Morgunblaðið - 21.05.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
33
Deilt um orlofsíbúðir
á fundi bæjarstjórnar
TILLAGA Þórarins E. Sveinsson-
ar (B) um að fela starfsmanni
Atvinnumálanefndar að gera
könnun á því hvort og þá hve
stór markaður væri fyrir orlofs-
Vaktavinna
hjá Arveri
STARFSFÓLK rækjuverksmiðju
Árvers á Arskógsströnd sam-
þykkti í atkvæðagreiðslu í gær að
taka upp vaktavinnufyrirkomulag
á svipuðum nótum og samið var
um í miðlunartillögu ríkissátta-
semjara.
Sigríður Aradóttir, verkstjóri hjá
Arveri, sagði að nú væri unnið á einni
vakt hjá verksmiðjunni, að jafnaði
frá kl. 6 að morgni til kl. 18.1 fram-
haldi af samþykkt starfsfólksins
verður farið að vinna á tveimur vökt-
um, frá kl. 3.55 til hádegis og frá
12.55 til 21. Um 20 manns vinna nú
í rækjuverksmiðjunni, en í kjölfar
þess að teknar verða upp vaktir verð-
ur starfsfólki fjölgað og bjóst Sigríð-
ur við að starfsfólk yrði allt að 40.
íbúðir á eða við Akureyri varð
tilefni mikillar umræðu á fundi
bæjarsljórnar Akureyrar á
þriðjudag. Skipulagsnefnd hafði
tekið jákvætt í erindi frá félags-
skapnum Úrbót um þá hugmynd
að reisa orlofsíbúðir við Kjarna-
skóg, norðan og austan við hús
N áttúrulækningafélagsins.
Björn Jósef Arnviðarson (D) og
Heimir Ingimarsson (G) töldu fár-
ánlegt að bærinn færi að hlutast
til um þetta mál, það væri alls ekki
hlutverk hans. Heimir benti á að
slík könnun væri til, en hún væri
að vísu þriggja ára gömul og hefðu
Úrbótarmenn eflaust aðgang að
henni kærðu þeir sig um. Hann
sagði tillögu Þórarins ósmekklega,
en Björn Jósef bað menn að íhuga
hvert stefndi ef bænum yrði sífellt
falið að gera markaðskannanir fyr-
ir fólk úti í bæ, sem fengi hugmynd-
ir að því að framleiða ákveðna vöru.
Jón Kr. Sólnes formaður Skipu-
lagsnefndar sagði að mál þetta
væri á frumstigi, en lauslega hefði
verið áætlað að reisa á bilinu 15
til 30 hús, kæmi hugmyndin til
framkvæmda.
Sýning á sumarvörum
Á MILLI 60 og 70 aðilar munu
taka þátt í vöru- og sölusýning-
unni Sumar ’92, sem Handknatt-
leiksdeild KA efnir til í KA-höll-
inni dagana 29. til 31. maí næst-
komandi. Eftir er að úthluta
Skemmtikvöld
í Tjarnarborg
„Ólafsfirskt" kvöld verður haldið
í félagsheimilinu Tjarnarborg
fimmtudagskvöldið 21. maí kl.
20.30, en það er liður í Vordögum
kirkjunnar sem nú standa yfir.
Leikfélag Ólafsfjarðar hefur um-
sjón með þessu kvöldi og verður
boðið upp á skemmtiatriði, söng og
unglingahljómsveitin Þjóhnappar
treður upp. Þá koma Svarfdælir við
sögu, því gestur þessa kvölds er
Tjamarkvartettinn úr Svarfaðardal.
örfáum plássum og eru síðustu
forvöð að skrá þátttöku þessa
dagana.
Ómar Pétursson framkvæmda-
stjóri sýningarinnar Sumar ’92
sagði að viðbrögð sýnenda hefðu
verið mjög góð og hefðu þegar
tæplega 70 aðilar skráð sig fyrir
sýningarbásum. Á sýningunni
verða kynntar og seldar vörur sem
tengjast sumrinu og verður um
fjölbreytta sýningu að ræða, en
m.a verða þar tjöld, viðlegubúnað-
ur, garðverkfæri, plöntur, blóm,
sumarhús, tjaldvagnar, hjólhýsi,
fatnaður, matvæli, hellur og
hleðsluveggir, málningarvörur,
íþróttavörur, hjól, bátar og grill-
vömr.
Sýningaraðstaðan í KA-höllinni
er um 1.400 fermetrar innanhúss
og utandyra verður um 2.000 fer-
metra sýningarsvæði.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Inga Sólnes við hús sitt, Aðalstræti 65, sem hlaut viðurkenningu Iiúsfriðunarsjóðs Akureyrar.
Menningarmálanefnd Akureyrar:
Hús Ingu Sólnes fékk viður-
kenningu Húsfriðunarsjóðs
Margrét Jónsdóttir hlaut starfslaun listamanns
INGA Sólnes, eigandi hússins Aðastræti 65, fékk viðurkenningu
Húsfriðunarsjóðs Akureyrar sem afhent var í gær. Þá voru einn-
ig veittar viðurkenningar úr Menningarsjóði Akureyrar jafnframt
því sem tilkynnt var að Margrét Jónsdóttir myndlistarmaður
hefði hlotið úthlutun starfslauna listamanns Akureyrarbæjar
1992-1993. Þá voru afhent verðlaun og viðurkenningar vegna
Ijóða- og smásagnasamkeppni 16 til 25 ára ungmenna sem haldin
var í tengslum við vinabæjaviku sem haldin verður á Akureyri í
júnímánuði. Menningarmálanefnd Akureyrar boðaði til kaffisam-
sætis þar sem gerð var grein fyrir þessu í gær.
Um hús Ingu Sólnes, Aðal-
stræti 65, segir í mati dómnefnd-
ar að við hönnun og byggingu
þess hafi tekist að ná þeim mark-
miðum sem sett voru í deiliskipu-
lagi innbæjarins. Húsið sé lát-
laust, nýtískulegt og hlutföll góð,
auk þess sem grunnmynd hússins
og útlit séu vel af hendi leyst.
Húsið er steinsteypt, ein hæð og
ris, við það er bílageymsla og
gert er ráð fyrir garðhúsi á suður-
hluta lóðarinnar. Hönnuður húss-
ins er Haukur A. Viktorsson.
Viðurkenningar Menningar-
sjóðs hlutu að þessu sinni tveir
aldnir heiðursmenn, Einar Krist-
jánsson, rithöfundur frá Her-
mundarfelli, en hann varð áttræð-
ur á síðasta ári, og Jakob Tryggv-
ason tónlistarmaður, sem verður
85 ára á árinu.
Margrét Jónsdóttir myndlistar-
maður e'r þriðji listamaðurinn til
að hljóta úthlutun starfslauna list-
amanns Akureyrarbæjar, en á síð-
asta ári hlaut þau Jón Hlöðver
Áskelsson tónlistarmaður og þar
áður Kristjana F. Arndal mynd-
listarmaður. Margrét, sem er
rúmlega þrítugur Akureyringur,
lærði í Danmörku og rekur nú
keramikvinnustofu og verslun í
bænum.
Hlynur Hallsson vann til verð-
launa í ljóða- og smásagnasam-
keppni sem efnt var til í tengslum
við vinabæjaviku sem haldin verð-
ur á Akureyri í júní, en tvær stúlk-
ur, Ragnhildur Magnúsdóttir og
Nína Björk Stefánsdóttir, hlutu
viðurkenningar fyrir smásögur
sínar. Hliðstæðar samkeppnir
hafa farið fram í vinabæjum Ak-
ureyrar, Alasundi, Lathi, Randes
og Vesteras, í vetur, en sigurveg-
arar þeirra hljóta að launum ferð
á vinabæjavikuna á Akureyri og
býðst þeim sem unnu til verðlauna
hér að taka þátt í dagskránni, en
bókmenntir eru aðalviðfangsefni
þessarar vinabæjaviku. í því til-
efni verður sett upp á Minjasafni
Akureyrar prentiðnaðarsýning
sem opin verður í allt sumar.
Siðfræðinám-
skeiðið vel sótt
Endurmenntunarnámskeiði
um siðfræði heilbrigðisstétta sem
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri gekkst fyrir í samvinnu við
heilbrigðisdeild og endurmennt-
unarnefnd Háskólans á Akureyri
lauk nýlega. Mikil aðsókn var á
námskeiðið og Iuku nokkrir þátt-
takendur því með prófi.
Kennt var eitt kvöld í viku frá
janúar og fram í apríl og voi-u leið-
beinendur dr. Guðmundur Heiðar
Frímannsson og dr. Kristján Krist-
jánsson. Einkum var ljallað um
úrlausnarefni sem sérstaklega
snertu heilbrigðisstéttir, svo sem
fóstureyðingar, líknardráp, forsjár-
hyggju gagnvart sjúklingum og
dauðann.
Námskeiðið var einkum ætlað
hjúkrunarfræðingum en á það
mætti auk þess annað starfsfólk í
heilbrigðisþjónustu ogjafnvel sjúkl-
ingar. Aðsókn á einstaka fyrirlestra
var frá 30 til 80 manns. Nokkrir
þátttakendur luku námskeiðinu
með prófi, er jafngildir að þeir hafi
lokið þriggja eininga áfanga í sið-
fræði við heilbrigðisdeild Háskólans
á Akureyri.
Morgunblaðið/Haukur Ingólfsson
Bleik kastaði tveimur folöldum
Um síðastliðna helgi átti sá óvenjulegi atburður sér stað hjá Svein-
birni Guðmundssýni í Hvammi í Grýtubakkahreppi, að 20 vetra gömul
hryssa, Bleik að nafni, kastaði tveimur folöldum, hvort tveggja hryss-
ur. Báðar eru hin sprækustu þó að litlar séu, en sjaldnast lifa slík
folöld. Ekki verður farið út í ættfræði hér, en Bleik í Hvammi mun
vera komin út af miklum gæðingum í báðar ættir.
Haukur
Tónlistarskóli Eyjafjarðar:
Fyrsti söngnemandinn
útskrifaður með 8. stig
Ytri-Tjörnum.
NÚ NÝVERIÐ var Tónlistar-
skóla Eyjafjarðar slitið i Grund-
arkirkju. I ræðu Atla Guðlaugs-
sonar, skólastjóra kom fram að
skólastarf gekk vel í vetur. Nem-
endafjöldi í skólanum var um 270
manns og eru það um 10% af
íbúum á skólasvæðinu, sem telj-
ast verður góð aðsókn.
Svala Stefánsdóttir var útskrifuð
frá skólanum með 8. stig í söng,
en það er í fyrsta skipti sem það
gerist norðan heiða. Aðalkennari
hennar var Þuríður Baldursdóttir.
Við athöfnina í Grundarkirkju
flutti Svala nokkur verk eftir ýmsa
höfunda við undirleik Guðjóns Páls-
sonar.
Þá léku nemendur skólans á fjöl-
mörg hljóðfæri við góðar undirtekt-
ir áheyrenda. Nemendur skólans
héldu 7 tónleika vítt og breytt um
héraðið í maímánuði, en skólastarfi
lauk með ferð söng- og harmoniku-
deilda skólans á Hvammstanga þar
sem haldnir voru tónleikar í sam-
vinnu við Tónlistarskóla Vestur-
Húnvetninga. „ .
Benjamm