Morgunblaðið - 21.05.1992, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík:
Eini tilgangur verktakavinnu er að
fækka föstum starfsmönnum ISAL
GYLFI Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í
Straumsvík, segir að boltinn sé hjá stjórnendum ÍSAL og Vinnuveit-
endasambandi Islands eftir að þessir aðilar felldu miðlunartillögu
ríkissáttasemjara, en starfsmenn samþykktu. Hann segir að kjaradeil-
an þar snúist um meginatriði sem ekki sé hægt að hvika frá, ann-
ars vegar rétt starfsmanna til að hafa áhrif á vinnufyrirkomulag
og hins vegar hvort hægt eigi að vera að bjóða út reglubundna þætti
í starfsemi ÍSAL. Hann segir að álverið í Straumsvík sé rekið í hag-
kvæmasta rekstrarumhverfi álverksmiðja í Evrópu. Metframleiðsla
hafi verið á síðasta ári og birgðasöfnun sé engin því allt ál sem
verksmiðjan framleiði fari jafnóðum til kaupenda. Starfsmönnum
þyki gott að starfa hjá fyrirtækinu enda beri hár starfsaldur því
vitni og þeir vilji því allt hið besta. Þeir hafi lagt áherslu á að ná
samkomulagi í deilunni en einu svör stjórnenda ÍSAL og VSÍ séu
að þau vilji fá allar sínar kröfur fram annars verði enginn samning-
ur gerður.
Morgunblaðið/Sverrir
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna í álverinu í
Straumsvík.
ÍSAL hótaði úrsögn úr VSÍ
Gylfi sagði að starfsmenn hefðu
aðfaranótt 26. apríl lagt fram til-
lögu til VSÍ/ÍSAL þar sem tekið
var á þremur af þeim fimm atriðum
sem stjórnendur ÍSAL hefðu lagt
áherslu á að fá fram. Þeirri tillögu
hefði verið hafnað og þá hefðu
starfsmenn ÍSAL staðið frammi
fyrir tveimur valkostum. Annars
vegar að krefjast þess að sama
miðlunartillagan næði til allra, en
þá höfðu þeir vitneskju um að ÍSAL
myndi ganga út úr Vinnuveitenda-
sambandinu til þess að vera ekki
bundin af henni, og hins vegar að
samþykkja sérstaka miðlunartillögu
og reyna til þrautar að ná samkom-
ulagi um deiluefnin áður en til at-
kvæðagreiðslu kæmi. Þó VSÍ væri
ekki í sérstöku uppáhaldi hjá þeim
þá hefðu þeir að vel athuguðu máli
viljað gera allt til þess að samkomu-
lag tækist og samþykkt sérstaka
miðlunartillögu sem báðir aðilar
gætu tekið afstöðu til með óbundn-
ar hendur og að tíminn frá 26.
apríl til 4. maí yrði nýttur til þess
að ná saman um deiluatriði. Þeir
hefðu hins vegar ekki mætt neinu
öðru hjá viðsemjendunum en því
að það yrði að ganga frá þessum
fimm atriðum og ef það yrði ekki
á þann veg sem ÍSAL krefðist yrði
ekkert samkomulag.
„Það sem stendur upp úr og mér
finnst mjög alvarlegt í þessari stöðu
er að ÍSAL hefur ekki bara hótað
okkur því að annaðhvort yrði að
semja um þetta eða það yrði enginn
samningur, heldur hafa þeir líka
hótað VSÍ úrsögn ef þeir meðhöndl-
uðu ekki málið eftir sinni stífustu
útfærslu. Það hlýtur að setja Vinnu-
veitendasambandið I mjög alvarlega
stöðu í kjaramálum, þar sem þeir
voru að vísa deilum við öll félög til
ríkissáttasemjara undir lok sam-
flotsviðræðna til að skapa farveg
þannig að miðlunartillagan gengi
yfir allan vinnumarkaðinn. Síðan
þurfa þeir að fella tillöguna gagn-
vart einum aðila. VSÍ hefur hafnað
sérkröfum félaga með skipulögðum
hætti, þ.á m. okkar' en á sama
hátt hefur það ekki sett fram kröf-
ur um skerðingar á ákvæðum gild-
andi samninga á almennum mark-
aði. Þeir veija það hins vegar í til-
felli ÍSAL og styðja það með því
að fella miðlunartillöguna. Það er
líka rétt að benda á að ríkið dró til
baka skerðingarhugmyndir sínar í
kjaraviðræðunum, eins og hvað
varðar skerðingu á lífeyrisréttind-
um, biðlaunum og fleira til að auð-
velda að hægt væri að semja á
þessum nótum,“ sagði Gylfi.
Varðandi svokallaða stjórnun-
arkröfu stjómenda ÍSAL hvað
skipulag vinnu snertir, sagði hann
að ISAL hefði alla tíð haft skipulag
vinnu á sinni hendi, eins og aðrir
atvinnurekendur. Hins vegar þurfi
að semja um það vinnufyrirkomulag
sem unnið sé eftir og ákvæði þar
að lútandi séu í öllum kjarasamn-
ingum. Atvinnurekandi hafi ekki
einhliða rétt á því að breyta vinnu-
fyrirkomulagi nema samkomulag
sé gert um það við verkalýðsfélagið
og þegar það hafi verið gert þá
ráði atvinnurekandinn að sjálfsögðu
eftir hvaða vinnufyrirkomulagi sé
unnið. Kjami málsins sé hins vegar
sá að stjórnendur fyrirtækisins vilji
ekkert þurfa að semja við verka-
lýðsfélögin og starfsmenn um þetta
heldur vilji þeir hafa einhliða til-
kynningarétt í þessum efnum.
Mikil verktakavinna hjá ÍSAL
Gylfi segir að þetta sé annað það
meginatriði sem deilt sé um. Hitt
atriðið snerti verktakavinnu og
heimild stjórnenda til að bjóða út
reglubundna vinnu í álverinu. í
kjarasamningnum segi að hann taki
til allra starfa við framleiðslu, við-
hald, skrifstofu- og þjónustustörf í
álverinu hveiju nafni sem þau nefn-
ast, samanber þó undantekningatil-
felli sem/akin séu í fylgiskjali. Þar
segi að ISAL hafi rétt til þess að
leita til verktaka á almennum mark-
aði til að leysa af hendi ákveðin
verkefni á sviði nýbygginga, ný-
smíði svo og vegna meirihattar end-
urnýjunar og breytinga. ÍSAL hafí
því samkvæmt samningum heimild
til að leita til verktaka, enda fái
aðaltrúnaðarmaður að fylgjast með
þegar slíkar framkvæmdir séu á
döfinni og ekki dragi úr starfsemi
viðhaldsdeilda ÍSAL. Sem dæmi um
umfang verktakavinnu á vinnu-
svæði ISAL segir hann að tilkynnt
hafi verið um 130 verktakaverkefni
til aðaltrúnaðarmanns frá því í
október í haust. Til viðbótar þessum
130 verkum hafi fjórir verktakar
verið að störfum á svæðinu að stað-
aldri árum saman.
Gylfí vísar ennfremur til viðtals
Vinnunnar, málgagns Alþýðusam-
bands íslands, við forstjóra ÍSAL,
Christian Roth, í 3. tbl. 1992. Þar
sé forstjórinn spurður hvað rekstur
ÍSAL skili miklum peningum inn í
íslenskt þjóðfélag og hann segi að
þumalputtareglan sé sú að þriðj-
ungur veltu verði eftir. Þar megi
nefna laun og launatengd gjöld,
raforkukaup, framleiðslugjald og
gífurlega verktakavinnu.
Gylfí segir að það sé því ljóst að
það sé mjög mikil verktakavinna í
gangi hjá ISAL. Deilan um verk-
takavinnuna snúist hins vegar um
það að stjórnendur ÍSAL vilji fá að
setja verktaka í vinnu í reglubundin
störf sem starfsmenn ÍSAL gangi
til og þar með væru starfsmenn að
afsala sér því grundvallaratriði sem
samið hafí verið um þegar verk-
smiðjan kom hingað, að starfsmenn
fyrirtækisins eigi að vinna þessi
störf.
ÍSAL að öllu leyti
í eign Alusuisse
Vegna þeirra orða Þórarins V.
Þórarinssonar, framkvæmdastjóra
VSÍ, að ÍSAL sé eingöngu að gera
þá sjálfsögðu kröfu að fá að búa
við sömu aðstæður og önnur íslensk
fyrirtæki, sagði Gylfí: „Ég held það
sé nú rétt að upplýsa Þórarin um
að ÍSAL er í 100% eign Alusuisse,
sem er svissneskt fyrirtæki. í öðru
lagi til upplýsingar fyrir fram-
kvæmdastjóra VSI þá er ÍSAL á
fríhafnarsvæði og nýtur þar tollfríð-
inda. Það fær raforkuverð á öðrum
kjörum en nánast öll íslensk fyrir-
tæki og það er meðhöndlað á sér-
stakan hátt í skattamálum, þ.e. með
álagningu framleiðslugjalds. Ég get
ekki séð að þetta sé að búa við
sömu aðstæður og önnur íslensk
fyrirtæki. Það var gengið frá því
strax í upphafi inn í hverslags
umhverfi ÍSAL gengi og við höfum
þennan samningsrétt."
Gylfi vísar til þess að formaður
og framkvæmdastjóri VSÍ hafi sagt
opinberlega eftir að VSÍ felldi miðl-
unartillögu ríkissáttasemjara að
það væri gert að beiðni stjórnar
ISAL. „Samkvæmt upplýsingum
sem ég hef hér innan girðingar þá
íjallar stjórn ÍSAL ekkert um þessi
mál. Stjórn ÍSAL er upplýst um
þetta en stjórn ÍSAL tekur engar
ákvarðanir. Því er fyllsta ástæða
til að skora á framkvæmdastjóra
og formann Vinnuveitendasam-
bandsins að sýna opinberlega af-
greiðslu stjórnar ÍSAL á miðlunar-
tillögunni og afgreiðslu málsins í
heild. Þeir gætu til dæmis birt opin-
berlega ljósrit af fundargerðum
stjórnar ISAL þar sem þessi mál
voru afgreidd og ættu náttúrlega
að skilja svona ósk með tilliti til
krafna þeirra á hendur mjólkur-
fræðingum í þeirra kjaradeilu,“
sagði Gylfi.
Ágreiningur um grund-
vallaratriði
Hann segir að ágreiningurinn um
verktakavinnuna og vinnufyrir-
komulag sé ágreiningur um grund-
vallaratriði, ekki laun. Stjórnendur
ÍSAL hafi sagt opinberlega að þeir
ætli ekki að segja upp neinum
manni. Samt hafi þeir sagt að á
gildistíma miðlunartillögunnar sem
sé um 10 mánuðir ætli þeir sem
fyrstu skref að leggja niður mötu-
neyti, ræstingu, byggingardeild og
hafnaivinnu. Síðan hafi hafnar-
vinna verið dregin til baka og
áhersla lögð á hin þijú atriðin. Þetta
væru fyrstu skref á 10 mánaða
tímabili en síðan ætluðu þeir að
halda áfram. „Það sér hver heilvita
maður að ef þeir ætla að gera þetta
á þessum 10 mánuðum og ef allt
þetta fólk vill vera hér áfram þá
gengur það ekki upp að það verði
ráðnir verktakar til viðbótar. Þetta
er gert í þeim eina tilgangi að fækka
föstum starfsmönnum fyrirtækis-
ins, því aðaláhugamál stjórnenda í
áliðnaði til að sýna árangur út á
við er að fækka starfsmönnum á
framleitt tonn. Þessi viðmiðun er
miklu áhugaverðari fyrir stjórnend-
ur heldur en kostnaður í krónum á
framleitt tonn. Þó það hljómi ein-
kennilega gefur þessi viðmiðun
stjórnendum prik. Þetta er því liður
í því að fækka starfsmönnum fyrir-
tækisins, enda er það margyfirlýst
stefna fyrirtækisins," sagði Gylfí.
Engin eingreiðsla vegna
framleiðslu 1991
Hann segir að starfsmenn ÍSAL
hafi eftir kjarasamninga 1989 feng-
ið eingreiðslu krónur 20 þúsund og
1,8% af árslaunum ef tiltekin fram-
leiðslumarkmið næðust. Þessar
greiðslur hafí verið greiddar 1989
og 1990, en í þjóðarsáttarsamning-
unum hafi þessar greiðslur verið
tengdar hagræðingu, að kröfu
ISAL, og starfsmenn gefið yfirlýs-
ingu um að mönnun væri á hendi
stjórnenda fyrirtækisins. Þessu hafí
verið breytt svona þó yfirlýst stefna
í þjóðarsáttinni væri að taka ekki
á sérmálum. Þessar greiðslur hefðu
hins vegar ekki komið vegna þess
að samkomulag hefði ekki tekist
um hvernig að hagræðingunni yrði
staðið, en í yfírlýsingu vegna henn-
ar kæmi fram að það væri sameigin-
legt, áhugamál starfsmanna og
stjórnenda að auka framleiðni í fyr-
irtækinu og að ábata af framleiðni-
aukningu yrði skipt á milli starfs-
manna og fyrirtækisins eftir reglum
sem tækju jafnt til allra starfs-
manna og einstakra starfshópa.
„Síðastliðið ár var metfram-
leiðsla hjá fyrirtækinu. Það hefur
aldrei verið framleitt annað eins af
áli hjá fyrirtækinu og í fyrra og
það var gert með færri mönnum
en áður og minni yfirvinnu en áð-
ur. Þrátt fyrir það komu engar
greiðslur til starfsmanna á síðasta
ári. Þetta hefði átt að skila sér að
einhveiju leyti til starfsmanna, þó
svo að ákveðinn hluta af þessari
hagræðingu megi rekja til fjárfest-
inga. Núna vilja þeir henda hagræð-
ingarsamkomulaginu út af borðinu
einhliða. Það er ekki eins og þeir
ætli sér ekki að hagræða, þeir ætla
sér bara ekki að borga fyrir það,“
sagði Gylfi.
Hann sagði að nokkrum atriðum
varðandi þetta hefði verið vísað til
lögfræðilegrar athugunar og það
væri ekki ljóst hvert framhaldið
yrði. VSÍ hafí sagt í yfír'standandi
kjaraviðræðum að lykilatriði til að
hækka laun í fyrirtækjum væri
hagræðing og enn og aftur væri
VSI/ÍSAL með aðra afstöðu gagn-
vart starfsmönnum álversins, en
VSÍ væri með gagnvart öðrum við-
semjendum sínum. Starfsmönnum
fyndist það sárt að þegar verið
væri að gera núllsamninga á al-
9,0%
Arsávöxtim nmfram vr röhólgu
SKULDABREF
GLITNIS
4 ára verðtryggð skuldabréf
með fastri ávöxtun til
gjalddaga.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30.
Danska hljómsveitin
Bazaar á Púlsinum
DANSKA hljómsveitin Bazaar
heldur þrenna tónleika á Púlsin-
um, fimmtudag, föstudag og laug-
ardag, 21.-23. maí. Hljómsveitina
skipa Peter Bastian, Flemming
Quist Moller og Anders Koppel.
Erfitt þykir að flokka tónlist Baza-
ar en í henni er að finna áhrif frá
öllum tegundum tónlistar, s.s. jazzi,
fönki, o.fl. Undirbúningur komu
Bazaars hingað til lands hefur staðið
yfir í eitt ár á vegum danska sendi-
ráðsins, Aldísar Sigurðardóttur
kennara í Háskóla íslands og Púlsins
með stuðningi SAS, Eimskipafélags
íslands og íslandsbanka.
Tónleikadagana 21.-23. maí verð-
ur danskur matur á boðstólum á
Púlsinum, danskt brauðborð.
Tónleikarnir fímmtudaginn 21.
maí verða sendir út í beinni útsend-
ingu á Bylgjunni í boði Húsasmiðj-
unnar og er þetta upphaf að sam-
starfi Púlsins og Bylgjunnar um bein-
ar útsendingar öll fimmtudagskvöld
í sumar undir heitinu Tónlistarsumar
Púlsins og Bylgjunnar.
-t