Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992
Alþingi frestað en þing-
menn hafa ærinn starfa
ALÞINGI íslendinga, 115. lög-
gjafarþingi, var frestað á fimmta
tímanum í fyrrinótt. En reglulegt
Alþingi skal koma saman 17.
ágúst, sama dag lýkur 115. lög-
gjafarþingi. Salome Þorkelsdótt-
ir forseti Alþingis bendir á að
vegna samningsins um Evrópskt
efnahagssvæði muni þingmenn
ekki sitja auðum höndum í sum-
ar.
Á fjórða tímanum í fyrrinótt var
loks farið að sjá fyrir endann á
nauðsynlegri málaafgreiðslu Al-
þingis en að því hafði verið stefnt
að gera hlé á störfum þingsins síð-
degis í fyrradag.
Salome Þorkelsdóttir forseti
Alþingis vildi nú eftir miklar annir
og álag undanfarna daga og vikur
samkvæmt venju fara nokkrum orð-
um um þinghaldið í vetur.
Úrslit mála
Alþingi, 115. löggjafarþing, var
sett 1. október í haust, fundardagar
hafa verið 126 en 155 þingfundir
voru haldnir á þingtímanum. Alls
164 lagafrumvörp voru lögð fram,
þar af voru 114 þeirra stjórnar-
frumvörp en 50 þingmannafrum-
vörp. 65 stjórnarfrumvörp voru af-
greidd sem lög en einu var vísað
til ríkisstjórnarinnar. 48 stjórnar-
frumvörp urðu óútrædd. 8 þing-
mannafrumvörp urðu að lögum en
5 var vísað til ríkisstjórnarinnar,
eitt var kallað aftur en 36 þing-
mannafrumvörp urðu óútrædd.
Alls 87 þingsályktunartillögur
voru lagðar fram, þar af voru 7 frá
ríkisstjóminni en 80 frá þingmönn-
um. 21 tillaga hiaut samþykki. 4
var vísað' til ríkisstjómar en 62
óútræddar. Skýrslur urðu samtals
25. Beðið var um sex skýrslur frá
ráðherrum, þijár þeirra voru lagðar
fram skriflega en ein var flutt
munnlega.
271 fyrirspurn var lögð fram og
Salome
Þorkelsdóttir
var öllum nema
níu svarað.
549 mál voru
til meðferðar í
þinginu og þar
af 371 mál af-
greitt. Tala
prentaðra þing-
skjala varð
1.065. En það
væri talsvert
minna en vænta
hefði mátt og
mætti þakka það
afnámi deildaskiptingarinnar.
Forseti Alþingis benti á að þetta
þing hefði verið hið fyrsta sem háð
væri samkvæmt nýjum þingskapar-
reglum en í þeim fælist meiri breyt-
ing en áður hefði gerst síðan Ál-
þingi fékk löggjafarvald árið 1874.
Mörg ákvæði þingskapanna hefðu
reynst vel, sérstaklega andsvörin
sem hefðu lífgað umræður talsvert.
Ýmislegt annað hefði hins vegar
mátt betur fara. Þingforseti vék að
því að skýrslur ráðherranna hefðu
borist seint og ekki hefði gefist tóm
til að efna til eðlilegra umræðna
um þær eins og ætlast væri til.
Salome Þorkelsdóttir sagði einnig
að það væri rík ástæða fyrir þing-
menn að íhuga þá gagnrýni sem
Alþingi hefur sætt fyrir að umræð-
ur hafa dregist mikið á þinginu.
Það væri ljóst að lengd umræðu-
tíma hefði lengst nokkuð frá því
sem verið hefði á undanförnum
þingum enda þótt menn hefðu gert
sér vonir um hið gagnstæða í ljósi
þeirra breytinga sem gerðar hefðu
verið á skipulagi þingsins og starfs-
háttum sem hefðu miðað af því að
einfalda alla málsmeðferð og gera
hana hnitmiðaðri. Þingforseti vildi
ekki leggja dóm á það hvað þessu
ylli, enda væri of snemmt að draga
víðtækar ályktanir af gangi mála á
þessu fyrsta reglulega þingi sem
háð væri í einni málstofu. Það tæki
að sjálfsögðu sinn tíma fyrir þingið
að laga sig að gjörbreyttum starfs-
háttum og teldi hún að vart yrði
komin marktæk reynsla á þetta
fyrr en í fyrsta lagi eftir 2-3 ár.
En forseti Alþingis hvatti þó
menn til að nota tímann fram að
næsta þingi til að sníða af þingsköp-
um helstu hnökrana sem komið
hefðu í ljós. Salome Þorkelsdóttir
sagði að nefnd skipuð fulltrúum
allra þingflokka hefði unnið að því
ásamt nokkrum starfsmönnum
þingsins að móta tillögur um endur-
bætur og lagfæringar á atkvæða-
greiðslukerfi Alþingis og hefðu
þingflokkar nú fengið þessar tillög-
ur til umfjöllunar.
Miklar annir framundan
„Utlit er fyrir að þetta ár verði
eitt hið annasamasta í sögu Alþing-
is,“ sagði þingforseti. Þingmenn
væru ekki lausir allra mála. Nú
færi í hönd mikil vinna við samning-
inn um Evrópskt efnahagssvæði,
EES, og fylgifrumvörp hans.
Nefndir Alþingis myndu því ekki
sitja auðum höndum í sumar. Þessi
AIMAfil
samningur væri tvímælalaust um-
fangsmesta lagasmíð sem Alþingi
hefði nokkurn tímann fengið til
umfjöllunar. Varðaði miklu að
nefndunum, þingflokkunum og
þingmönnum öllum væru skapaðar
sem bestar aðstæður til að sinna
þessu mikilvæga hlutverki.
í lok ræðu sinnar ítrekaði Salome
Þorkelsdóttir þau orð sín frá upp-
hafi þessa þings að hún liti á sig
sem forseta alls þingsins, bæði
stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún
vitnaði til orða fyrrverandi forseta
breska þingsins: „Við megum aldrei
gleyma því að ríkisstjórn á rétt á
því að koma málum sínum í gegnum
þingið en jafnframt hefur stjórnar-
andstaðan rétt til þess að gagnrýna
þau mál. Það er sú jafnvægislist
sem ævinlega þarf að stunda og
það er verk forsetans að gæta jafn-
vægisins og tryggja að tíma þings-
ins sé ekki eytt í ónauðsynlegar
umræður um þingsköp."
Forseti Alþingis þakkaði þing-
mönnum, formönnum þingflokka,
skrifstofustjóra og starfsliði Alþing-
is fyrir samvinnuna á liðnu þingi
og óskaði öllum gæfu og gengis.
Fyrir hönd Alþingis óskaði hún öll-
um Islendingum árs og friðar.
Anna Olafsdóttir Björnsson
(SK-Rn) talaði fyrir þingmenn. Hún
þakkaði þingforseta góðar óskir og
jafnframt fyrir störf hennar í vetur
þar sem hún hefði oft þurft að tak-
ast á við erfið matsatriði undir nýj-
um þingsköpum. Anna óskaði þing-
forseta og ljölskyldu hennar góðs
sumars og ennfremur færði hún
skrifstofustjóra Alþingis og starfs-
fólki þakkir allra þingmanna fyrir
ómetanleg og vel unnin störf í þágu
þingsins. Tóku þingmenn undir
þessi orð með því að rísa úr sætum.
Að svo búnu las Davíð Oddsson
forsætisráðherra bréf undirritað af
handhöfum forsetavalds um frestun
á störfum Alþingis til 17. ágúst
næstkomandi. Þingfundi lauk laust
eftir kl. 4. um nóttina.
Stuttar
þmgfrettir:
Menntamálaráð
Á 154. fundi í fyrrinótt fór fram
kosning aðalmanns í stað Helgu K.
Möller kennara í menntamálaráð til
fyrsta þings eftir næstu almennar
alþingiskosningar.
Samkvæmt tilnefningu þingflokks
Alþýðuflokksins var valin Hlín Daní-
elsdóttir fulltrúi. Stjórnarandstæð-
ingar gagnrýndu fyrr á fundinum
að þétta mál væri á dagskrá og vildu
frestun. Starfandi fulltrúi, Ragnheið-
ur Davíðsdóttir nemi, hefði ekki unn-
ið sér annað til saka en að reyna að
hindra það að brotið yrði gegn anda
gildandi laga með því að leggja niður
bókaútgáfu Menningarsjóðs. Jón
Baldvin Hannibalsson formaður Al-
þýðuflokksins sagði að sú regla gilti
um kosningar í nefndir og ráð á veg-
um Alþingis, að kjósa nýja aðalmenn
í stað þeirra sem féllu frá. Það hefði
verið í höndum viðkomandi þing-
fiokks að hafa frumkvæði að kosn-
ingunni. Ekki undir neinum kring-
umstæðum hefðu aðrir þingflokkar
haft afskipti af kjöri nýs aðalmanns.
Hlutu ekki afgreiðslu
Á síðustu dögum hvers þings ger-
ist það jafnan að ekki er tími til-að
afgreiða ýmis mál. Að þessu sinni
má nefna frumvörp um að breyta
Síldarverksmiðjum ríkisins og Se-
mentsverksmiðju ríkisins í hlutafé-
lög. Ýmsum stjórnarsinnum var
nokkur eftirsjá að þessum frumvörp-
um en hins vegar þótti stjórnarand-
stæðingum þau ótæk í óbreyttu
formi. Ekki hlaut heldur afgreiðslu
frumvarp um að aflétta banni gegn
viðskiptum við Suður-Afríku, en
það frumvarp var mörgum stjórn-
arandstæðingum óskapfellt.
Ekki tókst að afgreiða eitt frum-
varp sem fulltrúar allra flokka í
fjárlaganefnd standa að; frumvarp
um greiðslur úr ríkissjóði.
Þrettán mál voru af-
Greiðsla skuldar ríkissjóðs við Reykjavíkurborg:
Omaklega vegið að fyrr-
verandi fjármálaráðherra
g’reidd á næturfundum
- segir Davíð Oddsson forsætisráðherra
FIMM lagafrumvörp og sex
þingsályktanir voru samþykkt á
síðustu tveimur fundum Álþingis
fyrir þingfrestun í fyrrinótt.
Einu máli var vísað til ríkis-
stjórnar og kosið var í Mennta-
málaráð.
Á 154. fundi voru samþykkt sem
lög frá Alþingi frumvörp um Nátt-
úrufræðistofnun Islands, um
Ábyrgðarsjóð launa vegna gjald-
þrota og einnig frumvarp um Við-
lagatryggingu íslands.
Á þessum sama fundi voru einn-
ig samþykktar þingsályktanir: Um
fullgildingu Fríverslunarsamn-
ings EFTA við Tyrkland, um
breytingu á vegaáætlun 1991—
1994, um útboð, um Eflingu Ak-
ureyrar og Eyjafjarðarsvæðis
sem miðstöðvar fræðslu á sviði
sjávarútvegs og ennfremur um
endurgreiðslu virðisaukaskatts
til erlendra ferðamanna. Einni
þingsályktunartillögu um jarðgöng
milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar-
fjarðar var vísað til ríkisstjóhnar-
innar. Þá var einnig kosinn nýr
aðalmaður í Menntamálaráð.
Á fjórða tímanum um nóttina var
154. fundi slitið en 155. fundir.sett-
ur og var leitað leyfis þingmanna
til að afgreiða 3 mál. Tvenn frum-
vörp voru samþykkt sem lög frá
Alþingi, frumvarp um vernd barna
og unglinga og frumvarp um full-
orðinsfræðslu. Að endingu var
þingsályktun um frestun á fund-
um Alþingis til 17. ágúst sam-
þykkt.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra segir að ómaklega hafi ver-
ið vegið að Ólafi Ragnari Gríms-
syni (Ab-Rn) vegna samnings sem
þeir gerðu í sínum fyrri embætt-
um, hann sem borgarstjóri og
Ólafur Ragnar sem fjármálaráð-
herra. Samningurinn var um
greiðslu u.þ.b. eins milljarðs
króna skuldar ríkissjóðs við
Reykjavíkurborg vegna lagning-
ar þjóðvega í borginni.
í umræðum um breytingu áyega-
áætlun í fyrrinótt kvaddi Ólafur
Ragnar Grímsson sér hljóðs. Ræðu-
maður vék að fylgiskjali með nefnd-
aráliti meirihiuta samgöngunefndar;
bréfi frá Ríkisendurskoðun til for-
manns fjárlaganefndar, þar sem
m.a. kemur fram að fjármálaráð-
herra hefði borið að leita heimilda
fjárlaganefndar fyrir samkomulagi
um greiðslu skulda ríkisins við
Reykjavíkurborg. Ólafur Ragnar
kvaðst hafa ýmislegt við þetta álit
Ríkisendurskoðunar að athuga.
Þetta samkomulag hefði verið gert
3. apríl og í þeim mánuði hefðu ver-
ið kosningar og síðar ríkisstjórna-
skipti. Það hefði því átt að koma í
hlut eftirmanns síns í embætti að
leita eftir staðfestinu fjáriaganefnd-
ar, ef það hefði á annað borð farist
fyrir í tíð fyrri ráðherra.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði fyrrverandi fjármálaráðherra
hafa setið ómaklega undir árásum í
þessu máli. Fyrrum fjármálaráð-
herra hefði unnið þetta mál fullkom-
lega í samræmi við _þær heimildir
sem til þess lágu. Ólafur Ragnar
Grímsson hefði í hvívetna gætt
hagsmuna ríkisins og sparað ríkinu
verulegar fjárhæðir. Hann hefði gert
þetta samkomulag fyrir kosningar
og tekið nokkra pólitíska áhættu ef
málið reyndist viðkvæmt fyrir Al-
þýðubandalagið úti á landi.
Framíköll og orðaval
Páll Pétursson (F-Nv) sagði að
Davíð Oddsson þáverandi borgar-
stjóri hefði verið í vandræðum með
fjárhag Reykjavíkurborgar og Ólaf-
ur Ragnar Grímsson hefði „skorið
hann úr snörunni". Páll Pétursson
taldi að þessi samningur hefði verið
til vitnis um áhuga Ólafs Ragnars á
stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokkn-
um eftir kosningarnar og skulda-
bréfið átt að vera aðgöngumiðinn.
Til nokkurra orðaskipta kom milli
ræðumanns og þingmanna, ræðu-
maður sagði í þrígang Vilhjálmi
Egiissyni (S-Rv) að þegja. Sturla
Böðvarsson varaforseti var íiauð-
beygður til þess að áminna viðstadda
þingmenn að gæta hljóðs og einnig
ræðumann að gæta orðavals síns.
Nýir leiðbeinend-
ur í skyndihjálp
12 DAGA námskeiði fyrir verðandi leiðbeinendur I skyndihjálp
lauk fyrir nokkru. Námskeiðið sem var á vegum Björgunarskóla
Landsbjargar, var haldið að Úlfljótsvatni.
Þessi námskeið eru lengstu
björgunarnámskeið sem haldin eru
hér á landi og sérstaklega sniðin
fyrir þarfir björgunarsveita. Þeir
sem standast próf að námskeiðinu
loknu frá réttindi sem leiðbeinend-
ur og jafnframt flokksstjórarétt-
indi innan skipulags Almanna-
varna ríkisins. Tólf manns tóku
þátt í námskeiðinu og komu þeir
víða af landinu. Aðalleiðbeinendur
voru Thor B. Eggertsson, María
Haraldsson og Guðmundur Ragn-
arsson.
Verðandi skyndihjálparkennarar ásamt leiðbeinendum.