Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1992
23
Eamonn Casey.
Biskup
játar syndir
sínar
DR Eamonn Casey, sem sagði
af sér sem biskup kaþólsku
kirkjunnar á írlandi í síðustu
viku, hefur nú viðurkennt að
hann sé faðir 17 ára pilts í
Bandaríkjunum. Hann gaf út
yfirlýsingu í gær þar sem hann
kveðst hafa notað sjóði kirkj-
unnar til að greiða barnsmóður-
inni peninga, þótt hann hafi nú
endurgreitt þá fjármuni að
fullu.
Kravtsjúk
mætir ekki á
leiðtogafund
VESTRÆNIR stjórnarerin-
drekar sögðu í gær að sú
ákvörðun Leoníds Kravtsjúks
Úkraínuforseta að sitja ekki
leiðtogafund Samveldis sjálf-
stæðra ríkja í Tashkent í Úzb-
ekístan á föstudag gerði að
engu vonir manna um að
árangur næðist í því að leysa
pólitísk og hernaðarleg deilu-
mál samveldisríkjanna. Kravt-
sjúk kom í gær heim úr Banda-
ríkjaför og sagði blaðamönnum
við komuna að hann kæmist
ekki til Tashkent því hann ætti
von á Mauno Koivisto Finn-
landsforseta til Kiev á föstudag
og yrði því upptekinn á fundum
með honum. Samveldið var
formlega stofnað í desember
sl. en hingað til hefur leiðtogum
samveldisríkjanna hvorki tekist
að ná samkomulagi um framtíð
fyrrum herafla Sovétríkjanna
sálugu né leiða til lykta ýmis
pólitísk deilumál.
Samið um
bátafólkið
BRETAR og Víetnamar sam-
þykktu í gær að hefja að nýju
nauðungarflutninga á tugþús-
undum víetnamskra flótta-
manna frá Hong Kong til
heimalandsins. í ráði er að um
50-60 Víetnamar verði fluttir
með flugvél til Víetnams í lok
júnímánaðar og síðan verði
svipaður fjöldi fluttur þangað
mánaðarlega. Víetnamska
stjórnin samþykkti í fyrra að
stefna bæri að því að flytja
fólkið heim, en sá sér ekki
fært að taka við nema tveimur
hópum. Aðeins 123 Víetnamar
voru þá fluttir nauðugir til Víet-
nams.
Mótmæli
í Bakú
REIÐIR Azerar umkringdu í
gær þinghúsið í Bakú, höfuð-
borg Azerbajdzhans, til að mót-
mæla því að Armenar skyldu
hafa náð mikilvægri borg,
Shusha, á sitt vald um helgina.
Mennirnir voru vopnaðir riffl-
um og fóru frá byggingunni
eftir að þingið hafði samþykkt
að efna til neyðarfundar.
Fylgi George Bush Bandaríkjaforseta fer enn minnkandi:
Demókratar og repúblíkanar
óttast miUjarðaframboð Perots
Kannanir sýna að Bill Clinton hefur vaxið í áliti meðal Bandaríkjamanna
PERSÓNULEGAR vinsældir George Bush Bandarikjaforseta hafa
dvínað ört frá því óeirðirnar brutust út í Los Angeles á dögunum.
I skoðanakönnun sem sjónvarpsstöðin CCN birti á mánudags-
kvöld kváðust einungis 35% þeirra sem þátt tóku ætla að greiða
Bush atkvæði sitt í forsetakosningunum í haust. í könnuninni kom
ennfremur fram að staða milljarðamæringsins Ross Perot, sem
nú hefur ákveðið að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi í
Texas, er mjög sterk.
Ross Perot
Samkvæmt könnun sjónvarps-
stöðvarinnar myndi Bush vinna
nauman sigur á helstu andstæð-
ingum sínum, þeim Ross Perot
og Bill Clinton, sem sýnt þykir
að verði frambjóðandi demókrata
í forsetakosningunum í haust, ef
kosið væri nú. Fylgi Bush forseta
mældist 35%, Perot reyndist eiga
stuðning 30% kjósenda vísan og
Clinton lenti í þriðja sæti með
29%. Borið saman við könnun sem
gerð var í síðasta mánuði hefur
fylgi George Bush minnkað um
níu prósent en þeir Clinton og
Perot hafa báðir sótt í sig veðrið.
Könnunin var gerð frá föstudegi
til sunnudags og voru skekkju-
mörk þrjú prósent að sögn þeirra
sem hana framkvæmdu.
I fréttum CNN var þess getið
að þetta væri í fýrsta skipti sem
fylgi Ross Perots reyndist vera
meira en fylgi Clintons á lands-
vísu en tekið var fram að munur'-
inn væri vel innan skekkjumarka.
Um 50% þeirra sem þátt tóku
kváðust hafa .jákvætt álit“ á
Bush forseta en 46% sögðust vera
á gagnstæðri skoðun og hefur
fjöldi þeirra sem þetta álit hefur
á forseta Bandaríkjanna ekki
mælst meiri í sex vikur. Clinton
hafði að sama skapi vaxið í augum
kjósenda. í könnun sem gerð var
í apríl sögðust 42% aðspurðra
hafa ,jákvætt álit“ á væntanleg-
um frambjóðanda Demókrata-
flokksins en í könnun CNN reynd-
ist 51% aðspurðra vera þeirrar
hyggju.
Hvað varðar mat Bandaríkja-
manna á frammistöðu forsetans í
embætti kom svipuð tilhneiging í
ljós. Um 53% sögðust vera þeirrar
skoðunar að Bush forseti hefði
ekki staðið sig vel í embætti en
fjórir af hveijum tíu lýstu þeirri
skoðun sinni að frammistaða hans
hefði verið með miklum ágætum.
Moldríkur utangarðsmaður
Milljarðamæringurinn Ross Pe-
rot hefur nú ákveðið að gefa kost
á sér sem óháður frambjóðandi í
forsetakosningunum í Texas.
Samkvæmt skoðanakönnunum
sem birtar hafa verið í ríkinu hef-
ur Bill Clinton naumt forskot á
Perot en sá síðarnefndi er frá
Texas. Samkvæmt skoðanana-
könnun einni sem birt var í Kali-
forníu í síðustu viku hefur Perot
meira fylgi þar en þeir Bush og
Clinton en Kalifornía og Texas
eru mikilvægustu ríki Bandaríkj-
anna í pólitísku tilliti og þar eru
flest kjörmannaatkvæðin sem
ákvarða hver verður næsti forseti
Bandaríkjanna. Þótt Perot hafi
ákveðið að vera í framboði í Tex-
as hefur hann enn ekki formlega
látið uppi hvort hann hyggist gefa
kost á sér í forsetakosningunum.
í fyrstu sagði Perot að hann
myndi ekki gefa kost á sér nema
að honum auðnaðist að bjóða fram
í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
Ummæli hans að undanförnu
þykja á hinn bóginn gefa til kynna
að hann hafi skipt um skoðun.
Perot hefur sagt að hann sé
reiðubúinn til að vetja þeim fjár-
munum sem nauðsynlegir séu í
kosningabaráttunni. Því er haldið
fram að bæði demókratar og repú-
blíkanar, flokksbræður Bush for-
seta, hugsi til þessa með hryll-
ingi. Bæði sýna kannanir að Perot
nýtur umtalsverðrar hylli og eins
þykir sýnt að hann muni auðveld-
lega geta fjármagnað kosninga-
baráttu sína en eigur hans eru
metnar á tvo og hálfan milljarð
Bandaríkjadala (um 150 milljarða
ÍSK).
Perot hefur í kosningaáróðri
sínum lagt á það áherslu að hann
sé „utangarðsmaður“ í Washing-
ton og holdgervingur framtaks-
seminnar er geti af sér auðlegð
og hagsæld. Þessi málflutningur
höfðar, að mati stjórnmálaský-
renda, augsýnilega til bandarísku
þjóðarinnar. Sagan segir að upp-
hafið að velgengni Perots megi
rekja til þess er hann stofnaði
fýrirtæki sitt „Electronic Systems
Data Corp.“ árið 1962 og var
stofnféð 1.000 Bandaríkjadalir.
Heppni, ábyrgð, festa og harka
hafi verið þeir eðlisþættir er síðar
urðu til þess að lyfta Perot upp í
hæstu hæðir en fyrirtæki hans
var það stærsta sem starfaði á
þessu sviði í heimi hér. Síðar seldi
Perot það General Motors.
A undanfömum vikum hafa
komið fram efasemdir um að saga
þessi eigi fyllilega við rök að styðj-
ast. Bandaríska dagblaðið The
New York Times hefur skýrt frá
því að Perot hafi auðgast mjög á
samningum sem fyrirtæki hans
gerði við bandarísku alríkisstjórn-
ina á miðjum sjöunda áratugnum.
Minnt hefur verið á rannsókn sem
gerð var á því hvort Perot hefði
í einu og öllu farið eftir settum
leikreglum er honum tókst að
tryggja sér verkefni þessi. Þing-
nefnd sem kannaði málið í upp-
hafi áttunda áratugarins komst
að þeirri niðurstöðu að eðlilega
hefði verið staðið að afgreiðslu
málsins og Perot hefði í engu
gerst brotlegur við lög er hann
reyndi að tryggja sér samningana.
Þá er spurt hvort Perot hafi notið
þess stuðnings er hann veitti Ric-
hard Nixon Bandaríkjaforseta er
ásakanir þessar komu fram.
FALLE
A R L í N U R
Civic hefur verið endurhannaður með
nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar
þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en
jafnframt taka tillit til umhverfisins.
Efnin sem notuð eru í Civic eru 80%
s endurvinnanleg sem hefur mikið að segja
Ji þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er
nýjung í Civic sem opnar ventlana í
hlutfalli við snúningshraða vélarinnar.
Þessi tækni dregur mjög úr mengun og
eyðslu en eykur kraft vélarinnar.
Civic er búinn skemmtilegum innrétt-
ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta
stað. Sætin eru mjúk og þægileg.
Civic fellur undir reglugerð um virðis-
aukaskatt og fæst því einnig án vsk.
Til sýnis núna að Vatnagörðum 24,
mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og
laugardaga kl. 11:00 - 15:00.
Nánari upplýsingar í síma 68 99 00
Verð frá: 969.000,- stgr.
Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK
Greiðslukjör við allra hæfi.
(H)
HONDA
__ úréOr***1*,