Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 17

Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 17 Nú þurfa sjómenn að halda vöku sinni eftir Pétur Sigurðsson Ég á grein í Sjómannadagsblað- inu sem kemur út þann dag. Rit- nefndarmaður hefur bent mér á að hluti þessarar greinar eigi erindi til sjómannadagsráðs, sem nú heldur aðalfundi sína — og reyndar fleiri. Ég man þá tíma á Alþingi, að oft lögðust þungt á þingmenn ýmsar ákvarðanir sem gátu haft mikil framtíðaráhrif á þjóðlífið og menn urðu hver fyrir sig að spá í framtíðina, sem enginn gat þó að fullu séð fyrir. Menn sjá áætlan- ir í skjölum, velta þar setningum fyrir sér, hlusta á rök með og á móti, en enginn sér fyrir með vissu, hver raunveruleikinn reynist í framkvæmd. í öllum samningum eru ævinlega tvíræðar setningar og enginn samningur er heldur svo úr garði gerður, að það verði ekki komið undir þeim aðilum, sem að honum standa og framkvæma, hvernig sem hann reynist og hvernig hann verkar, og þeir aðil- ar eru oft aðrir en samninginn gerðu með sér upphaflega og töldu að sínum skilningi traustlega frá öllum ákvörðunum gengið. Þess er því von að deilur hefjist jafnan á þingi og með þjóðinni þegar til koma umræður um milliríkja- samninga, sem skuldbinda þjóðina með einhveijum hætti um ókomin ár. Það þarf að meta gildi þeirra skuldbindinga til framtíðar frá sjónarmiðum svo sem þjóðréttar- legum, efnahagslegum og þjóðleg- um, svo sem áhrif á tungu og menningu og rótgróna lífsháttu. Undir meginþættinum eru svo ýmsir aðrir, svo sem áhrif slíkra samninga á einstakar stéttir þjóðfélagsins. í samningum þeim sem til stendur að leggja fyrir Alþingi íslendinga um Evrópska efna- hagssvæðið hljóta sjómenn eðli- lega að láta til sín taka öll ákvæði samningsins, sem snerta íslenskan Borgarráð; Fimmtán millj- ónum úthlut- að úr Hús- verndarsjóði BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Umhverfismálaráðs um úthlutun lána úr Húsverndar- sjóði árið 1992. Úthlutað er 15 milljónum króna til tíu aðila og er hæsta lán 2 milljónir, sem veitt er til fjögurra aðila. Elín Magnúsdóttir og Hanna María Gunnarsdóttir fá 1,5 millj. að láni vegna Bergstaðastrætis 64, Þráinn Bertelsson og Sólveig Egg- ertsdóttir fá 2 millj. vegna Fischer- sunds 3, og Söngskólinn, Hverfis- götu 44, fær 1 millj. að láni. Heim- ilisiðnaðarfélag íslands fær 750 þús. að láni vegna Laufásvegar 2, Einar Guðjónsson og Kristín Axelsdóttir fá 2 millj. vegna Lækj- argötu 10, og Þorsteinn Þorvarð- arson fær 2 millj. vegna Skóla- vörðustígs 35. Jóhannes Guðfínnsson fær 500 þús. vegna Stýrimannstígs 9, Helga Bachmann og Helgi Skúla- son fá 2 millj. vegna Suðurgötu 31, Magnús og Gunnar Sverris- synir fá 1 millj. 750 þús. vegna Veltusunds 3B og Ásta K. Ragn- arsdóttir og Valgeir Guðjónsson fá 1,5 millj. vegna Þingholtsstræt- is 28. sjávarútveg. Þar dugar ekki að kasta til höndunum, heldur sé þar allt fullskýrt og engum vafa undir- orpið hvað sé við átt með þessari eða hinni greininni. í Sjómannadagsblaðinu geri ég það að tillögu minni, og tek hana hér upp, enda hef ég rætt hana við ýmsa aðila, að sjómannasam- tökin í landinu setji á stofn nefnd til að meta þýðingu og gildi ein- stakra greina, og sé sú nefnd skip- uð sérfróðum mönnum í lögum og atvinnuvegum og á ég þá við lög- lærða menn, ásamt mönnum með þekkingum á veiðum og útgerð, vinnslu og mörkuðum. Eðlilegast er að aðalfundir Sjó- mannadagsráðs beiti sér fyrir þessari stofnun, en síðar hafi Éar- manna- og fiskimannasambandið ásamt Sjómannasambandi íslands Pétur Sigurðsson með forræði hennar að gera, og sé sú nefnd skipuð sérfróðum mönnum í lögum og atvinnuveg- um' Er þá að sjálfsögðu átt við þá löglærðu ásamt mönnum með þekkingu á veiðum og útgerð skipa af öllum stærðum ásamt vinnslu og aðstöðu hennar. Kannski er eðlilegast að FFSí og SSí hafi for- göngu um stofnun slíkrar nefndar, landsnefndar sjómanna, sem þyrfti að vera allfjölmenn, varla færri en 15 menn, og í henni, sem fyrr segir, yrðu menn úr öllum stéttum sjávarútvegsins. Því mun ekki saka að aðalfund- ur sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfírði hnykki á um fram- kvæmdina. Höfundur er formadur Sjómannadagsráðs. r VlÐ BJOÐUM YKKUR VELKOMIN í NÝJAN OG GRÓSKUMIKINN B Ú NAÐARBANKA í KÓPAVOGI Föstudaginn 22. maí og mánudaginn 25. maí tökum við á móti Kópavogsbúum með kaffi og kökum, gosdrykkjum og I góðgœti. Tilefnið ’er sannarlega ánægjulegt: Vorið 1991 efndi Búnaðarbankinn til samkeppni um nýtt útlit og skipulag í afgreiðslusölum bankans. GRÓSKA, tillaga Sigurðar Einars- sonar og Jóns Ólafs Ólafssonar, bar sigur úr býtum og nú verður þessi glæsilega hönnun „frumsýnd" hjá okkur í nýjum afgreiðslusal að Hamraborg 9. Hugmyndin að GRÓSKU er sótt í íslenska flóru, Mffl hreinleika og náttúrufegurð landsins. Komið í heimsókn og njótið með okkur GRÓSKU Búnaðarbankans. Paddington kemur í heimsókn kl. 11.00 og 14.00. BUNAÐARBANKINN -Trausturbanki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.