Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 KNATTSPYRNA /EVROPUKEPPNI U-21 LANDSLIÐA Góður síðari hálf- leikur dugði ekki LITIL sam- og leikæfing urðu þess valdandi að íslenska tutt- ugu og eins árs liðið í knatt- spyrnu tapaði fyrir Grikkjum 3:0 ífyrsta ieik Evrópumótsins, sem f ram fór í fyrrum höf uð- borg Grikklands, Nafplion, í gær. Góður leikur íslensku strákanna í síðari hálfleik dugði ekki til, sigur Grikkja var verð- skuldaður, en fullstór miðað við gang leiksins. Islensku strákarnir virkuðu tauga- spenntir í byrjun, léku stifari vamarleik og komust ekki fram fyrir miðju mest all- an hálfleikinn. Þeg- ar þeir unnu boltann voru þeir ragir við að taka frumkvæð- ið, hugsuðu aðallega um vamar- hlutverkið. Þess'i leikaðferð hélt þar til hálftími var liðinn af leiknum, en þá gerðu Grikkir fyrsta markið. Bættu síðan öðra marki við, þegar þijár mínútur voru eftir af hálf- leiknum. Íslenska liðið fékk aðeins eitt marktækifæri í hálfleiknum, sannkallað dauðafæri, á síðust mín- útu hans. Bjarki Gunnlaugsson átti þá snilldar stungusendingu á Amar bróður sinn, sem komst einn í gegn- ValurB. Jónatansson skrifarfrá Grikklandi um vörn Grikkja, lék á markvörð- inn, en skotið frá markteigshomi fór rétt framhjá. í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum framanaf. Grikkir vora þó meira með boltann, en íslenska liðið spilaði skynsamlega og lét boltann ganga manna á milli, þegar það hafði hann. Undir lok leiksins sóttu íslensku strákarnir meira og freist- uðu þess að minnka muninn. En í stað þess bættu Grikkir við þriðja marki sínu úr skyndisókn, þegar aðeins tvær mínútur voru til leiks- loka. Áður hafði Arnar fengið ágæt- is færi, þegar hann komst einn í gegn, en markvörðurinn varði laust skot hans. Bjarki var einnig nálægt því að skora beint úr aukaspymu, en markvörðurinn varði gott skot alveg úti við stöng. Leikur íslands í síðari hálfleik lofar góðu um framhaldið. Það er engin skömm að tapa fyrir þessu gríska liði, sem hefur verið saman í hálft ár og leikið 10 æfingaleiki. Auk þess sem sjö leikmenn liðsins era á eldra ári, en aðeins einn í íslenska liðinu, Steinar Guðgeirs- son. En ef við ætlum okkur að standa í þjóðum af þessum styrk- leikaflokki þurfum við að gera enn betur en í gær. íslenska liðið var ekki nægilega sannfærandi í fyrri hálfleik, en óx ásmeginn, þegar líða tók á leikinn. Það háði leikmönnum að hafa ekki leikið á grasi á árinu og eins var hitinn um 25 gráður — aðstæður sem íslendingar era óvanir. Með meiri samæfingu ættu þessir efni- legu strákar að geta velgt hvaða þjóð sem er undir uggum. Bjarki var besti leikmaður ís- lenska liðsins. Hann lék á miðjunni og vann mjög vel, var yfirvegaður og átti margar góðar sendingar á samheijana. Arnar, tvíburabróðir hans, átti góða spretti, en var óheppinn upp við markið. Vörnin stóð sig vel, sérstaklega miðverðirn- ir Pétur Marteinsson og Sigurður Örn Jónsson. Ólafur Pétursson greip vel inní í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Pavlopoulos hæst allra og hamraði knöttínn efst í markhornið með höfðinu á 30. minútu. Óverjandi fyrir Ólaf Pétursson I markinu. 2a#%Proupkos lék á Gunnar Pétursson og skoraði með lúmsku «l#vinstri fótar skoti rétt utan vítateigs. Knötturinn hafnaði neðst f hægra hominu á 42.' mínútu. Frekar klaufalegt hjá íslensku vöminni. 3a rf^Skyndisókn Grikkja á 88. mínútu skilaði marki frá Georgat- ■ '^pos. íslenska liðið hafði sótt stíft, en var refsað fyrir það. Grikkinn skoraði af stuttu færi eftir skemmtilegan samleik í gegnum vömina. Grikkland - Ísland3:0 Naplion-leikvangurinn í Grikk- landi, Evrópukeppni landsliða U-21 árs, þriðjudaginn 12. maí 1992. Mörk Grikkja: Pavlopoullos (30.), Troutkos (42.), Georgatos (88.), Lið Islands: Ólafur Pétursson, Þórhallur Dan, Pétur Marteins- son, Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar Pétursson (Guðmundur Bene- diktsson vm. 73. mín.), Sigurður Örn Jónsson, Hákon Sverrisson, Amar Gunnlaugsson, Finnur Kolbeinsson, Steinar Guðgeirs- son (Þórður Guðjónsson vm. 80. mín.), Bjarki Gunnlaugsson. Lið Grikklands: Polidis, Trout- kos (Kostis vm. 60. mín.) Mi- kes, Pavlopoullos, Poursanides, Zagorakis, Kasapis, Karasavi- dis, Alexoudis, Georgatos, Lag- onikakis (Georgiadis vm. 73. mín.). Dómari: Norian frá Rúmeníu. Áhorfendur: 3.000 Grikkimir vom heppnir -sagði Ásgeir Elíasson landsliðþjálfari Islands ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari, sagðist vera nokkuð ánægður með leik tuttugu og eins árs liðsins þrátt fyrir tap- ið. „Ég er ánægður með leik- inn, sérstaklega síðari hálfleik- inn. Við vorum að reyna nýja varnaraðferð í fyrsta sinn og hún lofar góðu,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið. Það sem á vantaði var að leik- menn hefðu þurft að gefa sér meiri tíma þegar þeir fengu bolt- ann. Þeir vora of bráðir og misstu boltann of oft. En það er margt í þessum leik, sem er jákvætt. Ég var sérstaklega ánægður með vam- arleikinn, en sóknarleikurinn hefði mátt vera betri. Við vorum óheppn- ir að koma ekki inn einu marki,“ sagði þjálfarinn. Um gríska liðið sagði hann. „Grikkir eru í betri leikæfingu en við enda era þeir að enda keppnis- tímabilið hjá sér á meðan við erum að byija. Þeir eru einnig með leik- menn, sem era flestir eldri en okk- ar strákar. Það má segja að þeir hafi nýtt færin — vora heppnir. Ég er sannfærður um að við getum unnið þá heima í haust,“ sagði Ásgeir. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Tvrframlengt og nýtt stigamet í úrslKum Það þurfti að tvíframlengja fjórða leik Phoenix og Port- land til að knýja fram úrslit. Loka- tölur urðu 151:153 fyrir Portland og settu liðin þar með stigamet í sögu úr- slitakeppni NBA, enda ekki á hveijum degi sem gerð eru 304 stig í einum leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 127:127 og eftir fyrri fram- lengingu var staðan 140:140. Átta leikmenn gerðu yfir 20 stig í leikn- um. Heimamenn töpuðu leiknum á Gunnar Valgeirsson skrifarfrá Bandarikjunum því að missa fjóra leikmenn útaf með sex villur í framlengingunni. Leikmenn liðanna skutu 207 sinnum og hittu úr 99 skotum. Víta- skot vora einnig nokkur í leiknum, eða 103 talsins. Portland á nú möguleika á að komast áfram á heimavelli sínum en þar fer fimmti leikurinn fram á fimmtudaginn. Larry Johnson hjá Charlotte Hor- nets var útnefndur besti nýliði NBA-deildarinnar í gær. Johnson, sem er tveggja metra hár, fékk 90,5 stig af 96 mögulegum í kjöri blaða- og fréttamanna. Annar varð Dikembe Mutombo frá Denver með 3,5 stig. „Hann er sterkur, fljótur, ágeng- ur og ákveðinn," sagði Larry Bird sem hlaut þennan titil árið 1980. „Hann er frábær leikmaður sem er með góðar staðsetningar og ef hann fær knöttinn getur hann troðið yfír hvem sem er,“ sagði Bird. Johnson, sem var valinn fyrstur úr háskóla- boltanum fyrir þetta tímabil, gerði 19,2 stig að meðaltali í vetur, tók 11 fráköst og var með 3,6 stoðsend- ingar. Bjarkl Gunnlaugsson var besti maður íslands í leiknum. Gekk vel vamarlega Steinar Guðgeirsson sagði að leikurinn hefði verið erfiður. Hann var tekinn útaf, þegar 10 mínútur vora til leiksloka, vegna þess að hann kvartaði undan bein- himnubólgu. „Varnarlega gekk þetta vel, en við áttum í erfiðleikum með sóknarleikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var ekki nægilega mikil hre}rfing á mönnum án bolta. Það kom líka berlega í ljós að sam- æfingu vantar, leikmenn voru ekki nógu samstíga. Sem dæmi um það voru þeir, sem léku vinstra megin að leika saman í fyrsta sinn. Ann- ars var margt gott í leiknum og hann lofar góðu. Ég held að bilið á milli okkar og hinna sé alltaf að minnka. Það var slæmt að fá á sig mörk í lok beggja hálfleikja. Það var vegna einbeitingarleysis í nokkrar sekúndur. Það kennir okk- ur að aldrei má gefa tommu eftir,“ sagði Steinar. Bjarki Gunnlaugsson „Fyrri hálfleikur var slakur hjá okkur. Við voram oft of bráðir að senda boltann á sama tíma og við gátum haldið honum,“ sagði Bjarki Gunnlaugsson, besti maður íslenska liðsins í gær. „Ég er ánægður með seinni hálfleikinn. Leikur okkar bar þess merki að þetta var í fyrsta sinn, sem við komumst á gras. Gríska liðið var ekki eins sterkt og ég bjóst við, miðað við að þetta era allt atvinnumenn. En þeir eru mun sneggri en við og hafa þar vinning- inn. Við fengum fyrsta markið á okkur á slæmum tíma eftir að hafa haldið hreinu í 30 mínútur, sem var farið að pirra þá. Ég er á því að við hefðum átt að reyna að sækja meira og ég er sannfærður um að við getum unnið þetta lið á heima- velli.“ Ólafur Pétursson Ólafur Pétursson markvörður stóð fyrir sínu þrátt fyrir að hafa fengið á sig þijú mörk. „Fyrirgjafir þeirra vora hættulegar, því þeir era með stóra og stæðilega leikmenn í framlínunni. Við vorum of tauga- óstyrkir í fyrri hálfleik en fengum sjálfstraustið eftir hlé. Hitinn hafði ekki áhrif á okkur, það var helst grasið.“ Pétur Marteinsson „Fyrri hálfleikurinn var erfiður. Við reyndum þá að elta þá of mikið í stað þess að láta þá koma. í síð- ari hálfleik gekk þetta mun betur upp, en samæfingu vantaði. Ég held samt að vömin hafi staðið fyr- ir sínu. Við vinnum þá vonandi í haustveðrinu á íslandi í október," sagði Pétur Marteinsson. Frá lelk Portland og Phoenix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.