Morgunblaðið - 21.05.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 21.05.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 43 Minning: Jóhann Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fqóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, — líf mannlegt endar slqott. (H.P.) Það er svo undarlegt hvernig líf- ið getur þróast. Eitthvað sem engan órar fyrir getur á einu andartaki orðið að veruleika, sem mer sundur fólk og enginn fær neinu um þok- að. Öfl hulduheima ljóssins, sem eru svo miklu sterkari en allt mann- legt, voru send niður á þessa hverf- ulu jörð, í þetta skiptið til að sækja Jóhann yngri, og,flytja hann burt, yfir í æðri heima. Drengurinn sem var mörgum svo óendanlega kær að ekkert getur alveg losað það kæfandi kverkatak sem harmurinn skilur eftir sig í hjörum ástvina hans. Það nístir og sogar mátt úr taugum að sjá hryggðarsvipinn í andliti ástvina hans. Svart skugga- ský hvílir yfir, þrúgandi tómleiki og ég samhryggist þeim innilega. Þetta eru annarleg örlög drengs, sem var sólargeislinn í lífi svo margra, en það er huggun í hug- raun ástvina hans að trúa því að þessi elskulegi drengur lifir ljós í heimi Guði falinn. Anna Lára Miöller. Þegar andlátsfregn Jóhanns Möllers barst okkur grófst upp úr hugskotinu mynd sem í mörg ár bar daglega fyrir augu í sal líkams- ræktarstöðvarinnar í Borgartúni. Fjöldi fólks er þar einbeittur við æfingar og leggur hart að sér, aðrir hvíla og taka saman tal á léttari nótunum. Framan til í saln- um eru þeir sem skamma hríð hafa stundað líkamsrækt og sækja sér gjarnan ráð til hinna sem lengra eru komnir. Þeir eru fremur fáir og halda til aftarlega í salnum þar sem lóðum og stöngum hefur verið komið fyrir. Þetta eru stóru strákarnir, lyftingamenn og keppnismenn í vaxtarrækt. Þeir hafa verið lengi að, jafnvel svo mörgum árum skiptir, og hlaðnar stangirnar vekja þeim ekki lengur skelfingu, leika jafnvel furðu létt í hendi þeirra. Álengdar fylgjast hinir með og dást að afli strák- anna, öryggi þeirra og áræðni. Jói Möller var einn af stóru strákunum. Hann æfði kraftlyft- ingar um langt árabil og náði árangri sem flestir geta aðeins leyft sér að dreyma um. Kraftlyft- ingar eru krefjandi íþrótt og sá er vill til nokkurs vinna verður að leggja á hana þrotlausa stund. Slíkt þolgæði er ekki öllum gefið en það átti Jói. Hann æfði alla daga vikunnar nema ef vera skyldi sunnudaga sem hann þó átti til að leggja undir íþrótt sína líka. Aðeins með slíkri ástundun getur íþróttamaður vænst þess að erfiðið skili árangri. Nánasti æfingafélaginn var fað- G. Möller ir hans og nafni. Þeir voru óað- skiljanlegir og gekk ekki hnífurinn á milli þeirra. Annan var ekki hægt að hugsa sér án hins og í daglegu tali okkar greindum við á milli þeirra með því að tala um Jóhann yngri sem ,júníorinn“. Það var eftirtektarvert hve samrýmdir þeir voru. Fyrir þann sem ekki þekkti til hefur verið erfitt að ímynda sér að þar fylgdi sonur föður sínum því miklu frekar virt- ust þar fara nánir vinir. Slíkt sam- band feðga er sennilega ekki mjög algengt. I leik og starfi skildu eng- in ár þá að. Samvinna þeirra á æfingum var svo náin að í gamni höfðum við hinir það á orði að á meðan annar væri í bekkpressunni væri hinn, sem stóð við höfuðgafl bekksins og hafði hönd á stönginni til öryggis, í ekki síðri átökum í réttstöðulyftu. Alla tíð voru þeir reiðubúnir að leggja öðrum lið við æfingar og veita tilsögn en mest var þó vert um glaðværan og gá- skafullan félagsskap þeirra „utan vallar“. Og nú er aðeins annar þeirra feðga eftir, sá yngri er hniginn langt um aldur fram. Úr hópnum er horfinn vinur og félagi og í huganum geymist nú minningin um þennan glaðværa og hlátur- milda dreng. Hann var kappsfullur íþróttamaður og stefndi hátt en samt hófstilltur í framkomu, allt að því hlédrægur, og barst lítt á. Hann var ákveðinn við sjálfan sig, harðmenni í lund og eftir því traustur en hann var líka allra manna skemmtilegastur og hafði næman skilning á hinum spaugi- legri hliðum tilverunnar. Þannig minnumst við hans nú, allra manna skemmtilegastur og hafði næman skilning á spaugilegri hliðum til- verunnar. Þannig minnumst við hans nú þegar leiðir skilja, hann var vandaður maður og frábær vinur og félagi. Fjölskyldu hans og ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð því við förum nærri um hve mikið þau hafa misst. Valbjörn Jónsson, Wil- helm V. Steindórsson og Þór Indriðason. Látinn er félagi minn og badmin- tonfélagi, Jóhann G. Möller. Okkar kynni hófust, þegar Jón- ann var ungur strákur. Þá var hann í fylgd með föður sínum og nafna á badmintonæfingum. Jóhann yngri fylgdist þá með, en ef losnaði völl- ur, hljóp hann inn á og reyndi fyrir sér í íþróttinni. Sýndi hann fljótt snilldartakta og ljóst, að hér var mikið efni á ferð. Það varð síðar svo, að Jóhann varð afspyrnu fær spilari. Ferill hans á mótum sannar þetta. Eg átti því láni að fagna að vera meðspilari hans í tvíliðaleik í nokk- ur ár. Sýndi hann mér mikla þolin- mæði á velli og kenndi sér um þótt ég hafi verið mun lakari aðilinn í liðinu. Jóhann var alltaf mjög nálægt því að eiga landsliðssæti, en herzlu- muninn vantaði oftast. Þar komu meiðsli oftast við sögu. Áhugi Jóhanns á kraftlyftingum þokaði svo badmintondelluni meir og meir til hliðar. Að síðustu tóku þær hug hans allan og minnkuðu þá samskipti okkar nokkuð. Við badmintonmenn munum aldrei gleyma „ógnarsmassinu" hans Jó- hanns. Það voru ófáir spaðar, sem enduðu í ruslakörfunni eftir átökin. Ég sendi aðstandendum innileg- ustu samúðarkveðjur frá mér, minni íjölskyldu og öllum félögum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur. Hannes Ríkharðsson, varafor- maður Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur. Maðurinn með ljáinn lætur ekki að sér hæða. Ungur maður er hrif- inn á brott í blóma lífsins. Einhvern tímann deyjum við öll en hver hefði getað trúað því að Jóhann færi svo snögglega sem raun bar vitni. Jó- hann hafði nýlega látið af störfum hjá tölvudeild Flugleiða til þess að geta helgað Gym 80 alla sína krafta. Jóhann var gjaldkeri fyrir- tækisins og sinnti hann því starfi með sóma. Jóhann fór aldrei offari og barst lítt á. Hann var sanngjarn og heiðarlegur í samskiptum, skap- góður og rólegur. Þegar rætt var um hugmyndir og framkvæmdir varðandi starfsemi Gym 80 var Jóhann ætíð tilbúinn að koma til móts við óskir starfsfólks og virti hann og ígrundaði ætíð tillögur og hugmyndir annarra. Jóhann var fremur seintekinn en þegar skelin var brotin var ljóst að þarna fór góður maður með gott hjartalag. Jóhann kunni vel að meta glettni og grín. Það er ekki iangt síðan talað var um að fara í útilegu, grilla og eiga góða stund með starfsfólki og viðskiptavinum Gym 80. Það verður gert því það hefði Jóhann viljað. Hann hefði kosið að við héld- um áfram að byggja upp góða stöð, en hans verður minnst og sárt sakn- að úr hópnum. Jóhann og faðir hans Jóhann Möller voru mjög sam- rýndir, saman stóðu þeir ásamt öðrum að rekstri Gym 80. Við vitum að Jóhann hefur misst mikið. Elsku Jóhann, þú átt allan okkar stuðning. Við vottum fjölskyldu Jóhanns okkar innilegustu samúð. Guð gefi þeim styrk í þeirra mikiu sorg. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka, hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Or Einræðum Starkaðar eftir Einar Benendiktsson.) Kveðja frá starfsfólki Gym 80. ÞorvaldurB. Gísla- son — Kveðjuorð BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. Hann elsku bróðir minn, Þorvald- ur Borgfjörð Gíslason, er dáinn, svo ungur og fallegur og manni finnst allt óréttlæti heimsins saman komið þegar ungt og hraust fólk er tekið frá okkur, sem ekki er tilbúið í ferð- ina yfir og er í blóma lífsins. Þá kemur óneitanlega upp spurning- arnar „af hverju", og „af hveiju hann“. Dauðinn gerði ekki boð á undan sér. Hann bróðir minn hafði svo margt að lifa fyrir og þetta kom eins og reiðarslag fyrir okkur sem elskum hann. Það eru orð að sönnu, að við vitum ekki hvað við höfum átt, fyrr en við höfum misst það. Það er stutt bil milli lífs og dauða og tilfinningu sem dauðinn skilur eftir sig, er einhvers konar skarð, sem aldrei fær sína fyllingu. Hann Valdi bróðir er farinn, minn stóri bróðir og eini, hann var tekinn frá okkur, og fær ekki að aðstoða syni sína við að ná fullorðinsárunum og hún Sigurborg missir mann sinn og besta vin. Já ég bið góðan Guð að veita henni styrk í hennar stóru sorg og strákunum hans. Valdi var góður og sérstakur og vildi öllum vel. Hann var okkur systrum sínum góður bróðir. Það er ólýsanlega sárt að vita að hans tími var kominn. Á svona stundum verður maður var við vanmátt sinn, og í raun ráðum við engu. Ég bið góðan Guð að varðveita elsku bróð- ur minn, og gefa foreldrum mínum og okkur öllum sem elskuðum hann styrk til að læra að lifa með sorg- inni. Þóra. Heldnmannamót TR: • • Jóhann Orn Sig- urjónsson sigraði skák ev—mmm Bragi Kristjánsson TAFLFÉLAG Reykjavíkur gekkst í vetur fyrir skemniti- legri nýjung, skákmóti fyrir skákmenn 40 ára og eldri. Mótið gekk undir viðeigandi nafni, Heldrimannamót Tafl- félags Reykjavíkur, og er ætl- unin að það verði árlegur við- burður. Á fyrsta mótinu tefldu 14 skákmenn 7 umferð- ir eftir Monrad-kerfi, einu sinni í viku, á miðvikudögum. Keppendur höfðu V/i klst. hvor á 36 leiki og hálfa klst. hvor til að ljúka skákinni. Meðal þátttakenda voru nokkrir skákmenn, sem áður fyrr voru í fremstu röð, en aldursforseti var Oli Valdi- marsson, 75 ára. Mótinu lauk 6. maí með því, að Jóhann Örn Siguijónsson og Gunnar Kristinn Gunnarsson urðu í 1.-2. sæti, hlutu 5 vinn- inga hvor. Þeir voru einnig jafn- ir að stigum skv. fyrstu viðmið- un, en Jóhann Örn var hærri skv. annarri viðmiðun (samanl- agðir vinningar allra andstæð- inga), og er því sigurvegari mótsins. Jóhann er vel að sigrin- um kominn, tapaði aðeins fyrir Sveini Kristinssyni, en vann m.a. Gunnar. Gunnar Kr. Gunnarsson tefldi vel á mótinu, eins og við mátti búast af fyrrveandi íslands- meistara. Hann tapaði aðeins fyrir Jóhanni Erni. Sveinn Kristinsson tefldi af öryggi, þótt árin séu orðin 67 og tapaði að- eins fyrir Gunnari. Jón Þorvalds- son var í fyrsta sæti framan af móti, en veikindi ollu tveim töp- um í lokin. Staðan efstu manna varð þessi: 1. Jóhann Örn Siguijónsson, 5 v. 2. Gunnar Kr. Gunnarsson, 5 v. 3. Sveinn Kristinsson, 4'h v. 4. Jón Þorvaldsson, 4 v. 5. Harvey Georgsson, 4 v. 6. Sverrir Norðfjörð, 4 v. 7. Helgi E. Jónatansson, 4 v. 8. Bjarni Magnússon, 4 v. 9. Björn V. Þórðarson, 4 v. 10. Óli Valdimarsson, 3’/2 v. Verðlaunaafhending verður 18. maí nk. og þá verður einnig haldið hraðskákmót fyrir skák- menn 40 ára og eldri. Það hefst kl. 20 í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og er öllum heimil þátttaka. Að lokum skulum við sjá viðureign efstu manna mótsins. 3. umferð: Hvítt: Gunnar Kr. Gunnarsson. Svart: Jóhann Örn Siguijóns- son. Frönsk-vörn. 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 - c5, 5. a3 - Bxc3+ (Botvinnik-afbrigðið, 5. - Ba5, hefur notið vinsælda und- anfarin ár.) 6. bxc3 - Re7, 7. Dg4!? - (Gunnar hefur alltaf verið mikið fýrir flækjurnar og velur því þetta tvíeggjaða framhald. Rólegri sálir leika 7. Rf3 ásamt a3-a4 síðar.) 7. - Dc7, 8. Dxg7 - Hg8, 9. Dxh7 - cxd4, 10. Kdl!? - (Þessi leikur var í tísku á árunum eftir 1960, en fyrrver- andi heimsmeistari, Max Euwe, mælti með honum á þeim tíma. í dag er talið betra að leika 10. Re2, t.d. 10. - Rbc6, 11. f4 - dxc3, 12. Dd3 - Bd7, 13. Rxc3 - a6, 14. Hbl - Rf5, 15. Re2 - Ra7!?, 16. Dc3 - Bc6, 17. Rd4 - Rxd4, 18. Dxd4 - Rb5, Jóhann Örn Sigurjónsson 19. Dc5 - d4, 20. Hb3 - Dd8!, 21. Hh3 - Hc8, 22. Hgl - Rc3, 23. Bd3 - Be4, 24. Dd6 - Dxd6, 26. exd6 með vandmetinni stöðu, sem svartur vann um síð- ir (Ehlvest — Nikolic, heimsbik- armótinu í Reykjavík 1991.) 10. - dxc3, 11. f4?! - (Hvítur má varla eyða tíma í þennan leik í stöðunni. Best er 11. Rf3 - Rbc6, 12. Bf4! (eftir 12. Rg5 - Rxe5, 13. f4 - Hxg5, 14. fxg5 - R5g6 fær svartur gagnfæri) 12. - Bd7, 13. Rg5 - Hxg5, 14. Bxg5 - Dxe5 og vafasamt er, að svartur hafi nægar bætur fyrir skiptamun- inn.) 11. - Rbc6, 12. Rf3 - Bd7, 13. Dd3? - Nauðsynlegt er að leika 13. Rg5 - Hxg5, 14. fxg5 0-9-9 með flókinni og tvísýnni stöðu.) 13. - d4!, 14. Rxd4 - (Nú opnast línur að hvíta kónginum, en erfitt er að benda á betri leik fýrir hvít.) 14. - Rxd4, 15. Dxd4 - 0-0-0, 16. Kel - (Eftir 16. Dxa7 - Bb5+, 17. Kel - Bxfl, 18. Hxfl - Hxg2, 19. Be3 - Rd5, 20. Hdl - Hxh2 á svartur vinningsstöðu.) 16. - Bb5!, 17. De4 - Bxfl, 18. Hxfl - Rf5, 19. hbl - (Eða 19. Be3 - Rxe3, 20. Dxe3 - Hxg2, 21. Hf2 - Hxf2, 22. Dxf2 - Dc6! og hvítur getur ekki varist til lengdar.) 19. - Hd4, 20. De? - Dc6!, 21. Hf3 - (Svartur hótaði bæði 21. - Hxg2 og 21. - He4.) 21. - He4, 22. Be3 - Rd4, 23. Df2 - 23. - Hxg2! (Svartur tryggir sér mikla liðsyfirburði með þessari leik- fléttu.) ^ 24. Dxg2 - Hxe3+, 25. Kfl - (Eftir 25. Hxe3 - Dxg2, 26. Hxc3+ - Kb8 ræður hvitur ekki við svörtu drottninguna og ridd- arann.) 25. - Dxf3+, 26. Dxf3 - Hxf3+, 27. Kg2 - Hxf4, 28. Hb4 - Re2, 29. Hxf4 - Rxf4+, 30. Kf3 - Rg6, 31. Ke4 - Kc7, 32. Kd4 - Kc6 og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.