Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 48
Byssumaðurinn kom óvopnaður út úr húsinu og gafst upp fyrir vopnuðum Víkingasveitarmönnum. Morgunbiaðið/Júiíus Siguijónsson Umsátur vopnaðra lögreglumanna um hús í Hlíðunum í gærkvöldi: Byssumaður gafst upp eftir að hafa skotið maiui í andlitið 21 ÁRS gamall byssumaður gafst upp fyrir vopnuðum lögreglu- mönnum eftir tæplega þriggja klukkustunda umsátur um heim- ili hans í Mávahlíð 24 í Reykjavík í gærkvöldi. Maðurinn hafði skotið 25 ára gamlan gest sinn i andlitið með kindabyssu og síðan hleypt af fleiri skotum úr byssunni fyrst út um brotinn glugga meðan sjúkralið hlúði að hinum slasaða og síðan inni í íbúðinni meðan á umsátrinu stóð. Hinn slasaði er ekki í lífs- hættu, að sögn læknis á slysadeild. Upphaf málsins var að til deilna kom milli mannanna tveggja sem voru ásamt fleirum í samkvæmi í íbúð mannsins. Auk áfengis fann lögreglan hasspípu og ummerki um hassneyslu í íbúðinni og í garði við húsið. Lögreglu var gert vart um at- burðinn klukkan 19. Þá hafði sá sem fyrir skotinu varð hlaupið út úr húsinu og leitað á náðir vegfar- enda sem kölluðu á sjúkrabfl. Þeg- ar sjúkralið kom á staðinn var brotin rúða í húsinu og skotum hleypt af. Sá slasaði var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Borgar- spítalans en var ekki talinn í lífs- hættu að sögn læknis. Kúlan kom í kinn hans. Maðurinn hafði ekki gengist undir aðgerð þegar Morgunblaðið leitaði upplýsinga seint í gærkvöldi og var hann þá sagður fyrst og fremst til eftirlits á sjúkrahúsinu. Sandgerði; Fannst látinn í höfninni Við leitina var m.a. notaður sporhundur sem rakti slóð fram á hafnargarðinn. Norðan við hann fannst síðan lík mannsins í sjónum um hálftíuleytið í gær- kvöldi. Um 90 björgunarsveitar- menn tóku þátt í leitinni og einn- ig kom þyrla Landhelgisgæsl- unnar við sögu. -BB- Morgunblaðiö/Bjðrn Blöndal Kafarar búa sig undir að kafa í Sandgerðishöfn í gærkvöldi. Kcflavík. FJÖLMENNT lið björgunar- sveitarmanna af Suðurnesjum hóf í gær leit í Sandgerði að 28 ára gömlum manni sem ekki hafði sést til síðan aðfara- nótt sunnudags. Hann fannst Iátinn í höfninni í gærkvöldi. Byssumaðurinn gafst upp klukkan 21.40 og kom óvopnaður út úr húsinu. Hann hafði verið í símasambandi við lögregluna með- an á umsátrinu stóð. Auk víkingasveitar lögreglunn- ar var fjölmennu lögregluliði stefnt á staðinn til að stöðva um- ferð um Lönguhlíð sunnan Miklu- brautar og hliðargötur þar. Fjöldi fólks fylgdist utan girðingar lög- reglunnar með aðgerðum en fólk í nálægum húsum var beðið að bæra ekki á sér meðan á umsátr- inu stóð. Rannsóknarlögregla ríkisins tók við rannsókn málsins í gærkvöldi eftir að byssumaðurinn hafði verið færður í fangageymslur lögregl- unnar til að sofa úr sér vímu en að sögn Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns var hann undir áhrifum. Sjá nánar á miðopnu. Álftárós vill selja áfengi Byggingaverktakafyrirtækið Alftárós vill reka áfengisútsölur í Mosfellsbæ og Garðabæ. Fyrirtækið sótti um leyfi til fjár- málaráðuneytisins til að opna áfeng- isútsölurnar fyrir rúmri viku. Svar hefur ekki borist. Fyrirtækið sótti einnig um leyfi til bæjarstjórna í bæjunum tveimur. Sjá einnig bls. 20. Háhyrningurinn ét- ur lúðuna af línunni GÍFURLEG ásókn háhyrnings hefur gert skipum á lúðulínu afar erf- itt fyrir nú í vor. Háhyrningurinn hnappast að skipunum, þegar þau eru að draga og tekur nánast hveija lúðu. Ýmist tekur hann þær í heilu lagi, eða klippir þær í sundur, þannig að aðeins hausinn kemur upp. Þá hafa sjómennirnir orðið vitni að því, að hvalurinn kippir lúð- unni af króknum og leikur sér svo með hana í sjávarborðinu. Jón Páll Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri hjá Pétri Stefánssyni, segir þetta tapað stríð, en bátur fyrirtæk- isins, Stefán Þór, hætti á lúðunni vegna ásóknar háhyrningsins. Stef- án Þór fór tvo stutta túra á lúðulín- una nú í vor og fékk samtals 15 tonn, áður en farið var yfir á keilu og löngu. í fyrra fengu þeir 70 tonn af lúðu enda var þá friður fyrir hvalnum. Sjá nánar í Úr verinu bls. Bl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.