Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992
39
&$tsssæssk
ílmm
foreldrum sínum, Asgerði Guð-
mundsdóttur og Jóni Sigurðssyni
klæðskera, sem nú eru látin, og
systkinum, en þau eru: Jóna Sigríð-
ur Jónsdóttir, Þórir ísfeld og Ólafía
ísfeld. Gummi var mikill tónlistar-
unnandi og hafði lagt stund á söng-
og tónlistarnám, m.a. stundaði hann
einsöngsnám í Svíþjóð, þar hlaut
hann styrk frá sænska ríkinu. Um
tíma söng hann í Pólyfonkórnum
og Dómkirkjukórnum, einnig var
hann ná sínum yngri árum í Lúðra-
sveit verkalýðsins.
Þegar ég hugsa til baka rifjast
margar skemmtilegar minningar
upp með honum Gumma, eins og
t.d. bíltúrarnir í Volksvagninum
sem hann átti, en oftast var þá
keypt candyfloss, einnig kenndi
hann mér að höndla spilin og sagði
mér margar sögur o.m.fl. Gummi
hafði gaman af að gefa og gleðja.
Hann var tryggur vinur vina sinna,
hafði fastheldnar skoðanir en mátti
aldrei aumt vita. Helstu áhugamál
hans var lestur góðra bóka en Lax-
ness var í miklu uppáhaldi hjá hon-
um. Einnig hafði hann gaman af
að ferðast, en þá var Skotta (kisan)
þeirra hjóna ávallt með.
Ég á eftir að sakna heimsókna
hans því hann var alltaf duglegur
að líta við hjá mér og fjölskyldu
minni þrátt fyrir veikindi sín en
minningin lifir um góðan frænda.
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.
Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn-
ar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þeg-
ar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa
i fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran).
Elsku Birna, megi góður guð
styrkja þig og leiða.
Villa frænka.
JPOj'LIFf
ORDPiú!UR 8
A
I
_ I
TIMBURSALA
BYKO
BREIDDINN!
S. 4 30 40
—r
■tfttaOK#' SftBBM# XMaMðlhMHIr 'ww
Valgerður Benedikts-
dóttir - Minning
Fædd 17. júlí 1943
Dáin 13. maí 1992
Nú þegar sæmdarkonan Val-
gerður Benediktsdóttir hefur hnig-
ið að velli fyrir vágestinum
krabbameini, langar mig að heiðra
minningu hennar með örfáum orð-
um. Valgerði kynntist ég úti í
Eyjum, þar bjó hún á Stórhöfða.
Hún var mér og dætrum mínum
einstaklega góð — þegar við þurft-
um á því að halda.
Dóttir hennar, hún Matthildur,
bjó hjá mér meðan hún var í skóla
og hún gætti svo barnanna fyrir
mig í staðinn. Eitt sinn gaf Val-
gerður mér flík sem mig hafði
lengi langað til að eignast en ekki
haft efni á að kaupa. Hún hafði
saumað hana sjálf eins og svo
margt annað — alveg listavel. Hún
var völundur í höndum og smekk-
vís eftir því.
Þegar komið var á Stórhöfða í
heimsókn blöstu við þegar inn var
komið risastór og falleg pottablóm
— slík var natni hennar og um-
hyggja fyrir öllu lifandi. Valgerður
var forkur dugleg við alla vinnu
og- mjög gaman að koma í heim-
sókn. Hún hafði yndi af börnum
og þau hændust mjög að henni.
Síðustu ár hennar eftir að hún
fluttist til Reykjavíkur barðist hún
hetjulegri baráttu við erfiðan og
sársaukafullan sjúkdóm, krabba-
mein, sem tók sig upp aftur og
aftur. Þegar af henni bráði vann
hún sem dagmamma og hætti því
starfi ekki fyrr en nú eftir áramót.
Matthildur dóttir hennar hefur
búið hjá henni og Tóta síðan á
síðasta ári öllum til ánægju og
trausts.
Svona hversdagshetju er auðvit-
að ekki hægt að lýsa í örfáum lín-
um en það er mikill styrkur í því
að fá þau forréttindi að kynnast
fólki eins og Valgerði Benedikts-
dóttur.
Ég og dætur mínar senda inni-
legar samúðarkveðjur til allra ást-
vina hennar nær og fjær. Minning
um góða konu mun lýsa þeim í
önn hversdagsins.
Ásta Ólafsdóttir.
á einu heimilanna í Gautlandi 11,
hún Valla er dáin.
Valgerður Benediktsdóttir
fæddist í Þorpum í Strandasýslu
17. júlí 1943, elst sex barna þeirra
hjónanna Matthildar Guðbrands-
dóttur og Benedikts Þorvaldsson-
ar.
Hún ólst upp á Hólmavík, en
um tvítugsaldur lá leið hennar í
Húsmæðraskólann að Varmalandi
í Borgarfirði. Á þessum árum var
það góð menntun fyrir ungar
stúlkur að fara í slíkan skóla, og
gott að hafa það að veganesti.
Valla átti heima í Vestmanna-
eyjum í nokkur ár, en nú seinni
árin hefur hún búið hér í Reykja-
vík ásamt sambýlismanni sínum,
Þórólfi Þorleifssyni. Undu þau hag
sínum vel og báru virðingu hvort
fyrir öðru.
En skyndilega dregur ský fyrir
sólu, hún greindist með illvígan
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó, þá heill að halla mega
höfði sínu’ í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi’ að hafna, *
hvílíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
(M. Joch.)
Þegar sumarkoman er í nánd,
sólin hækkar á lofti og gróðurinn
vaknar til lífsins, knýr sorgin dyra
sjúkdóm sem svo marga leggur
að velli.
í rúm tvö ár háði hún hetjulega
baráttu við sjúkdóminn. Með hjálp
sinna nánustu og Heimahlynning-
ar Krabbameinsfélagsins gat hún
dvalið heima. Það gerði henni lífið
léttbærara. Þórólfi eru færðar
alúðar þakkir fyrir alla þá um-
hyggju sem hann veitti henni síð-
ustu árin, hann var stoð hennar
og stytta.
Ég bið Guð að styrkja Þórólf,
börnin hennar þau Pálma og Matt-
hildi, dótturdæturnar tvær, for-
eldra hennar, systkini og aðra
aðstandendur, og votta ég ykkur
öllum mína dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Guðlaug Þorkelsdóttir
Margt kemur upp í hugann þeg-
ar komið er að kveðjustundinni.
Ég kynntist Völlu veturinn 1983
þegar hún flutti á Faxastíginn en
þá var ég nýlega búin að kynnast
Möttu dóttur hennar. Við áttum
margar góðar stundir saman. Um
vorið 1983 missti ég móður mína
og þá sá ég hvað hún vildi reyn-
akt mér vel sem hún og gerði. Og
eftir að hún flutti til Reykjavíkur
þá fékk ég alltaf gistingu hjá
Völlu og Tóta, og alltaf voru mót-
tökurnar góðar hvort sem ég kom
ein eða með litla strákinn minn.
í apríl sl. þurfti ég að dvelja smá
tíma í Reykjavík og var ég þá hjá
þeim og þá sá ég hvað hún var
sterk og dugleg þrátt fyrir veikind-
in, og hvað litlu ömmustelpurnar
hennar styrktu hana mikið. Mig
skortir orð til að skrifa meira.
Ég vil þakka Völlu fyrir þessi
ár sem að okkar leiðir lágu sam-
an, og geymi ég þær minningar
vel.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem
Elsku Matta, Tóti, Pálmi og fjöl-
skylda, ykkur votta ég mína inni-
legustu samúð og bið góðan Guð
að styrkja ykkur á þessari sorgar-
stundu.
Guðrún Steingrímsdóttir,
Vestmannaeyjum.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður,
og þú munt sá, að aðeins það sem valdið
hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug
þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.
(Spámaðurinn)
Ég vil þakka Völlu systur minni
fyrir þann tíma sem við áttum
saman, sem er mér í minningunni
mjög dýrmætur. Hún kenndi mér
í gegnum veikindi, að dagurinn í
dag er dýrmætur, augnablikið er
dýrmætt.
Guð blessi hana og varðveiti.
Sigrún.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.