Morgunblaðið - 21.05.1992, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.05.1992, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 51 Töfrar Ítalíu á verði 3 daga laxveiði Frá Steindórí I. Ólafssyni: SÍÐASTLIÐIÐ sumar fórum við hjónin í ferð með Heimsklúbbi Ing- ólfs til Ítalíu. Flogið var til Mílanó og þaðan ekið um Ítalíu, allt suður til Rómar. Skoðaðar voru margar fallegustu borgir og listasöfn lands- ins. Afskræming tungunnar Frá Jóhannesi Straumland: JAFNAÐARMENN. Jafnaðar- mannaflokkur íslands. Það er gott að heyra þessi orð. Að halda þeim uppi er það eina sem íslenskir kratar hafa gert til gagns á undanförnum árum. Þetta er eina tilfellið í opin- berri umræðu þar sem orðið jöfnuð- ur er rétt beygt. Jöfnuður - jöfnuð - jafnaði - jafnaðar. í allri annarri orðræðu hefur ö-ið og u-ið í nefni- falli útrýmt skiljanlegri beygingu á orðinu í þágufalli og eignarfalli. Þetta hefur gerst á örfáum árum. Eins konar forystu í þessari af- skræmingu tungunnar hafa stjórn- málamenn haft og háskólamenntað fólk, fólk sem er símalandi í út- varpi og sjónvarpi. Og þetta er ekki eina dæmið um að þessi blómi þjóð- arinnar hafi forystu um að klæmast á móðurmálinu. Rassbögurnar streyma frá þessu forystuliði eins og óstöðvandi skolprennsli. Síðan apar svonefndur almenningur eftir, þungt haldinn af menntamanna- snobbi. . JÓHANNES STRAUMLAND, Kaplaskjólsvegi 63, Reykjavík. LEIÐRÉTTING Artúnsskóli í myndatexta á bls. 5 í Morgunblað- inu í gær, segir að myndin sé af Árbæjarskóla, en átti að vera Ár- túnsskóli. Þetta leiðréttist hér með. Pennavinir Franskur 23 ára frímerkja- og myndbandasafnari með mikinn áhuga á erlendum tungumálum: Patryck Pastor, 53 rue de la Gantiere, 63000 Clermont-Ferrard, France. Þrítugur Ghanamaður, byggin- gatæknir, með margvísleg áhuga- mál: George Victor Harlem, P. 0. Box 760, Cape Coast, Ghana. Sænskur 28 ára gamall frí- merkjasafnari vill skrifast á við ís- lenska safnara: Mikael Johansson, Sángvagen 15/475, 451 71 Uddevalla, Sverige. Sautján ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Elina Mákelá, Niittytie 6, 44500 Viitasaari, Finland. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á íþróttum og ljósmynd- un: Grace Paintsil, P.O. Box 1309, Cape Coast, Ghana. Sautján ára þýskur piltur með áhuga á landafræði, tónlist, tungu- málum og íþróttum: Michael Altendeitering, Piittmannsweg 11, 4630 Bochum 1, Germany. Bresk 52 ára ógift kona mec' áhuga á tónlist, krossgátum, bóka- lestri, ökuferðum og kórsöng: Ann Charlotte Boland, 18 Bath Road, Silverdale, Newcastle Under Lyme, Frá Mílanó var ekið til Feneyja, þar sem eins og í öðrum borgum var gist á fyrsta flokks hóteli. Síðan voru heimsóttar borgirnar Veróna, Písa, Flórens, Assisi, Róm og fleiri. Hótelin voru alltaf í hæsta gæða- flokki og staðsett á besta stað. Það er oft rætt um að slíkar ferð- ir séu mjög dýrar, sem ef til vill er rétt. En verð er aðeins hátL í samanburði við eitthvað annað. Eg hafði haft í huga að fara í góða laxveiðiá, en fór í þessa ferð í stað- inn. Góð veiðiá kostaði um kr. 180.000 — í þijá daga. Þá er ekki innifalinn matur (og flug!!). Ferðin með Heimsklúbbnum, tvær vikur, með flugi, bíl og átta kvöldverðum ásamt veigum, svo og gisting á topp hótelum, var á svipuðu verði. Hvað er þá dýrt? Undirritaður hefur starfað að flug- og ferðamálum í rúm 30 ár bæði hér heima og erlendis. Slíkum störfum fylgja mikil ferðalög. Ég hef oft haft að orði að aldrei mundi ég fara í „túrhestaferð" með farar- stjóra. Þóttist kunna þetta allt nægilega vel sjálfur. Höfum við hjónin meðal annars ekið um Ítalíu og „skoðað“ það markverðasta. Það verður að segjast um ferð þessa með Heimsklúbbnum, að skipulag allt var frábært. Tíminn nýttur til að geta skoðað sem mest og allur undirbúningur, sem ekki er lítill, stóðst fullkomlega. Félags- skapur meðal þátttakenda varð strax mjög góður, sem gerði ferðina enn skemmtilegri. Kunnátta og þekking fararstjórans, Ingólfs Guð- brandssonar, gerði ferðina ógleym- anlega. Þó ég mæli ekki á móti laxveiði- ferð, verður þessi ferð okkar sann- kölluð lista- og töfraferð og okkur hjónunum ógleymanleg. STEINDÓR I. ÓLAFSSON Þrastanesi 18A, Garðabæ VELVAKANDI LYKLAR NÍU lyklar á hring fundust við Háaleitisbraut, þriðjdaginn 12. maí. Upplýsingar í síma 33284. JAKKI JAKKI af 11 ára dreng tapað- ist í grennd við Breiðholtsskóla 8. maí. Jakkinn er rauður, úr ullarefni með svörtum ermum og mynd á bakinu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 74061 eða síma 73000. SNYRTIBUDDA RAUÐ snyrtibudda tapaðist aðfaranótt sunnudagsins 17. maí á L.A. café eða á á leið þaðan frá Laugarnesvegi. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 675973. KJÁNALEGT FRÍMERKI Ólafur Guðmundsson: ÞAÐ verður að segjast eins og er að slysalega hefur tekist til við að teikna frímerkið með skíðamanninum höfuðlausa. Það versta er að skíðastafurinn hefur lent undir hægra skíðinu hjá teiknaranum en erfitt mun að renna sér þannig á skíðum. Það er leiðinlegt að segja það en þetta frímerki er alveg framúrskarandi kjánalega teiknað. KETTIR LÆÐA tapaðist frá Háaleitis- braut fyrir nokkru. Hún er frekar lítil, hvít á kvið með hvíta fætur, svartgrábröndótt á baki. Hún er ómerkt en hefur hvítan blett á baki. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19164 eða síma 624008 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Stór, svartur köttur með hvítan blett vinstra megin á trýni, hvítan blett á bringu og hvítar tær hefur verið í reiði- leysi vestast í Vesturbænum um nokkurt skeið. Hann sár- vantar að finna heimili sitt eða þá nýtt og notalegt heimili. Upplýsingar í síma 15393. Tveir tveggja mánaða kassa- vandir kettlingar, læða og fress, fást gefins. Upplýsingar í síma 812146 SUNDSKÝLA LITRÍK sundskýla fannst við Álfliólsveg. Upplýsingar í síma 42891. SÍGARETTU- VESKI SÍGARETTUVESKI úr leðri, merkt með skeifu, tapaðist í Lækjargötu um síðustu helgi. I því var svartur og gulllitaður kveikjari. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Ás- dísi í síma 666898. KVENNAREIÐ FÁKS Árleg kvennareið Fákskvenna verður föstudaginn 22. maí nk. Riðið verður út í náttúruna. Grillað á staðnum, verð kr. 1.100,- Lagt af stað frá félagsheimilinu kl. 19.30 stundvíslega. Fjölmennum. Kvennadeildin. GSFÍ VOTTUN HF. STRÍ VOITUÐ GÆBAKERFI - fSLENSK REYNSLA Kynningarfundur í dag Fyrirtækin Lýsi hf. og Sölumiðstöó hraðfrystihúsanna hafa fyrst ís- lenskra fyrirtækja nýlega fengið gæðakerfi sín vottuð samkvæmt alþjóðlegu gæðastöðlunum ISO-9000. Af því tilefni hafa Gæðastjórnunarfélag íslands, Staðlaráð fslands og Vottun hf. i samstarfi við þessi fyrirtæki, ákveðið að efna til kynningarfundar um vottuð gæðakerfi skv. 1SO-9000, uppbyggingu og reynslu af notkun þeirra. Dagskrá: * 1. Setning: Davíð Lúðvíksson, fundarstjóri ogformaðurGSFÍ. 2. Staðlar fyrir gæðakerfi: Guðrún Rögnvaldardóttir, Staðlaráði íslands. 3. Vottunarhæft gæðakerfi og rcynsla frá Danfoss: Kjartan Kárason, Vottun hf. 4. Vottað gæðakerfi hjá Lýsi hf., uppbygging og notkun: Baldur Hjaltason, Lýsi hf. 5. Vottað gæðakerfi hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Sigurður Bogason, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. 6. Fyrirspurnirogumræður. Fundurinn verðurídag, fimmtudaginn 21. maí, kl. 14.30- 17.00 íBorgartúni 6. Verð með kaffi 1.750 kr. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ísímum 27577 eða 687000. Reiðskólinn Hrauni Grfmsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára unglinga Úfreiðar og bókleg kennsla um hesta og hestamennsku. Sundlaug með heitum potti - Gufubað - Golfvöllur - Mini golf - Borðtennis — Leikvöllur - Fótboltavöllur - Skemmtikvöld - Grillveisla o.fl. o.fl. 9 daga námskeið með fullu fæði: Verð kr. 24.900,- Júní JÚIÍ Agúst 8.-16. 30. júní - 8. 5.-13. 18.-26. 11.-19. Framhald 2 Framhald 3 22.-30. 17.-25. Reidslcólinn Hrauni Þar sem hestamennskan hefst! HAFNARSTRÆTI 2 - BOX 423 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 623020 - TELEFAX: 25285 RENOLD KEÐJUR, TANNHJÓL OG ÁSTENCI HOGG- OG TITRINGSPUÐAR Drifbúnaður hvers konar og rafmótorar eru sérgrein okkar. Allt evrópsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á , drifbúnaði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 814670

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.