Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Nýtt Evrópumót: Heimsmeistarar keppa um einmenningstitil __________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson í DAG setjast 80 af þekktustu bridsspilurum Evrópu niður við spilaborðin til að keppa um • Evrópumeistaratitilinn _ í ein- menning. Þrír af Islensku heimsmeisturunum verða þar meðal þátttakenda en þátttöku- skilyrðin eru mjög ströng, spil- arar verða nánast að hafa unn- ið eitthvað Evrópu- eða heims- meistaramót til að komast á einmenningsmótið. Héðan fara Jón Baldursson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Bjöm Eysteinsson til Parísar þar sem mótið er haldið. Af öðrum keppendum má nefna ítalina Belladonna, Garozzo og Franco, Bretana Forrester og Robson, Frakkana Chemla, Mari Lebel og Szwarc, Flodqvist, Sundelin, Gull- berg og Göthe frá Svíþjóð og Martens og Gawrys frá Póllandi. Að auki keppir Omar Sharif á mótinu sem sérstakur gestur. Alls taka 52 karlar og 28 konur frá 12 löndum þátt í mótinu. Einmenningsmót eru skyndi- lega komin í tísku. Í Bandaríkjun- um bjóðast nú há peningaverðlaun {slíkum mótum og þau eru gjarn- an haldin í tengslum við önnur íþróttamót svo sem tennismót. Á Evrópumótinu nemur verðlauna- upphæðin alls 2,5 milljónum króna en um stóran hluta hennar verður keppt í sérstöku atvinnu- manna/áhugamannamóti sem fer fram eftir einmenningskeppnina sjálfa. Þe_ss má geta að Bridge- samband íslands íhugar að endur- vekja íslandsmótið í einmenningi næsta haust en það hefur legið niðri í áratug. Gamlar stjörnur falla í valinn Maðurinn með ljáinn hefur und- anfarið höggið skörð í raðir gam- alkunnra bridsspilara. Fyrir rúm- um mánuði lést Easley Blackwo- od, 89 ára gamall, en nafn hans þekkja allir sem kunna að spyija um ása. Skömmu síðar lést Rixi Markus, 81 árs að aldri, en hún var um áratuga skeið talin í hópi bestu spilara heims. Hún skrifaði einnig mikið um spilið og skipu- lagði mót alveg fram í andlátið. Mánuði áður lést Fritzi Gordon, en þær Markus spiluðu saman í breska kvennalandsliðinu og hrepptu þá alla mögulega kvenn- atitla. Sögulegar deilur Tvær af þekktustu spilakonum Bandaríkjanna, Kathie Wei og Judi Radin, eiga nú í sögulegum deilum. Þær spiluðu saman lengi og unnu meðal annars bæði heimsmeistaramót kvenna í sveitakeppni og tvímenningi. Samband Wei, sem er ekkja skipa- kóngsins C.C. Wei sem bjó til Precisionsagnkerfið, og Radin mun hafa verið nánara en gengur og gerist milli spilafélaga og þær bjuggu saman um tíma. En á síð- asta ári sauð upp úr. Wei henti Radin út og Radin fór þá í mál og krafðist jafnvirði 600 milljóna króna af auðæfum Wei. Auk þess krafðist hún skaðabóta af banda- ríska bridssambandinu fyrir að hafa ekki verið valin í bandaríska kvennalandsliðið fyrir heims- meistaramótið í Yokohama en We_i var liðsstjóri þess. Á móti kærði Wei Radin fyrir líkamsárás og sagði hana hafa barið sig með kínversku líkams- 'æfingartæki. Radin hefur nú ver- ið sýknuð af þeirri ákæru en nið- urstaða hins málsins liggur ekki fyrir. Innri rök svíninga Hvernig er best að spila þennan lit: D83 á móti Á9754 og gefa aðeins einn slag? Fræðibækurnar segja væntanlega að best sé að spila litlu á drottninguna; liturinn verður hvort eð er að liggja 3-2 og þá er 50% möguleiki á að kóng- urinn sé fyrir framan. Auðvitað kemur til greina að taka ásinn fyrst og spila síðan litlu frá báðum höndum, sérstaklega ef tían kem- ur fyrir aftan, í þeirri von að kóng- urinn sé annar. En það er til enn ein leið. Sú er langfallegust en um leið fáförnust. Georgio Belladonna tekur þátt í Evrópumótinu í einmenningi en hann er enn stigahæsti spilari heims þótt hann hafi lítið sést við spilaborðið nú síðustu ár. Hann kom til íslands fyrir nokkrum árum og tók þá þátt í sögulegum leik i Höfða þar sem hann atti m.a. kappi við Halldór Ásgrímsson þáverandi sjávarútvegsráð- herra. Norður ♦ D83 VÁK5 ♦ G ♦ ÁK9765 Vestur Austur ♦ 105 ♦ KG2 ¥ D64 ¥ 32 ♦ K10765 ♦ D9432 ♦ 1083 +DG4 Suður ♦ Á9754 ♦ G10987 ♦ Á8 ♦ 2 Helgi Jóhannsson sat í suður í úrslitum íslandsmótsins í tví- menningi og varð sagnhafi í 6 spöðum eftir að hafa sagt bæði spaða og hjarta og norður sýnt sterk spil með laufalit og spaðast- uðningi. Þessi slemma er raunar í þynnsta lagi því sagnhafi þarf að verka hliðarlitina þótt hann gefi aðeins einn slag á spaða. Vestur spilaði út tígli á drottn- ingu og ás og í öðrum slag spil- aði Helgi litlum spaða að heiman. Og vestur lét lítið umhugsunar- laust. Helgi taldi þá víst að vestur ætti að minnsta kosti ekki kóng- inn annan og hann sá leið til að vinna spilið ef austur átti kónginn þriðja með tíunni eða gosanum. Hann bað um áttuna í borði og austur fékk slaginn á gosa. Austur spilaði hjarta og þegar gosinn fiskaði drottningu vesturs var það vandamál leyst. Og úr borðinu spilaði Helgi spaðadrottn- ingu, austur lagði kónginn á, tían kom frá vestri undir ásinn og þar með var spilið unnið! Þetta er svokölluð innsvíning og er sjaldséður hvítur hrafn við spilaborðið. Innsvíningin tengist helst nafni Brasilíumannsins Gabríels Chagas sem skrifaði fyrstur um hana í bolsheilræða- keppni fyrir um áratug. Frá afhendingu gjafar Ríkisskipa. Frá vinstri: Halldór Blöndal samgönguráðherra, Þór Vilhjálmsson þjóðminjavörður, Guðmundur Einarsson, forstjóri Ríkisskipa, Benedikt Jóhannesson stjórnarformaður og Ágúst Georgsson, forstöðumaður Sjóminjasafnsins. BILAS YNING FÖSTUDAGINN 15. MAÍ Skagfirðingabúð Sauðárkróki kl. 13:00- 18:00. Sýnum Honda Civic 3ja og 4ra dyra og bjóðum upp á reynsluakstur. Honda á íslandi Reykjavík Þórshamar Akureyri ■(// $/1^ Þjóðminjasafn- ið fær skipslíkan ÞJÓÐMINJASAFNIÐ fékk fyr- ir skömmu til vörslu skipslíkan og ýmsa aðra muni sem tengj- ast sögu Skipaútgerðar ríkisins. Veitti þjóðminjavörður, Þór Vil- hjálmsson, gripunum viðtöku úr hendi Guðmundar Einarsson- ar, forsljóra Ríkisskipa. Um er að ræða líkan af annarri Esjunni, það er þeirri sem kom til landsins 1939. Auk líkansins fylgdi gjöfinni mikill fjöldi mynda og annarra muna sem tengjast sögu Skipaútgerðarinnar. Munimir verða varðveittir í Sjó- minjasafni íslands í Hafnarfirði. Fangaverðir fagna skýrslu fangelsismálanefndar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá aðalfundi Fangavarðafélags ís- lands sem haldinn var á Selfossi þann 9. maí sl.: „Félagið fagnar nýútkominni skýrslu fangelsismálanefndar og tekur undir niðurstöður hennar í flestum atriðum. Vonum við að nú sé upp runninn tími framfara í þess- um málaflokki, föngum og fanga- vörðum til handa. Hafa fangaverðir unnið við væg- ast sagt slæmar aðstæður fram að þessu, en ávallt verið reiðubúnir til ,að bæta ástandið í fangelsunum. Vonast fangaverðir eftir því að fá að fylgjast með og hafa áhrif á skipan fangelsismála í landinu og að gott samband náist milti félags- ins og ríkisins. Að lokum mótmælir félagið harð- lega vistun ósakhæfra manna í fangelsum landsins samkvæmt lög- un no. 48/1988 um fangelsi og fangavist." Samsöngur Samkórs Reyk- hólahrepps og Þorrakórsins Miðhúsum. SAMKÓR Reykhólahrepps hélt miðvikudagskvöldið 6. maí söng- skemmtun í Reykhólakirkju und- ir sljórn Ragnars Jónssonar skólastjóra á Reykhólum. Söngskráin var fjölbreytt og má nefna Eg að öllum, sem er íslenskt þjóðlag, Þú ert, lag Þórarinn Guð- mundsson, „My Lord, what a morn- ing“. Einsöngur Halldór Gunnars- son og Jóhannes Gíslason, Skáleyj- -mmr um. Á söngskránni voru mörg fleiri lög sem of langt yrði upp að telja. Kirkjan var þéttsetin og söng- stjóra vel tekið. Föstudagskvöld 8. maí var sungið í Tjarnarlundi í Dalasýslu, þá söng einnig Þorrakór Dalamanna og var hann undir stjóm Hallórs Þórðarsonar, Breiða- bólsstað í Dalasýslu. Þessi starfsemi er mjög til menningarauka í þessum byggðum. Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.