Morgunblaðið - 21.05.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
21
NORRÆNT GIGTARAR 1992
----♦ ♦ ♦----
Ráðstefna um
EB og EES
MENNINGAR- og friðarsamtök
íslenskra kvenna halda náms-
stefnu dagana 23.-24. maí þar
sem flutt verða erindi og efnt
til umræðna um EB og EES.
Fyrirlesarar verða Dr. Hannes
Jónsson, fyrrv. sendiherra, Kristín
Einarsdóttir alþingiskona og Stef-
anía Traustadóttir félagsfræðing-
ur. Námsstefnan verður haldin í
sumarhúsahverfinö í Brekkuskógi
og er öllum áhugakonum heimilt
að taka þátt.
AT&T
BJite
RAFBORG SF.
Rauðarárstig 1, simi 622130.
IÐJUÞJALFUN GIGTARSJUKLINGA
eftir Ingu Jónsdóttur
Það hefur verið sagt um gigt
að hún kreppi en káli ekki. Dagleg-
ir hlutir sem við gerum án umhugs-
unar, eins og að fara í sokkana
eða að setjast upp í bílinn, geta
vaxið í augum og jafnvel orðið
okkur um megn þegar gigtin
kreppir að. Ekki
er til nein allsher-
jarlækning við
\ J gigt en þegar
/rA margir leggjast á
eitt er árangurs
að vænta. Þar má
VS—'/\ nefna iyfjagjöf,
þjálfun, fræðslu,
leiðbeiningar í
vinnuhagræðingu
og hvernig má
hafa áhrif á að-
stæður og gera sér lífið léttara t.d.
með notkun hjálpartækja eða
spelka.
Lykilhugtök iðjuþjálfunar eru
manneskjan og styrkleiki hennar,
tengsl viðkomandi við umhverfið
og daglegar athafnir. Markmiðið
er að viðhalda eða auka færni
sjúklingsins þannig að hann geti
lifað sjálfstæðu og innihaldsríku
lífi, verið ábyrgur og virkur þjóðfé-
lagsþegn.
Helstu þættir varðandi
iðjuþjálfun gigtsjúkra
Helstu þættir varðandi iðjuþjálf-
un gigtsjúkra eru eftirfarandi:
1. Viðhald vöðvastyrks. Mikilvægt
er að viðhalda vöðvastyrk til að
vinna á móti kreppum og aflögun
liða.
2. Fræðsla. Greint er frá því
hvernig takast má á við sársauka
og hlífa bólgnum liðum á markviss-
an hátt. Vel upplýstur sjúklingur
getur betur ábyrgst sína eigin
meðferð.
3. Hjálpartæki. Leiðbeint er um
notkun hjálpartækja til að draga
úr liðverkjum og fyrirbyggja rangt
álag á liðina og um leið létta gigt-
arsjúklingum dagleg störf. Hjálp-
artæki má einnig nota til að bæta
skerta eða tapaða getu, jafnvel
þannig að viðkomandi verði óháður
hjálp annarra. Sumir hafa þörf
fyrir hjálpartæki að staðaldri en
margir aðeins tímabundið, t.d. þeg-
ar sjúkdómur er mjög virkur.
4. Spelkur. Spelkur eru oft nauð-
synlegar fyrir gigtarsjúklinga og
er markmið þeirra oftast að draga
úr sársauka og/eða álagi á liði.
Algengastar eru vinnuspelkur úr
teygjuefni sem settar eru um úln-
liði. Verkir í úlnlið eru algengir
hjá liðagigtarsjúklingum, en þeir
draga úr gripstyrk handarinnar.
Stuðningsspelka um úlnlið hlífir
honum og eykur starfsgetu hand-
arinnar. Hvíldarspelkur eiga, eins
og nafnið gefur til kynna, að hvila
liði. Þá má nefna spelkur sem eru
notaðar eftir skurðaðgerðir á hönd-
um. Þær eru notaðar til að koma
í veg fyrir samgróninga og til að
viðhalda hreyfingu sem náðst hef-
ur við aðgerð. Iðjuþjálfar útbúa
spelkur og laga þær að þörfum
hvers og eins.
„Ýmislegt í umhverfi
okkar verður að hindr-
unum þegar gigtin
kreppir að. Sem dæmi
má nefna þungar hurð-
ir, stífar læsingar, lága
stóla eða lág rúm.“
5. Líkamsbeiting og vinnuhag-
ræðing. Sjúklingum er leiðbeint
um hvernig beita eigi líkamanum
rétt og skipulega í leik og starfi,
hvernig breyta megi starfsaðferð-
um til þess að komast hjá óþarfa
álagi og að starfsorkan nýtist sem
best. Það má t.d. gera með því að
vinna að hluta til sitjandi í stað
standandi eða nota báðar hendur
í stað annarrar. Mikilvægt er að
kunna góðar hvíldarstöður, geta
slakað vel á og endurnýjað andleg-
an og líkamlegan orkuforða.
6. Hagræðing á heimili og vinnu-
stað. Ymislegt í umhverfi okkar
verður að hindrunum þegar gigtin
kreppir að. Sem dæmi má nefna
þungar hurðir, stífar læsingar,
lága stóla eða lág rúm. Smávægi-
leg breyting á húsnæði, hagræðing
eða tilkoma hjálpartækis á heimili
getur gert daglegt líf léttara og
viðkomandi kleift að búa áfram
óháð hjálp annarra.
Höfundur er iðjuþjálfi ogstarfar
á endurhæfingardeild
Landspítalans.
Inga Jónsdóttir
MITSUBISHI
] r
uV
BÍLLINN SEM ALLIR VILJA EIGA
□ Öryggisbitar í hurðum
□ Bensín/Diesel fireyfill
□ Prívirk stilling á höggdeyfum
□ Sjálfskiptur/handskiptur
□ Lœsivörn á hemlum (fáanleg)
□ 100% læsing á afturdrifi
□ Hvarfakátur (mengunarvörn)
□ Priggja ára ábyrgð
Verðfrá kr. 2.363.520 {slyttri gerð)
Skiptibúnaður
Skiptibúnaður
Háglr/Lágglr
Eindrif / Aldrif
Fríhjólabúnaður
Mismunadrif
Afturdríf
Hreytill
öffr
Framdrif
plrr
Seigjutengsli
Framhjól
Afturhól
1. Hágír - Afturdrif virkt, framdrifsbúnaðuróvirkur.
2. Hágír - Aldrif sítengt gegnum mismunadrif og seigjutengsli.
3. Hágír - Aldrif sítengt með millilæsingu.
4. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu.
5. Lággír - Aldrif sítengt með millilæsingu og 100% læsingu á afturdrifi.