Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 56

Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 56
UOBGVNBLADU), AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVlK SÍUI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKIJIŒVRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Frumvarp um skatt á eignir og eignatekjur; Vaxtabætur verða aðeins greiddar vegna raunvaxta VAXTABÆTUR vegna húsnæðiskaupa verða eingöngu greiddar vegna raunvaxta, samkvæmt frumvarpi um samræmda skattiagningu eigna og eignatekna sem fjármálaráðherra hefur lagt fram til kynningar. Nú eru vaxtabætur miðaðar við alla vexti á lánum sem tekin eru vegna húsnæðiskaupa. Núverandi vaxtabótakerfí er byggt þannig upp að til grundvallar við útreikning bótanna eru lagðir nafnvextir, það er vaxtagjöld að meðtöldum verðbótum. I nýja frum- varpinu felst að vaxtabætur miðist eingöngu við raunvexti, eða með öðrum orðum að verðbætur lána verði ekki teknar með þegar vaxta- bætur eru reiknaðar út. Frumvarpið gerir ráð fyrir að há- marksfjárhæð bætanlegra vaxta- gjalda verði lækkuð úr 720 þúsund- um króna fyrir hjón í 500 þúsund með tilliti til þessa. Hámark bætan- legra vaxtagjalda verða 400 þúsund krónur hjá einstæðum foreldrum og 300 þúsund hjá einhleypingi. Áfram er gert ráð fyrir að hámark vaxtabóta fyrir hjón verði 200 þús- und krónur. Sömuleiðis tenging þeirra við eignir og tekjur, en nú dragast 6% af tekjuskattstofni frá vaxtagjöldum. Á móti kemur að vaxtatekjur munu ekki skerða vaxta- gjöld þar sem vaxtatekur verða skattlagðar sérstaklega. Sjá einnig fréttir á miðopnu. Fundað með rafiðn- aðarmönnum hjá ríkissáttasemjara FUNDUR var með rafiðnaðar- mönnum og fulltrúum Reykjavík- urborgar hjá ríkissáttasemjara í gær og verður annar fundur með aðilum í næstu viku. Rafiðnaðar- mennirnir, sem einkum starfa hjá Rafmagnsveitu Iteykjavíkurborg- ar og á Borgarspítala, felldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 66 voru á kjörskrá og greiddu 25 atkvæði. 9 sögðu já, 13 nei og 3 seðlar voru auðir. Rafiðnaðarmenn sem starfa hjá ríkinu felldu einnig miðlunartillögu ríkissáttasemjara og er fundur ráð- gerður með þeim í næstu viku. 211 voru á kjörskrá og greiddu 65 at- kvæði. 22 sögðu já en 36 nei og 7 seðlar voru auðir. Rafíðnaðarmenn- imir starfa á ýmsum ríkisstofnunum, en sérsamningar eru í gildi við rafiðn- aðarmenn hjá Landsvirkjun og Raf- magnsveitum ríkisins. Þá hefur ríkissáttasemjari boðað fund með starfsmönnum og stjóm- endum álversins í Straumsvík í dag fyrir hádegi. Starfsmenn álversins samþykktu miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara, en Vinnuveitendasam- band íslands felldi hana fyrir hönd íslenska álversins. Fundur hefur ekki verið boðaður með stýrimönnum og viðsemjendum þeirra, en búist er við fundarhöldum um helgina. Stýrimenn hafa boðað tímabundið verkfall á kaupskipum frá og með miðnætti á sunnudag. Morgunblaðið/Sverrir 500 metra útrás við Eiðisgranda Við Eiðisgranda eru hafnar framkvæmdir við 500 metra holræsaútrás og á hún að þjóna til 1994 þegar reist hefur verið hreinsistöð við Ánanaust. Þá er verið að leggja 300 metra rás út í Skeijafjörð frá dælistöð við Faxaskjól. „Þetta eru yfirfallslagnir sem taka stærstu rign- ingar- og leysingatoppa," sagði Sigurður Skarphéðinsson gatnamála- stjóri. „Dælumar verða í gangi örfáar klukkustundir á ári og veita þá út nánast hreinu vatni.“ Onnur lögn verður lögð frá Faxaskjóli, eftir Sörlaskjóli, Kaplaskjólsvegi, Frostaskjóli, Keilugranda og að brunninum við Eiðisgranda. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum við Faxaskjól og Eiðisgranda verði lokið á þessu ári og er áætlaður kostnaður vegna þeirra um 190,5 milljónir króna. Laxá á Ásum; Mikil verð- lækkun á veiðileyfum SALA laxveiðileyfa fyrir kom- andi sumar hefur víðast hvar verið treg miðað við það sem verið hefur undanfarin ár. Víða sitja veiðiréttareigendur og leigutakar uppi með mikið af óseldum veiðileyfum og pöntun- um sem ekki er búið að greiða inn á. Fyrir fáum árum var erf- itt að komast í eftirsóttustu árn- ar, en nú eru möguleikar á veiði- dögum víðast livar. Má nefna Laxá á Ásum, Víðidalsá, Vatns- dalsá, Laxá í Kjós og Norðurá. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins finna flestir seljendur veiðileyfa fyrir samdrættinum. Þá hefur verð leyfa í dýrustu ánni, Laxá á Ásum, fallið mjög. 1990 voru dýrustu dagarnir seldir á allt að 170.000 krónur. Það sumar var veiðin heldur rýr miðað við það sem menn ætlast til í Laxá og féll verð í 135.000 krónur í fyrra. Nú er talað um 50.000 til 70.000 króna daga á besta tíma, en samt gengur salan erfíðlega, ekki síst þar sem umboðsaðilar erlendra veiðimanna hafa skilað inn pöntunum. Víða hefur sést til laxins. Hann var óvenjulega snemma nærri ströndinni, til vitnis um það voru margir laxar sem veiddust í loðnu- nætur. Þá hefur laxa orðið vart í Laxá í Kjós, Ytri-Rangá, Elliðaán- um og í Hvítá í Borgarfirði. Þá er talið víst að lax sé genginn í Norð- urá og Þverá í Borgarfirði, jafnvel í Laxá á Ásum. Hlutfall blýlauss bensíns er orðið 74% heildarsölunnar Afsláttur af bensíngjaldi á blýlausa bensíninu nemur 256 milljónum kr. á ári SALA á blýlausu bensíni hefur aukist mjög síðastliðin ár á kostn- að blýbensins. Fyrstu fjóra mán- uði ársins var hlutfall blýlauss 92 og 95 oktana bensíns komið í 74% af bensinsölu olíufélaganna en var á sama tíma í fyrra 63%. Bjarni Snæbjörn Jónsson markaðsstjóri Oliufélagsins Skeljungs hf. reikn- ar með að hlutfallið fari á næstu mánuðum eða árum upp í 80%. Lægra bensíngjald er innheimt af blýlausu bensíni en súperbensíni og nemur afslátturinn nú 256 milljónutn króna á ári. Blýlaust 92 oktana bensín kom fyrst á markaðinn hér fyrir sex árum og varð fljótlega með 40% hlutdeild í sölunni og náði síðan helmingi á Hjálmurinn hefur örugglega bjargað - segir móðir drengs sem hjólaði fyrir bíl „HANN hefur verið rosalega heppinn og það hefur örugglega bjargað að hann var með hjálm á höfðinu. Við höfuðhöggið kom hnykkur á bakið svo aðeins blæddi inn á vöðva, hann marð- ist lítillega á hnúa og fékk nokkra marbletti. Að öðru leyti er hann ny'ög hress,“ segir Guð- rún Hafþórsdóttir, móðir Haf- þórs Arnar Gunnlaugssonar, sex ára drengs í Kefiavík sem hjól- aði fyrir bifreið um hádegisbilið sl. þriðjudag en slapp nær ómeiddur þrátt fyrir mikið högg. Er talið að hefði drengur- inn ekki verið með hjálm á höfði hefði hann stórslasast. Drengurinn lenti á hliðarrúðu farþegamegin og sá bæði á rúðu og hurð eftir höggið, en við það brotnaði hjálmurinn á höfði Haf- þórs. „Ég var stödd úti í garði þegar þetta gerðist, en kona sem ók bílnum kom til mín með Hafþór og við fórum báðar með hann niður á sjúkrahús," segir Guðrún. „Hann hefur átt hjálminn í tvö ár. Sjö ára systir hans notar líka alltaf hjálm við hjólreiðar. Þau verða oft fyrir Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Hafþór Örn Gunnlaugsson því að aðrir krakkar gera grín að þeim fyrir að vera með hjálma, en þetta atvik sýnir nauðsyn þess.“ móti súperbensíninu. Þegar 95 okt- ana blýlausa bensínið kom á markað- inn tók það sölu nokkurn veginn jafnt af báðum tegundunum sem fyrir voru en síðan hefur 92 oktana bens- ínið verið að sækja í sig veðrið, að sögn Bjarna Snæbjarnar. Núna er hlutfall 92 oktana bensíns 52% söl- unnar, 95 oktana 22% og 98 oktana súperbensíns 26%. Eftir að blýlausa bensínið kom ákvað fját'málaráðu- neytið að lækka bensíngjaldið á því og er það núna rúmum tveimur krón- um lægra en á súperbensíni. Útsölu- verð á súperbensíni er tæpum 7 kr. hærra en á 92 oktana bensíni og rúmum 3 kr. hærra en á 95 oktana bensíni. Sem aðrar skýringar á breyt- ingum í sölu nefndi Bjarni Snæbjörn að fáir bílar krefðust súperbensíns. Af hverjum lítra af blýlausu bens- íni eru innheimtar 21,78 kr. á lítrann og 23,82 kr. af súperbensíni. Við gerð fjárlaga var reiknað með að hlutfall blýlauss bensíns yrði rúmlega 70% af heildarsölu sem áætluð er 179 milljónir lítra. Nú stefnir í að hlutfallið verði að minnsta kosti 75%. Samkvæmt upplýsingum Maríönnu Jónasdóttur, hagfræðings á efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins, hefur þetta lítil áhrif á tekjur ríkisins. Telur hún að bein áhrif þess yrðu um 16 milljónir en heildarinn- heimta bensíngjalds er áætluð 4 milljarðar kr. Þá segir hún að bensín- sala hafí aukist fyrstu mánuði ársins og innkomnar tekjur af bensíngjaldi séu meiri en áætlað var og því nokk- uð borð fyrir báru. Við afgreiðslu vegaáætlunar í fyrrinótt vakti Jóhann Ársælsson al- þingisntaður athygli á því að sá af- sláttur sem veittur er af bensíngjaldi blýlauss bensíns næmi 256 milljónum kr. á ári og auk þess væri ónýtt heimild til hækkunar þungaskatts rúm 10%. Markaðir tekjustofnar til vegamála eru 5.830 milljónir kr., þar af ganga 5.565 milljónir til Vega- gerðarinnar en 265 milljónir kr. sitja eftir í ríkissjóði, ef tekjuáætlun stenst. Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri verjandi að draga vegaframkvæmdir saman þó illa áraði. Þetta væri það mikið hagsmunamál fyrir alla lands- menn, og atvinnumál byggðarlaga á landsbyggðinni sérstaklega. Þá hefði það sýnt sig í útboðum að undan- fömu að aðstæður á verktakamark- aðnum væru þannig að ódýrt væri að leggja vegi. Hann sagði að ef nauðsynlegt þætti að skilja þessar 265 milljónir eftir í ríkissjóði væri sjálfsagt að bæta það upp með því að hækka bensíngjald á blýlausu bensíni. Það myndi þýða 4,3 til 4,6% hækkun á blýlausu bensíni sem myndi hækka vísitölu framfærslu- kostnaðar um 0,1%, samkvæmt upp- lýsingum fjármálaráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.