Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 15

Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 15 nýja félaginu. Við þetta er litlu að bæta öðru en því að nokkur bréfaskrif hafa orðið vegna þess að nafn Þorsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, var á tveim um- sóknum til Kvikmyndasjóðs við síð- ustu úthlutun og er hugsanlegt að þau skrif hafi ýtt undir .fram- kvæmdastjórann að kljúfa Samtök kvikmyndaleikstjóra. Skulu þessi bréfaskrif því skýrð lítillega. Sam- tök kvikmyndaleikstjóra skrifuðu stjórn Kvikmyndasjóðs bréf 4. jan. ’92 sem var svohljóðandi: „Stjórnarfundur Samtaka kvik- myndaleikstjóra, haldinn 21. jan. ’92, vill benda á að það samræmist ekki starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs að hann sæki um eða sé á umsóknum til sjóðsins. f.h. stjórnar Samtaka kvik- myndaleikstjóra, Friðrik Þór Friðriksson formaður." Til að skýra máið ögn nánar fyr- ir þeim sem kynnu að hafa áhuga skal bent á að önnur þeirra tveggja umsókna, sem nafn Þorsteins var á, kom frá Jóni ólafssyni plötuút- gefanda. Sú umsókn fékk ekki styrk. Jón Ólafsson fékk hins vegar undirbúningsstyrk til annars verk- efnis. Þessi háttur við umsóknir, að framleiðendur fái nafn fram- kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs á umsóknir sínar til Kvikmyndasjóðs, er ný aðferð við umsóknir til sjóðs- ins. Loks má benda á að framkvæmd- astjóri Kvikmyndasjóðs, Þorsteinn Jónsson, er jafnframt aðalfulltrúi íslands í úthlutunarnefnd Evrópska kvikmyndasjóðsins, Eurimage. Flestar íslenskar myndir sækja um úthlutun úr Evrópusjóðnum. Ef plötuútgefandinn sem um var getið hér á undan sækir til Evrópska kvikmyndasjóðsins um styrk, þá er framkvæmdastjórinn að afgreiða umsókn til framleiðenda sem hefur haft hánn á umsókn frá sér til ann- ars sjóðs (Kvikmyndasjóðs) og gæti í því tilfelli orðið atvinnuveitandi hans. í ljósi þeirra staðreynda er raktar hafa verið hér að framan liggur ljóst fyrir að sá „klofningur" sem skrif- aður var um er í rauninni þessi: Þráinn Bertelsson gat ekki sætt sig við lýðræðislega niðurstöðu í for- mannskjöri á aðalfundi Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Þráinn sagði sig því úr samtökunum og stofnaði nýtt félag með framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs, Þorsteini Jóns- syni, ásamt tveim öðrum félögum úr samtökunum. í félagið gengu við stofnun nokkrir „kvikmynda- leikstjórar". Þetta félag heitir Félag kvikmyndastjóra og er Þráinn for- maður þess. Höfundur erritari Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Morgunblaðið/Sverrir Höfundar Skokkarans, Gunnar Páll Jóakimsson (t.v.) og Sigurður Pétur Sigmundsson, með eintök af hinni nýútkomnu bók sinni. Gefa út handbók fyrir skokkara ÚT er komin bókin Skokkarinn 1992 sem að sögn höfundanna, Gunnars Páls Jóakimssonar og Sigurðar Péturs Sigmundssonar, er handbók fyrir fólk á öllum aldri sem vill auka þrek sitt og þol. VERTÍÐARLOKABALL Á HÓTEL ÍSLANDI FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 22. MAÍ ÚTVARPSÞÁTTURINN LANDIÐ OG MIÐIN Dagskrá: Fordrykkur við komu gesta. Keppni í flökun á þorski. Módelsamtökin sýna nýjustu línuna í hlífðarfatnaði Sex áhafnir keppa í reiptogi. Magnús Ver, einn af sterkustu mönnum landsins, skorar á vaska sveina úr salnum í sjómann. Hátíðarræða kvöldsins Þorvaldur Halldórsson syngur vel valin sjómannalög. Útnefning þeirra fískvinnslukvenna sem skilað hafa bestri nýtni og afköstum í vetur. „Bókin hentar jafnt byijendum sem lengra komnum skokkurum og þeim sem vilja æfa hlaup skipu- lega. Það hefur verið lítið og tak- markað framboð af upplýsingum og leiðbeiningum um heilsubótars- kokk og hlaupaæfingar og fólk sem viljað hefur afla sér þekkingar hef- ur meira og minna þurft að sjálf- mennta sig í fræðunum," sögðu Gunnar Páll og Sigurður Pétur í samtali við Morgunblaðið um tilurð þess að þeir réðust í útgáfuna. Þeir sögðust að öllu leyti hafa skrif- að hana út frá reynslu sinni sem keppnismenn og skokkarar, en báð- ir eru fyrrverandi og núverandi meistarar og methafar í langhlaup- um. „Við höfum oft verið spurðir ráða um eitt og annað varðandi hlaup og það var fyrst og fremst það sem hvatti okkur til þess að skrifa þessa bók. Með aukinni þátt- töku almennings í heilsubótars- kokki höfum við orðið varir við vaxandi þörf fyrir upplýsingar um áhrif skokks og leiðbeiningar um æfingar. Það má segja að skokk- sprenging hafi átt sér stað hér á landi sem lýsir sér best í mjög auk- inni þátttöku í almenningshlaup- um.“ „Það er hins vegar ekki sjálfgef- ið að allir skokkárar hafi grundvall- arþekkingu á þjálffræðinni, en við teljum mikilvægt að sem flestir geri sér grein fyrir og átti sig á hvaða áhrif skokkið hefur á líkam- ann. Er það raunar forsenda þess að ávinningur manna af þessari tegund heilsuræktar verði sem rnestur." „Af þessum sökum er farið ítar- lega í undirstöðuatriði og hvaða áhrif skokk hefur á líkamann, en í stuttu máli sagt eykst starfsgeta hjartans. svo og æða- og öndunar- kerfisins, öndunin verður virkari, hæfni vöðvafrumanna til að nýta súrefni eykst við þolþjálfun, skokk- ið dregur úr streytu og vellíðan eykst,“ sögðu þeir félagar. „í þessu sambandi gerum við grein fyrir ýmsum æfmgaaðferðum í bókinni, drögum upp mismunandi æfingaáætlanir eftir því hvar á •vegi menn eru staddir í skokkinu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Þá er fjallað um nauðsyn- legan útbúnað til hlaupa, sérstakur kafli er um teygjuæfingar, tilgang þeirra og áhrif á vöðva, einnig kafli með ráðleggingum um undir- búning fyrir þátttöku í kapphlaup- um auk þess sem fjallað er um heppilegt mataræði hlaupara,“ sögðu Gunnar Páll og Sigurður Pétur að lokum. í bókarlok er að finna mikla skrá yfír 10 bestu afrek í hálfu og heilu maraþonhlaupi í hverjum ald- ursflokki karla og kvenna. Auk þess sem bókin fæst í verslunum munu þeir Gunnar Páll og Sigurður Pétur ráðgera að mæta á sem flest- um almenningshlaupum sumarsins og kynna bókina þar. „Svona er hinn fullkomni karlmaöur vaxinn.“ Tveir myndarlegustu karlmenn landsins sýna konunum vöxt sinn og fleira??? Fjöldasöngur. Skondnar sögur af sjónum. HLJÓMSVEIT GEIRMHNDAR VALTÝSSONAR LEIKUR FYRIR DANSI Kynnir kvöldsins: Sigurður Pétur Harðarson, útvarpsmaðurinn góðkunni, sem landinn þekkir úr þættinum Landið og miðin. Matsiðitt: ‘Kjóttiaíöcjui) súpa netagerðarmtmsins Uppáhalésteikjkjpstjórans 9íafis tiorhrsins — HQTEL tgJÁND Forsala aðgöngumiða er þegar hafin á Hótel íslandi alla virka daga frá kl. 13-19, sími 687111. Hótel KEA Akureyri, laugardaginn 23. maí kl. 10-16 SÝNING Á BI Sýnum á Akureyri viðskiptahugbúnaöinn Bústjóra. v Kynnumm.a.: Bókhald sveitarfélaga Útvegsbankinn (útgerð og fiskvinnsla) ^ Framleiðslukerfi Sölukerfi verslana -komdu og kynntu þér nútíma hugbúnað ^ JSTJC xfÍÉ Bústi' B ‘áksÆm -sveigjan /JfJl STRENG ÉBe nmSk verk- og keríisíi fW Stórhöfða 15-11 J/y N Simi 91-685130 )RA óri legur í samstarfi j UR œðistofa _LÍ I ö ;. 2 Reykjavik Fax 91-680628

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.