Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1992 Stjórnarfrumvörp fjármálaráðherra: Einkasöluréttur ríkisins á tóbaki verði afnuminn Tóbaksgjald komi í stað einkasölugjalds ríkisiiis EINKARÉTTUR ríkisins til sölu á tóbaki verður afnuminn og lagt verður sérstakt tóbaksgjald á allt tóbak, sem komi í stað einkasölu- gjalds af tóbaki samkvæmt tveimur lagafrumvörpum sem fjármálaráð- herra hefur fengið samþykkt í ríkisstjóm og lögð verða fram til kynn- ingar á Alþingi. Stefnt er að því að frumvörpin verði lögð fram að nýju í haust og afgreidd sem lög er öðlist gildi 1. janúar 1993. Um er að ræða annars vegar frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf þar sem einka- réttur ríkisins til sölu á tóbaki er afnuminn og hins vegar sérstakt lagafrumvarp um nýtt gjald af tóbaksvörum sem komi í stað þeirra tekna sem ríkissjóður hefur notið af einkasölugjaldi af tóbaki. Frumvarp um gjald af tóbaksvör- um felur í sér að bætt verður föstu gjaldi við kostnaðarverð vindlinga er nemur 5,37 kr. á hvert stykki. Gjald þetta verði grunngjald sem breytist í samræmi við þróun Opni tilboðsmarkaðurinn: Flugleiða- bréf seld fyrir um 2,8 milljónir FYRSTU viðskiptin með hluta- bréf á Opna tilboðsmarkaðnum (OTM) áttu sér stað í gær á öðr- um starfsdegi markaðarins þeg- ar tekið var tilboði í hlutabréf í Flugleiðum að fjárhæð 2,8 millj- ónir króna. Voru bréfin seld á genginu 1,65 en til samanburðar má nefna að skráð kaupgengi var 1,66 hjá HMARKI fyrir síðustu helgi. Auk viðskiptanna með Flugleiða- bréfín bárust fjölmörg tilboð í gær og voru við lokun markaðarins 46 tilboð í gildi eða 21 kauptilboð og 25 sölutilboð. Kauptilboðin voru samtals að fjárhæð um 12 milljónir en sölutilboð að fjárhæð 62 milljón- ir. Yfírlit yfír hagstæðustu tilboð í hlutabréf í einstökum hlutafélögum við lokun markaðarins í gær má finna á peningamarkaði Morg- unblaðsins í dag ásamt upplýsing- um um áðurnefnd viðskipti. Sjá peningamarkaðinn bls. 26. framfærsluvísitölu. Á kostnaðar- verð annars tóbaks verði hins veg- ar lagt fast gjald er nemur 4 kr. á hvert gramm. Engar reglur munu gilda um ákvörðun heild- sölu- og smásöluálagningar. Ekki er gert ráð fyrir að verð tóbaks breytist vegna þessa en í frumvarpinu er þó gert ráð fyrir að skattheimta á tóbaki verði samræmd frekar en nú er og því verði m.a. lagt sama gjald á reyktóbak og vindla en til þessa hefur einkasölu- gjald af reyktóbaki verið nokkuð lægra en af vindlum og munu skatt- ar á vindlum því lækka lítillega af þessum sökum. I athugasemdum með frumvarpi um afnám einkasölu ríkisins segir að verði þessar breytingar lögfestar muni verðjöfnun á tóbaki falla niður enda verði ekki séð hvaða sjónarmið réttlæti verðjöfnun á tóbaki um- fram aðrar vörur. Tóbaksdeild ÁTVR verður lögð niður í kjölfar fijálsrar verslunar með tóbak og er gert ráð fyrir að það þýði að a.m.k. sex stöður starfsmanna verði aflagðar. Breytingarnar hafa það í för með sér að umboðsmenn hinna ýmsu tóbakstegunda annist framvegis innflutning, birgðahald og heild- söludreifingu tóbaks. Um ástæður breytinganna segir m.a. að afla megi ríkissjóði sömu tekna og hann hefur af einkasölu- gjöldum með innflutningsgjöldum og sambærilegum gjöidum af innlendri framleiðslu, sé um hana að ræða, á sama hátt og tíðkast varðandi inn- heimtu ýmissa annarra óbeinna skatta. Þá segir að tóbakseinkasalan hafí í raun aðeins annast innflutning og birgðahald fyrir umboðsmenn en engin takmörkun verið á innflutningi og smásala algerlega verið fijáls. Þá er talið að möguleikar til eftirlits með ólögmætum innflutningi og sölu tóbaks verði ekkert síðri við þessa breytingu. Einnig segir í athugasemdum að þegar haft sé í huga að landlæknir fullyrði að árlega deyi hundruð ís- lendinga af völdum reykinga sé í raun siðferðilega ámælisvert af rík- inu að stunda verslun með tóbak. Morgunblaðið/Rúnar Þðr 3.000 lítrar af otíu í sjóinn Um þijú þúsund lítrar af svartolíu fóru í sjóinn við Akureyri í gær þegar verið var að dæla henni um borð í Víði EA, sem var við Oddeyr- arbryggjuna. Fjöldi manns vann við hreinsun, m.a. slökkviliðsmenn og menn úr áhöfn skipsins auk hafnarstarfsmanna. Vel gekk að hreinsa olíuna, en á föstudag í síðustu viku sátu starfsmenn hafna á Norður- landi námskeið þar sem ítarlega var fjallað um olíumengun í sjó. Viðræður LÍN og viðskiptabankanna: Bankamir vilja fá upplýsingar um námsframvindu nemenda LÁRUS Jónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, segir ljóst að viðskiptabankarnir taki á sig talsverða áhættu ef þeir taka að sér aukin viðskipti við námsmenn í kjölfar þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru í frumvarpi um Lánasjóðinn að aðeins verði veitt námslán í lok hverrar námsannar þegar nemendur hafa skilað námsárangri. „Það liggur í augum uppi að ef bankarnir veita náms- manni lán út á lán frá okkur og hann skilar ekki námsárangri gætu þeir þurft að standa í erfiðri innheimtu,“ segir Lárus. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa bankarnir lýst yfir áhuga á að Lánasjóðurinn veiti m.a. upplýsingar um námsframvindu nemenda, sem stuðst yrði við vegna hugsanlegrar lánafyrirgreiðslu. Lárus sagðist ekki eiga von á við nýnema á undanförnum árum að bankarnir gerðu meiri kröfur til ábyrgðarmanna lána en Lánasjóð- urinn sjálfur. Sagði hann að í við- ræðum við bankana undanfarið hefði verið farið yfir breytingar og veittar upplýsingar um áhrif nýrra laga um Lánasjóðinn. Bankarnir byggðu á reynslu af fyrirgreiðslu Lést í umferðarslysi og sagði Lárus að í ljós hefði kom- ið að aðeins lítill hluti nýnema hefði í raun notfært sér þjónustu bank- anna á fyrstu námsönn. í bréfi menntamálaráðuneytisins sem sent var menntamálanefnd Alþingis sl. mánudag segir að að óbreyttum lögum megi áætla að lán á næsta haustmisseri nemi 1.270 millj. kr. en sú upphæð kæmi ekki til útborgunar fyrr en á næsta ári ef Alþingi samþykkir ákvæði frum- varpsins um veitingu námslána í lok hverrar námsannar. Lárus sagðist telja að aðeins lítill hluti þessarar upphæðar myndi færast yfir á bankakerfið ef tekið væri mið af reynslunni af sókn nýnema í banka- lán á fyrsta námsmisseri. Sagði Lárus að stjórnendur sjóðs- ins hefðu lýst áhuga á að viðræð- urnar færu af stað fyrir alvöru þeg- ar frumvarpið hefði hlotið af- greiðslu á Alþingi. „Við höfum talið æskilegt að námsmenn gætu fengið svipaða fyrirgreiðslu og þeir hafa fengið hjá sjóðnum þannig að lán yrðu greidd út mánaðarlega," sagði Lár- us. Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, segir að engar form- legar viðræður séu hafnar á milli Búnaðarbankans og stjórnenda LÍN um fyrirgreiðslu bankans við náms- menn. Búnaðarbankanum barst bréf frá Lánasjóðnum 9. apríl sl. þar sem segir að áformað sé að breyta framkvæmd á úthlutun námslána og að sú breyting muni að öllum líkindum hafa áhrif á bæði innláns- og útlánsviðskipti við- skiptabanka og sparisjóða við námsmenn og er óskað eftir viðræð- um við forráðamenn bankans um málið sem allra fyrst. Að sögn Stefáns hafa engar formlegar viðræður átt sér stað og enginn fundur hefði verið boðaður um málið. Aðspurður um þetta sagði Lárus að viðræðurnar við bankana og sparisjóðina væru mis- langt á veg komnar og að enn hefði ekki verið haldinn formlegur fundur með fulltrúum Búnaðarbankans. Sjá frásögn af umræðum á Alþingi á bls. 29. STÚLKAN sem lést eftir harð- an árekstur á mótum Holtaveg- ar og Sæbrautar í fyrrakvöld, hét Þórdís Unnur Stefánsdótt- ir, 17 ára gömul. Þórdís Unnur var til heimilis að Völvufelli 44 í Reykjavík. Hún sat undir stýri kennslubif- reiðar og var í ökutíma er árekst- urinn varð með þeim hætti að jeppa, sem var á leið norður Sæ- braut, var ekið inn í hlið kennslu- bifreiðarinnar er henni var ekið af stað frá Holtavegi yfir Sæbraut við grænt umferðarljós móts við Miklagarð. Við áreksturinn þeytt- ist kennslubíllinn á kyrrstæða bíla sem biðu við umferðarijósin. Að sögn slysarannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík mældust engin hemlaför á vettvangi slyss- ins, sem gefur til kynna að öku- maður jeppans hafí ekki verið bytjaður að hemla þegar árekstur- inn varð. Niðurstöður yfirheyrslna yfir ökumanninum liggja ekki fyr- ir og sagði lögregla í gær að ekki Þórdís Unnur Stefánsdóttir. lægi fyrir hvað olli árekstrinum. Þó mun ekki talið hugsanlegt að sólargeislar hafí getað byrgt öku- manni jeppans sýn. Tvöfalt fleiri skólanem- ar sækja um sumarvinnu HÁTT í 4.000 skólanemar hafa sótt um sumarvinnu hjá Ráðningar- skrifstofu Reykjavíkurborgar og Atvinnumiðlun námsmanna. Eru það hátt í tvöfalt fleiri umsóknir en komnar voru á sama tíma á síðasta ári. Skólar eru ekki búnir og er búist við að mun fleiri eigi eftir að skrá sig. Ekki hefur tekist að útvega nema örfáum vinnu, enn sem komið er. Hjá Ráðningarskrifstofu Reykja- víkurborgar höfðu í gær 1.490 piltar og 1.304 stúlkur skráð sig, eða alls 2.794 nemar. Þetta eru skólanemar 16 ára og eldri sem óska eftir sumar- starfi. A sama tíma í fyrra höfðu 1.492 umsóknir borist. Gunnar Helgason, forstöðumaður ráðningar- skrifstofunnar, sagði að í fyrra hefði tekist að útvega 1.300 nemendum vinnu. Ekki væri ljóst hvað tækist að útvega mörgum vinnu núna þar sem ráðningar væru rétt að hefjast. 1.100 manns höfðu skráð sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna í Fé- lagsstofnun stúdenta í gær, að sögn Ástu Snorradóttur framkvæmda- stjóra. Skráning hófst 23. mars og hefur því staðið yfir í rúman hálfan annan mánuð. Þessa dagana fjölgar umsóknum ört. Þá þijá mánuði sem skráning atvinnuumsókna stóð yfir hjá atvinnumiðluninni á síðasta ári sóttu 900 stúdentar um vinnu. Ásta sagði að margir væru um hvert starf sem byðist. Ekki hefði tekist að út- vega mörgum vinnu en hún taldi að það væri heldur að glæðast. Ásta sagðist vonast til að enginn þyrfti að ganga atvinnulaus í sumar en sagðist finna fyrir samdrætti í rekstri fyrirtækja og erfiðleikum í atvinnumálum. Um 1.400 unglingar úr 8. og 9. bekk grunnskóla, það er 14 og 15 ára unglingar, höfðu í gær skráð sig hjá Vinnuskóla Reykjavíkur, að sögn Sigurður Lyngdals hjá vinnuskólan- um. Er það svipaður fjöldi og undan- farin ár. Skráningu er ekki lokið. Síðastliðin tvö ár voru 1.600 og 1.800 unglingar í vinnuskólanum. Allir sem þess óska fá vinnu í júní og júlí. Sjá einnig fréttir á Akureyrar- síðu, bls. 28.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.