Morgunblaðið - 21.05.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 21.05.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 27 Auðkýfing’iir frá Texas hyggst kaupa Hvíta húsið H. Ross Perot lofar aðgerðum í stað orða Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. HENRY Ross Perot, milljarðamæringurinn frá Texas, sem hyggur á óháð framboð til forseta, lítur á sjálfan sig sem bjargvætt og kveðst reiðubúinn til þess að binda enda á óreiðuna í Washington komist hann á framboðslista í 50 ríkjum. Hann er reiðubúinn að verja millj- ónum til kosningabaráttu sinnar og kveðst geta keypt sér leið inn í Hvíta húsið. Skoðanakannanir benda til þess að Perot eigi raunhæf- an möguleika á að komast í Hvíta húsið. í þeirri nýjustu hafði hann meira að segja fimm prósenta forskot á George Bush forseta. í könnuninni, sem vikuritið Time voru gerðir eflir sjónvarpsþættir. og sjónvarpsstöðin CNN birtu um Mesta rimma hans var innan fyr- síðustu helgi, kváðust 33 prósent irtækisins General Motors. Árið 1984 seldi Perot General Motors 80 prósent í EDS og settist í stjórn fyrirtækisins. Perot kvartaði sáran undan sóun innan þessa fyrirtækis, sem þrátt fyrir mikinn auð stóð höll- um fæti. Honum varð hins vegar lít- ið ágengt og að lokum féllst hann á að selja það sem eftir var af EDS gegn því að taka pokann sinn og þegja. Maður einfaldra lausna Perot er maður einfaldra lausna og þykir lítið gefinn fyrir málamiðl- anir. Þegar hann hefur tekið ákvörð- un 'verður henni ekki hnikað. Stjórn- málaskýrendur segja að skortur hans á samstarfsvilja, þolinmæði, umburðarlyndi og sveigjanleika muni standa honum fyrir þrifum þegar þar að komi að hann þurfi að vinna.með þinginu í Washington. Perot svarar því til að hjá General Motors hafi hann ekki haft eig- endurna á sínu bandi, en verði hann forseti muni hann hafa umboð fólks- ins til að grípa til aðgerða. Perot hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir það að hafa rýra stefnu- skrá og vera loðinn í svörum um það hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur í embætti. í síðustu viku lýsti hann yfir því að hann hygðist leggj- ast undir feld og íhuga þau mál- efni, sem efst eru á baugi. Á sunnu- dag skreið hann hins vegar aftur undan feldinum. Hann sagði að stuðningsmenn sínir hefðu hringt í sig hver um annan þveran og spurt: „Hvað ert þú að sóa tíma þínum í málefnin? Við höfum áhuga á lífs- skoðunum þínum og þú hefur látið þær koma skýrt fram.“ aðspurðra styðja Perot, 28 prósent sögðust myndu kjósa Bush og Bill Clinton, væntanlegur forsetafram- bjóðandi demókrata, kom næstur með 24 prósenta fylgi. Ymsir rekja fylgi Perots til þess hvað kjósendur eru óánægðir með stjórnmálaástandið í Bandaríkjun- um. Eins og venjulega beinist reiði kjósenda gegn stjórnmálamönnum, sem sækjast eftir endurkjöri, en Bandaríkjamenn virðast einnig ósáttir við að þurfa að velja milli Clintons og Bush í nóvember og þykir þeim hvorugur kosturinn góð- ur. Þar kemur Perot til sögunnar eins og riddari á hvítum hesti, sem tekur málin í sínar hendur. Perot er 61 árs gamall, lítill vexti og snaggara- legur. Hann hóf feril sinn sem sölu- maður tölvufyrirtækisins IBM. Þeg- ar hugmyndir hans um að hefja nýjan rekstur féllu í grýttan jarðveg hjá IBM sagði hann upp og stofnaði eigið tölvufyrirtæki, Electronic Data Systems (EDS). Stofnféð var þúsund doilarar (um 60 þúsund ÍSK á nú- virði), sem hann fékk lánað af spari- fé konu sinnar, en reksturinn nam brátt milljörðum dollara. Árið 1969 aflaði Perot sér hylli með því að láta fljúga með jólagjaf- ir til bandarískra stríðsfanga í Víet- nam. Stjórnvöld í Hanoi leyfðu flug- vélunum ekki að lenda, en það kom ekki að sök. Tíu árum síðar skipulagði hann leiðangur til að bjarga tveimur starfsmönnum EDS úr fangelsi erki- klerkaveldisins í íran. Björgunin varð spennusagnahöfundinum Ken Follett efniviður í bók, sem síðar H. Ross Perot kveðst reiðubúinn að verja allt að sex milljörðum króna til kosningabaráttu sinnar. Perot sagði að bæði demókratar og repúblikanar hefðu alltaf miklar stefnuskrár, en lítið væri um efndir. „Þetta er það, sem þeir láta frá sér fara fyrir kosningar. Fólkið vill að- gerðir, en ekki orð,“ sagði Perot. „Og það munum við gera, grípa til að- gerða.“ Það mun sennilega koma Perot til góða fyrst um sinn að vera loðinn í svörum um einstök málefni. Vin- sældir hans eru fyrst og fremst byggðar á ímynd hans. „Hann er milljarðamæringur, sem hefur aldrei verið í opinberu embætti," sagði Clinton í viðtali og bætti við: „Því minna sem hann gerir, þeim mun betur stendur hann að vígi í skoðana- könnunum." Perot telst fijálslyndur í skoðun- um. Hann er hlynntur fóstureyðing- um og vill takmarka eign á skot- vopnum. Hann er einnig þeirrar hyggju að ríkisvaldið eigi að hlaupa undir bagga með iðnaði og er jafn- vel reiðubúinn til að ganga svo langt að vernda bandarískan iðnað fyrir erlendri samkeppni. Hann hefur varpað fram þeirri hugmynd að halda tölvuvædda bæj- arfundi þar sem almenningur geti lagt atkvæði sitt á vogarskálarnar um einstök málefni. Hann var and- snúinn Persaflóastríðinu og hefur sagt að hann hefði sent sérsveit til íraks til að ráða Saddam Hussein af dögum í stað þess að veita emírn- um af Kúveit óverðskuldaða aðstoð. Afstaða Perots til ljárlagahallans þykir hins vegar hafa varpað rýrð á staðhæfingar hans um heiðarlegt framboð. Yfirlýsingar hans um að minnka megi fjárlagahallann um 180 milljarða dollara með því að stöðva „svik og misnotkun“ í kerfinu þykir bera keim af loddaraskap. Einnig virðist hann hafa gerræðis- legar skoðanir á því hvernig beita eigi valdi forseta og tilhneiging hans til að fara eigin leiðir stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar um sam- starf þings og forseta. Hvaðan tekur Perot fylgi? Bæði Clinton og Bush verða að taka Perot alvarlega. Bush myndi að öllum líkindum bera sigur úr býtum í kosningum milli hans og Clintons, Perot myndi hins vegar taka fylgi frá Bush. Stuðningsmenn Perots eru dæmigerðir repúblikanar, hvítir, búa í úthverfi, eru menntaðir og flestir karlmenn. En Perot myndi bjóða fram á sömu forsendum og Clinton: að fella Bush. Báðir verða því að veiða at- kvæði þeirra, sem vilja breytingar. Fijálslyndi Perots gæti laðað að at- kvæði demókrata. Að auki þyrfti Clinton að kljást við tvo frambjóð- endur frá Texas fari Perot fram og enginn demókrati hefur orðið forseti til þessa án þess að sigra í Texas. Framboð Perots gæti orðið til þess að enginn fái meirihluta í for- setakosningum. Fari svo mun full- trúadeild Bandaríkjaþings skera úr um það hver verður forseti og hafa þingmenn hvers ríkis eitt atkvæði. Oháð framboð eru ekki einsdæmi í bandarískum stjórnmálum. Reynsl- an segir hins vegar að fylgi óháðra frambjóðenda dvíni eftir því sem nær dregur kjördegi. Árið 1980 sýndu skoðanakannanir, sem teknar voru í júní, að Anderson nyti 20 prósenta fylgis. í kosningum í nóvember fékk hann aðeins sex prósent. Perot stendur hins vegar betur að vígi en forverar hans. Hann er vellauðugur og segist reiðubúinn til að veija 100 milljónum dollara (um sex milljörðum ÍSK) til kosningabar- áttu sinnar, sem er helmingi meira en andstæðingar hans hafa úr að moða. Bush og Clinton fá mótfram- lög frá ríkinu á móti því fé, sem þeir afla meðal almennings til að heyja kosningabaráttu sína. Vegna þess að þeir þiggja ríkisfé eru tak- mörk fyrir því hve miklu þeir mega eyða. Þar sem Perot myndi fjár- magna sitt framboð sjálfur er hann ekki háður þessum takmörkum. Og þá er að vita hvort milljarða- mæringnum frá Texas verður kápan úr því klæðinu að kaupa Hvíta hús- ið, eins og hann hefur orðað það sjálfur. Spánn: Flutningur á „Guem- ica“ gagnrýndur Madrid. Reuter. SPÆNSKA stjórnin hefur ákveðið að láta flytja „Guernica", eitt af frægustu málverkuni Pablos Picassos, úr Prado-safninu fræga í Madrid í nýtt nútímalistasafn. Ákvörðunin hefur valdið miklu fjaðra- foki í listaheiminum. „Guernica" er risastórt málverk, 3,6x7,8 metrar, og Picasso málaði það eftir sprengjuárás Þjóðveija á samnefndan baskneskan -bæ í spænsku borgarastyijöldinni. Ráð- gert er að koma því fyrir í Listamið- stöð Sofíu drottningar. Margir listunnendur í Madrid brugðust ókvæða við ákvörðun stjórnarinnar og líktu henni við rán. „Guernica" var geymd í Metro- politan-safninu í New York í 42 ár þar til samkomulag náðist um að flytja málverkið til Spánar árið 1981. Forstöðumaður Metropolitan-safns- ins sagði að flutningurinn væri brot á samkomulaginu. 400 línan frá Volvo er hönnuð fyrir nútímafjölskyldur. Fólk sem vill traustan og rúmgóðan fjölskyldubil sem um leið hefur alla kosti sportbíls. Kraftur, sportlegt útlit og öll hugsanleg þægindi prýða 400 línuna frá Volvo. Sem dæmi um staðalbúnað má nefna: 106 hestafla vél, álfelgur, vökvastýri, plusssæti, samlæsingu, rafdrifnar rúður og spegla, upphituð framsæti, hljómflutningstæki og margt fleira. Ef þú ert í vafa um hvort þú átt að fá þér sportbíl eða fjölskyldubíl, fáðu þér þá hvort tveggja, fáðu þér Volvo 440 eða 460! Verðið er frábært, eða frá 1.368.000 kr. staðgreitt, kominn á götuna! FAX&FENI 8 • SÍMI91 -68 58 70 FJOLSKYLDUBILL VOLVO - Bifreið sem þú getur treyst! A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.