Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 13 Allir eiga að vera jafnir fyrir löginn eftir Hrafnkel A. Jónsson Lengi hefur verið deilt um kosn- ingafyrirkomulag á íslandi. Þeir sem búa við skertan atkvæðisrétt hafa talið núverandi kjördæmaskipan hið argasta óréttlæti, en hinir sem hafa notið þess að hafa meiri áhrif á val fulltrúa á löggjafarsamkomuna hafa talið kosningafyrirkomulagið nokk- urs konar bónus sem kæmi á móti skertum rétti á öðrum sviðum. Ég sé ekki ástæðu að rekja þessa um- ræðu nánar en vísa til tveggja greina sem baráttumenn jöfnunar atkvæð- isréttar hafa birt nýlega, annars vegar grein Jónasar Fr. Jónssonar lögfræðings í 4. tbl. Stefnis 1991, „Jafnt vægi atkvæða prófsteinn lýð- ræðis“. Hins vegar grein Jónasar Egilssonar framkvæmdastjóra SSH í 1. tbl. Sveitarstjórnarmála 1992, „Vilji þjóðarinnar, vilji þingmanna". Skamma stund verður hönd höggi fegin Það er umhugsunarefni hvort ekki hafi verið lögð of mikil áhersla á kjördæmaskipunina af þeim sem telja það skipta sköpum fyrir byggðaþróun í landinu að minnihluti kjósenda kjósi meirihluta þing- manna. Lítum á hvernig til hefur tekist. Meirihluti þingmanna hefur árum saman verið kosinn utan Reykjavík- ur og Reykjaness. Þrátt fyrir það hefur byggðaröskunin haldið áfram með vaxandi þunga, engin rök hníga til þess að sú þróun hefði orðið lands- byggðinni óhagstæðari þótt atkvæð- isréttur landsmanna hefði verið jafn. Síðan kemur til athugunar sú óum- deilanlega staðreynd að íslendingar búa við stjórnskipulag sem beinlínis byggir á jöfnum rétti einstaklinga án tillits til búsetu eða annarra þátta. Þetta er viðurkennt í kosningum til sveitastjórna og í langflestum kosn- ingum innan frjálsra félagasamtaka. Hvers vegna eiga þá önnur lögmál að gilda um kosningar til Alþingis? Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögunum. Það eru gæði en ekki magn sem skipta máli Sá sem þetta ritar hefur tvívegis rekið nefið inn fyrir stafi á Alþingi sem varaþingmaður. Þingseta mín er svo stutt að hún gefur mér tæp- ast tilefni til að leggja dóm á störf þingsins. Ég veit þó nokkurn veginn hvernig þessum störfum er háttað og ég hefi mótað mér skoðanir á þeim. Eitt af því sem ég tel liggja í augum uppi er að ljöldi þingmanna einstakra kjördæma á Alþingi endur- speglar ekkert endilega árangurinn í starfi fyrir kjördæmin. Af þessu dreg ég þá ályktun að hagsmunum t.d. Austfírðinga væri jafnvel borgið með 2 til 3 þingmenn á Alþingi á stað 5. Ég tel að störf þingsins yrðu jafn gagnleg þótt þingmenn væru 40 til 45 í stað 63. Niðurstaðan af bollaleggingum mínum er að það á að vera grundvallarregla, ófrávíkj- anleg, að kosningaréttur til Alþingis sé jafn hvar sem er á landinu. Fækkun þingmönnum Það á að fækka þingmönnum í 40 ti! 45. Þetta á ekki eingöngu að gera í sparnaðarskyni, því samhliða þessu á að hækka laun þeirra þing- manna sem eftir eru veruiega þann- ig að þeir verði fjárhagslega óháðir og til að þingmannsstarfið verði eft- irsóknarvert og samkeppnisfært við hinn frjálsa vinnumarkað. Það þarf að vera fyrir hendi hvati til að á löggjafarsamkomuna veljist hæfí- leikaríkasta fólkið.- Launakjör þing- manna í dag hvetja ekki til þess. Það á að binda það í lögum að ráð- herrar gegni ekki þingmennsku sam- hliða ráðherradómi. Varamenn eiga að taka sæti á þingi verði þingmenn ráðherrar, jafnframt á að ijúfa þá hefð að ráðherrar séu undantekning- arlítið kjörnir á þing. Forsætisráðherra á að hafa til þess fíjálsar hendur að sækja ráð- herra út fyrir raðir þingmanna telji hann það æskilegt. Stofnsetjum héraðsstjórnir Samhliða þessu á að koma á við- bótarstjómsýslustigi, héraðastjórn, sem fá á markaða tekjustofna og hluta þeirra verkefna sem í dag eru í höndum Alþingis og ríkisstjórnar og sveitarfélaga. Nefnd sem starfaði á vegum Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi og ætlað var það verkefni að fjalla um hið svokallaða þriðja stjórnsýslu- stig eða tilkomu millistjórnarstigs í íslensku stjórnkerfi, skilaði niður- stöðu á aðalfund SSA 1991. Aðal- fundurinn hafnaði hugmyndum nefndarinnar í raun. Ég tel að í áliti nefndarinnar hafi verið bent á framkvæmanlegar breytingar á íslensku stjórnkerfí sem Hrafnkell A. Jónsson „Það á að vera grund- vallarregla, ófrávíkjan- leg, að kosningaréttur til Alþingis á að vera jafn hvar sem er á land- inu.“ koma þarf á til að auka valddreif- ingu og færa ákvarðanatöku út til almennings. í áliti nefndarinnar var lagt til að eftir hveijar sveitarstjórnarkosn- ingar yrði kosin í almennum kosn- ingum héraðsstjórn sem í sætu 9 til 15 fulltrúar. Umdæmi núveraridi héraðsnefnda gætu verið mörk hér- aðanna. Til að viðhalda nauðsynleg- um tengslum héraðsstjórna og sveit- arstjórna yrðu sveitarstjórnarmenn einir kjörgengnir til héraðsstjórna. Héraðsstjórnir kæmu saman tvisvar til þrisvar á ári og funduðu nokkra daga í senn. Á vegum þeirra væri starfsfólk hliðstætt og í dag á sér stað hjá landshlutasamtökum og héraðsnefnda, en héraðsstjómirnar yfirtækju með öllu verkefni fyrr- nefndra samtaka. Hlutverk Alþingis væri löggjaf- arstarf og skipting fjárveitingar til héraðanna. í hlut héraðsstjóma kæmi að deila út fjármagni til byggðasamlaga og sveitarféiaga. Eðlilegt er að héraðsstjórnir hafi sjálfstæða tekjustofna og nokkurt frelsi til að nýta þá og jafnframt frelsi til að ákveða skatthlutfall. Verkefni héraðssljórna Nefndin lagði til að eftirtalin verk- efni heyrðu undir héraðsstjómir: — Byggðaáætlunargerð fyrir við- komandi landsvæði — Samgöngumál — Heilsugæsla og sjúkrahús — Skip- ulags- og umhverfísmál þegar þau snerta landshlutann allan eða hluta hans, en ekki einungis eitt sveitarfé- lag — Atvinnuþróun og nýsköpun atvinnulífs — Löggæsla — Hús- næðismál — Málefni framhaldsskóla — Fræðsluskrifstofa — Málefni fatl- aðra. Þessi upptalning þarf engan veg- inn að vera tæmandi en gefur nokkra hugmynd um með hvaða hætti nefndarmenn hugðust ná fram auk- inni valddreifingu. Þingmenn jökla og eyðisanda Um áratugaskeið hafa þeir sem tekið hafa ákvarðanir á Alþingi ver- ið menn sem kjósendur höfðu aldrei kosið til þeirra verka með því að greiða þeim atkvæði, heldur hefur stór hluti þingmanna verið kosinn af eyðisöndum, öræfum og jöklum. Afleiðingin blasir við í rústum efna- hagslífsins á Íslandi. Engar mark- tækar tillögur hafa komið fram um úrbætur sem jafnframt leiddu til valddreifingar. Þær tillögur eru í því sem kynnt er hér að ofan. Höfundur er formadur Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifírði og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. FULLBÚÐ AFHJÓLUM Á FRÁBÆRU VERÐI Vivi Uno barnahjól m/hjálpard.. 2 litir. Fri 3 ára, 12%" kr. 8.650, stgr. 8.217 Frá 4 ára, 14' kr. 9.750, stgr. 9.262 Vivi fjallahjól með hjálpardekkjum. Frá 3 ára, 12'// kr. 10.900, stgr. 10.335 Frá 4 ára, 14'. verð Irá kr. 11.400, stgr. 10.830 U'- Eurostar v-þýsk barnahjól, 2 litir. Frá 5 ára, 16* og 18' kr. 12.400, stgr. 11.780 Italtrike þrihjól m/skúffn, kr. 4.200 Fjallaþrihjðl kr. 4.200, m/skúffu kr. 4.600 Italtrike þrihjól, Ciao kr. 3.300, Lucy 10" kr. 4.200 og 12' kr. 4.400 e itm t i Eurostar v-þýsk stúlknahjól, 2 litir. Frá 6 ára, 20' kr. 16.300, stgr. 15.485 Frá 8 ára, 24’ kr. 16.900, stgr. 16.054 Eurostar v-þýsk dömuhjðl, 2 litir. 26' og 28' in gira, verð fri kr. 16.900, stgi 26' og 28', 3 gira, verð frá kr. 21.700, stgr I Diamond Rocky 16' fjallahjól með fútbremsu og brett- Diamond Sahara 26', 18 gira, Shimano SIS, vönduð Diamond Adventure 26', 21 glrs, Shimano 200 GS útbún- um. dömufjallahjól með átaksbremsum og álgjörðt'm. aður, glæsilegt fjallabjöl, krðmstál i stelli. Frá 5 ára, kr. 12.900, stgr. 11.938 24' verð kr. 21.000, stgr. 19.950 Frábært verð kr. 32.900, stgr. 31.255 26' verð kr. 22.000, stgr. 20.900. ‘ -..... TÉÉaiÍ / Highlander dömu- og herra-fjallahjól frá V-Þýskalandi Highlander 26' v-þýsk fjallahjól með brettum, Ijósum, með brettum, bögglabera, Ijósum o.fl. 20’ án glra kr. 17.200, stgr. 16.340 20' 3 gira kr. 20.800. stgr. 19.760 24’ 3 gira kr. 22.400, stgr. 21.200 24' 18 gira Shimano SIS kr. 27.400, stgr. 26.030 bögglabera. standara og gírahlif. Herra- og dömuhjól. An gira kr, 22.100, stgr. 20.995. 3 gira kr. 26.900, stgr. 25.555. 18 gira Shimano SIS, kr. 28.900, stgr. 27.455. 21 girs Shimano 100, kr. 33.900, stgr. 32.205. Uiamond Hocky 20', 6 gira, Shimano SIS. vönduð fjalla- Diamond Nevada 24’, 18 gira, Shimano SIS, vönduð Diamond Nevada 26'. 18 gira. Shimano SIS, vönduð hjól með átakabremsum og álgjörðum. fjallahjól með átaksbremsum og álgjörðum. fjallehjól með átaksbremsum og álgjörðum. Verð aðeins kr. 18.900, stgr. 17.995. Frábært verð kr. 21.000, stgr. 19.950. Frábært verð kr. 22.000, stgr. 20.900. Kreditkort og greiðslusamningar, sendum i póstkröfu. Vandið valið og verslið í Markinu - þar sem þjónustan er í varahlutum og viðgerðum. Símar 35320 68 88 60 Ármúla 40 Diamond Explosive 26', 21 girs, Shimano 200 GS útbún- aður, glæsilegt fjaliahjól, krómstál I stelli. Frábært verð kr. 32.900, stgr. 31.255. fereíunin yjyl hrkIð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.