Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
,rb,nei ! EkJ<i ntjjugoLfskörnlr þln)r í"
Með
morgunkaffínu
*
Ast er...
. . . að segja henni að hún
hafi verið fegurst allra í
samkvæminu.
TM Reg U.S Pat Off —all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Fólk sem hættir að reykja
byrjar á því að hætta að
kaupa sígarettur og næsta
stig er þegar það hættir að
biðja aðra um þær...
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Hvert
stefnir hjá
sauðfjár-
bændum og
sjálfseigna-
bændum?
Frá Sveini Guðmundssyni:
Á UNDANFÖRNUM árum hefur
þrengt mjög að bændastéttinni og
hægt og hægt hefur gengið á eignir
sjálfseignarbænda. Hins vegar hafa
þeir bændur sem búa á ríkisjörðum
haldið betur á sínum spilum. Tökum
dæmi. Tveir bændur búa á svipuðum
jörðum. Annar þeirra býr á ríkisjörð
en ríkið á um 25% jarðeigna og eng-
inn er að tala um kommúnista þó
það væri ekki nokkur goðgá.
Hinn bóndinn keypti sína jörð.
Sjálfseignarbóndinn er búinn að end-
urbyggja allt upp og skuldar því
dijúgan pening. Hinn fékk ríkisjörð-
ina á allgóðum kjörum með erfða-
festu. Hann byggir iíka allt upp á
sinni jörð. Hann hefur átt léttara
með að framkvæma vegna þess að
upphafsskuldir voru engar. Leigu er
iíka stillt í hóf hjá ríkinu.
Báðir bændurnir urðu við beiðni
forustumanna bænda um að draga
úr framleiðslu. Hvorugur bændanna
fékk ráðherrakvótann svonefndan.
Nú byrjar offramleiðslan að þjá
bændur fyrir alvöru. Eftir því sem
fólkinu í landinu fjölgar þá minnkar
neysla á vörum sem landið gefur af
sér en neysla á innfiuttum vörum
eykst, en um það er ekki talað nema
þá í hálfum hljóðum.
Nú blasir við að flöt skerðing
komi yfir alla bændur og þessir tveir
sjá ekki fram á það að þeir geti fram-
fleytt fjölskyldum sínum og þeir
ákveða að selja ríkinu kvóta sinn.
Báðir ætla að lifa á gestamóttöku
og föndurvinnu. Þegar árið er liðið
er andvirði kvótans uppurið og þeir
sjá sinn kost vænstan að flytja til
Reykjavíkur. Sjálfseignarbóndinn
reynir að selja sína jörð en engin
tilboð berast, vegna þess að hún er
ekki sérstaklega kjörin tii útivistar
og ekkert veiðivatn er til á jarðar-
eigninni. Sömú sögu er að segja hjá
bóndanum á ríkisjörðinni en ríkið
er skyidugt samkvæmt lögum að
kaupa allar framkvæmdir eftir mati.
Segjum að eignir hvors bónda séu
upp á tíu milljónir að fasteignamati.
Jarðeignadeild greiðir leiguliða sín-
um umsamið matsverð en hinn fær
ekkert.
Sá sem bjó sem leiguliði ríkisins
getur keypt sér einbýlishús á góðum
stað í Reykjavík en sjálfseignarbónd-
inn verður að leigja ósamþykkta íbúð
í kjallaraholu.
Auðvitað munu einhveijir segja
að þetta hafi verið gott á bölvaðan
kapítalistann, en dæmið versnar
þegar vitnast að báðir bændurnir
höfðu stutt ríkjandi landbúnaðar-
stefnu af kostgæfni.
Hvað er til úrbóta?
Hafi þeir verið mjólkurbændur þá
mun vera til sjóður sem gæti tekið
svona lagað að sér. Þess ber þó að
geta um þann sjóð eru deildar mein-
ingar.
Sauðfjárbændur eru verr staddir.
Þeir hafa ekkert upp á að hlaupa.
Engir sjóðir eru til og almenningur
þiggur það sem að honum er rétt.
Hvernig væri fyrir iandbúnaðar-
ráðuneytið, Stéttarsambandi og
jafnvel gæti umhverfismálaráðu-
neytið komið til skjalanna og tekið
myndarlega á málum.
Það er ekki hægt lengur að reka
svona helstefnu. Hún stóðst ekki í
Sovétríkjunum og hún stenst ekki
heldur á íslandi.
Aðalmál bændasamtakanna verð-
ur að vera að finna lausn á þessu
máli. Islendingar vilja ekki sjá mikið
af húsarústum í landslaginu.
SVEINN GUÐMUNDSSON,
Miðhúsum,
Reykhólasveit.
Víkveqi skrifar
Sumarið virðist loksins komið og
á góðviðrisdögum fer fólk á
stjá til að sleikja sólina og virða
fyrir sér mannlífið. Víkveiji vinnur
í miðbænum og þykir gott í kaffi-
og matarhléum að tylla sér á bekk
á Austurvelli í fallegu veðri. Þarna
er skjólsælt og mjög fallegt þegar
sumarblómum hefur verið plantað.
Sá galli er á gjöf Njarðar að óreglu-
fólk sækir mjög á Austurvöll. Það
væri ekkert við því að segja ef þetta
fólk væri ekki að abbast upp á sam-
borgara sína eins og er allt of al-
gengt. Víkveiji óttast að ástandið
verði slæmt í sumar vegna tilkomu
útsölu frá ÁTVR alveg í nágrenn-
inu. Það er von Víkveija að lögregl-
an hafi öflugt eftirlit með Austur-
velli í sumar.
xxx
íkverji fylgdist með sjónvarps-
sendingum frá Alþingi á
mánudaginn. Össur Skarphéðinsson
hafði þar framsögu um tillögu þess
efnis að Alþingi skuli koma saman
til fundar 17. ágúst nk. til þess að
ræða frumvörp sem nauðsynlegt er
að afgreiða vegna inngöngu íslands
í Evrópska efnahagssvæðið. Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, tók til máls og
taldi varhugavert að byija þingstörf
svo snemma. Rök hans voru þau,
að óvíst væri að seinni slætti yrði
lokið í sveitum landsins!
Þessi rök hefðu dugað um síðustu
aldamót, þegar meira en helmingur
þingmanna var bændur. Nú sitja
fáir bændur á Alþingi og þeim ætti
ekki að verða skotaskuld úr því að
fá einhveija til að heyja fyrir sig
eftir 17. ágúst gerist þess þörf.
Reyndar hefur verið bent á það áður
í þessum dálki, að á þessum síðustu
tímum er alger óþarfi að þingmenn
séu í fríi frá maí fram í október eins
og tíðkast hefur.
xxx
Víkveiji hefur orðið var við að
mikið er horft á útsendingar
Sýnar frá Alþingi. Það er einkum
eldra fólk sem fylgist vel með því
sem fram fer í þinginu. Eldra fólk
er yfirleitt áhugasamt um þjóðmál
og það hefur rúman tíma til að fylgj-
ast með umræðum. Fólk er þakklátt
Sýn fyrir framtakið og vonar að
þráðurinn verði tekinn upp í haust
þegar þing kemur saman á ný.
X X X
slandsmótið í knattspyrnu hefst á
laugardaginn. Fyrir. knatt-
spyrnuáhugamenn eins og Víkveija
er þetta mikill viðburður. Segja má
með sanni að vel leikin knattspyrna
sé meira í ætt við listir en íþróttir.
Allt bendir til þess að íslandsmót-
ið verði mjög jafnt og spennandi í
ár. Flestir hafa spáð Reykjavíkurfé-
lögunum góðu gengi og líklega ræt-
ist sú spá. Þá geta lið komið á
óvart, eins og Víkingur í fyrra. í því
sambandi líta menn helst til Skaga-
manna. Þeir eru rétt eina ferðina
komnir með Iið sem stefnir á topp-
inn. Víkveiji sá Skagamenn spila í
vor og getur lofað því að þar er á
ferðinni lið sem á góðum degi leikur
gullaldarknattspymu.
xxx
að þóttu mikil tíðindi þegar
hlaupabrautir á Valbjarnar-
velli í Laugardal voru lagðar gervi-
efni og fijálsíþróttamót voru þangað
flutt. Víkveiji heyrði þáverandi vall-
arstjóra segja að í framhaldi af þess-
um flutningum yrði knattspyrnuvöll-
■ ur aðalleikvangs stækkaður þannig
að hann yrði jafnstór stærstu völlum
erlendis.
Þetta var aldrei gert og nú hefur
verið ákveðið að leggja hlaupabraut-
ir úr gerviefni á aðalleikvanginn.
Og ekki nóg með það. Ekki verður
hægt að leika knattspyrnu á vellin-
um fyrr en eftir miðjan ágúst vegna
þessara framkvæmda.
Að mati Víkveija er þetta óskilj-
anleg ráðstöfun. Áhorfendur á
fijálsíþróttamótum eru sárafáir og
Valbjarnarvöllur því nægilega stór.
Nær hefði verið að gera aðalleik-
vanginn að fullboðlegum knatt-
spyrnuvelli.
XXX
Yíkveiji brá sér á völlinn í fyrra-
kvöld til þess að sjá úrslita-
leik Meistarakeppni KSÍ. Ekki var
mikill glæsibragur á þessum leik,
enda varla von á meðan hann er
látinn fara fram á gervigrasvellin-
um í Laugardal. í gamla daga var
bikarkeppni KSÍ spiluð á haustin
og vakti litla athygli. Síðan var
fyrirkomulaginu breytt og úrslita-
leikurinn látinn fara fram í ágúst.
Nú telst þetta einn helsti leikur
ársins. Urslitaleikur Meistara-
keppni KSÍ getur orðið stórleikur
en þá þarf að finna honum verðuga
umgjörð. Gaman væri að fá að
heyra sjónarmið formanns Knatt-
spyrnusambandsins í þessu máli,
en hann hefur einmitt staðið að
mörgum framfaramálum í knatt-
spyrnunni undanfarin misseri.