Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
41
leið skemmtilegur, því bekkurinn
hennar var tápmikill og duglegur.
Það fer ekki hjá því að kennarar
beri hlýhug til nemenda sinna og
finnist að þeir eigi ofurlítið brot í
þeim. Þannig var það með Dísu.
Við vorum mestu mátar. Mér fannst
sem strengur í brjósti mér brysti
er ég heyrði um hið hörmulega slys.
Þegar skrifuð er minning um
ungt fólk er ekki hægt að telja upp
æviferil eins og gert er við þá eldri.
Við sem eftir stöndum geymum í
minningu okkar það besta úr liðnum
samverustundum.
Ég votta ástvinum hennar og
vinum mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Þórdísar
Unnar.
Sigvaldi Ingimundarson.
Að setjast niður og skrifa minn-
ingargrein um bestu vinkonu mína,
Dísu, er eitthvað sem ég átti ekki
von á að gera næstu áratugina.
Leiðir okkar Dísu lágu fyrst saman
fyrir 9 árum er við lentum saman
í bekk í Breiðholtsskóla. Við urðum
strax mjög góðar vinkonur og vor-
um við fjórar bekkjarsysturnar sem
stofnuðum saumaklúbb. Sá félags-
skapur entist út allan veturinn en
rétt eftir áramót hafði Dísa flutt í
Fellahverfi og var ekki eins mikið
hjá okkur í Bökkunum. En amma
mín og afi höfðu flutt í sama hverfi
og var ég þar nánast á hveijum
degi. Við það styrktist vinskapur
okkar Dísu og endaði með því að
ég flutti í næsta hús um vorið. Er
leið á haustið og við báðar að heíja
okkar fyrsta vetur í Fellaskóla kom
í ljós að við höfðum lent í sama
bekk. Fannst okkur það mjög
spennandi, einkum þar sem við vor-
um bara 9 ára og að byija í nýjum
skóla. En okkur var strax vel tekið
og eignuðumst við marga vini. Dísa
var alltaf mjög góð í skóla og alltaf
var hægt að treysta á að fá hjálp
frá henni þessi ár. Eftir því sem
árin liðu varð vinahópurinn stærri
en það var alltaf eitthvað sérstakt
á milli mín og Dísu. Þegar komið
var að því að velja vini með sér í
bekk er við fórum upp í gaggó vor-
um við orðnar svo margar, að við
fundum upp kerfi svo að við gætum
allar lent saman í bekk og okkur
tókst það. Þessi seinustu þijú ár í
gagnfræðaskóla voru litrík og alltaf
mikið að gerast. A þeim tíma fórum
við Dísa að vera mikið bara tvær
saman aftur. En svo kom að því
að útskrifast úr 10. bekk og velja
framhaldsskóla. Það var nú engin
spurning hvaða skóla átti að velja
og lá leiðin í Versló. Við komumst
báðar inn og mikil eftirvænting var
hjá okkur og einkum Dísu sem
hlakkaði mjög mikið til að bytja í
þessum nýja skóla. Vorum við að
vinna á sitt hvorum staðnum um
sumarið en seinnipart sumars var
svo haldið á vit ævintýranna tii
draumastaðar Dísu, Benidorm.
Hafði hún farið þangað tvisvar áður
og var mikil eftirvænting í augum
hennar kvöldið áður en hún átti að
fara. Ég fór ekki fyrr en tveimur
vikum seinna og átti ég að fara á
annað Jiótel en það breyttist svo
að ég endaði á sama hóteli og Dísa.
Var tekið vel á móti mér úti þar
sem ég var að fara í fyrsta sinn á
þennan stað. Á Benidorm áttum við
saman tvær yndislegar vikur sem
ég er svo fegin að eiga í minning-
unni núna. En eftir tvær vikur fór
Dísa heim og ég verð að segja að
síðasta vikan mín úti var fremur
einmanaleg. Þótt ég ætti mikið af
vinum úti þá var eitthvað sem vant-
aði. En raunveruleikinn tók við og
ég þurfti að fara frá þessari para-
dís, en heima beið mín góður vinur.
Leið nú ekki á löngu þar til skólinn
byrjaði og man ég þegar við vorum
að athuga í hvaða bekkjum við
höfðum lent, að Dísa kom hoppandi
og hlæjandi og sagði að við höfðum
lent saman í bekk. Ég hugsaði með
mér á þeirri stundu að ekkert ætti
eftir að koma upp á milli okkar,
við yrðum alltaf saman. Er við litum
yfir bekkinn okkar í fyrstu leist
okkur bara ágætlega á hann. Þegar
fyrsta ballið var haldið í skólanum,
þorði enginn að halda bekkjarpartí
en þá tók Dísa sig til og hélt eitt
skemmtilegasta partí vetrarins.
Upp frá því varð bekkurinn mjög
náinn og var Dísa alltaf að segja
við mig að þetta væri æðislegur
bekkur. Veturinn leið áfram og man
ég hvað við skemmtum okkur vel
á nemendamótinu. Um páskana fór
Dísa í viku norður á Sauðárkrók
og man ég hvað ég saknaði hennar
mikið. Er hún kom heim áttu próf-
in hug okkar allan og í maí héldum
við upp á afmæli okkar beggja, en
Dísa var bara sex dögum eldri en
ég og nú ætluðum við að takast á
við bílprófin okkar. En slysin gera
ekki boð á undan sér og að kvöldi
11. maí, sama dag og seinasta próf-
ið okkar var, missti ég hana Dísu
frá mér. Þetta kvöld varð ég tóm
því að ég hafði misst bestu vinkonu
mína sem var mér eins og systir.
Dísa var alltaf svo góð og alltaf
reiðubúin að hjálpa hvetjum sem
var. Hún hafði þennan yndislega
hlátur sem allir smituðust af og fór
fólk alltaf að hlæja í kringum hana.
Missirinn hjá mér er mikill og það
skarð sem myndast hjá mér núna
verður aldrei fyllt. Þrátt fyrir góða
vini sem ég á og hafa verið mér til
trausts og halds síðustu daga, var
Dísa sérstök og hún mun alltaf eiga
stað í hjarta mínu. Ég þakka Guði
fyrir að hafa fengið að vera hjá
henni á hennar síðustu stundu. Eg
veit að næstu ár hjá mér í skólanum
mun ég ekki vera ein, hún Dísa
situr yfir mér og aðstoðar mig og
ég mun ekki læra bara fyrir mig,
heldur fyrir hana líka.
Elsku Gugga, Stebbi, Massi og
aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur
mína innilegustu samúð og megi
Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum. Dísa var sérstök tnanneskja
og öllum þótti vænt um hana.
Svanhildur Díana.
Ung stúlka, vinsæl af kennurum
sínum og skólafélögum, verður
kvödd hinstu kveðju í dag.
Þórdís Unnur Stefánsdóttir inn-
ritaðist í Verzlunarskóla íslands sl.
haust og hóf þá nám í 3. bekk A.
Námið gekk vel og Þórdís aflaði sér
strax vinsælda sökum glaðlyndis
og hlýlegrar framkomu, enda hafði
hún margt til að bera sem prýða
má unga stúlku. Sérstaklega þótti
kennurum vænt um Þórdísi fyrir
það að hún hafði um það nokkra
forystu að fá þá til þess að blanda
geði við nemendur utan kennslu-
stunda og sýndi þá stundum
skemmtilegt santbland af lipurð og
ákveðni. Minnis^tæðust er hún þó
fyrir skopskyn sitt og fyndni, sem
bæði gat verið hlý en hitt í mark.
Þórdís Unnur var vel gefin og
glæsileg stúlka sem allir væntu
mikils af, fengi hún að vaxa og
þroskast. Það var hörmulegt að hún
skyldi farast vegna atburða og
kringumstæðna sem henni sjálfri
var ómögulegt að hafa nokkur áhrif
á. Svo erfitt sem það er fyrir kenn-
ara að sjá nemendur sína þannig
hrifna á brott hlýtur það að vera
þungbærara fyrir þá sem nær
standa en svo að um það sé hægt
að Jiafa nokkur orð.
Obætanlegur missir hefur orðið
en við sem eftir sitjum hljótum að
spyija hvernig það megi vera að
efnilegt ungmenni skuli ekki geta
setið óhult við hlið ökukennara síns
og ekið yfir gatnamót á grænu ljósi.
En þannig gerast slysin og þá er
ekki spurt hver í hlut á, en óneitan-
lega sækir sú hugsun á hvort svona
hafi þurft að fara.
Ég votta aðstandendum Þórdísar
dýpstu samúð mína og allra sem
starfa við Verzlunarskóla íslands.
Megi þeir sem nú bera harm í brjósti
öðlast þann styrk sem þarf til þess
að geta litið fram til komandi daga.
Þorvarður Elíasson.
Til frambúðar
SiBÁ
stál þakrennur
með lituðu plastisol
Dalvegi 20, sími 641255.
Niels H. Christian
sen — Minning
Fæddur 26. apríl 1922
Dáinn 26. apríl 1992
Á sjötíu ára afmælisdaginn sinn
þann 26. apríl slokknaði lífsneistinn
hans Níels í stólnum heima hjá
honum í Hornslett í Danmörku.
Andlát hans var eins hægt og frið-
sælt eins og lífsmáti hans allur, og
að sofna síðasta blundinn í stólnum
heima hefði hann eflaust kosið hefði
hann mátt ráða og þannig varð
það, skaparinn sá um það;
Hann kom hingað til íslands í
atvinnuleit eftir stríð, vann eitthvað
við trésmíðar og annað sem til féll
en fór fljótt út í sjálfstæðan at-
vinnurekstur, rak þvottahús í nokk-
ur ár en keypti síðar hús við Baróns-
stíg númer 12. Þar opnaði hann
verslunina Vinnufatakjallarann og
rak hana af miklum dugnaði þar
til hann fór alfarinn frá íslandi.
Níels opnaði búðina fyrir allar aldir
á morgnana og komu þar margir
áður en þeir fóru til vinnu, bæði til
að versla en ekki síður til að spjalla
við Níels sem var með afbrigðum
vinsæll maður sem allir löðuðust
aðs jafnt börn sem fullorðnir. Hér
á íslandi kynntist hann konu sinni
Fjólu Níelssen. Hjónaband þeirra
tel ég hafa verið mjög farsælt og
þegar vinir þeirra höfðu orð á því
sagði Fjóla alltaf að það væri n.ú
Níels að þakka. Fjóla átti einn son
áður en hún gifti sig Karli Jóhanns-
syni. Kona hans er Unnur Óskars-
dóttir, þau eiga tvo syni og búa í
Reykjavík. Móðir Fjólu bjó hjá þeim
síðustu árin sem hún lifði og reynd-
ist Níels henni afskaplega vel.
Árið 1972 fluttu þau hjónin
ásamt Helgu dóttur sinni til Dan-
merkur og settust að í Hornslett
þar sem Níels var fæddur og uppal-
inn. Þar keyptu þau lítið veitinga-
hús og ráku það í nokkur ár en
seidu það þegar samkeppnin harðn-
aði. Þeir eru ófáir íslendingarnir
sem á þessum árum komu til Horns-
lett og litu inn til Níels sem tók
öllum íslendingum opnum örmum
og þau hjónin bæði, þaðan eiga
margir góðar minningar og er ég
ein af þeim. Eftir að Níels hsetti
sínum atvinnurekstri hefur verið
hljóðara og fámennara í kringum
þau en alltaf hafa ísiendingarnir
verið aufúsugestir á þeim bæ. Oft
hef ég verið á ferð í Danmörku og
aldrei hefur það brugðist að þau
biðu mér í mat og héldu mér smá
veislu og fyrir nokkrum árum bjó
ég hjá þeim í mánuð og var sannar-
lega dekrað við mig. Þetta fæ ég
seint fullþakkað og gleymi ekki.
Níels átti fáa sér líka hann var
einstakt ljúfmenni, greiðvikinn og
hógvær, vildi öllum gott gera, og
ætlaði engum illt. Þó Níels væri
ekki málglaður var hann enginn
fýlupoki, hann var glaður á góðri
stund og hló þá oft svo hjartanlega
að viðstaddir smituðust af hans dill-
andi hlátri. Aldrei sá ég hann skipta
skapi né heyrði hann hallmæla
nokkrum manni. Mér er kunnugt
um hve náið samband var á milli
Níels og Helgu dóttur hans og eftir
að barnabörnin komu til sögunnar
þreyttist hann aidrei á að sinna
þeim og var ánægðastur þegar hann
hafði þau í kringum sig, þau voru
sólargeislarnir í lífi hans. Eins vil
ég geta þess hve vel Óli tengdason-
ur hans reyndist honum gegnum
árin, og má nærri geta hve söknuð-
ur þeirra er sár.
Jarðlífsgata Níels Hólm Christ-
iansens er til enda genginn en ég
trúi að ekki sé öllu lokið þó við
kveðjum hótel jörð og þar muni
Níels uppskera eins og hann sáði
hér á jörð. Ég færi honum hjartans
þakkir fyrir allt og allt.
Elsku Fjóla missir þinn er mikill
Guð gefi þér, Helgu og ijölskyldu
styrk í ykkar miklu sorg. Öllum
öðrum ástvinum Níels sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðrún Elísabet Vormsdóttir.
Bílaleigubflar á íslandi
og í 140 öðrum löndum á mjög hagstæðu verði.
Budget
rentacar
SÍMI91 -641255
I ENWOOD Cheí'
er kostagripur
KENW^OO
Fáanlegir aukahlutir: V, Innifalið í verði:
□ Blandari □ Þeytari 0
□ Grænmetisrifjárn □ Hnoðari
□ Hakkavél □ Hrærari
□ Safapressa
□ Kartöfluflysjari □ o.n. Verd kr. 22.201 stgr. HEKLA LAUGAVEGI 174
S.695500/695550
.4- N:. . w _
''**•*£«
‘ri'
. *
rir-
x u
v « '1
ÁV, ‘1
‘A
Vi
\ '> ■ A. 1 ,■ Ar. \J ■, • **■ bj * ’ -l.ý . "•••&* .■ *. ;