Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 13
MQRqUNBLAÐIÐ FlMftlTUQAQUR; 21. MAÍ1992
Síl3
eftir Runólf
*
Agústsson
Upplýsingar um kvótatilfærslur
og aukningu kvóta 11 stærstu fyrir-
tækja í útgerð sem fram komu í fyrir-
lestri undirritaðs á málþingi Birting-
ar sl. laugardag hafa vakið töluverða
athygli. Hörð viðbrögð útgerðar-
manna og viðkvæmni vegna þessara
upplýsinga eru illskýranleg í ljósi
þess að .umrædd uppsöfnun kvóta
sannar það eitt að kvótinn er að
komast á færri hendur en slíkt var
annað höfuðmarkmið laganna um
stjórn fiskveiða. Sjávarútvegsráðun-
eytið hefur nú gefið út lista sem
sýnir samskonar upplýsingar. Sá listi
staðfestir niðurstöður mínar í öllum
höfuðatriðum, m.a. um þær miklu
tilfærslur sem orðið hafa á kvóta.
Upplýsingar mínar voru byggðar á
eftirfarandi:
1. Allar upplýsingar eru miðaðar
við skráningu Sjávarútvegsráðuneyt-
isins á aflaheimildum og byggir á
opinberum gögnum þess. Skrár ráðu-
neytisins eru einu opinberu heimild-
irnar sem til eru um viðskipti með
kvóta. Kvóti telst því framseldur á
þeim tíma sem framsal er skráð,
enda er það eina tímamarkið sem
unnt er að miða við. Ailar tölur mið-
ast við botnfiskkvóta eingöngu.
2. Listi um aflamark og hlutdeild
fyrirtækjanna 11 þann 23. mars sl.
var alfarið unninn af starfsmönnum
Sj ávarútvegsráðuneytisins. Mismun-
ur þess lista og lista sem ráðuneytið
gaf út í dag skýrist af þeim tíma sem
líður á milli þess að listarnir eru
gerðir. Mikil viðskipti eiga sér stað
með kvóta og breytast því hlutdeild-
artölur fyrirtækjanna dag frá degi.
Þannig er Skagfirðingur hf. ekki
lengur á meðal 11 stærstu fyrirtækj-
anna, Árnes hefur komið í hans stað.
Breytir það nokkru um heildarút-
komu þessara 11 stærstu fyrirtækja.
3. Listi um aflamark og hlutdeild
sömu fyrirtækja þann 1. janúar 1991
var unninn með aðstoð starfsmanna
ráðuneytisins útfrá tölvutækum upp-
lýsingum um skráningu kvóta þeirra
fyrirtækja þann dag. Sá listi miðast
við aflamark fyrirtækjanna 8 mán-
aða fískveiðiárið 1991 og hlutdeild
þeirra í heildaraflamarki. Umræddur
listi var fullunninn lesinn yfir af ráðu-
neytinu án athugasemda.
4. Listi um aflamark sem fyrir-
tækin hefðu í mars sl. miðað við
óbreytta hlutdeild frá 1. janúar 1991
byggir á þeim lista. Sambærilegur
listi ráðuneytisins er nær samhljóða
að teknu tilliti til mismunandi túlkun-
ar á meðferð kvóta við sameiningu
fyrirtækja.
5. Sá kvóti sem talinn er til kom-
inn vegna sameiningar og samruna
fyrirtækja er kvóti þeirra fyrirtækja
sem tilkynnt hafa og skráð samein-
ingu við „móðurfyrirtækin" hjá Sjáv-
Samtals í þorskígildum:
arútvegsráðuneytinu. Hér er um að
ræða sameiningar Granda og Hrað-
frystistöðvarinnar, Vinnslustöðvar-
innar við Fiskimjölsverksmiðjuna,
Knörr, Fiskiðjuna og Samtog, Hrað-
frystistöð Vestm., Berg-Huginn,
Smáey og Höfn við ísfélag Vest-
mannaeyja, Heimaskaga, Síldar- og
fiskim.verksmj. og Sigurðar við Har-
ald Böðvarsson.
6. Önnur kvótaaukning er talin
sem áætluð kaup viðkomandi fyrir-
tækja á kvóta. Því eru flutningar
aflaheimilda Krossvíkur AK 300 frá
Krossvík hf. til Heimaskaga hf. og
þaðan inn í Harald Böðvarsson hf.
flokkuð sem kaup. Sama gildir um
kvóta þann sem fylgdi skipunum
Björgu Jónsdóttur ÞH 321, Ásborgu
EÁ 259 og Þuríði Halldórsdóttur GK
94 inn í Harald Böðvarsson hf.
7. Við útreikninga á andvirði afla-
heimilda var gengið út frá markaðs-
verði í mars sl. Það verð hefur nú
hækkað verulega og eru því þeir
útreikningar því vanreiknaðir ef eitt-
hvað er.
8. Sem dæmi um viðkomandi út-
reikninga má taka aflaheimildir
Samherja hf. Samkvæmt skráningu
Sjávarútvegsráðuneytisins var Sam-
heiji hf. með sex skip skráð þann
1. janúar 1991. Skipin voru: Jón EA
950, Akureyrin EÁ 10, Þorsteinn
EA 610, Margrét EA 710, Hjalteyrin
EA 310 og Oddeyrin EA 210. Kvóti
þeirra væri óbreyttur nú sem hér
segir:
Þann 1. apríl var Samherji hf.
með 11 skip skráð hjá Sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Þau voru: Haftindur
HF 123, Erling KE 140, Jón EA
590, Akureyrin EA 10, Víðir EA
910, Þorsteinn EA 610, Margrét EA
710, Hjalteyrin EA 310, Oddeyrin
EA 210, Ása HF 154 og Straumur
RE 190.
Samkvæmt fyrrnefndum lista
unnum af Sjávarútvegsráðuneytinu
þann 23. mars sl. var sameiginlegur
Runólfur Ágústsson
kvóti fyrirtækisins í botnfiski 12.483
tonn í þorskígildum talið.
Mismunurinn á milli 7.948 og
12.483 eru 4.535 tonn. Markaðsverð
þess er í dag um 825.370.000 krón-
ur. Heyrst hefur að kvóti Samherja
sé að hluta til kominn frá Söltunar-
félagi Dalvíkinga. Um viðskipti þess-
ara tveggja fýrirtækja veit undirrit-
aður ekkert eða hve há greiðsla hef-
ur komið fyrir þær aflaheimildir. Hér
er hins vegar um að ræða tvö sjálf-
stæð fyrirtæki sem hafa flutt kvóta
sín á milli en ekki sameinast.
Þetta eru staðreyndir málsins og
ef Þorsteinn í Samheija hefur fengið
ofangreind 4.535 tonn á 150 miiljón-
ir króna eins og hann hélt fram í
fréttum Sjónvarpsins á mánudags-
kvöld, þá er hann betri bisnessmaður
en flestir aðrir og sýnist ekki van-
þörf á að hafa slíka menn í hópi
útgerðarmanna.
Höfundur er lögfræðingur.
Tegund hlutdeild þá heitdarafla- mark í ár aflamark i þorskígildum
Þorskur 1,9380238% 204.205 tonn 3.957 tonn 3.957 tonn
Ýsa 1,5859627% 41.205 tonn 653 tonn 765 tonn (1,17)
Ufsi 1,3148410% 61.311 tonn 806 tonn 419 tonn (0,52)
Karfi 4,1480120% 94.044 tonn 3.901 tonn 1.950 tonn (0,5)
Grálúða 5.1274272% * 23.532 tonn 1.207 tonn 844 tonn (0,7)
Skarkoli 0,1219576% 11.062 tonn 13 tonn 12 tonn (0,89)
7.948 tonn
Sr. Bragi Skúlason
Von - bók
iim viðbrögð
við missi
UT ER komin hjá Hörpuútgáfunni
bókin Von eftir sr. Braga Skúla-
son sjúkrahúsprest. Þessi bók er
byggð á reynslu margra, bæði er
um að ræða reynslu höfundar og
fjölskyldu hans, en jafnframt á
reynsíu syrgjenda víða um land.
í frétt frá útgefanda segir m.a.:
„Bókin tjallar um tilfinningar sorgar-
innar, líkamleg einkenni, verkefni
sorgarinnar, um sorgarviðbrögð for-
eldra, fjölskyldusögu, fósturlát,
andavana fæðingu, missi barna við
aðrar aðstæður en dauða, um útfar-
arþjónustu, missi maka við skilnað
og missi maka við dauð'a. Höfundur
telur sorgina vera eðlileg viðbrögð
við missi. Samt forðast margir vinir
og hjálparaðilar að ræða um sorgina.
Fyrir vikið einangrast margir syrgj-
endur með erfiðar tilfinningar sem
fá ekki eðlilegan farveg.“
Bókin er 100 bls. og unnin í prent-
smiðjunni Odda hf. Kápumynd er
eftir Rafn Hafnfjörð.
IVIIÐAÐ VIÐ VERÐIÐ A ÞESSUM IBM
TÖLVUM ERU TILBOÐ AIVIMARRA
EKKI SVO MÖGIUUÐ
IBM PS/1 386SX
16MHz klukkutíðni • 2MB minni
40MB harður diskur
VGA litaskjár með hátalara • Mús
Microsoft Windows og Microsoft Works fylgir
Verð aðeins 106.000 kr. með vsk.
IBM PS/2 386
FISTÖLVA
Vegur aðeins 2,5 kg • 40MB harður diskur
2MB vinnsluminni • Tengi fyrir prentara og nnis
Verð aðeins 136.000 kr. með vsk.
IBM PS/2 57 Í386SX
20MHz klukkutíðni • 4MB minni
80MB SCSI harður diskur • DOS 5,0
SCSI stýring • 16 liita VGA skjástýring
á móðurhorði
Verð aðeins 181.000 kr. incð vsk.
STAR 4 geislaprentari
Prentar 4 ldöð á mínútu • Minni 1MB
Möguleiki á stækkun í allt að 5MB
4 innbyggðar leturgerðir • Parallel og serial tengi
Samhæfður við Hewlett Packard Laser Jet IIP
Prenthylki endist fyrir 3500 blöð
Verð aðeins 81.900 kr. með vsk.
Með tengi fyrir Apple Macintosh
(AppleTttlk)
3MB minni og PostScript (37 leturgerðir).
Verð aðeins 125.900 kr. með vsk.
m
IBM PS/2 50Z 286
I0 MIlz klukkutíðni • 1 MB innra minni
60MB harður diskur • Mús • DOS 5,0
102 hnappa lyklaborð • 12 tonnnu
litaskjár
Verð aðeins 69.000 kr. með vsk.
IBM PS/2 50Z 386SX
20 MHz klukkutíðni • 1 MB innra minni
60MB harður diskur • Mús • DOS 5,0
102 linappa lyklahorð • 12 tommu litaskjár
verð aðeins 97.000 kr. með vsk.
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 69 77 00
VERSLUN • SÍMI 697777
Alltaf shrefi á midan