Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
Hæstiréttur þyngir refsingu yfir reykvískum karlmanni:
1 Vi árs fangelsi fyrir kyn-
ferðismök við 4 ára dóttur
Reykjavíkurkvartettinn.
Reykjavíkurkvartettin-
um vel tekið í Færeyjum
Reykjavíkurkvartettinn fór dagana 22.-25. apríl sl. í tónleika-
ferð til Færeyja. Reykjavíkurkvartettinn skipa Rut Ingólfsdóttir,
Zbiegniew Dubik, Guðmundur Kristmundson og Inga Rós Ingólfs-
dóttir og héldu þau þrenna tónleika í Færeyjum, þá fyrstu í
Miðvági síðan í Þórshöfn og loks í Klakkvík.
REYKVÍSKUR karlmaður var
dæmdur í 18 mánaða fangelsi í
Hæstarétti á mánudag fyrir að
hafa gerst sekur um skírlífsbrot,
með því að hafa tvívegis haft
kynferðismök önnur en samræði
gagnvart fjögurra ára dóttur
sinni í desember 1990 og janúar
1991. .Maðurinn var dæmdur í 10
mánaða skilorðsbundið fangelsi
ÁSMUNDUR Brekkan prófessor
var kosinn formaður læknaráðs
Landspítalans í stað Þorvaldar
Veigars Guðmundssonar, sem gaf
ekki kost á sér til endurkjörs á
aðalfundi læknaráðsins 15. mai. Á
fundinum komu fram tvö framboð
til formanns og sljórnar læknar-
áðsins í fyrsta skipti í sögu sjúkra-
hússins. Tómas Zoega, yfirlæknir
á geðdeild Landspitalans, var
einnig í framboði til formanns og
skildu sjö atkvæði á milli hans og
Tilboði tekið í
gangstíga fyr-
ir 43,6 millj.
BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að
tillögu Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar, að taka
43.639.601 krónu tilboði lægst-
bjóðanda, Hlaðverks sf., í gerð
gangstíga. Tilboðið er 89,2% af
kostnaðaráætlun, sem er
48.911.186. Sjö tilboð bárust í
verkið.
Næstlægsta boð átti Jarðefni hf.,
sem bauð rúmar 44,8 millj. eða
91,62% af kostnaðaráætlun, Hag-
virki-Klettur hf. og Hlaðbær-Colas
hf. buðu saman rúmar 48,8 millj. eða
99,91% af kostnaðaráætlun, Dalverk
sf. bauð rúmar 50,4 millj\ eða
103,23% af kostnaðaráætlun, Ásgeir
Þór Hjaltason bauð rúmar 58,3 millj.
eða 119,31% af kostnaðaráætlun,
Rögnvaldur Rafnsson bauð rúmar
58,4 millj. eða 119,58% af kostnaðar-
áætlun og Loftorka hf. bauð 114,2
millj. eða 233,65% af kostnaðaráætl-
í sakadómi Reykjavíkur í febrúar
en Hæstiréttur þyngdi refsing-
una verulega og dæmdi manninn
til 18 mánaða óskilorðsbundinn-
ar fangelsisvistar. Einn hæsta-
réttardómari skilaði sératkvæði
og taldi refsingu ákærða hæfi-
lega ákveðna 12 mánuði, þar af
niu mánuði skilorðsbundið fang-
elsi.
Ásmundar. Sá hópur lækna sem
stóð að baki framboði Ásmundar
fékk einnig kjörna alla stjórnar-
menn læknaráðsins með um %
hlutum atkvæða.
Auk Ásmundar hlutu eftirtaldir
kosningu í stjóm læknaráðsins: Atli
Dagbjartsson varaformaður, Ólafur
Steingrímsson ritari og meðstjóm-
endur voru kjömir Jón Hilmar Al-
freðsson, Jónas Magnússon, Þórar-
inn Sveinsson og Þórður Harðarson.
Jón Hilmar er eini stjórnarmaður
fráfarandi stjómar sem hlaut endur-
kosningu. Fundurinn var fjölmenn-
asti læknaráðsfundur, sem haldinn
hefur verið í sögu sjúkrahússins, að
sögn Ásmundar Brekkan en 120-130
læknar sátu fundinn.
Ekki var viðhöfð listakosning við
kjörið til stjómar og að sögn Tómas-
ar Zoega var ekki mikill stefnumun-
ur á milli þeirra hópa sem stóðu að
framboðunum. „Ég tel að það hafi
verið nokkur tilviljun að tvö framboð
komu fram. Þeir sem buðu sig fram
úr báðum hópum voru sammála um
að mikilvægt væri meðal annars að
reyna að auka áhrif lækna á stjóm
sjúkrahússins og í heilbrigðismálum
almennt og styrkja tengsl við lækna-
deildina," sagði hann. „Ég held að
það komi ekki upp ágreiningur á
milli þessara hópa eftir kosningam-
ar. Ásmundur Brekkan var kosinn
formaður læknaráðs og er vel að því
kominn,“ sagði Tómas.
Ásmundur kvaðst lítið vilja tjá sig
um kosninguna og sagðist ekki hafa
tekið þátt í baráttu um kjörið. Sagð-
ist hann teija að raunveruleg ástæða
þess að tvö framboð komu fram á
fundinum felist í aðdragandanum að
þeirri stöðu sem komin sé upp á spít-
alanum vegna niðurskurðaraðgerða
stjómvalda.
Fram kom í sakadómi að maður-
inn hefði viðurkennt að hafa framið
þá háttsemi sem hann var ákærður
fyrir. Kvaðst hann hvorki hafa ver-
ið undir áhrifum áfengis né annarra
vímuefna og kvaðst ekki hafa áttað
sig á hvað hefði komið yfir hann
er atburðir þessir áttu sér stað.
Kvaðst hann fljótlega hafa leitað
reglulega aðstoðar geðlæknis.
í skýrslu geðlæknis sem lögð var
fram í sakadómi segir að eins og
fieiri karlmenn sem leiðist út í sifja-
spell hafi maðurinn sjálfur orðið
fyrir ofbeldi og áreitni í æsku.
Fram kom í málinu að eiginkona
mannsins og móðir stúlkunnar hefði
leitað með dóttur sína til sálfræð-
ings og að áhrif af háttsemi ákærða
myndu fyrst og fremst vera á hug-
myndalíf barnsins. Einnig kom
fram að hinn ákærði hefði haft
frumkvæði að því að flytja að heim-
an eftir að mál þetta kom upp.
Meirihluta Hæstaréttar skipuðu
Hrafn Bragason, Gunnar M. Guð-
mundsson, Pétur Kr. Hafstein og
Sigurður Líndal prófessor en Hjört:
ur Torfason skilaði sératkvæði. í
sératkvæði hans er fallist á að
maðurinn hafi gerst sekur um hin
ákærðu brot en vísað er m.a. til
álits læknis um að maðurinn hafi
leiðst til verknaðarins vegna
skammvinnrar brenglunar og að að
svo komnu hafí þess ekki orðið
vart að neikvæðar afleiðingar af
háttsemi mannsins hafi komið fram
í fari telpunnar.
Innkaiipastofnun ríkisins hef-
ur sent Sprota hf. bréf, þar sem
fram kemur að stofnunin telur
að nægilegar upplýsingar um
sölu á framleiðsludeild ÁTVR
sé að finna í útboðsgögnum.
Sproti hf., sem hefur framleitt
ICY-vodka og hafði hug á að
taka þátt í útboðinu, hafði óskað
eftir viðbótarupplýsingum um
Tónleikana í Þórshöfn bar upp
á sumardaginn fyrsta, 23. apríl.
Um kvöldið var haldinn fyrirlestur
um Halldór Laxness í Landsbóka-
safninu í tilefni níræðisafmælis
hans. Þar sem Reykjavíkurkvart-
ettinn var í höfuðstað Færeyja
þennan dag voru hljóðfæraleikar-
amir beðnir að leggja sitt af
mörkum til afmælishátíðarinnar.
Að loknum tónleikum í Norður-
afkomumat ÁTVR. Forstjóri
fyrirtækisins, Orri Vigfússon,
hefur óskað eftir þessum upp-
lýsingum frá Ríkisendurskoðun.
Sproti hf. sendi Innkaupastofn-
un b'réf fyrir skömmu, þar sem
farið var fram á að löggiltur endur-
skoðandi Sprota fengi að skoða
gögn ÁTVR, til að fá gleggri upp-
lýsingar um kostnaðarverðsút-
landahúsinu lék kvartettinn nokk-
ur íslensk lög við ljóð Halldórs
Laxness í Landsbókasafninu.
Gerðu áheyrendur, sem voru fjöl-
margir, góðan róm að þessári
óvæntu viðbót við fyrirlestur Tur-
ið Sigurðardóttur Johannsson.
Tónleikum kvartettsins var alls
staðar mjög vel tekið. Á efnis-
skránni voru verk eftir Jón Leifs,
Grieg, Beethoven og Barok.
reikninga og afkomumat fyrirtæk-
isins. Þá var þess oskað, að frestur
til að skila tilboðum yrði fram-
lengdur, en hann rennur út næst-
komandi mánudag.
I svari Innkaupastofnunar í gær
kemur fram, að send hafi verið út
viðbótargögn vegna útboðsins.
Stofnunin telji að nægilegar upp-
lýsingar um sölu á framleiðsludeild
ATVR sé að finna í útboðsgögnum
og muni því ekki aðhafast frekar
í málinu. í bréfinu er tekið fram,
sem svar við fyrirspurn í bréfi
Sprota, að gengið sé út frá því að
sömu verðlagningarreglur gildi
fyrir þá framleiðslu, sem boðin sé
út, og annað vín sem ÁTVR selji.
„Þetta svar Innkaupastofnunar
er alls ófullnægjandi," sagði Orri
Vigfússon, forstjóri Sprota, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Viðbótar-
upplýsingarnar, sem þeir vísa til,
eru ekki undirritaðar af neinum
endurskoðanda, heldur starfs-
manni ÁTVR. Ég er búinn að
skrifa Ríkisendurskoðun bréf, þar
sem ég fer fram á að hún stað-
festi að kostnaðarverðsútreikning-
ar og afkomumat ÁTVR sé rétt.
Jafnframt hef ég óskað eftir að fá
ítarlega sundurliðaða ársreikninga
ÁTVR, þar sem greina má kostnað
og tekjur framleiðsluþáttar, inn-
flutningsdeildar og smásölu
ÁTVR, fyrir áfengi annars vegar
og tóbak hins vegar. Þar er ég á
sama báti og til dæmis Félag ís-
lenskra iðnrekenda, Verslunarráð
Islands, Kaupmannasamtökin og
fleiri hagsmunaaðilar, sem hafa
ítrekað óskað eftir slíkum upplýs-
ingum.“
Orri sagði að hann tæki ákvörð-
un um það í dag, hvort Sproti
tæki þátt S útboðinu.
un.
„Flugustaðir“ búnir
til í Úlfarsá
LEIGUTAKAR Úlfarsár í Mos-
fellssveit, ef til vill betur þekkt
undir nafninu Korpa, hafa að
undanförnu unnið að viðamikl-
um lagfæringum á farvegi ár-
innar til að freista þess að gera
langar „veiðileysur" virkar á
komandi sumri og sumrum.
Fyrsta tilraunin var raunar
gerð á síðasta sumri, er Brúar-
hylnum hjá Korpúlfsstöðum
var breytt með þeim árangri
að hylurinn gaf milli 30 og 40
laxa, en hafði ekki gefið einn
einasta fisk í áraraðir þar á
undan. Sú veiði var að mestu
tekin á flugu og fluguveiðihlut-
fallið yfir sumarið fór úr fáein-
um prósentum upp í 30 prósent
eða svo af heildarveiði.
rrjjEgsJ
Að sögn Gríms Jónssonar eins
leigutaka og Ingvars Georgssonar
starfsmanns Hljóðrita, hafa 10 til
12 staðir verið „teknir í gegn“ í
vor, ýtt hefur verið upp fyrirstöð-
um við enda langra og grunnra
kafla til þess að dýpka ána fyrir
ofan garðana. Stórgrýti hefur og
verið borið í ána til að mynda
breytilegt straumlag þar sem áður
voru lygnur. „Úlfarsá hefur lengi
verið hálfgerð Öskubuska ís-
lenskra laxveiðiáa. Það hefur ekki
þótt fínt að veiða í henni og það
er kannski ekki skrítið þegar að
er gáð að mikill hluti sumarveið-
innar hveiju sinni er tekinn á
maðk í tveimur smáfossum neðst
í ánni. Það hefur verið hverfandi
fluguveiði í ánni og því stór hópur
veiðimanna ekki litið við henni.
Þó eru góðir flugustaðir upp um
Grímur Jónsson t.v. og Ingvar Georgsson standa við Brúarhylinn.
alla á og nú fjölgar þeim veru-
lega. Þessi svæði hafa einfaldlega
ekki verið nýtt og þó Brúarhylur-
inn hafi verið jafn góður í fyrra
og raun bar vitni, tók það samt
furðu langan tíma að síast inn
hjá Korpukörlunum að það gæti
hugsast að veiðivon væri í ánni
fyrir ofan fossana," sagði Grímur
Jónsson.
Tilraunir leigutaka eru athygl-
isverðar og óhætt að segja að
úrvalið aukist nú verulega. Grím-
ur sagði að sala veiðileyfa, sem
fer fram í Hljóðrita, gengi alveg
ágætlega, en eitthvað væri þó enn
óselt eins og víðar. Þarna geta
menn tekið hálfan dag í senn og
kostar dagurinn 5.500 til 8.800
eftir því hvenær sumars færi er
bleytt. í fyrra veiddust þarna 240
laxar á tvær stangir, en það skip-
ar Úlfarsá í hóp bestu laxveiðiáa
landsins sé mið tekið af meðal-
veiði á hveija dagstöng.
Aðalfundur læknaráðs Landspítalans:
Tvö framboð við
kjör til sljórnar
Innkaupastofnun telur nægar upplýsingar í útboði ÁTVR:
Vil að Ríkisendurskoðun
staðfesti upplýsingarnar
- segir Orri Vigfússon hjá Sprota hf,