Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1992
ATVINNUAI /< ■! YSINGAR
Ræsting
Fólk vantar í dagleg ræstingarstöf hjá fyrir-
tækjum og stofnunum. Bæði er um dag- og
kvöldvinnu að ræða.
Umsóknir sendist inn á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Ræsting - 7961“ fyrir 18. maí.
Röskur starfskraftur
Mötuneyti
óskast til afleysinga á pressur o.fl.
Ekki yngri en 25 ára. Stundvísi áskilin.
Vinnutími kl. 8-16. Upplýsingar á staðnum.
Þvottahúsið Grýta,
Borgartúni 27.
Góð kona óskast til sumarafleysinga hjá
stóru fyrirtæki (léttur matur).
Um framtíðarstarf gæti orðið að ræða.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
kl. 16.30 ídag merktar: „M - 2300“.
Vélvirki
Vanur vélvirki óskast til starfa á verkstæði
Vesturís á ísafirði. Þarf helst að vera búsett-
ur á ísafirði.
Upplýsingar í símum 94-4600 og 94-4604.
Flatningsmenn
Óskum eftir að ráða flatningsmenn.
Upplýsingar í síma 94-2553.
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðing vantar til starfa á Heilsu-
gæslustöðina, Bíldudal. Heilsugæslustöðin
er HO-stöð og þjónað frá Heilsugæslustöð-
inni, Patreksfirði. Móttaka lækna er tvisvar
í viku. í boði er góð starfsaðstaða, góð launa-
kjör, 4ra herbergja íbúð og notalegt mannlíf -
í þorpi, sem þekkt er fyrir líflegt félagslíf.
Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri
og framkvæmdastjóri í síma 94-1110.
Barnalæknir
Barnalækni vantar til afleysinga í júlímánuði á
Heilsugæslustöð Suðurnesja.
Um er að ræða 50% stöðu.
Þeir, sem hafa áhuga, eru vinsamlega beðnir
að hafa samband við Úlf, barnalækni, eða
undirritaðan í síma 92-14000.
Framkvæmdastjóri.
Aðalfundarboð
Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf.
verður haldinn 20. maí 1992 kl. 16.00'í Safna-
húsinu á Sauðárkróki.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en
skv. 16. gr. samþykkta félagsins skal taka
fyrir eftirtalin mál:
1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi
þess sl. starfsár.
2. Efnahags- og rekstrarreikningar fyrir liðið
reiknisár, ásamt skýrslu endurskoðenda,
verður lagður fram til staðfestingar.
3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli
með hagnað eða tap félagsins á reikn-
ingsárinu.
4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórn-
armanna og endurskoðenda.
5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna
fulltrúa ríkisins.
6. Kjósa skal endurskoðanda.
7. Önnur mál, sem löglega eru uppborin.
Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla
endurskoðenda liggur frammi á skrifstofu
félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. sam-
þykktar þess.
Steinullarverksmiðjan hf.
Dómkirkjan
Aðalsáfnaðarfundur Dómkirkjusafnaðarins
verður haldinn í safnaðarheimili Dómkirkj-
unnar, Lækjargötu 14a, þriðjudaginn 19. maí
kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sóknarnefndin.
Aðalfundur
FORM ÍSLAND - félags áhugamanna um
hönnun - verður haldinn fimmtudaginn 14.
maí 1992 kl. 17.00 á Hallveigarstíg 1,3. hæð.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
S.Í.B.S. - aðalfundur
Reykjavíkurdeild S.Í.B.S. heldur aðalfund
miðvikudaginn 19. maí nk. kl. 20.30 í
Múlabæ, Armúla 32.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á 28. þing S.Í.B.S.
Haukur Þórðarson, yfirlæknir, forseti S.Í.B.S.,
kemur á fundinn.
Stjórnin.
Frá grunnskólum
Hafnarfjarðar
Innritun ívorskóla
Boðið er upp á vorskóla fyrir börn fædd
1986 í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar
19.-21. maí nk.
Innritun fer fram í viðkomandi skólum mánu-
daginn 18. maí kl. 15.00.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Til leigu
65 fm húsnæði á jarðhæð (götuhæð) í versl-
anasamstæðu í Austurbænum. Stórir og
góðir gluggar. Góð bílastæði. Hentar vel til
verslunar- eða þjónustustarfsemi.
Upplýsingar á daginn í síma 33645 eða
76097 eftir kl. 20.
Nauðungaruppboð
fer fram á eftirtöldum bifreiöum aö Völlum, Ölfushreppi, eftir kröfu
Hveragerðisbæjar, þriöjudaginn 19. maí 1992, kl. 14.00:
ö 4030, Y 1698, R 30326, H 1210, R 59056.
Greiðsla við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar til greina, nema með
samþykki uppboðshaldara.
Uppboðshaldarinn i Árnessýslu,
11. maí 1992.
Skrifstofuhúsnæði
Nokkur herbergi í Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu eru til leigu frá 1. júní nk.
Upplýsingar í símum 11464 og 35378.
Amerískur bíll
Óska eftir að kaupa vel með farinn amerískan
bíl (árg. ’80-’84).
Upplýsingar í síma 691146.
By99ingakrani o.fl.
Óska eftir að kaupa:
1. Byggingakrana, sjálfreisandi, bómulengd
27-40 metrar.
2. Kerfismót.
3. Vinnuskúr (kaffiaðstaða).
4. Loftastoðir. Lengd ca 1,8-3,2 metrar.
5. Dokabita, h-20.
Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „K - 12955“ fyrir 20. maí.
SJÁLFSTŒDISFLOKKURINN
F F. I. A G S S T A R F
Til leigu 4ra herb. íbúð
íVesturbænum
Til leigu er góð 4ra herb. íbúð í Vesturbænum.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„M - 35“.
Garðabær
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
verður haldinn að Lyngási 12 miðvikudag-
inn 13. maí nk. og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ávarp: Styrmir Gunnarsson, ritstjórl.
önnur mál.
Stjórn Sjálfstæöisfélags Garöabæjar.