Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 26

Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 26
26 MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Filippseyjar: Ramos nálg- ast forseta- embættið Manila. Reuter. FIDEL Ramos, fyrrum varnar- málaráðherra Filippseyja, hefur afgerandi forystu þegar talin hafa verið um 40% atkvæða í forseta- kosningunum í landinu. Munar nærri 600.000 atkvæðum á honum og helsta keppinaut hans, Miriam Santiago. Búið er að telja rúmlega 10 millj- ónir af um 25 milljónum atkvæða og hefur Ramos fengið 2,40 millj. at- kvæða en Santiago 1,84 millj. Næst- ur henni er auðjöfurinn Eduardo Cojuangco, vildarvinur Ferdinands heitins Marcosar einræðisherra, með 1,73 millj. atkvæða. Var hann um stund jafn Santiago að atkvæðum. Talið er öruggt, að Ramos verði næsti forseti Filippseyja, en Santiago tekur því ekki þegjandi og hefur boð- að til fjöldafunda til að mótmæla því, sem hún kallar kosningasvindl. Á fundina hafa þó fáir mætt enda telja alþjóðlegir eftirlitsmenn, að kosningamar hafi farið vel fram eftir því, sem gerist í landinu. Óeirðir í Bangkok Reuter Hermenn gráir fyrir járnum við brennandi bílflak í Bangkok í gær. Óeirðir brutust út fjórða daginn í röð og beinast þær gegn Suchinda forsætisráðherra landsins. fjórða daginn í röð: Yfirmenn hersins brugga stjóm Suchindas launráð Bangkok. Reuter. YFIRMENN í tælenska hernum kröfðust afsagnar Suchindas Kraprayoons, sjálfskipaðs forsæt- isráðherra landsins, í gær. Hátt- settur heimildarmaður innan tæ- lenska hersins sagði að yfirmenn hliðhollir Tinsulanonda, fyrrum forsætisráðherra, hefðu rætt það sín á milli að steypa Suchinda af valdastóli. Óeirðir sem beinast gegn Suc- hinda geisuðu í Bangkok í gær fjórða daginn í röð og stjómvöld fyrirskip- uðu útgöngubann í borginni. Orð- rómur var á kreiki um að hersveitir frá bækistöðvum í norð-austurhluta landsins stefndu að Bangkok-borg þg hygðust steypa stjóm Suchindas. í yfirlýsingu frá Suchinda í gær sagði að 40 manns hefðu fallið í óeirðunum og um 600 særst, en starfslið sjúkrahúsa telur að tala fallinna geti verið mun hærri. Heimildarmaðurinn varaði við miklu blóðbaði segði Suchinda ekki af sér. Heimildarmaður innan lög- reglunnar sagði Jfeuters-fréttastof- unni að hann hefði séð tvo herflutn- ingabíla með um 50 hermönnum yfirgefa bækistöðvar í Nakhon Ratc- hasima-héraði, um 260 km norðaust- ur af Bangkok. Jeppar búnir vélbyss- um hefðu fylgt þeim eftir. Sjónar- vottar sögðu að hermenn hliðhollir Suchinda hefðu sett upp varðstöð í um 30 km fjarlægð frá höfuðborg- inni þar sem eini þjóðvegurinn inn í borgina liggur. Suchinda sem rændi völdum lýð- ræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins í febrúar 1991, sagði af sér sem yfirmaður tælenska hersins eft- ir að hann beið lægri hlut í þingkosn- ingum í mars sl., til að gegna emb- ætti forsætisráðherra. Um leið og útgöngubannið tók gildi þyrptust tugir þúsunda mót- mælenda út á háskólalóð Ramkham- heang-háskólans í austurhluta borg- arinnar og komu upp vegatálmum. Ferðamönnum á leið til og frá land- inu, stjórnarerindrekum og sjúkling- um á leið til spítala, var leyft að fara ferða sinna. Allt að þrjú þúsund manns hafa verið fangelsaðir, þar á meðal Chamlong Srimuang, leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Suchinda þótti taugaveiklaður og illa fyrir kallaður þegar hann kom fram í ríkissjónvarpi í gærmorgun Egede var neyddur til að segja af sér vegna urriðaeldisstöðvar, sem hann bar ábyrgð á og hefur kostað heimastjórnina um 400 milljónir ísk. til þessa. Enginn fiskur hefur samt komið frá stöðinni ennþá. Egede heldur því fram, að landsþingið hafi aldrei verið leynt neinu og beri því fulla ábyrgð á framkvæmdinni og raunar bendir margt til, að brott- vikning hans tengist valdabarátt- unni innan Siumut og í grænlenskum stjórnmálum. Segist Egede hafa mikla trú á urriðaeldinu og vill taka til að lýsa yfir harmi sínum vegna víganna. Þá kom Sirindhorn prins- essa landsins einnig fram í sjónvarpi og hvatti til þess að endir yrði bund- inn á óeirðirnar. við því ásamt tveimur mönnum öðr- um. Hans Iversen, nýi sjávarútvegs- ráðherrann, er kunnur togaraskip- stjóri og hefur verið formaður þing- flokks Siumut. Þegar greidd voru atkvæði um hann sem nýjan sjávar- útvegsráðherra gekk stjórnarand- staða borgaraflokkanna, 11 lands- þingmenn Atassut, Akulliit Partiaa og Issituup Partiaa, út úr salnum til að mótmæla því, að vantrauststil- lögu hennar á stjórnina hafði verið vísað frá. Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Japans: Japanir kærðir fyrir und- irboð á litlum ferðabílum Grænland: Hans Iversen tók við af Kaj Egede Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. HANS Iversen, landsþingmaður fyrir Siumut-flokkinn, hefur tekið við af flokksbróður sinum, Kaj Egede, sem sjávarútvegsráðherra en embættið tekur raunar einnig til veiða á landi og sauðfjárræktar. Var þetta ákveðið á skyndifundi þingsins í fyrradag. Viðskiptahalli eykst í Banda- ríkjunum VIÐSKIPTAHALLINN í Bandaríkjunum jókst um 76,6% í marsmánuði frá fyrri mánuði. Hallinn nam í mars 5,82 millj- örðum dollara, tæpum 350 milljörðum ÍSK, en var í febr- úar 3,29 milljarðar dollara, nímir 197 milljarðar ÍSK. Ástæður þessa er 1,8% sam- dráttur í útflutningi og 4,5% aukning í innflutningi. Hag- fræðingar höfðu búist við 4,6 milljarða dollara, 276 milljarða ÍSK, viðskiptahalla í mars- mánuði. Rutskoj deilir á Kravtsjúk ALEXANDER Rutskoj, vara- forseti Rússlands, sakaði stjórnvöld í Úkraínu um undir- róður og hatursherferð gegn Rússum, í dagblaðinu Rossi- iskaja Gazeta í gær. Rutskoj sagði að úkraínsk stjórnvöld með Leoníd Kravtsjúk forseta í broddi fylkingar væru stað- ráðin í að slíta tengsl við sam- veldisríkin og reyndu með öllum tiltækum ráðum að sverta ímynd Rússa. Samkomulag um skipt- ingu vopna SAMVELDISRÍKIN hafa kom- ist að samkomulagi um skipt- ingu vopnabúrs fyrrum Sovét- ríkjanna í sartiræmi við CFE- sáttmálann um niðurskurð hefðbundinna vopna. Samkom- ulagið, sem gert var á leiðtoga- fundi Samveldisríkjanna í Tas- hkent í síðustu viku, gerir ráð fyrir mikilli förgun á skriðdrek- um, fallbyssum, brynvögnum, þyrlum og flugvélum allt frá Atlantshafí til Úral-fjalla. Handtökur í Nígeríu ÖRYGGISSVEITIR í Nígeríu hafa handtekið um 250 manns eftir einhveijar mestu óeirðir í landinu í áratug. Óeirðirnar brutust út í Lagos eftir mót- mæli í borginni gegn fátækt og breiddust fljótt til annarra borga. í borginni Kaduna voru líkhús yfirfull af líkum en talið er að tölur látinna verði aldrei nákvæmlega staðfestar, þar sem múslimar grófu lík trú- bræðra sinna áður en tölu var kastað á þau. íbúar í Kaduna segja að a.m.k. 300 manns hafí fallið í borginni. Lögreglan segist hafa náð að kveða niður óeirðirnar. Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morjjunblaðsins. NÝ orrusta í viðskiptastríði Bandaríkjamanna og Japana hófst í gær er Bandaríkjastjórn lagði fram kæru á hendur Japönum hjá Alþjóða viðskiptaráðinu (International Trade Commission). I kærurtni sakar bandaríska viðskiptaráðuneytið japanska bílaframleiðendur um að skapa offramboð á litlum ferðabílum (svonefndum Mini-Vans) og selja þá fyrir mun lægra verð en þeir eru seldir á í Japan. I kær- unni segir að mestur sé munurinn á Mazda-bílum eða 13%. Ráðuneytið fer hörðum orðum um athafnir Japana á þessu sviði, segir þá dæla þessum bílum inn á makaðinn á óraunhæfu undirboðs- verði í því skyni að auka markaðs- hluta sinn. Slíkar aðferðir séu brot á alþjóðlegum viðskiptasáttmál- um. Það voru „risamir þrír“ í banda- rískri bílaframleiðslu, GM, Ford og Chrysler, sem kærðu þetta mál til ríkisstjórnarinnar og fullyrtu fyrirtækin að með þessari aðferð væru Japanir á óheiðarlegan hátt að skaða bandaríska framleiðslu. Til þessa Kefur framleiðsla lítilla ferðabíla verið nánast eina svið bílaframleiðslunnar þar sem Bandaríkjamenn hafa haft afger- andi forustu. Mazda hefur þegar neitað aðild sinni að nefndum málum og segir fyrirtækið vera haft fyrir alrangri sök í kærunni. Alþjóðlega viðskiptaráðið hefur 45 daga til að úrskurða hvort ásakanirnar eigi við rök að styðj- ast. Telji ráðið þær vera réttar er Bandaríkjastjórn heimilt að hækka aðflutningsgjöld á litlum japönsk- um ferðabílum. Það mundi án efa leiða til hækkandi verðs á þessum bílum á almennum mörkuðum. Rússar sakaðir um ögran- ir og yfirgang í Moldovu 30 manns myrtir í S-Ossetíu í Georgíu Moskvu. Reuter. YFIRVÖLD í Moldovu sökuðu Rússa í gær um hernaðarlegar ögran- ir og yfirgang en í landinu er rússneskur minnihluti, sem lýst hef- ur yfir stofnun sjálfstæðs ríkis. Vopnaðir menn réðust í gær á lang- ferðabifreið í Suður-Ossetíu í Georgíu og myrtu 30 manns. Mircea Snegur, forseti Moldovu, sagði, að fyrrum 14. sovéski her- inn, sem nú lýtur Rússum, hefði kornið aðskilnaðarsinnum í landinu til hjálpar með skriðdrekum og brynvörðum bflum og skoraði á aðrar þjóðir og ráðamenn í sam- veldisríkjunum að styðja Moldova í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði. Moldova var áður að mestu hluti af Rúmeníu en í upphafí síðari heimsstyrjaldar innlimaði Jósef Stalín landið í Sovétríkin. Slafarnir á austurbakka Dnestr hafa hins vegar aldrei tilheyrt Rúmeníu og þeir vilja ekki verða að litlum minnihluta þar í landi sameinist Moldova og Rúmenía. Yfírmaður samveldishersins, Jevgeníj Shaposhníkov, segir, að herinn' sé hlutlaus í átökunum í Moldovu en viðurkennir, að að- skilnaðarsinnar hafí komist yfir hergögn, jafnvel með aðstoð her- manna. Ráðist var á langferðabíl í Suður-Ossetíu í Georgíu í gær og 30 manns myrtir. Kenndi aðstoðar- forsætisráðherra landsins „upp- lausnaröflum" um verknaðinn en sagði ekkert um hvort átt væri við Georgíumenn eða Osseta, sem eru tyrkneskur minnihluti, kristinnar trúar, og vilja sjálfstæði og sam- einingu við Norður-Osseta en þeir búa innan landamæra Rússlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.