Morgunblaðið - 23.05.1992, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992
9
KANARIEYJAR
Hvers vegna ekki Kanaríeyjar í fríinu?
Þú sérð um flugið en við um gistinguna.
Getum nú útvegað góða gistingu á Gran Canaria.
Hafðu samband. Ef til vill er þetta valkostur sem borgar sig.
Upplýsingar í síma (903428)-560895 eða 150222 (biðja á
um línu 280).
TANNLÆKNASTOFA
Hef opnað tannlæknastofu mína í Hamraborg 7,
Kópavogi (áður í eigu Hermanns Jóns Ásgeir ssonar).
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 42515.
ATH.: Einnig opið á laugardögum.
Ragnar Kr. Árnason,
tannlæknir.
Garðeigendur - sumarbústaðaeigendur
Bjóðum upp á meira en 100 tegundir
trjáplantna og runna á mjög hagstæðu verði.
Verðdæmi: Birki í pottum á kr. 250. Fjallafura frá kr. 600.
Hansarós frá kr. 410. Alaskavíðir og aspir frá kr. 79.
Blátoppurkr. 190. Sérstakt úrval sígrænna plantna.
Magnafsláttur - greiðslukjör. Verið velkomin.
Sendum plöntulista.
Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi,
(beigt til hægri við Hveragerði), sími 98-34388 og 985-20388.
KIRKJUREIÐ
FÁKS
verður sunnudaginn 24. maí. Farið verður frá efri
Fákshúsum kl. 9.30 og neðri Fákshúsum kl. 10.30.
Messan hefst kl. 11.00 í Langholtskirkju.
Prestur Séra Ingólfur Guðmundsson.
Predikun séra Sigurður Haukur Guðjónsson.
Lárus Sveinsson verður með blásarasveit, Signý
Sæmundsdóttir syngur einsöng, Gunnar Eyjólfsson
og Klemens Jónsson lesa.
Félagar úr kór Langholtskirkju og Fákskórnum
leiða safnaðarsöng.
Hægt verður að kaupa kjötsúpu eftir messu. Mætum vel.
Fákur.
REYKLAUS DAGUR 1. JÚNÍ
Tilefnið
sent þú beiðst eftir?
Búðu þig
undir
að hætta
að reykja
Leiðbeiningarrit Krabbameinsfélagsins
ÚT ÚR KÓFINU
og
EKKI FÓRN - HELDUR FRELSUN
fást ókeypis á heilsugæslustöðvum
um land allt, í mörgum apótekum
og hjá Krabbameinsfélaginu.
Reyklaus dagur
- reyklaus framtíð!
TÓBAKSVARNANEFND
Tveir þriðju
þjóðarinnar búa
á svæðinu
Rannveig Guðmunds-
dóttir sagði í framsögu:
„Það svæði sem nefnt
er Landnám Ingólfs er
Gullbringu- og Kjósár-
sýsla, Þingvallahreppur
vestan þjóðgarðs, Grafn-
ingshreppur og brot af
Selfosshéraði. Land-
svæði þetta takmarkast
af linu sem dregin er úr
Hvalfjarðarbotni í þjóð-
garðinn á Þingvöllum og
þaðan suður Þingvalla-
vatn, Úlfyótsvatn og Sog
og Olfusá til sjávar. Sér-
staða þessa svæðis er
mjög mikil hvað varðar
búsetuþróun því mikill
meirihluti landsmanna,
eða tveir þriðju iilutar,
býr á þessu svæði. I
landnámi Ingólfs eru 20
sveitarfélög og yfirgnæf-
andi meirihluti íbúa býr
í þéttbýli.
I Landnámi Ingólfs
eru 17 friðlýst svæði sem
skiptast þannig eftir
gerð friðlýsingar: einn
þjóðgarður, fjögur frið-
lönd, átta náttúruvætti
og fjórir fólkvangar."
Landvernd og
efling gróður-
lendis
Rannveig sagði og:
„Mikill áliugi hefur
verið á því á undanförn-
um árum meðal áhuga-
fólks um verndun og efl-
ingu gróðurs í landinu
að þetta svæði verði frið-
að fyrir lausagöngu bú-
fjár. Hafa félögin Líf og
land, Landvemd og Ar-
nesingafélagið í Reykja-
vík ítrekað bent almenn-
ingi og stjórnmálamönib
um á að brýna nauðsyn
ber til þess að hefta hina
geigvænlegu jarðvegs-
og gróðureyðingu sem
orðið hefur, og allt of
viða viðgengst enn á suð-
Úr plöntuuppeldi Reykjavíkurborgar í Laugardalnum.
Friðun Landnáms Ingóifs
fyrir lausagöngu búfjár
„Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að
vinna að áætlun í samvinnu við viðkomandi
sveitarfélög sem miði að því að koma í veg
fyrir lausagöngu búfjár í „Landnámi Ingólfs".
Aætlunin verði lögð fyrir Alþingi í upphafi
næsta þings, 1992.“ Þannig hljóðar þingsálykt-
unartillaga flutt af Rannveigu Guðmundsdóttur
(A-Rn) og sjö öðrum þingmönnum úr öllum
þingflokkum.
vesturhorni landsins.
Landvemd hélt sérstaka
ráðstefnu árið 1984 um
landnýtingu og landnotk-
un á svæðinu, náttúm-
vemdai’þing ályktaði um
málið á sl. hausti og sendi
frá sér áskomn til Al-
þingis og félagasamtök
skipuð áhugamönnum
um verndun og eflingu
gróðurs í landinu hafa
bundizt samtökum um að
vinna að framgangi þess
að Landnám Ingólfs
verði friðað fyi-ir lausa-
göngu búfjar."
Ekki verið að
banna búfjár-
hald
Valgerður Sverrisdótt-
ir (F-Ne), sagði í umræð-
unni:
„Eg geri mér grein
fyrir þvi að hér er um
mjög viðkvæmt mál að
ræða sem snertir vissu-
lega lífsafkomu fólks og
í þessu tilfelli bænda þó
svo að hér sé ekki verið
að tala um það að banna
búfjárhald, heldur að
banna lausagöngu. En
þar sem hér er ekki ver-
ið að tala um valdboð frá
Alþingi heldur verið að
leggja til samstarf eða
samvinnu við viðkomandi
sveitarfélög sem eigi að
hafa það að markmiði að
koma í veg fyrir lausa-
göngu, þá finnst mér
málið vera miklu betra.
Eg sem sagt legg áherzlu
á að þarna verði um sam-
vinnu að ræða enda hef-
ur það komið fram í
máli flutningsmanns að
það er einmitt það sem
hún er að tala um líka.
Einmitt þarf að vera
samvinna og samstarf
hvað snertir kostnað því
það gefur augaleið að
það að viðkomandi bænd-
ur þurfi að færa sitt
sauðfé inn í beitarhólf
eða girðingar kostar pen-
inga.
Mér er kunnugt um
það að hér er ekki um
mörg stórbýli að ræða
heldur miklu frekar um
smæi-ri bú og þeim hefur
verið að fækka þannig
að e.t.v. má segja sem svo
að eftir einhern ákveðinn
tíma séu líkur á því að
búfjárhald á þessu svæði
verði orðið miklu minna.
Eg er ekki að segja að
það leggist af en alla
vega er þróunin í þá átt.“
Fordæmi úr
Eyjafjarðarsveit
Jöhannes Geir Sigur-
geirsson (F-Ne) benti á
það í máli sínu að á rúm-
um áratug hefði sauðfé
í landinu fækkað um tæp-
lega helming (úr yfir
900.000 niður fyrir
500.000). Sauðfjáreign
landsmanna þurfi ekki
að standa í vegi fyrir því
að menn nái víðtækri
samstöðu um gróður-
vernd og endurheimt
gróðurlands. „Ég vil
einnig benda á það,“
sagði hann, „að á þessum
málimi hefur víða verið
tekið. Ég get upplýst það
hér að í minni heima-
sveit, Eyjafjarðarsveit,
sem í dag er langfjöl-
mennasti sveitahreppur
landsins, er lausaganga
búfjár á stofnbrautum og
þjóðvegum bönnuð.“
Geir sagði efnislega að
rangt væri að ræða um
bændur sem vandamál
þegar gróðurvernd ætti
í hlut, lykillinn að far-
sælli lausn væri samráð
og samstaða við bændur,
sem hefðu lifibrauð af
hefðbmidum búskap, og
vitnaði í því sambandi til
ræðu dr. Björns Sigur-
bjömssonar, eins af
framkvæmdastjórum
FAO, á Húsavíkurráð-
stefnu um gróðurvemd.
Tillagan fékk mun
meiri umræðu en hér er
rakið en varð ekki út-
rædd.
ÞAÐ ER UM HELGINA
sem er opið hús hjá okkur í Innval
laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 13-16
PROFIL
einingareldhús -15% verðlækkun til 15. maí. PROFIL
innréttingaeiningar eru á lægra verði en þú átt að venjast,
og það er ekkert slakað á kröfum um gæði.
BIGA
sérsmíðaðar gæðainnréttingar í eldhús og á bað. 600 litir
og óteljandi valkostir. Ekkert eldhús er eins og baðinn-
réttingarnar tjölbreyttar og óveiyulegar.
ÍSLANDSSTIGINN
frá sænsku stigaverksmiðjunni Trátrappor ab hefur slegið í
gegn á íslandi. Hagastætt verð og fjölbreytt úrval. Hver stigi
er framleiddur eftir teikningu. 125 íslandsstigar hafa nú selst.
LUXLINE
nýja fataskápaiínan okkar er einstök. Ailir skápar eru sér-
smíðaðir. Hurðir eru á nýjum hjólabrautum og eru sniðnar
eftir þínum málum. Margvíslegt útlit m.a. speglar.
-t%LL
SERVERSLUN MEÐINNRETTINGAR OG STIGA
NYBYLAVEGI 12, SIMI 44011