Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992
ÁRNAÐ HEILLA
Ljósmynd: Ljósmyndarinn-Jóhannes Long.
HJONABAND. Þetta eru brúð-
hjónin Hrönn Harðardóttir og
Magnús Guðmundsson. Þau voru
gefin saman í Bústaðakirkju 2. maí
sl. Prestur var séra Pálmi Matthías-
son. Heimili þeirra er að Lyng-
brekku 11, Kópavogi.
Ljósmynd: Ljósmyndarinn-Jóhannes Long.
HJONABÁND. Þetta eru brúð-
hjónin Kolbrún Markúsdóttir og
Agnar Bent Brynjólfss. Þau voru
gefin saman í Bústaðakirkju 2. maí
sl. Prestur var séra Pálmi Matthías-
son. Heimili þeirra er að Álfatúni
37, Kópavogi.
X-Xöfðar til
X X fólks í öllum
starfsgreinum!
NEYTENDAMAL
GINSENG
Nútíma lífsins elexír
Ljósmynd Morgunblaðið/Júlíus
Kristín Ingólfsdóttir dósent. Ginsengtegundir sem eru á markaði
hér á landi innihalda mismunandi magn ginsenosíð-sambanda,
eða frá því að vera nánast ekki neitt upp í umtalsvert magn.
Ginseng virðist fela í sér
ákveðinn dulmagnaðan austur-
lenskan kraft sem fólk sækist
eftir að njóta. Jurtin eða gins-
engrótin, ætt og uppruni er þó
almennt lítt þekkt.
Panax-ginseng er fjölær jurt
af bergfléttuætt sem upprunnin
er í skóglendi norðan við tempr-
aða beltið. Asíu-ginseng, þ.e.
„Panax shinseng", notuðu Kín-
veijar sem lyijajurt um aldir. Þeir
nýttu hana úr sínu villta um-
hverfi eða þar til plöntunni hafði
nánast verið útrýmt. Bandarískt
ginseng eða Ginseng quinquefol-
ium, var uppgötvað í Kanada um
1716. Það var síðan flutt til Kína.
Báðar þessar tegundir eru nú
ræktaðar og er ginseng unnið úr
rótum þeirra. Rótin, sem oft hefur
strengdar greinar, þykir minna á
lögun mannslíkamanns. Það form
var m.a. talið hafa aukið trú
manna á endurnýjandi kraft rót-
arinnar fyrir aldraða, veikburða
og getulausa.
Lítið vitað um verkanir
ginsengs
En hvers konar efni er ginseng?
Hver eru áhrif þess á líkamann
og hver er ávinningurinn af að
taka það inn? Er ginseng skað-
laust eða skaðlegt, getur neysla
á því valdið aukaverkunum? Hvað
segja nýjustu rannsóknir í þeim
efnum? Til að fá svör við þessum
spurningum og fleirum var leitað
til dr. Kristínar Ingólfsdóttur dós-
ents í lyfjafræði við Háskóla ís-
lands, en Kristín hefur í samvinnu
við Guðborgu Guðjónsdóttur lyfj a-
fræðing rannsakað efnainnihald
margra vörutegunda sem eru hér
á markaði og innihalda ginseng.
„Kínveijar og Asíumenn trúa
því að ginseng stuðli að langlífi,"
sagði Kristín. „Þeir nota það ekki
gegn einhveijum sérstökum sjúk-
dómi heldur sem allsheijar hress-
ingarmeðal." Hún sagði að míkill
áhugi væri á ginseng á Vestur-
löndum, hér á landi sem annars
staðar. Þetta væri eitt af þessum
svokölluðu náttúrumeðulum sem
læknar vísa ekki á og fólk tekur
inn á eigin ábyrgð. Frá vísindaleg-
um sjónarhóli væri hvorki hægt
að afskrifa ginseng né mæla með
því. Þær fjölmörgu rannsóknir
sem gerðar hafa verið á dýrum
og mönnum hafj einfaldlega ekki
leitt til afdráttarlausrar niður-
stöðu. „Ginsengrætur sem notað-
ar hafa verið til rannsókna hafa
verið af ólíkum uppruna og efna-
innihald því misjafnt," sagði
Kristín. „Ekki hafa verið um
staðlaðar samsetningar að ræða,
þannig að erfitt hefur reynst að
bera saman niðurstöður."
Heildarmagn virkra efna í
ginseng misjafnt
Kristín sagði að þau efni sem
talin eru vera virk í ginseng væru
svokölluð ginsenosíð-sambönd.
Þetta er flokkur efna sem er ná-
skyldur efnafræðilega en efnin
geta haft óh'ka verkun. Eitt getur
t.d. valdið hækkun á blóðþrýstingi
og annað lækkun. Magn einstakra
efna fer eftir aldri plöntunnar,
jarðveginum sem plantan er rækt-
uð í og vinnsluaðferðum. Heildar-
magn þessara efna er einnig mis-
jafnt. Yfirleitt er mest af ginsen-
osíð-samböndum í rótum sem náð
hafa 6-9 ára aldri fyrir uppskeru,
en þær eru líka dýrastar. Það
kemur því fyrir að framleiðendur
freistast til að nota yngri og ódýr-
ari rætur.
Ákveðnir hópar ættu ekki að
taka ginseng
„Mörgum finnst freistandi að
taka ginseng, til að leitast við að
auka þol gegn líkamlegu og and-
legu álagi,“ sagði Kristín. „Flestir
ættu að geta prófað þetta sér að
meinalausu. Hins vegar ættu
ákveðnir hópar ekki að taka inn
ginseng. Það eru þeir sem eru
með of háan blóðþrýsting. Sama
máli gegnir um ófrískar konur,
þar sem ekki er nægilega mikið
vitað um áhrif ginsengs á fóstur.
Það er ekki ástæða fyrir börn að
taka inn ginseng. Fólki sem er
með sykursýki er ekki ráðlagt að
taka ginseng vegna þess að það
gæti haft áhrif á blóðsykurinn,
og ekki heldur fólki sem tekur
blóðþrýstingslækkandi lyf eða
hormónalyf. Ýmislegt þykir benda
til þess að ginseng geti truflað
upptöku þessara lyfja í líkaman-
um eða valdið víxlverkun. Fólki
sem er með hita eða bráðar sýk-
ingar er ekki ráðlagt að taka inn
ginseng. í einstaka tilfellum hefur
efnið haft áhrif á tíðahring og
valdið blæðingum. Ginseng getur
í vissum tilfellum valdið svefn-
leysi. Einnig hefur verið ráðlagt
að drekka ekki kaffi ef tekið er
inn ginseng. Mér finnst sjálfsagt
að fólk sem er á iyfjagjöf og ætl-
ar að taka ginseng ráðfæri sig
áður við lækni þannig að hann
viti að verið sé að taka inn eitt-
hvað sem gæti haft áhrif á verkun
lyfsins.“
Hver er hæfilegur skammtur
af ginseng?
— Nú eru fjölmargar vöruteg-
undir á markaðnum sem innihalda
ginseng, hvernig geta neytendur
metið hvaða tegundir gera gagn
og hveijar eru gagnslausar?
„Já, það eru margar ginseng-
vörur á markaðnum og kaupendur
hafa enga möguleika á að meta
innihaldið út frá umbúðunum
vegna skorts á innihaldslýsingum.
Þar er aðeins getið um ginsengrót
en ekki um magn virkra efna eða
um önnur efni. Það eru ekki gerð-
ar opinberar kröfur um gæðaeftir-
lit þannig að ekki er vitað hvort
óhreinindi eða mengunarvaldandi
efni séu til staðar í viðkomandi
afurð.“
Kristín sagði að ekki væru
sömu kröfur gerðar til heilsubót-
arefna og til lyfja og matvæla
hvað varðar innihaldslýsingar á
umbúðum. Það stæði þó til bóta.
Þjóðveijar eru t.d. að undirbúa lög
sem ná yfír heilsulyf og innihalds-
lýsingar. Hvað varðar hinar ýmsu
ginsengtegundir á markaði hér
eru þær mjög mismunandi hvað
varðar innihald ginsenosíð-sam-
banda, eða frá því að vera nánast
ekki neitt upp í að vera umtals-
vert magn. Þó að ekki hafi komið
fram ofnæmistilfelli svo vitað sé
eða viðkvæmni gagnvart efninu,
er ekki talið ráðlegt að dags-
skammtur fari fram úr einu
grammi af ginsengrót. Ef fólk
ætlar sér að taka ginseng en hef-
ur ekki tekið það áður, er ráðlagt
að taka lítið magn til að byija
með og bæta heldur við síðar þeg-
ar séð verður hvernig það virkar.
Þar sem ginseng er notað eins og
t.d. í Rússlandi er fólki ráðlegt
að taka það í 1-2 mánuði í senn
og taka síðan hvíld.
Hyggilegt að kanna fyrst
orsakir slens og þreytu
„Við vitum ekki nægilega mikið
um þessa náttúruvöru til að ráð-
leggja fólki að taka ginseng,"
sagði Kristín. „Áður en fólk hygg-
ur á ginsengneyslu gæti verið
hyggilegt að líta fyrst á aðra
þætti sem geta valdið óþægindum,
sleni eða þreytu, t.d. hvort fólk
borði nægilega hollan mat, hvort
hreyfingin sé næg eða hvort
streitan í lífinu sé orðin of mik-
il...“ •
M. Þorv.
SIEMENS
Með SIEMENS heímilisfœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um iandið!
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
• Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• BúOardaiur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
• Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
• Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
• Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
• Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyöarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn I Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
C <£
°!
o o*
3 <Q
3 Q
§!S
iS
3 9!
o S
Q Q'
3
=5=0
3
a