Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992
25
Málþing um stöðu karla í breyttu samfélagi:
Jafnréttísumræðan
er komin í öngstrætí
- seg-ir Sigurður
Snævarr
SIGURÐUR Snævarr, hagfræð-
ingur og fulltrúi í nefnd um stöðu
karla í breyttu samfélagi, segir
að fyrirhugað málþing um við-
fangsefni nefndarinnar verði
henni eins konar hugmynda-
skjóða að vinna úr. Nefndinni er
ætlað að vinna að úttekt á stöðu
karla í breyttu samfélagi með
jafna verkaskiptingu og fjöl-
skylduábyrgð í liuga. Málþingið
er opið og haldið í Borgartúni 6
laugardaginn 23. maí.
Félagsmálaráðherra skipaði
nefnd um stöðu karla í breyttu sam-
félagi samkvæmt framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar um að-
gerðir til að ná fram jafnrétti kynj-
anna. Nefndina skipa Margrét S.
Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri
Háskóla íslands, Ragnheiður Harð-
ardóttir, upplýsingafulltrúi jafnrétt-
isráðs, Sigurður Svavarsson, rit-
stjóri hjá Máli og menningu, Ingi-
mar Ingimarsson, fréttamaður, Ari
Skúlason, Guðmundur Ólafsson og
Sigurður Snævarr, hagfræðingar.
Ingibjörg Broddadóttir, félagsráð-
gjafi hjá félagsmálaráðuneytinu, er
starfsmaður nefndarinnar.
Sigurður Snævarr sagði að
nefndarmenn hefðu fljótlega skynj-
að að verið væri að horfa á jafn-
rétti frá nýjum sjónarhóli. Aður
hefði fyrst og fremst verið horft til
þess að konur nytu jafnréttis til
móts við karla. Nú væri spurt
hversu jafnrétti væri karlað. „Við
Sigurður Snævarr
gerðum okkur grein fyrir að sjónar-
hornið væri breitt og eðlilegt væri
að líta til ýmissa átta. Þannig fund-
um við út að skynsamlegt væri að
efna til málþings sem væri eins
konar hugarflæði. Úr því gætum
við safnað í hugmyndaskjóðu að
vinna úr,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að á málþingi yrði
byijað á því að tala um hvernig
hlutverk karla hefði breyst í þjóðfé-
laginu. „Gísli Ágúst Gunnlaugsson,
sagnfræðingur, verður gestur okk-
ar og fjallar um málefnið í sögulegu
samhengi, hvernig hlutirnir voru á
öldum áður og hvernig þeir hafa
breyst. Síðan munu Stefán Ólafsson
og liðsmenn hans segja frá viðhorf-
um og forvitnilegt verður að vita
hvaða viðhorf karlar hafa til at-
vinnu og fjölskyldulífs. Því næst
verður fjallað um löggjöfina," segir
Sigurður.
„Á eftir verður farið í uppeldi og
tilfinningar og á þar eflaust ýmis-
legt forvitnilegt eftir að koma í ljós.
Fyrst er að huga að fyrirmyndinni
en þar munum við til dæmis hafa
í huga að karlar eru aldir upp af
konum, nánast frá vöggu til fullorð-
insára. Ennfremur er athyglisvert
að horfa tii.þess að hér á landi er
mikið af einstæðum mæðrum og
synir þeirra komast kannski lítið í
tengsl við karla. Fyrirmyndir þeirra
verða fjarlægar, poppstjörnur eða
íþróttamenn. Um fjölskyldu og til-
finningar fjalla sálfræðingur, lækn-
ir og prestur. Verður þá meðal ann-
ars talað um alkóhólisma en mun
fleiri karlar verða honum að bráð
en konur. Þær finna líka til meiri
samkenndar en karlar. Má í því
sambandi nefna að í símaskránni
er fjölmargt skráð undir byrjuninni
kvenna- eða kven- en aðeins eitt
undir karl- og það er Karlakór
Reykjavíkur."
Sigurður segir að jafnréttisum-
ræðan hér á landi eigi í vanda.
„Hún er stöðnuð. Komin í öng-
stræti í mínum huga. Fólki finnst
há|f púkó að tala um jafnrétti,“
segir hann og nefnir að umræðan
sé lifandi í mörgum löndum, þ. á m.
í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Nor-
egi og Svíþjóð. Róttækar tillögur
hafi orðið til í Noregi en Svíar séu
á mýkri nótunum og hafi fjölskyldu-
ábyrgð í fyrirrúmi. Þessar stefnur
eigi sennilega eftir að takast á.
Morgunblaðið/Sverrir
Sýslumannshúsið við Suðurgötu 8, sem meirihluti bæjarráðs Hafnar-
fjarðar hefur samþykkt að flutt verði yfir á lóðina við Suðurgötu 11.
Hafnarfjörður;
Sýslumannshúsið
flutt að Suðurgötu 11
MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnarfjarðar hefur samþykkt, að fela
bæjarverkfræðingi, að undirbúa flutning á gamla Sýslumannshúsinu
við Suðurgötu 8, yfir á lóðina við Suðurgötu 11.
Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis-
flokksins greiddu atkvæði á móti
tillögunni og bókuðu jafnframt að,
ráðlegast væri að selja húsið hæst-
bjóðanda samkvæmt fýrirliggjandi
tilboðum. „Flutningur og endur-
bygging hússins á kostnað bæjar-
sjóðs mun hafa ómældan kostnað
í för með sér, sem ekki fæst til
baka við sölu hússins."
Bæjarstjóri óskaði að bóka, að
rétt væri að vekja athygli á að sam-
kvæmt hugmyndum bæjarráðs-
manna Sjálfstæðisflokksins væri
gert ráð fyrir að Sýslumannshúsið
yrði gefið „hæstbjóðanda" því til-
boðsupphæðin 2,6 milljónir króna
væri því sem næst jafnhá lóðar-
gjöldum án húss á lóðinni við Suður-
götu 11. „Með því leggja Sjálf-
stæðismenn til að afskrifa með einu
pennastriki þær 10 milljónir króna
sem bæjarráð samþykkti samhljóða
að kaupa húsið á af ríkinu fyrir
nokkrum vikum. Þessu vill meiri-
hluti bæjarráðs ekki una, heldur að
bæjarbúar eigi áfram um sinn hið
glæsilega og sögufræga hús, sem
hér um ræðir.“
Þá lögðu bæjarráðsmenn Sjálf-
stæðisflokks fram aðra bókun, þar
sem fram kemur, að staðhæfing
meirihluta bæjarráðs um að bæjar-
ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins vilji
gefa húsið, sé einungis rétt ef al-
mennri reglu hafi verið breytt um
að ekki skuli greitt gatnagerðar-
gjald ef endurbygginu eða flutningi
á húsum. „I stað þess að „gefa“
húsið er meirihlutinn tilbúinn að
veija milljónum króna af almannafé
í endurbyggingu hússins, milljónum
sem ekki munu skila sér aftur í
bæjarsjóð.“
Reiðubúnir
til viðræðna
við SYFÍ
- segir formaður
Landsbjargar
ÓLAFUR Proppé, formaður
Landsbjargar, segir að samtök-
in séu reiðubúin til áframhald-
andi viðræðna við Slysavarnafé-
lag Islands um samstarf. Sam-
tökin vinni nú þegar saman að
ýmsum málum en koma verði í
ljós hvort forsendur séu fyrir
sameiningu þeirra.
Einar Siguijónsson, nýkjörinn
forseti SVFI, sagði í Morgunblað-
inu á þriðjudag, að innan félagsins
væri vilji fyrir frekari samvinnu
samtakanna og jafnvel samein-
ingu þeirra.
„Við höfum að undanförnu átt
viðræður við Slysavarnafélag ís-
lands og erum tilbúnir til að halda
þeim áfram,“ segir Ólafur Proppé,
formaður Landsbjargar. „Við
vinnum nú þegar saman að mörg-
um málum og viljum gera það
áfram, en það á hins vegar eftir
að koma í ljós hvort forsendur eru
fyrir sameiningu þessara samtaka.
Það verður að hafa í huga að hér
er um nokkuð ólík félög að ræða;
aðild að Landsbjörg eiga aðeins
björgunarsveitir, en í SVFÍ eru
bæði björgunarsveitir og aðrar
deildir."
INNLENT
HLBOÐ
VIKUNNAR
HAGKAUP
- altí í einni feró