Morgunblaðið - 13.05.1992, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992
11
Söngsveitin Fílharmónía.
Söngsveitin Fílharmón-
ía í Langholtskirkju
________Tónlist___________
Ragnar Björnsson
„La petite messe soennelle“, —
litla hátíðlega messan — eftir
Rossini er hreint ekki svo lítil, tek-
ur tæpa tvo tíma í flutningi, er
áhrifamikil tónlist á köflum, og var
nú flutt í fyrsta skipti á íslandi,
að ég best veit, þótt áætlanir um
flutning hennar hafi verið á döf-
inni hér áður fyrr. Um flutning
messunnar sá að þessu sinni Söng-
sveitin Fílharmónía undir stjórn
Úlriks Ólafssonar. Rossini skrifaði
messuna upprunalega fyrir kór,
einsöngvara, píanó og harmoníum
og í þeirri umgjörð var hún flutt
sl. laugardag, en Rossini útsetti
messuna síðar einnig fyrir kór,
einsöngvara og hljómsveit. Frum-
gjörðin hefur þó ótvírætt sína töfra
en kannski þarf hún nákvæmari
og sterkari átök af hendi flytjenda
til „að ná yfir“, en sú með hljóm-
sveitinni. Rossini kemst ekki hjá
því að hugsa eins og óperutón-
skáld, hann byggir upp á miklum
andstæðum í styrkbreytingum, —
innleiddi „crescendo" í hljómsveit-
ina, — allar áherslur, allt „dímen-
endo“ verður að vera hárná-
kvæmt. Rossini skrifar gjaman frá
pppp til fff í einum til tveim tökt-
um, þetta er hans aðferð til að
skapa dramatík og spennu. Náðu
flytjendurnir að þessu sinni að
skila þessum kröfum? Ánægjulegt
væri ef Söngsveitin Fílharmónía
næði aftur sínum fyrri styrk Víst
gerði kórinn margt vel t.d. í Alle-
gro-kaflanum í „Resurrexit", sem
er síður en svo auðveldur, einnig
í kórfúgunni „Cum Sancto —sem
nú reyndar gætti nokkurs óörygg-
is í. Það sem háir kórnum sérstak-
lega eru karlaraddirnar, sem eru
hljómlausar og mattar, þar þarf
að verða á breyting. Kvenraddirnar
voru einnig of mattar, eða lok-
aðar. E.t.v. er þetta að einhveiju
leyti sök söngstjórans, en þessi
söngmáti nægir ekki Rossini. Ein-
söngvarar með kómum voru Elísa-
bet Erlingsdóttir, Alina Dubik,
Ólafur Árni Bjarnason og Viðar
Gunnarsson. Crucifixus er vand-
sungin og náði Elísabet ekki að
afsanna það, hvorki raddlega, né
hvað innihald varðar. Betur tókst
henni upp í síðari aríunni, þar sat
röddin betur. Alina Dubik hefur
mjög fallega og vel þjálfaða
mezzo-sópran rödd sem hún sýndi
vel í Agnus Dei-þættinum, en mis-
ráðið var eigi að síður að ætla
henni þetta hlutverk, því það er
ætlað contra-alt og mezzo-sópran
hefur enga möguleika á að ráða
við dýptina og því hvarf rödd Alinu
í öllum samsöng. Ólafur átti ekki
erindi sem erfiði í hlutverki tenórs-
ins. Vafalaust á hann eftir að skila
síðar Domine Deus með meiri
skilningi við meiri þroska. En ég
vona að hann gæti sinna góðu ta-
lenta með því að „forsera“ ekki
og láta allan átakasöng bíða —
betri tíma. Viðar komst langbest
frá sínum hlut, söng látlaust og
yfirvegað. Hrefna Eggertsdóttir
skilaði miklu pianóhlutverki með
ágætum. Píanótónninn skilar sér
að vísu illa í hljómburði Langholts-
kirkju, en hvers vegna að hafa
fiygilinn lokaðan? Þrátt fyrir að
ekki væru allar fjaðrirnar í harm-
oníinu í góðu lagi náði Ferenc
Utassy merkilega miklu út úr
Preludio Religioso. Taktslag Úlriks
er nokkuð heimatilbúið og mundi
illa gagna fyrir hljómsveit. Stjóm-
andi þarf að þora að slá slagið „í
gegn“, þar með fær hann betra
vald yfir öllum útlínum verksins.
Söngsveitinni Fílharmóníu er ósk-
að heilla í nútíð og framtíð.
FASTEIGNASALA
Suðurlandsbraut 10
Ábyrgð - Reynsla - Öryggi
Hilmar Valdimarsson.
SÍMAR: 687828 OG 687808
Vantar eignir é skré.
Skoðum og
verðmetum samdægurs.
Einbýli
ÁLFTANES
Vorum að fá i sölu glæsil. einbhös
v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk.
55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaðar
innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj.
Eignaskipti mögul.
LINDARBRAUT
Mjög gott einbhús á einni hæð. Hús-
ið er 145 fm auk 30 fm blómaskála.
Bílsk. 35 fm. Arinn í stofu. Parket.
Fallegur garður.
Raðhús
HRAUNBÆR
Mjög gott parhús á einni hæð.
137 tm. Nýtt parket. Bílskrótt-
ur. Skipti á góðri 3ja-4ra herb.
Ib. koma til greina.
BREKKUBYGGÐ V. 8,5 M.
Vorum að fá i sölu raðhús á tveimur
hæðum, samt. 90 fm. auk bilsk.
4ra-6 herb.
HRÍSATEIGUR
Til sölu falleg 4ra herb. 80 fm íb. á
1. hæð i 4ra íb. húsi. Eign í mjög
góðu standi.
ENGIHJALLI
Til sölu 4ra herb. 107 fm ,íb. á 5. hæð
í lyftuh. Laus nú þegar.
UÓSHEIMAR
Til sölu mjög góð 4ra herb. endaib.
á 7. hæð. Parket á stofu. Skipti á
minni eign mögul.
ESKIHLÍÐ
Vorum að fá i sölu góða 4ra-5 herb.
108 fm ib. á 3. hæð í fjölbhúsi.
ÁNALAND - 4RA
HERB. M. BÍLSKÚR
Vorum að fá i sölu stórgl. 108
fm íb. á 1. hæð með bilsk.
Arinn i stofu. Parket. Suðursv.
3ja herb.
ÁLFTAMÝRI
Vorum að fá í sölu góða 3ja herb.
endaíb. á 4. hæð. Suðursvalir. Áhv.
2.3 millj. húsnstjlán.
HLÍÐARHJALLI
Vorum að fá si sölu glœsil. 3ja
herb. 85 fm Ib. á 3. hæð. Stór-
ar suðursv. 25 fm bflsk. Áhv.
6,5 m. frá húsnstj.
GRUNDARGERÐI
Falleg 3ja herb. risib. Sérinng. V. 4,2 m.
2ja herb.
HLÍÐARHJALLI
Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð.
Stórar suöursvalir.
Hilmar Valdimarsson,
Sigmundur Böðvarsson hdl.,
Brynjar Fransson, hs. 39558.
Breiðvangur - Hfj.
Vorum að fá í einkasölu rúmgóða 3ja-4ra herb. (110
fm) íb. á 1. hæð í góðu fjölbýli. íbúðin skiptist í rúmg.
hol, stóra stofu, 2 svefnherb., eldhús m. nýjum innr.,
þvottahús innaf eldhúsi o.fl. Áhv. 40 ára húsnæðislán
ca 3,2 millj.
Nánari uppl. hjá fasteignasölunni Ás, Strandgötu 33,
Hafnarfirði, sími 652790.
Til sölu skrifstofuhæð, 500 fm
Góð fjárfesting
Vorum að fá til sölu mjög vel innréttaða skrifstofuhæð
miðsvæðis í Reykjavík u.þ.b. 500 fm. Hæðinni er skipt
niður í nokkrar smærri einingar. Húsið er nú allt í leigu
en hægt er að losa um leigutaka samkvæmt samkomu-
lagi. Leigutekjur eru nú 2,3 millj. á ári. Söluverð per.
fm er aðeins 44 þús. Væg útborgun.
Upplýsingar gefur:
Fasteignaþjónustan,
v Skúlagötu 30,
sími 26600.
911RH 91Q7H lÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
m I I vVr h I v / v KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Við Kóngsbakka - tilboð óskast
Mikið endurnýjuð 4ra herb. íbúð á 3. haeð. Sérþvhús. Sólsvalir. Góð
sameign. Útsýni.
Skammt frá Landspítalanum
Stór og góð 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjölbhúsi. Nýlegt gler. Rúmgott
geymslu- og föndurherb. i kj. Gott langtímalán. Sanngjarnt verð.
Við Hulduland með bílskúr
Góð sólrík 5 herb. íbúð á 2. hæð 120 fm. Sér þvottahús. Suðursvalir.
Yfirstandandi endurbætur utanhúss. Útsýni. Tilboð óskast.
Rétt vestan borgarmarkanna
Glæsilegt raðhús á vinsælum stað á tveimur hæðum með innb. bílskúr
um 280 fm. Fullbúið undir tréverk. Langtímalán um kr. 8 millj. fylgir.
Ymiskonar eignaskipti.
Skammt frá Hlemmtorgi
Stór og góð 2ja herb. samþykkt kjallaraíbúð i reisulegu steinhúsi. Með
lítilli breytingu má gera íbúðina 3ja herb. Gott verð.
Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti
Vel byggt og vel meðfarið raðhús á þremur hæðum við Brekkusel
með 6-7 svefnherb. Tvennar suðursv. Séríbúð má gera á 1. hæð.
Góður bílskúr.
Stór og góð með langtímaláni
Sólrík 3ja herb. íbúð 86,4 fm nettó á 3. hæð við Rofabæ. Suðursvalir.
Góð nýmáluð sameign. Mikil og góð langtímalán áhv.
í Háaleitishverfi eða nágrenni
Á söluskrá óskast 3ja-6 herb. góðar íbúðir. Helst með bílskúr. Ennfrem-
ur raðhús og sérhæðir. Margskonar eignaskipti möguleg. \
• • •
Viðskiptum hjá okkur fylgir
ráðgjöf og traustar
upplýsingar.
Opið á laugardögum.
AIMENNA
FASTEIGNAS&HM
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
TOSHIBA
Sijper \mm TUBE
LAl/JPINN SKIPTIR OLLU MALI
!<3<l<t<t
Myndgæði litsjónvarpstækja byggjast
aðallega á myndlampanum.
TOSHIBA býður nú áður óþekkt
myndgæði með nýja Super C-3
myndlampanum, sem gefur skýrari og
bjartari mynd en eldri gerðir.
Skii milli lita eru skarpari og ný gerð
af sfu hindrar stöðurafmögnun og
minnkar glampa. Sjón er sögu ríkari,
komið (verslun okkar og kynnist nýju
TOSHIBA Super C-3 litsjónvarps-
tækjunum af eigin raun !
Einar Farestveit &Cahf
Borgartúni 28 — ® 622901 og 622900