA hófst í rækjuverksmiðju Hraðfrystihúss Ólafsvikur i gær en engin starfsemi hefur farið fram í húsinu frá því að Hrað- frystihúsinu var lokað í júníbyij- un á siðasta ári og það var lýst gjaldþrota. Það er Fiskverkun Guðmundar Tr. Sigurðssonar á Hvammstanga sem annast rekst- urinn. Eingöngu verður unnin rækja í húsinu í sumar en fyrir- hugað er að fiskvinnsla hefjist síðar þó engar ákvarðanir hafi verið teknar í þeim efnum. Alls hófu tólf manns störf við rækjuvinnsluna í gær. Fyrsta hrá- efnið sem barst til vinnslu í húsinu voru sjö tonn af rækju sem fengust úr rannsóknarskipinu Dröfn. Húsið er í mjög góðu standi og var rækju- verksmiðjan gangsett í sama ásig- komulagi og hún var í fyrir ári síð- an. Dr. Hook væntanleg^ur VÆNTANLEGUR er til landsins Dr. Hook/Ray Sawyer og hljóm- sveit sem mun halda tvenna tón- leika á Hótel íslandi dagana 15. og 16. maí. Hljómsveitin var stofnuð snemma á 6. áratugnum af fímm tónlistar- mönnum. Dr. Hook og félagar hafa átt vinsældum að fagna síðan lagið „Cover of the Rolling Stone“ skaut þeim upp á stjömuhimininn á 7. og 8. áratugnum. Þeir hafa átt fjöldann allan af vinsælum lögum t.d. „Silv- ia’s mother, Sharing the night toget- her og When you’re in love with a beautiful woman“. Hljómsveitin hef- ur hlotið 40 gullplötur. Farið verður rólega af stað við rækjuvinnsluna með samtengingu við Hvammstanga og er reiknað með að nokkuð margir bátar verði i viðskiptum við fyrirtækið. Gert er ráð fyrir að 25 manns vinni við rækjuvinnsluna á tveim vöktum. Alfons. NÝ FRÍHÖFN var opnuð í gær á Reykjavíkurflugvelli fyrir farþega í millilandaflugi Flug- leiða. Með opnun þessarar frí- hafnar verður hætt sölu á áfengi, tóbaki og sælgæti um borð í vélum félagsins til og frá Færeyjum og Grænlandi. Fríhafnarverslunin kemur til með að þjóna farþegum í Fær- eyja-, Grænlands- og Skotlands- flugi Flugleiða. Á hveiju ári eru farnar á þriðja hundrað ferðir frá Reykjavíkurflugvelli til þessara landa. Versluninni hefur verið komið fyrir í 60 fermetra hús- næði innaf farþegaafgreiðslusal í húsnæði Flugleiða á Reykjavíkur- flugvelli. Með tilkomu fríhafnarinnar verður hætt sölu um borð í vélun- um. Þar verður nú sama þjónusta og í öðru millilandaflugi félagsins. Verður verslunin opnuð einni klukkustund fyrir brottför og komu millilandavéla. Flugleiðir sjá um rekstur frí- hafnarinnar og innkaup vegna hennar. Dagleg umsjón verður í unsjón verktaka. Álftárós: Sótt um leyfi til að reka áfengis- útsölur í Garðabæ og Mosfellsbæ Byggingaverktakafyrirtækið Álftárós hf. hefur sótt um leyfi til fjármálaráðuneytisins til að reka áfengisútsölur í Mosfellsbæ og Garðabæ. Örn Kjærnested, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að hugmyndin sé að stofna sérstakt eignarhaldsfélag um rekstur útsalanna. Ef tilskilin leyfi fást fyrir rekstrinum er reiknað með að útsölurnar opni innan tveggja ára. Höskuldur Jónsson, for- sljóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, segist ekki hafa heyrt um að sótt hafi verið um leyfí og því geti hann ekki tjáð sig um málið. Örn sagði að áfengisútsölurnar tengdust byggingu tveggja versl- anamiðstöðva við Þverholt 2 í Mosfellsbæ og Garðatorg 7 í Garðabæ en fyrmefnda húsið hef- ur fengið nafnið Kjami. Lokið hefur verið við að steypa upp 3 hæðir í húsinu og verður það 7.500 fm að flatarmáli. Frámkvæmdir við húsið í Garðabæ eru hins veg- ar nýhafnar. Verður húsið 10.500 fm að flatarmál en reiknað er með ýmiss konar þjónustu í húsunum og yfírbyggðu torgi í miðjunni. Álftárós hf. sótti um leyfi til fjármálaráðuneytisins til að reka áfengisútsölu í Mosfellsbæ og Garðabæ fyrir rúmri viku og hefur ekki fengið svar. Ennfremur sótti fyrirtækið um leyfí til bæjarstjóma á stöðunum tveimur en Öm sagði að hugmynd fjármálaráðherra væri sú að bæjar- og sveitarstjóm- ir um landið réðu hversu margar útsölur yrðu í bæjum og hvar þær væru staðsettar. Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hefur veitt Álftárósi leyfí fyrir rekstrinum en í umsögn Borgarráð: Borgin verði aðili að Ráð- stefnuskrifstofu Islands Stofnfundur félagsins verður 15. maí BORGARRAÐ hefur samþykkt aðild Reylyavíkurborgar að sam- tökum um rekstur ráðstefnuskrifstofu. Gert er ráð fyrir að hlut- ur borgarinnar verði 25% og að Ferðamálanefnd Reykjavíkur leggi fram 22,5 milljónir næstu þijú ár. Aðrir aðilar eru Ferða- málaráð íslands með 30% hlut og 27 mil{jón króna framlag og Fiugleiðir með 25% hlut og 22,5 milljón króna framlag. Félag íslenskra ferðaskrifstofa, Samband veitinga- og gistihúsa leggja fram 500 þús. hver og aðrir 5 milljónir króna eða samtals 20% hlut. í lögum félagsins er gert ráð maður koma úr þeirra hópi. Þá til- fyrir að Ferðamálaráð íslands, nefni Félag íslenskra ferðaskrif- Flugleiðir hf. og Reykjavíkurborg stofa og Samband veitinga- og tilnefni þijá fulltrúa í aðal- og vara- gistihúsa hvort sinn stjómarmann stjóm og skal formaður og varafor- í aðal- og varastjóm. Aðrir félags- menn kjósa einn aðal- og varamann. I bókun Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins, á fundi borgarráðs, lýsir hún sig samþykka aðild Reykjavíkur- borgar að Ráðstefnuskrifstofunni. „Það vekur hins vegar athygli mína að Júlíus Hafstein formaður Ferða- málanefndar, sé hvatamaður þess að borgin leggi fram 22,5 milljónir næstu þrjú árin í þetta félag. Einn- ig er furðulegt hvemig stjómarsæt- um er skipt milli væntanlegra rekstraraðila.“ Stofnfundur félagsins verður 15. maí næstkomandi. bæjarráðs Garðabæjar segir að það geti fyrir sitt leyti fallist á það rekstrarfyrirkomulag á útsölu ÁTVR að hún verði rekin af sér- stökum rekstraraðila öðmm en ÁTVR. Öm sagði að umsóknin til fjár- málaráðuneytisins væri í anda nýrrar stefnu og byggist hún á því að rekstur áfengisútsölu yrði í höndum einstaklinga og fyrir- tækja undir eftirliti ráðuneytisins. Hins vegar benti hann á að til þess að leyfi yrði gefíð þyrfti að breyta reglugerðum og jafnvel lög- um. Annars sagði Óm að tekið hefði verið vel í erindið hjá ráðu- neytinu. „Með þessu yrði brotið blað og þjónusta við neytendur mundi að sjálfsögðu lagast tölu- vert. Fólk þyrfti ekki lengur að fara bæjarfélaga á milli til að kaupa sér áfengi,“ sagði hann. Höskuldur Jónsson sagðist ekki hafa heyrt um að einkaaðilar hefðu sótt um leyfi til að reka áfengisútsölu þegar talað var við hann í gær. Hann sagðist því ekki geta tjáð sig um málið en benti á að bundið væri í lögum að verslan- irnar væru reknar á vegum ríkis- ins. Höskuldur sagði að þegar eink- asöluréttur væri bundinn ákveðnu ríkisfyrirtæki gæti ÁTVR ekki tekið undir neinn einkarekstur á áfengisverslununum. „Hins vegar höfum við farið þá leið á nokkrum stöðum á landinu, s.s. Ólafsvík, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Húsavík að útsölustjórinn er starfsmaður ríkisins en jafnframt verktaki og tekur ábyrgð á því starfsliði sem er með honum í versluninni og ræður það. Yfírleitt er hann eigandi húsnæðisins þann- ig að við böfum leigusamning við hann líka. Engu að síður er útsölu- stjórinn starfsmaður ríkisins og það leigir húsnæðið og á allan lag- er verslunarinnar. Við teljum þetta í lagi. Um er að ræða ríkisfyrir- tæki þótt það nýti sér aðkeypta vinnu sem verslunarstjórinn út- vegar þá,“ sagði Höskuldur. Að- spurður sagði hann að þetta sam- starf hefði gengið vel. -------»...♦ ♦------ Kjarvalsstaðir: Samið við Nýja kökuhúsið NYJA kökuhúsið mun taka við rekstri veitingabúðar á Kjarvals- stöðum um miðjan júlí í sumar, að sögn Gunnars B. Kvaran for- stöðumanns en nýlega var óskað eftir tilboðum fjögurra aðila í reksturinn. „Ákveðið var að færa veitinga- búðina í austurforsalinn og skapa þar sérstakt rými,“ sagði Gunnar. „Á sama tíma rann út núgildandi samningur um rekstur búðarinnar og var þá fjórum aðilum boðið að leggja fram tilboð í reksturinn. Stjóm menningarmálanefndar sam- þykkti að taka upp viðræður við Nýja kökuhúsið og eru þær á loka- stigi. Hannað hefur verið lítið og nett færanlegt veitingaborð, sem sett verður upp í forsalnum." ----------» ♦ ♦--- Krislján Torfa- son dómstjóri á Suðurlandi Dómsmálaráðherra hefur skipað Kristján Torfason, bæjarfógeta, til þess að vera dómstjóri héraðsdóms Suðurlands til næstu 6 ára frá og með 1. júlí 1992 að telja. Jafnframt störfum bæjarfógeta hefur hann verið settur til að gegna störfum dómstjóra við héraðsdóm Suðurlands frá og með 12. maí til og með 30. júnf 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.