Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1992 © 1991 Jim Unoer/Distributed by Universal Press Syndicate . pa& ergott tiL *>tnandar. * Ast er... ... að kalla hann æsandi nöfnum. TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved c 1992 Los Angeles Times Syndicate Viljir þú sjá mig hamingju- saman. Sjálfan þig ánægðan afa, lánar þú mér bílinn í kvöld. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Eeykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Af blekbrandi reiðinnar Frá Gunnari Inga Gunnarssyni: BARÁTTUMAÐURINN Sigurður Þór Guðjónsson hjó að undirrituðum með gamla blekbrandi sínum í Morgunblaðinu 6. maí. Að vísu geig- aði sveiflan, en hvinurinn heyrðist og reiðin komst til skila. SÞG hefur margsinnis sent .,kerfinu“ og lækna- stéttinni tóninn af síðum Morgun- blaðsins, en fáir hafa séð ástæðu til að svara. Hér ætla ég þó að gera eina undantekningu til viðbótar, enda útataður bleki, þótt ósár sé. í bréfi sínu kynnti SÞG sig sem sjálfskipaðan stjórnarandstæðing læknamafíunnar. í bréfmu kvað hann einnig vera merka hefð fyrir því, að hann segði íslenskum læknum ærlega til syndanna. Slík sjálfskynn- ing, í upphafi bréfs, hlýtur að vera til þess gerð, að gefa framhaldinu aukið vægi. Þess vegna hlýt ég að setja mig í stellingar alvörunnar, um leið og ég skoða ádrepuna efnislega. Um baráttumanninn SÞG Undanfarin ár hef ég af og til les- ið blaðagreinar eftir SÞG. Hann hef- ur m.a. fjallað töluvert um meðferð á og umráðarétt yfir viðkvæmum trúnaðarmálum, sem varðveitt eru í sjúkraskýrslum. Þar hef ég oftsinnis fundið til samúðar með réttmætri og málefnalegri baráttu hans, enda reyndi hann í þeim skrifum að færa efnisleg rök fyrir sjónarmiðum sínum og markmiðum. SÞG hefur ein- samali gert hetjulegar atlögur að umgirtu embættismannavirki opin- berrar þjónustu í baráttunni fyrir réttindúm, sem hann taldi sig eiga að njóta. Fyrir það á hann lof skilið. Réttaröryggið kallar á vakt allan sólarhringinn. Það veit SÞG. Um ádrepuna sjálfa í bréfinu áðumefnda vill SÞG gagnrýna mig harkalega vegna um- fjöllunar minnar um námsferðir lækna í Morgublaðinu 15. apríl sl. Eftir kynninguna á sjálfum sér, ger- ir hann efnislega samantekt, sem hann telur helstu punkta mína varð- andi námsferðirnar og kaliar punkt- ana gamalkunnugt læknadóp! Síð- ar segir SÞG, að ég eigi, með skrifum mínum, mesta sök allra manna á því að skemma ímynd læknastéttarinnar í augum íslenskrar alþýðu. í loka- kafla bréfsins kallar SÞG mig rök- fífl, áður en hann lýkur bréfi sínu með kjánalegum útúrsnúningi. Lokaorð Eins og ég hef áður getið, hefur SÞG tekið þátt í þjóðmálaumræðunni með skeleggri baráttu fyrir bættri réttarstöðu þeirra, sem þurft hafa á læknisþjónustu að halda. í þeirri baráttu náði hann jafnvel einhverjum árangri. í ádrepunni, hins vegar, sem SÞG sendi mér í fyrradag, gerir hann þau alvarlegu grundvallarmistök, að ausa einungis úr uppsöfnuðu inni- haldi reiðiskálanna í stað þess að færa efnisleg rök fyrir máli sínu. SÞG gerir t.d. hvergi tilraun til að fjalla um efnisatriði viðhaldsmenntunar lækna og hvernig skuli að henni standa, ef námsferðimar verði lagðar af. í málefnalegri fátækt slær hann þess heldur um sig með blekbrandi reiði sinnar og kallar rök mín læknadóp og velur mér nafnið rök- fífl. Mér er auðvitað að meinalausu, hvort SÞG kalli mig almennt fífl, eða setji mig í nánari undirflokka þess orðs. Hann hefur sjálfur dæmt bréf sitt efnislega ómarktækt með rök- leysu og dónaskap. Á meðan SÞG skrifar þannig bréf, skemmir hann fyrst og fremst fyrir sjálfum sér. Á meðan SÞG skrifar þannig bréf, er hann óvirkur í baráttunni, „lækna- mafíunni" allsendis hættulaus og al- gjörlega ófær um að standa vakt um réttaröryggi sjúklinga. GUNNAR INGI GUNNARSSON, læknir, Logafold 56, Reykjavík. HEILRÆÐI Hjólreiðafólk! Góður hjálmur er: * Léttur og af réttri stærð, * ver enni og hnakka vel, * með breiðum böndum, * fóðraður að innan með stuðpúðum þannig að loft leikur um höfuðið, * hannaður þannig að högg dreifist vel en lendir ekki á einn stað. Víkverji skrífar Perlan er í miklu uppáhaldi hjá Víkveija dagsins og er Vík- verji þeirrar skoðunar að þessi bygging hafi þegar slíkt aðdráttar- afl fyrir íbúa höfuðborgarinnar, sem og ferðamenn innlenda sem erlenda að aðrar byggingar geti vart keppt við Perluna. Undanfarin kvöld hafa verið einstaklega fögur hér í höfuð- borginni og Víkveiji naut eins slíks kvölds á veitingastaðnum í Perlunni nú fyrir skömmu. Það verður að segjast eins og er að allt leggst á eitt til þess að gera kvöldstundina ánægjulega þegar í Perluna er kom- ið. Þessa dagana er mjög skemmti- leg myndlistarsýning í Perlunni, Tónmyndaljóð Gríms Marínós Steindórssonar - afar sérstæð sýn- ing myndverka, þar sem hverju myndverki fylgir lítið ljóð. Þegar í veitingasalinn á fimmtu hæð er komið, liggur höfuðborgin fyrir fót- um gesta, og fagur fjallahringurinn í fjarska. Þjónusta í veitingastaðn- um er afar ljúfmannleg, matseðill- inn vandaður og réttimir gómsætir og ekki spillir það ánægjunni, þegar matseðillinn er skoðaður að fremst í honum er frásögn af því hvernig meistari Kjarval sá fyrir sér bygg- ingu Perlunnar á Öskjuhlíð. Þessi frásögn er bæði á íslensku og ensku, þannig að erlendir ferða- menn og aðrir erlendir gestir geta einnig lesið þessa stuttu en skemmtilegu frásögn. Ekki spillir það fyrir ánægjunni, þegar sest er til borðs og hin tveggja klukku- stunda hringferð hefst að heyra hrifningarklið og upphrópanir er- lendra gesta, þegar þeir virða fyrir sér útsýnið og hæstar verða upp- hrópanimar þegar sólin hverfur á bak við Snæfellsnessfjallgarðinn. Þegar veðurgoðirnir eru Perlugest- um hliðhollir, er vart hægt að hugsa sér betri landkynningu en svona tveggja stunda hringferð á Öskju- hlíðinni, í góðum félagsskap að njóta góðra veitinga. xxx Margar undanfamar helgar hef- ur einnig verið hægt að njóta þessarar sömu náttúmfegurðar frá öðrum sjónarhóli, ekki síður fögr- um, en þar á Víkveiji við Bláfjöll. Um síðustu helgi voru síðustu dag- amir á þessari skíðavertíð sem opið var í Bláfjölíum. Einungis var opið frá klukkan 10 að morgni til kl. 16 og sögðu forráðamenn svæðisins að það væri vegna sólbráðar. Svo „framsýnir“ vom Bláfjallamenn að þeir gátu ákveðið það þegar við opnun svæðisins að sídegis yrði sólbráð svo mikil, að ekki væri ráð- legt að hafa opið lengur en til kl. 16! Víkveiji var að vísu ekki í hópi Bláfjallagesta þessa daga, en kunn- ingjar hans sem þar voru töldu þetta auman fyrirslátt hjá ráða- mönnum Bláfjallasvæðisins og gáfu lítið fyrir hann. Sögðu að færið hefði verið eins og best yrði á kos- ið, snjór hafi verið nægur og sól- bráð hafi engan hijáð. Þeir kvört- uðu einnig yfir því í eyru Víkveija að einungis þijár lyftur hefðu verið opnar á öllu svæðinu. Töldu þeir að ráðamenn í Bláfjöllum væru haldnir óhóflegri miðstýringarár- áttu, að velja fyrir gesti sína í hvaða brekkum þeir mættu skíða og hversu lengi. Raunar er það ekkert nýtt að þessi tilhneiging Bláfjalla- manna til miðstýringar pirri skíða- menn á svæðinu, en Víkveija er ekki kunnugt um að skíðamönnum hafi verið skammtað jafnnaumt í brekkum talið og klukkustundum og gerðist þessa lokadaga skíða- vertíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.