Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 luui^uiiuiouiuf t aiuimai xvi isi>iiioauii Allt fundahald ráðstefnunnar fór fram í húsnæði íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardal en verklegi hlutinn þar sem íslenskir knapar sýndu gæðinga sína og þátttakendur dæmdu fór fram í Víðidal. Alþjóðleg dómararáðstefna FEIF: Stefnt að samræmingu keppnisreg’lna aðildarlanda ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson Fjörutíu og sex hestaíþrótta- dómarar sóttu alþjóðlega dóm- araráðstefnu FEIF (Evrópusam- bands eigenda íslenskra hesta) FEIF, og Hestaíþróttasambands íslands fyrir skömmu. Var ráð- stefnan haldin í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal þar sem fram fóru fyrirlestrar, umræða og myndbandssýningar og i Víðidal á svæði hestamannafélagsins Fáks þar sem verklegi hluti ráð- stefnunnar fór fram. á milli einstakra landa hvað varðar keppnisreglur. Pétur Jökull Há- konarson formaður HÍS sagði að sjónarmið íslendinga hafa hlotið góðan hljómgrunn og nefndi sem dæmi að Iíkur væru á a tekin yrði upp íslenska útfærslan á hraða- breytingum í tölti þar sem riðin er milliferð á langhliðum í stað yfirferðar eins og Þjóðverjar gera og hraðaaukning byrjaði þegar kæmi út úr beygjum en ekki í sjálf- um beygjunum. Þá nefndi Pétur einnig gæðingaskeiðið í þessu sam- bandi en þar hefðu menn verið sammála um að íslenska útfærslan hentaði betur. Ráðstefnan stóð yfir í þijá daga og var farið í allar keppnisgreinar, fyrst dæmt í Víði- dal og allt tekið upp á myndband og síðan farið yfir dómana í ráð- stefnusalnum í íþróttamiðstöðinni í Laugardal þar sem hvert atriði var rætt til hlítar. - í undirbúningsnefnd fyrir ráð- stefnuna áttu sæti auk Péturs, Sigurbjörn Bárðarson, Eyjólfur ísólfsson, Magnús Lárusson, Sveinn Jónsson og Karólína Geirsdótir. Ráðstefnan var sett á fimmtudagskvöld og lauk síðdegis á sunnudag. Raðstefnan mun bæta dóma á alþjóðamótum nes formaður íþróttaráðs FEIF „Eg er mjög ánægð að svo margir dómarar frá aðildar- löndum FEIF hafi séð sér fært að mæta, þeir eru mun fleiri en við áttum von á,“ sagði Toni Kolnes Noregi sem er formaður íþróttaráðs FEIF „Þá er ég einnig mjög ánægð með alla aðstöðu sem boðið hefur verið upp á og öll skipulagning ráð- stefnunnar verið til mikillar fyrirmyndar hjá Islendingum þeir hafa unnið frábært starf." Toni Kolnes sagði erfítt á þessari stundu að segja um hver árangur- inn af ráðstefnunni yrði. Þó taldi hún að það eitt hversu margir hefðu mætt væri frábær árangur út af fyrir sig. „Hér hefur verið tekin upp kennslumynd sem vafa- laust mun nýtast vel á komandi árum í fræðslu og endurhæfíngu dómara. Megin tilgangur ráð- stefnunnar er að fá dómara saman til að ræða um hlutina, kynnast og samræma túlkun á dómsatrið- um. í ráði er að halda svona ráð- stefnur árlega og ég er ekki í vafa um að þær muni bæta störf dómara á alþjóðlegum mótum í framtíðinni," sagði Toni Kolnes. Hvað sig sjálfa sig varðaði kvaðst hún ánægð ef þessar ráð- stefnur verða haldnar árlega á íslandi en tók þó fram að ekkert væri ákveðið í þeim efnum. Það fylgdi því mikill kostnaður að halda þetta héma og vafalaust réðist framhaldið af því hvort að- ildarlöndin væru tilbúin til að leggja í þann aukakostnað sem fylgdi ráðstefnuhaldi á íslandi. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Toni Kolnes: Island besti stað- urinn fyrir dómararáðstefnur sem þessa. Þegar Toni var spurð hvað hún teldi mæla sérstaklega með því að ráðstefnurnar yrðu haldnar hér sagði hún að í fyrsta lagi væri ísland eina landið sem gæti boðið upp á jafn mikinn fjölda góðra hrossa og manna sem væru tilbún- ir að koma og sýna dómurum þau. „Ég gæti trúað að erfiðlega gengi að fá keppnismenn erlendis til að koma með hrossin sín á dómara- námskeið á þessum tíma, rétt áður en keppnistimabilið hefst, þar sem bæði kostir og sérstaklega gallar hrossanna væru krufnir til mergj- ar. Þá er alltaf sérstakt andrúms- loft hér í upprunalandi hestsins. Hér hafíð þið heilu hesthúsaþorpin sem er fyrirbæri sem hvergi ann- arstaðar er að fínna í heiminum. Þið eruð með góða velli, reiðhöll og mikinn fjölda góðra hrossa allt í seilingar fjarlægð sem gerir mönnum auðveldara fyrir,“ sagði Toni Kolnes að iokum. Spurning hvort haldaeigi ráðstefnuna árlega á Islandi - segir Hans Pfaffen frá Sviss „Viðbrögð þátttakenda eru mjög jákvæð og eru allir sammála um nauðsyn þess að halda þær árlega, spurningin er hvort eigi að halda þær árlega á fslandi eða annað hvert ár hér og hitt árið þar sem heimsmeistaramótin eru haldin hverju sinni,“ sagði Hans Pfaff- en frá Sviss en hann er meðlimur í stjórn íþróttaráðs FEIF. Sveinn Jónsson, Sigurbjörn Bárð- arson, Marlisa Grimm, Þýskalandi og Johann Haggberg, Svíþjóð, fluttu framsöguerindi um einstak- ar keppnisgreinar á þessari fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar sem haldin er á vegum FEIF og er gert ráð fyrir að þær verði haldnar árlega og miða að því að samræma keppnisreglur aðildarlandanna og túlkun dómara á einstökum dóms- atriðum. Til tals hefur komið að þessar ráðstefnur verði framvegis á íslandi en einnig eru hugmyndir um að þær verði haldnar annað hvert ár hérlendis en hitt árið í því landi þar sem heimsmeistar- mótin eru haldin hverju sinni. Þátttakendur voru almennt mjög ánægðir með umræðuna á ráðstefnunni og töldu hana miða vel að því að brúa það bil sem er „Ráðstefnur sem þessar eru eina leiðin til að beina keppnisreglum aðildarlandanna í sama farveg. Ég hef setið margar dómararáð- stefnur á vegum FEIF og er þetta sú besta sem ég hef tekið þátt í. Ég hef það á tilfínningunni að það hafi einnig góð áhrif á þróun keppnisreglna á íslandi að hafa ráðstefnurnar hér, í þá átt íslend- ingar tileinki sér FIPO reglurnar (alþjóðlegar keppnisreglur FEIF). Mér skilst að í ráði sé að íslending- ar taki upp eitt til tíu skalann í stað eitt til fímmtán sem ég tel mjög jákvætt,“ sagði Hans Pfaff- en. Pfaffen var mjög ánægður með skipulagningu og alla aðstöðu sem boðið var upp á og gat hann sér- staklega um þátt Sigurbjörns Bárðarsonar sem sá um að útvega mismunandi hestgerðir bæði frá sjálfum sér og öðrum. Sagði hann hinn flölbreytilega hestakost sem boðið var upp hafa komið af stað frjórri umræðu á ráðstefnunni en ella og hefði þetta verið gagnlegt í alla staði. Hans Pfaffen: Fjölbreytilegur hestakostur lífgaði umræðuna. ■ 11 n njjm iíuÍ pSyÉj KJÖL V* ÁRMÚLA 30 S. 6 UR hf. 78890 - 678891

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.