Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 19

Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 19 Sjávarútvegsskóli í Reykjavík eftir Finn Ingólfsson í fyrirspurnatíma á Alþingi skömmu fyrir páska spurði sá er þetta ritar menntamálaráðherra hvort hann hygðist beita sér fyrir því, að Vélskóli íslands, Stýri- mannaskólinn í Reykjavík og Fisk- vinnsluskólinn í Hafnarfirði yrðu sameinaðir í einn sjávarútvegsskóla á framhaldsskólastigi. Ástæða fyr- irspurnarinnar var að nefnd á veg- um menntamálaráðherra sem skip- uð var til að leita leiða til hagræð- ingar í framhaldsskólunum hafði þá skilað áliti. í því áliti segir, að nefndin telji mjög brýnt að tekið verði upp samstarf skóla, þar sem því verði við komið, einkum hvað varðar innritun og námsframboð. Nefndin telur að samstarf af þess- um toga geti verið góður kostur þegar um er að ræða mótun nýrra námsbrauta. Ennfremur kemur til greina að mati nefndarinnar að sameina skóla. Nefndin leggur því til að Stýrimannaskólinn í Reykja- vík, Vélskóli íslands og Fiskvinnslu- skólinn í Hafnarfirði verði samein- aðir í einn skóla, sjávarútvegsskóla. Breytinga er þörf Allir þessir skólar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að mennta og fræða starfsfólk sem síðan hefur komið til starfa í sjávarútveginum. Þar sem sjávarútvegurinn er undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar, hlýtur það að vera eðlileg krafa, að vej sé búið að fræðslumálum hans. í lögum framangreindra skóla eru ýmis ítarleg ákvæði um nám og námsskipan. Lögin eru um margt nákvæm hvað þessa hluti varðar og ætla má • að þau séu Þrándur í götu breytinga á námi og þess sveigjanleika sem krefjast verður af skólum ef þeir eiga að þjóna síbreytilegum þörfum atvinn- ugreinarinnar. Hugmyndin um sameiningu þessara þriggja skóla er ekki ný af nálinni. Fyrir fjórum árum var starfandi á vegum mennt- amálaráðuneytisins og sjávarút- vegsráðuneytisins nefnd sem gerði tillögur um stofnun sjávarútvegss- skóla á framhaldsskólastigi. Full- yrða má að þær tillögur eigi við enn þann dag í dag en þær eru: a) Að stofnaður yrði sjávarútvegs- skóli í Reykjavík er taki við hlut- verki Stýrimannaskólans, Vél- skólans og Fiskvinnsluskólans. b) Sjávarútvegsskólinn yrði sér- skóli á framhaldsskólastigi og heyrði undir menntamálaráðu- neytið. Aðfaranám að skólanum og nám á einstökum brautum skólans gæti einnig farið fram við aðra framhaldsskóla lands- ins. c) Sjávarútvegsskólinn fengi til umráða húsnæði Stýrimanna- skólans og Vélskóla Islands og hið nýja verknámshús Fisk- vinnsluskólans í Hafnarfírði. d) Sjávarútvegsskólinn myndi starfa í upphafí í fimm deildum; siglingafræðideild, vélfræði- deild, fiskvinnsludeild, fiskeldis- deild og endurmenntunardeild. Að snúa vörn í sókn Verulegur samdráttur hefur orð- ið á nemendafjölda þesara skóla á SíUSAR t M Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Vwterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill! „Sjávarútvegsskóli sem ein stofnun verður sterkari eining en þrír minni skólar og þar af leiðandi betur í stakk búinn til að takast á við verkefni sín.“ undanförnum árum. Skýringar á því eru væntanlega margar. Nem- endum hefur fækkað í hveijum ár- gangi. Áhugi á bóknámi er almennt meiri en verknámi og fjölbreytileiki náms á framhaldsskólastigi hefur aukist verulega og jafnframt sam- keppni um nemendur. Kennsla við Stýrimannaskólann og Vélskóla ís- lands fer fram í húsnæði Sjómanna- skólans. Nemendum hefur fækkað þar á undanförnum árum og hús- næðið því vannýtt, auk þess er kennsla skólanna tveggja algjörlega aðskilin, þótt almennar námsgrein- ar séu 30-45% námsefnis þeirra. Samræming þessa hluta námsins gæti verulega bætt nýtingu húss- ins, kennslukrafta og tækjabúnað- ar. Ekki verður annað séð en að hæglega megi flytja bóknám Fisk- vinnsluskólans í Hafnarfirði og sameina þannig á einum stað, allt almennt bóknám þessara þriggja skóla. Af því hlytist verulegt hag- ræði. Reykjavík vagga sjávarútvegsfræðslunnar Á tímum hagræðingar og sparn- Finnur Ingólfsson aðar á öllum sviðum er afskaplega mikilvægt að nýta það vel sem til er. Því er eðlilegt að slíkur sjávarút- vegsskóli á framhaldsskólastigi yrði settur á stofn í Reykjavík, enda Reykjavík til skamms tíma ein stærsta verstöð landsins. Vagga sjávarútvegsfræðslunnar í landinu væri því velkomin þar. Sjávarút- vegsskóli sem ein stofnun verður sterkari eining en þrír minni skólar og þar af leiðandi betur í stakk búin til að takast á við verkefni sín. Sérstaklega má nefna þróunar- störf við endurnýjun nárhsefnis og skipulag nýrra námsbrauta. Ætla má að betur verði séð fyrir fjárveit- ingum til skóla sem þannig starf- aði. Líklegt er að sterkur og at- kvæðamikill sjávarútvegsskóli muni almennt njóta meira álits en minni sérskólar og því verða fýsilegri kostur efnilegum nemendum en verið hefur. Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. SAS Lukkupotturinn er fullur af ævintýrum! SAS býður upp á ótrúlega lág far- gjöld til borga um alla Evrópu á verði sem er um 40% lægra en á venjulegum fargjöldum. Börn og unglingar frá 2ja til 18 ára aldurs fá þar að auki 50% afslátt. Til að spila í SAS Lukku- pottinum þarf að kaupa farmiðann 7-14 dögum fyrir brottför og dvelja a.m.k. aðfararnótt sunnudags í því landi sem ferðast ér til. Hámarksdvöl ferðarinnar er einn mán- uður. Lukkufargjöldin eru miðuð við að ferðast sé með SAS frá íslandi til Kaupmannahafnar og þaðan áfram til ákvörðunarstaðarins. SAS LUKKUFARGJOLD Verö miöað viö einstakling: 29.000 38.400 43.100 47.800 52.500 57.200 Kaupmannah. Berlln Amsterdam Aberdeen Barcelona Alicante Stokkhólmur Hamborg Dusseldorf Brussel Genf Aþena Osló Hannover Frankfurt Budapest Mílanó Istanbul Bergen Stavanger Kristiansand Váxjö Vásterás Gautaborg Malmö Kalmar Jönköping Norrköping London Manchester Stuttgart Dublin Glasgow Helsinki Munchen París Ríga Tallinn Vín Vilnius Zúrich Nice Lissabon Madrid Malaga Róm 1250 kr. flugvallarskattur er ekki innifalinn í uppgefnu veröi. SAS flýgur frá íslandi til Kaupmannahafnar mánudaga, miövikudaga og laugardaga. Flug til íslands er á sunnudags-, þriðjudags- og föstudagskvöldum. Kynntu þér SAS Lukkupottinn á söluskrifstofu SAS eða á ferðaskrifstofunni þinni og fljúgðu á vit ævintýranna í Evrópu! H///SAS SAS á íslandi - valfrelsi i flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.