Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 37 Kveðjuorð: Anna Filippía Bjarnadóttir Fædd 9. júlí 1899 Dáin 15. apríl 1992 Amma mín, Anna Filippía Bjarnadóttir, lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi ísafjarðar aðfaranótt 15. apríl sl. eftir stutta sjúkrahús- vist, 92 ára að aldri. Eiginmaður hennar var Olafur Jakobsson skó- smíðameistari, en hann lést 5. jan- úar 1963. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Flateyri en síðan alla tíð á ísafirði þar sem afi vann við sína iðn. Hann rak síðan eigin skóvinnustofu frá því árið 1932. Amma helgaði börnunum, afa og heimilinu krafta sína, en þau eign- uðust níu börn, átta dætur og einn son. Fyrsta barn þeirra, sem var stúlka, fæddist andvana. Árið 1956 knúði sorgin dyra að nýju, er tví- tug dóttir þeirra, Anna Ólafía, dó af barnsförum og litli sonur hennar lést einnig. Stundum talaði amma um sorg- ina sem fylgdi því að missa börnin sín og manninn sinn, en það ar aldrei að heyra á henni neina sjálfs- vorkunn. Aftur á móti talaði hún af djúpri virðingu um bæði lífið og dauðann. „Drottinn gaf og drottinn tók.“ Það sætti hún sig við og virti, enda efaðist hún aldr- ei um það eitt andartak að hún fengi að sjá ástvini sína aftur. Afkomendur afa og ömmu eru nú orðnir áttatíu og sex talsins. Á hveijum einasta degi, bæði kvölds og morgna, bað hún fyrir okkur öllum með þakklæti í hjarta. Elli kerling náði aldrei að krunka neitt í minnið hennar ömmu né heilsuna hennar að nokkru ráði og hún fylgdist vel með öllum sínum af- komendum, vissi alltaf hvað við vorum að starfa, læra og annað sem máli skipti og fram undir það síðasta var hún enn að skrifa bréf, þrátt fyrir litla sjón. Hún lét það nú ekki aftra sér fremur en ann- að, heldur skrifaði hún þá bréfin sín undir stækkunargleri. Reyndar var hún amma á leið- inni til Reykjavíkur í maí, til að fara til augnlæknis. Svona var hún amma; sterk, en umfram allt trúuð og hjartahrein. Kærleikur, trú og hreint hjarta voru svo sterk ein- kenni í hennar fari, að enginn sem varð á vegi hennar fór varhluta af því. Svo var hún amma líka svo skemmtileg, — hún var nefnilega svo skemmtileg blanda af húmor- ista og heimspekingi. Hún hafði sínar ákveðnu skoðanir og það var gaman að ræða við hana um flest það sem mannlegu lífi er viðkom- andi. Sögur, söngur og ljóð voru einhvern veginn eins og samofin ömmu, — það var yndislegt að hlusta á hana fara með Ijóð. Stjórnmálin skipuðu líka sinn sem og studdi hún ávallt flokkinn sinn; það var sérstaklega gaman að ömmu í kringum kosningar. En þau efni sem henni voru hugleikn- ust voru trúmál. Hún var alla tíð staðföst í sinni trú á Guð en bar jafnframt virðingu fyrir trú ann- arra. Hún sagði mér reyndar að á yngri árum hefði hún ekki verið eins fordómalaus gagnvart öðrum trúarbrögðum, en með aldrinum hefði þolinmæðin vaxið með því eins og öðru — svo hló hún. Fordó- maleysi ömmu kynntist ég best þegar ég sagði henni frá þeim búddisma sem ég tilheyri í dag. Ég gleymi ekki fyrstu viðbrögðum hennar. „Nei, en sniðugt,“ sagði hún hlæjandi og skríkti í henni, „hvernig trú er nú það?“ Eg vissi ekki alveg hverju ég átti að svara en sagði „það er trú á lífið“. Þetta tók amma sem fullgilt svar. Trú á lífið var fullgild trú í augum ömmu og eftir þetta ræddum við um trúna og lífið þegar færi gafst og hafði hún sérstaklega gaman af því hve þessar tvær kennmgar eiga margt sameiginlegt og hve viðhorf til lífs- ins eru lík. Já, hún amma var nútímamann- eskja. Hún kunni að meta nútím- ann ekki síður en gamla tímann og tók ávallt upp hanskann fyrir unga fólkið ef einhver var að býsn- ast yfir því að það væri nú ekki vandlifað í dag miðað við fyrri tíma og sagði hún þá að síst væri það auðveldara í dag, vandinn væri bara í öðru fólginn nú en þá. Um svo mikla konu sem hún amma var, væri hægt að skrifa margar bækur, en ég læt þessi fáu orð nægja. Þó get ég ekki skilið við skrifin um hana ömmu mína án þess að minnast á þann hóp, sem hún bar ávallt mesta umhyggju fyrir, en það eru börnin. I öllum hennar orðum og gjörðum mátti greina djúpa virðingu og ást á börnum og hún var óþreytandi að reyna að kenna okkur hinum að gera slíkt hið sama. Böm eiga alltaf forgang. Hún var ekki nema tveggja vikna gömul þegar hún varð að skilja við móður sína vegna fátækt- ar en á unglingsárum fékk hún tækifæri ti) að dvelja hjá henni aftur. Ég vil þakka öllum þeim sem sýndu henni ömmu umhyggju, bæði ættingjum, vistfólki og starfsfólki á Hlíf og Fjórðungs- sjúkrahúsi ísafjarðar. Einnig þakka ég vinkonu hennar, Magn- úsínu Ólsen, fyrir allt. Það er svo skrýtið að tala um hana ömmu í þátíð. Mér finnst hún ekki hafa farið langt, enda veit ég að við hittumst aftur. Hún sagði við mig fyrir nokkrum árum að hún heyrði svo oft röddina mína og hún vissi að þá væri ég að biðja fyrir sér. Þannig verður það áfram um alla eilífð. Við höldum áfram að biðja og þakka. Anna Filippía Sigurðardóttir. Mér fannst alltaf sem amma myndi aldrei deyja. Hún hafði stað- ið svo margt af sér í lífinu, og því þá ekki dauðann líka. Það var svo mikil reisn yfir þessari öldruðu, gáfuðu konu sem hafði tileinkað sér allar þær göfugustu dyggðir sem mannskepnan þekkir. Hún var ímynd hins góða í hugum okkar allra, sífellt gefandi af sjálfri sér, vitandi það að mestur auðurinn er auðurinn í okkar sjálfum. Amma var að því leytinu öðru- vísi en annað fólk, að hún reiddist aldrei, sama á hveiju gekk, heldur tók öllu með stillingu og skyn- semi. Talaði aldrei illa um nokkurn mann, sem er eiginleiki sem fæst- um okkar er gefið. Gat hún orðið alvarlegust allra, en öllu jafna var hún syngjandi glöð í orðsins fyllstu merkingu. Hún kunni einhver lif- andis kynstur af ljóðum sem hún var alltaf til í að miðla okkur, og ljómaði eins og sól í heiði þegar hún var beðin um að fara með ljóð- in eftir föður sinn. Bjarna Jóna- tansson. Mér er óhætt að segja að trú- aðri manneskju en hana ömmu mína hafi ég ekki hitt. Það var eins og saman væru komnir allir heimsins prestar í einni og sömu manneskjunni. Hún bað fyrir öll- um, var alltaf með hugann hjá stór- um afkomendahópnum, hvar sem menn voru staddir í heiminum. Það fór ekkert á milli mála að amma studdi vinstri væng stjórn- málanna. „Ég kýs Alþýðuflokkinn lifandi og dauð!“ sagði hún og meinti það. Hún var mikil baráttu- kona, með ríka réttlætiskennd, enda hafði hún þurft að beijast fyrir flestu ef ekki öllu í lífinu. Nú er Anna Bjarnadóttir horfin sjónum okkar, en minningin geym- ir fallega konu í litla, gamla húsinu númer 11 við Urðarveginn. Húsið var jafnvel enn minna þegar hún og afi bjuggu þar með allan barna- hópinn, en kröfurnar voru aðrar í þá daga, allir komust með góðu móti fyrir. Það stóð uppi í brattri hlíðinni fyrir ofan ísafjörð, þar sem leiksvæði okkar var allt heila fjall- ið. En amma átti lítinn grænan reit við húsið sitt og þótti okkur ekki síðra að sprikla þar, veltast um í gi-asinu innan um fífla og sóleyjar, horfandi á ömmu í eldhús- glugganum. Við vorum ekki svikin um heitt súkkulaði eða maltöl þeg- ar inn kom, og alltaf var amma bakandi - og raulandi. Og hver man ekki eftir kettinum Rósu sem stökk inn og út um eldhúsgluggann eins og ekkert væri? Mjálmaði og „bankaði“ með eftirminnilegum hætti í hlerann þegar hún vildi komast upp úr kjallaranum. Já, það eru heil ósköp sem koma upp í hugann þegar heimsóknirnar til ömmu á Urðarvegi eru rifjaðar upp. Allt sem þar var innan veggja hefur stimplað mynd í minninguna, sem notalegt er að kalla fram; all- ar þessar ljósmyndir á veggjunum, biblían á náttborðinu, kjallarinn með öllu sínu gamla dóti, háaloftið leyndardómsfulla... Ég sé ömmu fyrir mér með gráar fléttur og gler- augu, segjandi sögur, ptjónandi sokka. Heyri hana segja sögur af aldamótakynslóðinni, sem gekk um í roðskinnsskóm löngu áður en bíl- ar urðu þekkt fyrirbæri. Heyri hana segja frá viðburðaríkri bernsku sinni og segja frá geitun- um, sem hún og afi höfðu fyrir langa löngu, og stukku hæst upp í kletta svo ekki var fyrir nokkurn mann að eltast við þær. Amma náði háum aldri. Hún fæddist í lok síðustu aldar, 9. júlí 1899, á Norðureyri við Súganda- fjörð. Foreldrar hennar voru Gu- björg Sigurðardóttir og Bjarni Jónatansson. Hún giftist afa mín- um, Ólafi Jakobssyni skósmíða- meistara, árið 1919. Það var henni mikill missir þegar hann lést, árið 1963. Fyrsta barn sitt, sem var stúlka, misstu þau strax við fæð- ingu. Komu þau 8 börnum til full- orðinsára. Þau eru: Bjarney, Guð- björg, Dagrún Erla, Guðrún, Arn- dís móðir mín, Anna Ólafía, sem lést afa barnsförum árið 1956, Jakob og Jóhanna Fjóla. Dóttur Dagrúnar, Steinunni, ólu þau einn- ig upp. Elsti tengdasonurinn, Guð- mundur Sveinsson, lést árið 1987. Önnur tengdaböm eru: Gísli Guð- brandsson, Magnús Jóhannesson, Sigurður Th. Ingvarsson, Pálína Adólfsdóttir, Þorsteinn Eggertsson og Friðrik Friðriksson. Amma átti einn albróður sem hét Guðmundur, en hann fórst í bílslysi árið 1944. Þau hálfsystkini ömmu, börn Bjarna Jónatanssonar, sem náðu fullorðinsaldri eru: Bergljót, Sól- veig, Una, Njáll og Amgrímur, en Amgrímur lést árið 1991. Dagrún, hálfsystir hennar, lést ung, og tvö hálfsystkini dóu í barnæsku. Það verður skrýtið að koma heim frá Frakklandi og sjá ekki ömmu í íbúðinni sinni á Hlíf, ísafirði. Á Hlíf, þar sem eru íbúðir ERFIDRYKKJUR —Perlan á Öskjuhlíð i> i TTa n1 sími 620200 Sérfræðingar í blómaskreytingum vió öil tækifæri blómaverkstæði ■PINNA^ Skólavörðustig 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 fyrir aldraða, bjó hún síðustu 5 árin, eftir að hafa búið í gamla húsinu við Urðarveginn í 55 ár. Hún skrifaði mér bréf daginn áður en hún veiktist og var flutt á sjúkrahús, og fáeinum dögum síð- ar, 15. apríl, kvaddi hún þennan heim. Þau eru mér dýrmæt bréfín frá þessari tæplega 93 ára gömlu konu, sem þrátt fyrir dapra sjón og óstyrka hönd vildi svara þeim bréfum sem henni bárust. Hún sagðist hlakka til að fá björkina sína heim úr námi, en hún amma sagði aldrei Björk, heldur „björkin mín“. Hún sagði að sér liði best af öllum í heimi, og út úr hverri setningu skein þessi mikla lífsgleði sem einkenndi allt hennar líf. Mér þykir vel við hæfi að kveðja hina ljóðelsku trúuðu ömmu mína með eftirfarandi línum úr Huldu- ljóðum eftir Jónas Hallgrímsson: Smávinir fagrir, foldar skart, fífill í hafa, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er! annastu þennan græna reit; blessaðu, faðir! blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Veslings sóley! sérðu mig?. Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggarnótt; dreymi þig ljósið, sofðu rótt! Við höfum misst mikið, sem þekktum Önnu Bjarnadóttur, en líka eignast mikið innra með okk- ur. Við höfum lært, að til er nokk- uð sem heitir dyggð og hægt er að tileinka sér. Það var því beinlín- is mannbætandi að kynnast ömmu. Ég hefði kosið að vera á staðnum og fylgja henni síðasta spölinn - til grafar, en,í huganum hef ég þó fylgt henni alla leið, og sungið í svefn. Með kveðju frá Frakklandi, Björk Sig. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu, hlýhug og aðstoð við andlát og útför bróður míns, TRYGGVA SIGURLAUGSSONAR. Fanney Sigurlaugsdóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður, KRISTJÁNS JÓNSSONAR, símamanns, Birkimel 6a. Soffía Þorsteinsdóttir, Gerður Kristjánsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls elskulegrar móður okkar, tengdamóður, dóttur og ömmu, LÁRU B. ÞORSTEINSDÓTTUR, Miðvangi 3, Hafnarfirði. Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn St. Einarsdóttir, Hjálmar Þröstur Pétursson, Þorsteinn Auðunsson, Lili Hjördis Auðunsson, Róbert Einar Pétursson, Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, sonar, bróður, Ólöf Lára Jónsdóttir Dagný Reynisdóttir, Guðmundur K. Rafnsson, Guðmundur S. Kristjánsson, Guðrún Gísladóttir, Sævar Ingimundarson, Sylvía O. Einarsdóttir, Svafa Kjartansdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir. Birting afmætis- og minningargreina Morgtmblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, ReyHjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. tengdasonar og mágs, EINARS AUÐUNS EINARSSONAR, Nökkvavogi 39. Erla Reynisdóttir, Silfá Auðunsdóttir, Einar H. Guðmundsson, Jón Ingi Einarsson, Hrafnhildur Einarsdóttir, Sóley Gróa Einarsdóttir, Guðmundur Ó. Einarsson, Elfsabet Einarsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Reynir Guðmundsson, Grétar Reynisson, Rúnar Reynisson, \ ( i I 1 I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.